Morgunblaðið - 10.08.2007, Side 27

Morgunblaðið - 10.08.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 27 MINNINGAR ✝ Haukur Ein-arsson brúar- smiður fæddist í Reykjadal í Hruna- mannahreppi 3. desember 1923. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 3. ágúst síðastliðinn. For- eldrar Hauks voru Einar Jónsson bóndi í Reykjadal, f. 21.2. 1877, d. 18.9. 1974 og kona hans Pálína Jónsdóttir, f. 23.10. 1885, d. 26.11. 1985. Haukur var ellefti í röð tólf systkina. Þau eru; Magnús, Jóhanna, Jón, Guð- mundur, Margrét, Ásta, Sigurður, Elísabet, Jóhann, Hörður og Auð- ur. Elísabet og Auður lifa systkini sín. Hinn 7. maí 1960 kvæntist björnssyni, f. 21.11. 1945. Börn þeirra eru Svandís, Snorri, Guð- ríður og Ingveldur. Fyrir á Sturla, Þórð. Þau eiga ellefu barnabörn. 2) Ósk Ásgeirsdóttir, f. 6.10. 1946, gift Marinó Eggerts- syni, f. 11.1. 1946. Synir þeirra eru Eggert og Haukur. Fyrir á Ósk, Sigríði. Þau eiga sex barna- börn og tvö barnabarnabörn. Haukur og Guðríður byggðu sér hús í Austurgerði 7 í Kópa- vogi. Þar hefur verið samveru- staður fjölskyldunnar enda sann- kallaður sælureitur. Haukur vann við smíðar lengst af hjá vegagerð- inni sem verkstjóri og brúar- smiður hjá Jónasi Gíslasyni. Haukur var mikill hagleiksmaður og eftir hann liggur fjöldi lista- verka, unnin í tré, stein og silfur. Garður þeirra hjóna í Aust- urgerði 7 ber einnig vott um list- fengi Hauks enda var hann mikill áhugamaður um garðrækt. Útför Hauks verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Haukur Guðríði Gísladóttur frá Naustakoti á Vatns- leysuströnd, f. 25.12. 1924. Börn þeirra eru; 1) Gísli, f. 9.12. 1957, kvæntur Ágústu Kristófers- dóttur, f. 24.5. 1963. Dætur þeirra eru Guðríður og Guðrún Ósk. Fyrir á Ágústa, Hönnu Kristínu. 2) Erna, f. 21.3. 1960, gift Skúla Halldórs- syni, f. 1.11. 1957. Börn þeirra eru Haukur og Agnes. 3) Valdís, f. 13.10. 1969, gift Rúnari Ólafi Axelssyni, f. 19.6. 1965. Börn þeirra eru Axel Snær og Brynja Líf. Fyrir á Rúnar, Auði Hlín. Guðríður átti fyrir tvær dæt- ur: 1) Sólveigu Jónasdóttur, f. 11.4. 1945, var gift Sturlu Snæ- Það er alltaf visst högg, þegar til- kynning berst um andlát vina eða ættingja, jafnvel þó vitað hafi verið að hverju stefndi. Það varð líka raunin þegar tengdafaðir minn lést 3. ágúst síðastliðinn. Ósjálfrátt fara ýmsar minningar að renna gegnum hugann. Þegar ég kom í fjölskylduna voru þau hjón öll sumur í brúarvinnu, frá því snemma á vorin og langt fram á haust. Aðeins voru teknar ein til tvær vikur í sumarfrí. Þær notuðu Haukur og Gauja til að ferðast um landið og fóru þá yfirleitt hringinn með við- komu hjá dætrum sínum á Sauðár- króki, Akureyri og Kópaskeri. Ávallt var fyrsta verk Hauks þegar hann kom í heimsókn, að líta á garð- inn til að vita hvort eitthvað hefði breyst. Og viðbrögðin voru alltaf svipuð ef einhverja breytingu var að sjá: Þetta er allt annað, svona á þetta að vera! Það var alltaf fullur stuðningur, sama hvað við gerðum. Haukur vann víða um landið við brúarsmíðar, enda þekkti hann land- ið eins og fingurna á sér, mundi nöfn- in á bæjunum og jafnvel bændunum. Tvær ferðir eru mér minnisstæðar sem við fórum saman, sú fyrri að Beinhól á Kili, hin austur að Hvanna- lindum til að skoða rústir af bæ Fjalla-Eyvindar, frænda Hauks. Þar var mikið skoðað, mælt og spekúler- að. Nú á seinni árum minnist ég stunda þegar við tengdafeðgarnir sátum saman í stofunni í Austurgerð- inu. Þá sagði Haukur frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið. Sem ungur maður hafði hann til dæmis rekið sláturlömb austan úr Hreppum alla leið til Reykjavíkur fótgangandi, ferð sem tók fimm daga. Eins bar oft á góma baráttuna við að brúa stórár austur á Skeiðarársandi, og víðar, þar sem þeir vinirnir Jónas Gíslason og fleiri góðir menn voru að verki. Haukur hafði þá eiginleika að segja vel frá, þannig að maður lifði sig inn í atburðarásina, þrátt fyrir að enginn væri á honum asinn við frásögnina. Handverk var í raun aðalsmerki Hauks, enda prýðir heimili þeirra hjóna fjöldinn allur af listaverkum úr tré, grjóti, hvaltönnum, silfri og horn- um. Haukur var hjartahlýr maður sem ekkert aumt mátti sjá, en jafnframt mikill húmoristi og sá um að allir fjöl- skyldumeðlimir fengju sinn skerf af glettni og smávegis stríðni. Að endingu vil ég færa Gauju mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Vini mín- um og tengdaföður þakka ég sam- fylgdina. Blessuð sé minning Hauks Einarssonar. Skúli Halldórsson. Mig langar að minnast Hauks afa míns með nokkrum orðum. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til afa. Hann fylgdist alltaf vel með því sem ég var að gera og hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja. Hann tók alltaf vel á móti mér og fjölskyldu minni þegar við komum í heimsókn. Þá vildi hann vita hvað var að frétta og ræða málin. Honum var umhugað um að okkur liði vel og bar hag okkar fyrir brjósti. Sem barn minnist ég þess hversu gott var að koma til afa og ömmu. Afi var alltaf eitthvað að smíða og búa til spennandi hluti. Hann var alltaf tilbú- inn til að svara spurningum mínum og sýna mér það sem hann var að gera. Mér er minnisstætt þegar ég var ófrísk að Helenu Rakel og farin að fá hríðir, þá fórum við með Thelmu og Evu til afa og ömmu í pössun meðan farið var á fæðingardeildina. Amma var ekki heima svo afi tók hlutverkið að sér. Eftir að við fórum fór hann inn í eldhús og smurði heilt fjall af sam- lokum sem hann gaf svo dætrum mín- um reglulega allt kvöldið. Þær voru svo saddar að þær gátu varla borðað í tvo daga á eftir. Hann sagði alltaf að hann væri aðstoðarljósmóðir þegar Helena Rakel fæddist. Mér er einnig minnisstætt þegar við Hannes vorum að hugsa um að kaupa hús í Kópavogi og fengum afa og ömmu með okkur að skoða það. Afi sagði nú ekki mikið meðan við skoð- uðum húsið en hringdi í mig tveimur dögum síðar og sagðist ekki hafa sof- ið síðan við fórum og skoðuðum húsið. Þetta yrðu ekki góð kaup. Fleira þurfti ekki að segja, ekkert varð af kaupunum. Afi fylgdist einnig með þegar við byggðum húsið okkar í Þorláksgeisla. Hann var alltaf að spyrja okkur að því hvort það væri ekki komið hand- rið á svalirnar. Hann hafði áhyggjur af því að þarna yrði slys og var mikið glaður þegar handriðið var sett upp. Svona var afi, vildi að allt væri öruggt og gott. Hann hafði mjög gaman af því að ræða pólitík og það sem efst var á baugi hverju sinni. Sérstaklega fannst honum gaman að yfirfara heimsmálin með Hannesi og þá var oft tekist á og hlegið. Afi hafði alltaf á orði að öllum málum Kópavogsbúa væri stjórnað úr Austurgerðinu. Afi var mikill listamaður og eftir hann liggja mörg verk. Garðurinn að Austurgerði var líf hans og yndi og þar er að finna mörg hans verka. Hann var ávallt tilbúinn til að veita ráð þegar eftir því var leitað. Hann var alltaf til staðar fyrir mig og ég á eftir að sakna hans mikið. Með þakklæti og virðingu kveð ég þig nú, afi minn, og veit að þú ert