Morgunblaðið - 10.08.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 10.08.2007, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KAUPHÖLL OG REGLUVERK Skipta reglur, sem settar eru áKauphöll Íslands um viðskiptiþar, einhverju máli? Í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær birtist frétt þess efnis, að þremur málum, þar sem ekki var fylgt settum reglum um flöggunarskyldu, hefði verið lokið með 200 þúsund króna sekt á hvern aðila. Einn þeirra var að fremja sitt þriðja slíka brot. Kauphöllin vísaði þessum málum til Fjármálaeftirlitsins. Sú stofnun kærði málin þrjú til embættis ríkis- lögreglustjóra. Þar var málunum lok- ið með sektargreiðslum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hlutverk hennar væri einvörðungu að tilkynna slík brot til Fjármálaeftirlits en bætti við: „Þetta er lögbrot …“ Oft snúast þau viðskipti, sem fram fara á Kauphöll Íslands um háar fjár- hæðir en ekki öll. Hversu miklar líkur eru á því að sektargreiðslur að upphæð 200 þús- und krónur hafi einhver forvarnar- áhrif í þessu sambandi? Hversu lík- legt er að slíkar sektargreiðslur skipti viðkomandi yfirleitt nokkru máli? Fjármálaeftirlitið gefur nánast engar upplýsingar um svona mál. Engar upplýsingar eru gefnar um hverjir hlut eiga að máli svo að dæmi sé nefnt. Er regluverkið svona slappt í ná- lægum löndum? Því verður varla trú- að. Í hinum engilsaxneska heimi eru reglur um viðskipti á opinberum mörkuðum mjög strangar. Þeir sem brjóta þær reglur hafa verra af. Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær er haft eftir Má Mássyni, upplýs- ingafulltrúa Fjármálaeftirlitsins, „að í marz á síðasta ári hafi stjórnin ákveðið að kæra brot á lögum um verðbréfaviðskipti til RLR. Hafi það verið gert í samræmi við lög um op- inbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í öllum tilvikum var um að ræða brot á flöggunarskyldu, þar sem aðilar tengdir inn í félag tilkynna ekki sam- dægurs um breytingar á eignarhaldi í því. Fyrsti aðilinn dró í tvær vikur að tilkynna flöggun, annar í þrjár vikur og sá þriðji um dag. Hann hafði áður fengið athugasemdir vegna tveggja flöggunarbrota og var því um að ræða ítrekað brot.“ Nú má vel vera, að einhver rök séu fyrir því, að ekki er um þyngri refs- ingu að ræða en tvö hundruð þúsund króna sekt. En þá þurfa þau rök að koma fram. Það er t.d. augljóst að aðila, sem brýtur þess reglur þrisvar sinnum, er nákvæmlega sama, þótt hann borgi einhverja sekt því að væntanlega hafa aðrir hagsmunir hans af því að sinna ekki flöggunarskyldu strax verið meiri. Þeir aðilar, sem standa að þessum markaði hér þurfa að hugsa sitt mál. Svona slappleiki í því að fylgja eftir regluverki í kringum viðskipti á op- inberum markaði kann ekki góðri lukku að stýra. Og hvað segir hinn nýi viðskiptaráðherra? LEIÐTOGAFUNDUR Á KÓREUSKAGA Það kann að vera hæpið að lesa ofmikið í ákvörðun leiðtoga Norð- ur-Kóreu og Suður-Kóreu að halda fund 28. til 30. ágúst. Annar leiðtog- inn er óútreiknanlegur einræðis- herra, sem skirrist ekki við að leiða hörmungar yfir þjóð sína, og hinn á aðeins stuttan tíma eftir á valdastóli, má ekki sækjast eftir endurkjöri og allt bendir til að flokkur hans muni missa völdin í kosningunum í desem- ber. Þótt rúm hálf öld sé frá því að Kóreustríðinu lauk hefur enn ekki verið samið formlega um frið milli ríkjanna. Þegar tilkynnt var um fundinn í fyrradag sögðu suðurkór- esk stjórnvöld að hann „myndi skipta meginmáli í að hefja nýtt tímabil frið- ar á Kóreuskaganum, sameiginlegrar velferðar og sameiningar þjóðarinn- ar að nýju“. Þetta eru háleit markmið og yrðu margir hæstánægðir ef fund- ur Kims Jongs Ils, leiðtoga Norður- Kóreu, og Rohs Moos Hyuns, forseta Suður-Kóreu, yrði til að þoka málum í kjarnorkudeilunni við Norður-Kóreu og ýta undir bætt samskipti. Sex þjóðir - Bandaríkjamenn, Japanar, Kínverjar og Rússar auk hinna tveggja kóresku - hafa átt í viðræðun- um um að binda enda á kjarnorku- vopnaáætlun Norður-Kóreu, en þær eru komnar í hnút. Skipting Kóreu á rætur að rekja til loka seinni heims- styrjaldar og kalda stríðsins. Japan- ar lögðu Kóreu undir sig árið 1910 og var hún japönsk nýlenda til 1945. Þá lýstu Sovétmenn yfir stríði á hendur Japönum og réðust inn á norðurhluta Kóreuskagans. Þeir höfðu samið við Bandaríkjamenn um að fara ekki lengra en að 38. breiddargráðu og við það stóðu þeir. Bandaríkjamenn lögðu síðan undir sig suðurhlutann. Upphaflega átti Kórea að fá sjálf- stæði en það fór á annan veg og skipt- ingin varð varanleg. 