Morgunblaðið - 10.08.2007, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
„Það er nú ekki allt orðið troðið, en það er kominn ótrúlegur fjöldi,“
segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á
Dalvík. „Ég myndi giska á að það séu komnir um 7-8 þúsund gestir
í bæinn. Það er straumur inn.“
Í kvöld hefst Fiskisúpukvöldið mikla, undanfari Fiskidagsins
mikla, og þá geta gestir og gangandi spígsporað um bæinn og
bragðað á fiskisúpu. Fyrir utan um 70 hús í bænum munu loga tveir
kyndlar, sem þýða að gestir geti verið ófeimnir við að koma inn og
fá „súpu og vinalegheit,“ eins og Júlíus orðar það. Í hverju húsi er
súpan elduð á sinn hátt, og því er hægt að bragða um 70 mismun-
andi súpur í kvöld.
Að auki hafa menn verið iðnir við að skreyta bæinn. Allir bæj-
arbúar hafa fengið fisk til að skreyta lóðamörkin sín og einnig hefur
götunum verið gefin ný nöfn. Nöfn eins og Silungabraut og Haf-
meyjubraut prýða nú bæinn.
Vináttukeðja mynduð í fyrsta skipti
Fiskidagurinn mikli hefur orðið fyrirferðarmeiri með árunum og
þannig eru fleiri viðburðir nú yfir fleiri daga en bara hinn eina
sanna Fiskidag. Sl. miðvikudag fóru t.a.m. um 150 manns í sérstaka
fiskidagsgöngu. Í ár verður jafnframt mikið lagt upp úr náunga-
kærleikanum og í kvöld kl. 19 verður mynduð vináttukeðja úr gest-
um bæjarins. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands og Vigdís
Finnbogadóttir fv. forseti munu einnig flytja ávörp um vináttuna.
Eftir það verður tekið til við fiskisúpuna
„Þetta verður mikið fjör og mér skilst að ýmsar vörur hafi klár-
ast í verslununum á Akureyri; Nettó, Bónus og Hagkaup, t.d. soð,
kraftur, og tómatur,“ segir Júlíus framkvæmdastjóri, enda er búist
menn við fjölmenni í kvöld.
Fiskisúpukvöldið
mikla haldið á Dalvík
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
BIRGIR Torfason, eigandi skemmti-
staðanna Kaffi Akureyri og Vélsmiðj-
unnar, segir undirskriftasöfnunina
gegn meirihluta bæjarstjórnar Akur-
eyrar hafa farið vel af stað. „Hingað til
hefur mér ekki verið neitað um undir-
skrift af þeim aðilum sem ég hef leitað
til,“ segir Birgir, en aðilarnir sem hann
hefur leitað til koma flestir úr þjón-
ustugeiranum. Birgir hefur að auki
stofnað bloggsíðuna akureyri.blog.is til
að safna undirskriftum frá óánægðum
bæjarbúum. Í gærkvöldi höfðu yfir
hundrað athugasemdir borist, að mestu
frá óánægðum lesendum.
Skátarnir hætti með tjaldstæðin
Á undirskriftalistunum er einnig
krafist að aðrir aðilar en Skátafélagið
Klakkur taki að sér rekstur tjaldsvæð-
anna í bænum. Birgir segist vilja bjóða
reksturinn út til annarra félaga í bæn-
um, til að mynda Hestamannafélagsins,
Bílaklúbbs Akureyrar eða íþróttafélag-
anna Þórs og KA. Hann telur að þann-
ig geti félögin aflað sér fjár, auk þess
sem þau munu geta tryggt öflugri
gæslu á svæðunum en verið hefur þeg-
ar stórar hátíðir eru í bænum. „Skát-
arnir hafa ekki verið nógu margir á
þessum hátíðum,“ segir Birgir og tekur
fram að undirskriftum verði að öllum
líkindum skilað til bæjarstjórnarinnar í
næstu viku.
„Hamrasvæðið með bestu
tjaldsvæðum landsins“
Edward Huijbens, talsmaður stjórn-
ar tjaldsvæðanna, segist treysta bæj-
arbúum til að standa vörð um upp-
byggingu að Hömrum, sem byggist á
hugmyndafræði skátanna: „Hamra-
svæðið er óumdeilanlega eitt af bestu
tjaldsvæðum á landinu og ég treysti
bæjarbúum til að
standa vörð um
það.“ Edward segist
jafnframt vonast til
að Birgi gangi sem
best með undir-
skriftalistana: „Þá
skýrast línur um það
hverjir eru öfga-
menn og hverjir vilja
leysa málin, sem ég
tel mjög gott. Ég held hins vegar að
menn verði að athuga vel hvers vegna
það stendur upp á okkur eina að greiða
úr vanda sem er áskapaður vegna þess
að nokkrir aðilar vilja halda partí í
bænum. Útihátíðunum hafa hingað til
fylgt ýmis vandamál, af hverju eigum
við einir að leysa þau? Mér finnst rangt
að halda því fram að við séum ekki
vandanum vaxin eins og sagt er á und-
irskriftalistanum, af því að við séum
ekki að leysa vandamálin sem fylgja
hátíðinni þegar ákveðnir hagsmunaaðil-
ar halda risapartí. Þeir eiga að leysa
sinn vanda.“
Undarleg ímynd fyrir bæinn
Edward segir að „grátkór“ um-
ræddra hagsmunaaðila sem myndast
hafi í kjölfar hátíðarinnar sé undarleg
ímynd fyrir bæinn. „Það er undarlegt
að koma fram í fjölmiðla og gráta það
að þeir hafi ekki grætt nógu mikið, af
því að engir gestir komu,“ bætir hann
við og bendir á þá jákvæðu ímynd-
arsköpun sem átt hafi sér stað í kring-
um Fiskidaginn mikla á Dalvík.