um- vafinn friði og kærleika Guðs. Minn- ingin um þig mun ávallt lifa í hjarta mínu. Svandís Sturludóttir. Elsku afi. Ég er svo þakklát því að hafa kynnst þér, þú varst svo hlýr og góð- ur afi. Alltaf var stutt í húmorinn hjá þér og góða skapið. Þegar að ég var lítil og kom í heim- sókn til ykkar í Austurgerðið þá fékk ég að sofa uppí hjá ykkur. Og þú sagðir mér alltaf sögu fyrir svefninn, Búkolla varð iðulega fyrir valinu af því að það var uppáhalds- sagan okkar beggja. Eftir að ég flutti suður hef ég kom- ið á hverjum degi í heimsókn í hádeg- ishléinu mínu og hlustað á fréttir með þér og ömmu, það er alltaf svo nota- legt að koma til ykkar að maður sofn- ar undantekningarlaust í sófanum. Ég lofa því að fara áfram í pás- unum mínum í Austurgerðið og vera hjá ömmu. Ég sakna þín alveg rosalega mik- ið, það er allt svo tómlegt þegar þú ert ekki hér í stólnum þínum. Ég gaf loforð um daginn sem ég ætla að standa við, þú verður fyrstur til að vita. Ég lofa. Með söknuð og góðar minningar í hjarta. Kveðja, Agnes Skúladóttir. Kæri afi. Ég vil fá að þakka þér fyrir allar góðu minningarnar sem ég á af okk- ur saman. Eins og þegar þú gafst mér gamla glímubeltið þitt og sýndir mér tökin og sviptir mér síðan í loft upp í stofunni í Austurgerði. Eða þegar ég fékk að fara með þér og ömmu í brúarvinnu í nokkur sumur þegar ég var yngri. Það var alltaf hægt að tala um allt við þig og ég man til að mynda eftir því þegar ég kom til þín í vor og þú sýndir mér á korti hvar nýi vegurinn ætti að koma í átt að Raufarhöfn og sagðir mér svo sögu af því þegar þú varst í vegavinnu á þeim slóðum. Einn daginn eftir að þú varst kom- inn á sjúkrahúsið var ég í Austur- gerði og amma sýndi mér fyrsta hringinn sem þú smíðaðir og hún sagði mér að þú hefðir viljað að ég myndi fá hann. Þennan hring mun ég bera stoltur eins og ég hef alltaf ver- ið og mun alltaf vera stoltur af að heita í höfuð þér. Haukur Skúlason. Hann afi Haukur í Austurgerðinu er farinn frá okkur, hann er hjá Guði núna og líður vel. Afi getur hitt öll systkinin sín aftur. Þegar við hugs- um um afa þá munum við eftir fal- lega garðinum í Austurgerðinu og allar stytturnar og steinana sem afi á. Afi átti alltaf súkkulaði handa okk- ur, og hann var alltaf í góðu skapi. Það er skrýtið að enginn sé í afastól núna þegar við komum í Austur- gerði. Elsku amma Gauja, við verðum dugleg að koma í heimsókn til þín. Axel Snær og Brynja Líf. Langafi Haukur er dáinn og okkur finnst það svo leiðinlegt. Samt er gott að hann er núna hjá Guði og líð- ur vel. Langafi var svo góður og skemmtilegur. Það var alltaf gaman að koma til hans í heimsókn og fá að leika í garð- inum. Sérstaklega var gaman að fá að sulla í gosbrunninum og fá svo kókómjólk og kleinur hjá langömmu. Langafi gaf okkur mikið af fallegum steinum sem við ætlum alltaf að eiga. Hann var mikill listamaður og gat galdrað fram alls kyns hluti. Við munum sakna langafa mikið og biðjum Guð að geyma hann. Helena Rakel og Sólveig Svala. Við lát Hauks Einarssonar hrann- ast upp minningarnar hjá okkur systkinunum. Haukur og faðir okkar byrjuðu að vinna saman í brúarvinnu hjá Vegagerðinni sem ungir menn og voru saman við það til starfsloka. Þróaðist smám saman vinátta þeirra á milli sem engan skugga bar á. Haukur kvæntist síðar föðursyst- ur okkar, Guðríði sem við köllum allt- af Gauju. Gauja var lengi ráðskona í brúarvinnunni ásamt móður okkar, þannig að fjölskyldurnar voru mikið saman á sumrin hér og þar um