1950 réðst Norð- ur-Kórea inn yfir 38. breiddargráðu. Kóreustríðið braust út og stóð til 1953. Skipting Kóreu minnir að vissu leyti á skiptingu Þýskalands í tvö ríki í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. En Þýskaland sameinaðist þegar kalda stríðinu lauk. Ekkert bendir til að af sameiningu Kóreu verði í bráð. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa að- eins einu sinni hist áður, árið 2000, og var upphaf þýðu í samskiptum ríkjanna. Fjölskyldur, sem höfðu ver- ið aðskildar síðan í Kóreustríðinu, fengu að hittast á ný og umfang við- skipta milli þeirra hafa hundraðfald- ast á þessum stutta tíma. Samskiptin hafa hins vegar stirðnað vegna kjarn- orkuáætlunar Norður-Kóreu. Það er hæpið að gera sér grillur um útkomu leiðtogafundarins í lok mánaðarins, ekki síst á meðan Kim Jong Il er við völd, en rás sögunnar er óútreiknan- leg og það er allt í lagi að rifja upp að árið 1987 hefði lítið mark verið tekið á þeim, sem hefði sagt að sameining Þýskalands væri á næstu grösum. Það er því full ástæða til að styðja við allar umleitanir um betri samskipti milli Norður-Kóreu og Suður-Kóreu. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÁRBÆJARSAFN geymir hluta af minni Reykjavíkur, um það hvernig borgin hefur þróast og úr hvaða um- hverfi hún er sprottin. Árbær var lengi vel bóndabýli og stóð langt fyrir utan þéttbýlið í Reykjavík. Síðustu ábúendurnir fluttu þangað árið 1881 og byggðu bæjarhúsin, sem standa þar enn, í kringum aldamótin. Reykjavíkurbær eignaðist jörðina árið 1906 þegar bærinn var að koma sér upp vatnsveitu og tryggja sér vatnsréttindi við Elliðaárnar. Hugmyndir um minjasafn Búskapur lagðist af í Árbæ árið 1948 og þá kviknuðu hugmyndir um að koma minjasafni á fót þar. Aðrar tillögur að staðsetningu safnsins voru meðal annars Viðey og Öskju- hlíð. Áratugirnir fyrir miðja tutt- ugustu öldina voru tími örra breyt- inga í Reykjavík. Borgin blés út, ný hverfi voru að rísa og breyttir lifn- aðarhættir að ryðja sér til rúms. Í Sögu Reykjavíkur eftir Eggert Þór Bernharðsson kemur fram að Reyk- víkingum fjölgaði úr 6.682 árið 1901 í tæp 56 þúsund árið 1950. Smábýli og matjurtagarðar, sem sett höfðu svip sinn á bæinn, viku fyrir borg- armannvirkjum. Í þessu umróti vaknaði sú tilfinn- ing meðal Reykvíkinga að vernda þyrfti brot af gamla tímanum í bæn- um áður en hann hyrfi alveg sjónum þeirra. Grunnur að safnkosti Félag um varðveislu sögu Reykja- víkur, Reykvíkingafélagið svo- nefnda, fékk jörðina Árbæ til um- ráða og hóf söfnun gripa til varðveislu og lagði með því grunn- inn að safnkosti Árbæjarsafns. Varðveisla og rekstur Árbæjarins reyndist félaginu þó ofviða, svo bær- inn tók við jörðinni aftur árið 1957 og hafði Lárus Sigbjörnsson, þáver- andi minja- og skjalavörður Reykja- víkur, forgöngu um að láta bæjarhúsin upp. Sama ár, þ ágúst, voru þau opnuð gestu sýnis. Þá voru bæjarhúsin í einu húsin í safninu en önnu sem standa þar hafa verið f þangað víðs vegar að. Skrifstofur safnsins voru í Skúlatúni en voru fluttar u Árbæ árið 1974. Þá var fyrs bjóða upp á sérsýningar á v safnsins til viðbótar við fast sýningar og húsasafnið. Þes starfseminnar hefur notið m vinsælda og má þar nefna le fangasýningu sem margir s undir lok áttunda áratugari sýninguna Það er svo geggj sett var upp í kringum 1990 hippamenninguna í hnotsku Árbæjarsafn Elsta húsið Smiðshús stóð áður þar sem nú er Pósthússtræti 15. arsafn, árið 1960. Það er einnig elsta húsið sem flutt hefur verið Árbæjarsafn fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um helgina. Safn- ið á sér langa og merkilega sögu sem minnst verður með