Ekki náðist í Sigrúnu Björk Jak-
obsdóttur bæjarstjóra vegna málsins,
en hún sendi frá sér yfirlýsingu sem
birt er á blaðsíðu 8 í blaðinu í dag.
Hart deilt Vinir Akureyrar segja stjórnendur tjaldsvæðanna vanhæfa. Edward
Huijbens talsmaður þeirra segir að Vinirnir skapi bænum undarlega ímynd.
Hagsmunaaðilar leysi
sín vandamál sjálfir
Edward Huijbens
Á HÁDEGISTÓNLEIKUM Ketilhússins í dag
mun Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona
koma fram ásamt Daníel Þorsteinssyni píanó-
leikara. Björg var í vor valin bæjarlistamaður
Akureyrar.
Á tónleikunum verða flutt íslensk sönglög í
rómantískum anda með megináherslu á lög
Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hall-
grímssonar og Davíðs Stefánssonar. Einnig
verða flutt lög nokkurra helstu tónskálda
þjóðarinnar svo sem Jóns Þórarinssonar, Þór-
arins Guðmundssonar, Árna Thorsteinssonar
og Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð íslenskra öndvegisskálda.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og munu standa yfir í um það bil
þrjú korter.
Björg
Þórhallsdóttir
Björg með hádegistónleika
ÍBÚAR Grafarholts eignast kirkju
í lok næsta árs, en þá á söfnuður-
inn fimm ára afmæli. Karl Sig-
urbjörnsson biskup tók fyrstu
skóflustunguna að byggingunni á
miðvikudag. Kirkjan verður með
sérstöku sniði að ýmsu leyti, til
dæmis blasir útsýni upp í himininn
og út í fallegan garð við kirkjugest-
um í stað hefðbundinnar alt-
aristöflu.
Hingað til hefur kirkjustarfið
verið dreift um hverfið. „Við köll-
um þetta einu blokkarkirkjuna á
Íslandi,“ segir Sigríður Guðmars-
dóttir sóknarprestur. „Það er
messað í blokk fyrir eldri borgara,
en svo er barnastarfið í Ingunn-
arskóla. Við erum í rauninni á
mörgum stöðum.“
Yngsta sókn landsins
Grafarholtssókn er yngsta sókn
þjóðkirkjunnar og meðlimir hennar
eru líka að miklu leyti ungt fólk og
börn. Kirkjustarfið tekur mið af
því. „Það er lagt mikið uppúr
barna- og æskulýðsstarfi. Það eru
fjölskyldumessur og sunnudaga-
skóli, og svo er líka starf með eldri
krökkum,“ segir Sigríður.
Kirkjan mun rísa við Kirkjustétt
8, sem verður að teljast sérstaklega
viðeigandi heimilisfang fyrir starf-
semina, en í næsta nágrenni er
einnig að finna götunöfnin Kristni-
braut og Prestastíg.
Kirkjubyggingin var boðin út
með þeim hætti að fjórir aðilar
fengu gefna upp upphæðina, 210
milljónir, sem kosta á til bygging-
arinnar fullbúinnar og settu fram
tillögur í samræmi við það. Tillaga
þeirra Þórðar Þorvaldssonar og
Guðrúnar Ingvarsdóttur hjá arki-
tektastofunni Arkís og verktakafyr-
irtæki Sveinbjörns Sigurðssonar
ehf. varð fyrir valinu.
Nýja kirkjan verður 700 fermetr-
ar að stærð, en Grafarholtssókn
telur nú um 5.200 sálir. Kirkjan
mun allajafna taka 160 manns í
sæti, en auðvelt er að opna út í við-
bótarrými í safnaðarsal og skála
svo að allt að 370 manns komist
þar fyrir í stærri athöfnum.
Lokaður garður
Eitt helsta einkenni kirkjunnar
verður að þar verður stór gluggi í
stað altaristöflu og fyrir utan
gluggann verður lítill garður. Inn-
blásturinn að þessu fyrirkomulagi
voru klausturgarðar fyrri tíma.
„Það er töluvert um altarisgarða í
biblíunni, til dæmis í sálmi nr. 84
þar sem segir „Hve yndislegir eru
forgarðar þínir, drottinn?“,“ segir
Sigríður. „Þetta er lokaður garður,
það er ekki hægt að komast inn í
hann nema til að halda honum við
og þrífa. Þarna kemur dagsbirtan
inn og ef það er snjór þá sést það
og eins ef það er vindur. Maður
tekur svolítinn þátt í náttúruöfl-
unum, þetta er dýnamísk alt-
aristafla. En þetta er líka lokað
rými, þannig að þetta er eiginlega
innhverf náttúra,“ sagði Sigríður að
lokum.
Útsýni upp í himininn í stað altaristöflu
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Skóflustunga Karl Sigurbjörnsson biskup tók fyrstu skóflustunguna ásamt börnum úr sókninni.
Kennileiti Nýja kirkjan í Grafarholti á að standa við torg í næsta nágrenni
við grunnskóla, leikskóla og aðra þjónustustarfsemi í hverfinu
Altarisgarður Ekki verður hefðbundin altaristafla í kirkjunni, heldur stór
gluggi út í lokaðan garð. Hugmyndin er sótt í klausturgarða fyrri tíma.