land- ið. Það var líka stutt úr Austurgerð- inu á Kársnesbrautina og samgangur mikill, einnig á veturna. Á uppvaxt- arárunum unnum við í brúarvinnunni á sumrin og umgengumst Hauk því mikið. Hann var okkur afar nákom- inn, alltaf boðinn og búinn til að að- stoða og leiðbeina. Haukur var mjög góður smiður, og lét vel að smíða fína gripi og greip þá einnig í útskurð. Þessu fínasta hand- verki þurfti nú yfirleitt ekki á að halda í brúarsmíðinni, en það kom þó fyrir að smíða þurfti verkfæri eða sérstakan útbúnað, og þá var gott að geta bjargað sér, en eins og aðrir listasmiðir átti hann góð verkfæri og hélt þeim vel við. Þeir eiginleikar sem meira voru notaðir í brúarvinn- unni voru verkhyggni og lagni og síð- ast ekki síst gætni sem oft var þörf á þegar unnið var við erfiðar aðstæður yfir fljótum landsins. Við bræðurnir, sem erum á mismunandi aldri, vorum oft látnir vera hans aðstoðarmenn í brúarvinnunni, í því fólst ekki aðeins handlang heldur einnig það að taka þátt í verkinu og kenndi hann okkur þá jafnóðum rétt handtök og aðferðir eftir því sem þurfti og hann treysti okkur til. Starfi hans fylgdu mikil ferðalög og samskipti við fjöldann allan af fólki, en hann hafði unun af ferðalög- um um landið, skoða byggðir þess og náttúru og utan vinnu ferðuðust þau hjónin mikið í stuttum fríum. Hann var ástríðufullur steinasafnari og er það ótrúlegt safn sem þau hjón eiga af eðalgrjóti. Það var ekki nóg að safna steinunum, eitthvað varð að gera við þá, svo hagleiksmaðurinn Haukur tók sér fyrir hendur að saga steina og slípa og nota þá í marg- víslega smíðisgripi. Haukur var góð- ur sögumaður þó að hann væri ekki alltaf að segja sögur. Á góðri stund var unun að hlusta á hann segja frá minnisstæðum mönnum, gömlum ævintýrum og ferðalögum með sín- um gamansama hætti. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóð- lífinu og fannst ekki verra ef hann gat fengið að kýta við einhvern í fjöl- skyldunni í veislum um það sem efst var á baugi. Allt græskulaust og stutt í hláturinn. Ómissandi þáttur í jól- unum var jólaboð hjá Gauju, þar var alltaf spiluð vist, oftast á fleiri en einu borði, mest var gamanið í kringum Hauk og ekki var verra að mágar hans Ingimundur og Jónas væru með. Ævikvöldið notaði Haukur til að sinna hugðarefnum sínum, smíða smáhluti og skera út, síðast lauk hann við að skera út fálka og það er skemmtilegt að efnið fékk hann úr sínum garði en hann hafði seinni árin mikinn áhuga á garðrækt. Um alla hluti er gott að minnast hans. Krakkarnir hans Jónasar; Gísli, Björg, Þorleifur, Ívar, Flosi og Elín. Vinur okkar og nágranni, Haukur Einarsson, er látinn. Síðustu mánuð- ina hafði smá dregið af Hauki og þeg- ar hann fór á spítala fyrir nokkrum vikum var ljóst að hverju stefndi og hann skynjaði að tímaglasið var brátt tómt. Við höfðum verið nágrannar Hauks og Guðríðar, konu hans, í nær aldarfjórðung. Þegar við fluttum í Austurgerðið árið ’83 þá tóku þau hjónin okkur afskaplega vel og mikill og náinn kunningsskapur varð okkar á milli. Haukur var glaðvær maður, já- kvæður, hlýr og gamansamur. Gam- an var að hlusta á sögur frá æsku- stöðvunum í sveitinni og svo frá árunum sem hann var hjá vegagerð- inni við brúarsmíðar. Þá naut hann sín og lék gjarnan persónurnar með einstöku látbragði og sérstæðu tungutaki. Ekki var slæmt að hafa smá söngvatn með þessum frásögn- um, þær urðu enn mergjaðri og skemmtilegri. Haukur var dugnaðarforkur, alltaf að, hvort sem það var í garðinum, sem var