há- tíðarhöldum um helgina. GUÐNÝ Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður segist ekki vita hvort hún eigi að kalla sig mannfræð- ing eða þjóðháttafræðing en hún lagði stund á báðar greinar áður en hún lagði safnastörf fyrir sig. Hún byrjaði fyrst að vinna á Minjasafni Reykjavíkur árið 1978, stuttu eftir að hún lauk námi, en hafði síðan viðkomu á fleiri stöðum áður en hún tók við embætti borgarminjavarðar árið 2000. Húsin segja sögu bæjarins Hún segir útisöfn þar sem gömul hús fá athvarf þeg- ar þau þurfa að víkja fyrir nýrri byggð vera þekkt í nágrannalöndunum. „Húsin hafa fengið það hlutverk að segja sögu bæjarins. Þetta eru hús frá ýmsum tím- um en frá nítjándu öld og byrjun tuttugustu aldar að- allega. Hér eru mismunandi húsagerðir, bæði timb- urhús úr miðbænum og steinbæir úr úthverfunum,“ segir Guðný. „Það er skýr hugsun að baki þessum söfnum að varðveita minnið um gamlan tíma með því að varðveita hús og eru þau búin húsbúnaði frá þeim tíma þegar þau voru byggð eða allavega frá eldri tíma. Svo hefur þessi hugmynd þróast áfram í þá átt að gera húsin lifandi með því að hafa þar fólk, bæði við ýmis störf og í búningum frá því tímabili sem hæf- ir húsinu.“ Gestir Árbæjarsafns þekkja þessar hug- myndir í verki, því þar má sjá stúlkur ganga um í peysufötum og pilta slá gras með orfi og ljá. Guðný segir mikið um umræðu meðal safnafólks hvernig þessi útisöfn geti þróast áfram. „Það er alltaf spurt hvort hætta eigi á einhverjum ákveðnum tíma og taka ekki við nýrri húsum. Það varð ákveðin stefnubreyting á áttunda og níunda áratugnum þeg- ar farið var að leggja meiri áherslu á að varðveita byggingar í sínu upprunalega umhverfi og skipulag eldri hluta borgarinnar tók mið af því. Þá héldu margir að hætt yrði að flytja hús í safn en það eru alltaf einhver hús sem eiga erindi hingað vegna þess að þau hafa eitthvað að segja, einhverja sögu, eins og nýjasta húsið okkar sem við fengum í vor, gamla ÍR- húsið.“ „Fortíðin er aldrei búin“ Sérsýningarnar sem haldnar hafa verið í Árbæj- arsafni fjalla margar um tiltölulega nýliðna tíma, til dæmis hefur verið sett þar upp sýning um diskó og pönk. Þar koma kynslóðirnar saman og deila sinni. „Fortíðin er aldrei búin,“ segir Guðný og b að fólk hafi jafnan þörf á að rifja upp þá tíma lifði sjálft og deila minningum með samferða Þetta hafi sérstaklega komið í ljós á sýningu haldin var fyrir skömmu og fjallaði um sjötta inn. Þar hafi margir orðið undrandi og glaðir ast á kunnuglega en gleymda muni. „Þar tók vel að endurvekja einhvern tíðaranda eða ste ingu sem vakti upp minningar hjá gestum,“ s Guðný. „Ég held að það sé mannleg þörf að þekkja runa sinn og söfn hafa þetta hlutverk að safn sem oft er kallað sameiginlegt minni. Þau gef rauninni myndina af fortíðinni svo að fólk fái ingu fyrir því hvernig lífið var áður. Fólk hef fyrir að staðsetja sjálft sig í tíma.“ „Í gamla daga“ teygjanlegt hugtak Á Árbæjarsafni er lögð sérstök áhersla á að t á móti börnum og skólafræðsla og miðlun til mjög mikilvægur þáttur í safnastarfinu. Það á móti skólakrökkum allan veturinn í Árbæja þó að safnið sé að nafninu til lokað á þeim tím Guðný segir það mikilvægt börnum að kyn tíðinni og sögunni. „Það er einmitt gaman þe skyldur og ólíkar kynslóðir koma saman hing bæjarsafn. Þá getur safnið verið vettvangur þ eldri kynslóðin miðlar reynslu sinni og börn f líf foreldranna, eða ömmu og afa, og skynja þ eitthvert samhengi í tíma. Það er náttúrulega að tala um „gamla daga“ við börn, því það er teygjanlegt hugtak í huga þeirra og kannski mikill munur á því hjá þeim hvort eitthvað ge fyrir tíu, fimmtíu, hundrað eða þúsund árum. Fjölbreytt starfsemi og hlutverk „Hlutverk safnsins og leiðarljós er að safna, v veita og rannsaka menningarminjar í Reykja miðla þekkingu um sögu borgarinnar og lífsk frá upphafi byggðar til líðandi stundar,“ segi Guðný. Hún segir safnið aðallega sinna ranns og miðlunarhlutverki sínu með sýningahaldi, Árbæjarsafni og á landnámssýningunni í Aus „Mannleg þörf að þ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.