margverðlaunaður, eða við útskurð og smíðar. Hann var barn- góður og reyndist dætrum okkar betri en enginn. Við þökkum Hauki kynnin og sam- fylgdina. Megi góður Guð styrkja þig, Gauja mín, og fjölskylduna í sorginni. Guð blessi minningu Hauks Ein- arssonar. Vigdís Karlsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson. Það var sumarið 1972 sem ég sá Hauk Einarsson fyrsta sinni. Þá var ég skólastrákur í brúavinnu austur í Skaftafellssýslu og hann kom í heim- sókn í flokkinn þar sem ég starfaði. Hann var af kynslóðinni á undan mér, frekar smár vexti en samsvar- aði sér vel. Seinna það haust átti ég eftir að kynnast honum, þegar fram- kvæmdirnar við brýrnar á Skeiðar- ársandi hófust. Síðan starfaði ég með honum við Borgarfjarðarbrúna og kunningsskapur okkar hélst allar götur síðan þá. Það tók nokkurn tíma að læra inn á Hauk. Það fór frekar lítið fyrir hon- um og kostir hans komu í ljós við nánari kynni, því hann naut sín best í þröngum hópi. Á vinnustaðnum hafði hann nokkra sérstöðu. Hann vildi hafa um verk sín að segja og gaf sig allan í að það gengi, sem hann taldi best. Vettvangur hans var fínsmíði alls konar. Þótt brúasmíði bjóði ekki alltaf upp á slíkt gerist þessa líka þörf í sumum verkþáttum. Ýmis frá- gangur þarf að vera vel af hendi leystur, svo vel takist til, eins og við bríkur og handrið og mótasmíð á stundum. Haukur var dverghagur og hafði næmt auga fyrir því sem fór vel. Þótt hann flaggaði ekki prófum varð eðlislægur hagleikur hans til þess, að aðrir stóðu honum ekki á sporði, þar sem sérstakrar vand- virkni þurfti við. Hann starfaði í vinnuflokki við brúasmíðar, lengstum undir stjórn mágs síns Eiríks Jónasar Gísla- sonar, sem var verkstjóri við bygg- ingu margra stærstu brúa landsins eftir miðja síðustu öldina. Jónas var mikill forstandsmaður og lét vel að sjá út heppilegustu mennina til verk- anna. Haukur var honum traustur bakhjarl í þeim málum, sem kölluðu á útsjónarsemi og vandvirkni. Við framkvæmd eins og Borgarfjarðar- brúna þurfti margs konar útbúnað. Þar á meðal varð að smíða stöplamót og það sem var óvenjulegt, að þau þurftu að vera vatnsheld og þola töluverðan þrýsting. Sagt er að frændi hans, Fjalla-Eyvindur, hafi riðið tágakörfur svo vel, að þær héldu vatni. Eins var með Hauk, að hann fór létt með að hafa mótin vatnsheld með því að saga og fella svo allt flísfélli. Það var lærdómsríkt að kynnast hversu yfirveguð öll vinnubrögð hans voru og ekki hrap- að að neinu, en samt reyndist hann ótrúlega drjúgur verkmaður. Á vinnustöðum verður gjarnan til sér- stakt samfélag. Haukur hafði lag á að gera hversdagslega hluti að smá- vegis ævintýrum og krydda til- veruna. Nýliðunum reyndist hann vel, því hann var hjálpsamur og skilningsríkur við þá, sem voru ungir og óreyndir. Sérstakt áhugamál Hauks var steinasöfnun og að vinna þá í gripi og til skrauts. Reyndar var eins og hann gæti fengist við flest, sem hagleiks þurfti við, hver svo sem efniviðurinn var. Heimili hans og umhverfi bar því merki margvíslegra skemmti- legra hluta frá hendi hans. Haukur var ákaflega heimakær þar sem hann undi sér við smíðar og föndur ýmiss konar. Fjölskyldu sína rækti hann af alúð. Verka hans sér stað í mörgum stærstu brúm lands- ins, þar sem hann lagði gjörva hönd á svo vel tækist til. Því verður ekki annað sagt en ævi hans og starf hafi verið farsælt. Baldur Þór Þorvaldsson. Haukur Einarsson  Fleiri minningargreinar um Hauk Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.