Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 30

Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ármann Guð-mundsson fæddist 28. desem- ber 1931 í Reykja- vík, hann lést á sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum 5. ágúst sl. Foreldrar hans voru þau Guð- mundur Ísleifsson f. 18. 09. 1896 d. 11. 01. 1962, trésmiður frá Varmahlíð und- ir Eyjafjöllum og Jóna Sigríður Jó- hannesdóttir f. 07. 06. 1898 hún lést af barnsförum 28. 02. 1935. Systkini Ármanns eru: Elín, Guðmundur Óskar (lát- inn), Magnúsína, Sesselja Jóna, Jóna Sigríður (látin) og Sigurður Óskar (hálfbróðir, móðir hans Sig- ríður Waage Eggertsdóttir f. 05. 10. 1901 d. 16. 09. 1961). Ármann kvæntist Guðfinnu Sig- urbjörnsdóttur f. 10. 05. 1928 frá Gilsárteigi þann 6. 7. 1954. Börn þeirra og afkomendur eru: 1) Inga Sigríður f. 28. 01. 1954 d. 05. 08. 1972, 2) Guðmundur Ísleifur f. 24. 03. 1955 eiginkona hans er Þor- björg Kristín Ólafsdóttir f. 15. 01. 1959, sonur þeirra er Andri Aust- mann, f. 30. 07. 1996. Fyrir átti hún synina Inga Björn Jónsson, f. 15. 05. 1979, barn hans: Patrekur Leó Ingason, f. 05. 05. 2001 og Ólaf Braga Jónsson f. 15. 04. 1981. Fyrir átti Guðmundur með Sig- rúnu Friðgeirsdóttur, fyrri konu þeirra: Benedikt Jóhann, f. 06. 04. 1989, Sigrún Finna, f. 05. 02. 1996 og Þórdís Jóna, f. 05. 02. 1996. 8) Ingunn Hera f. 12. 03. 1966 gift Jóni Grétari Traustasyni f. 09. 03. 1961, börn þeirra: Margrét Irma, f. 04. 01. 1988, Sigurður Atli, f. 28. 01. 1993. og Lúkas Nói, f. 29. 05. 2004. Ármann ólst upp í Reykjavík til 9 ára aldurs, hann missir móður sína rétt rúmlega 3ja ára gamall. Í byrjun stríðs er hann sendur ásamt tveimur systkinum sínum norður í Þingeyjasýslu í vist. Fyrst dvelst hann í Máskoti en er sendur fljótlega á næsta bæ (að Víðum), til viku vistar. Systkinin í Víðum, þau Hera, Geir og Stein- unn Ásmundsbörn tóku drengnum úr höfðuborginni opnum örmum og þar undi hann vel sínum hag öll uppvaxtarárin. Hann fór eina ferð til höfuðborgarinnar árið sem hann fermdist en sá strax að í sveitinni sinni vildi hann vera áfram. Ármann stundaði smíð- anám við Laugaskóla og veturinn 1952-́53 stundaði hann nám við Bændaskólann á Hvanneyri. Ár- mann lauk síðan trésmíðanáminu hjá Brúnási Egilsstöðum nokkrum árum síðar og starfaði þar sem húsasmíðameistari í mörg ár. Hann starfaði einnig sjálfstætt í nokkur ár við smíðarnar. Ármann var mikill áhugamaður um allar íþróttir en skíðaíþróttir og hesta- mennsku stundaði hann af kappi á meðan heilsan leyfði. Ármann verður jarðsunginn í dag föstudaginn 10. ágúst frá Eg- ilsstaðakirkju og hefst athöfnin kl. 14:00. sinni, Berglindi Þyrí f. 27. 10. 1979, sam- býlismaður hennar er Gísli Elmarsson, f. 5. 11. 1975, saman eiga þau Óskar Sólon Gíslason, f. 29. 04. 2006 en fyrir átti hún Sævar Thor Kjart- ansson, f. 9. 03. 2001 og hann Mána Gísla- son, f. 29. 09. 2001. 3) Magnús Sigurbjörn f. 17. 4. 1956 kvæntur Valgerði Erlings- dóttur f. 04. 02. 1958, börn þeirra eru: Ármann Magn- ússon, f. 29. 10. 1981 og Bergþóra Magnúsdóttir, f. 2. 10. 1983. 4) Guttormur f. 08. 03. 1958, kvænt- ur Marjatta Kojo, f. 5. 12.1969, dætur þeirra eru Elena, f. 03. 08. 2000 og Iris, f. 12. 12. 2002. Fyrir átti hann Davíð Snæ f. 05. 07. 1979, móðir hans er Stefanía Guð- mundsdóttir. 5) Gunnar Þór 06. 09. 1959 kvæntur Guðrúnu Hall- dórsdóttur, f. 14. 06. 1963, börn þeirra eru Ármann Þór, f. 29. 09. 1981, Hilmar Már, f. 12. 02.1987 og Sesselja Ósk, f. 21. 11. 1995. 6) Védís Harpa f. 22. 05. 1961, börn hennar og Björns Guðbjörnssonar eru Harpa Karen, f. 30. 10. 1987, Inga Sigríður, f. 28. 5. 1993 og Rakel Birna, f. 11. 05. 1997. Þau skildu. Sambýlismaður hennar er Örnólfur Oddsson. 7) Jóna Sigríð- ur f. 19. 06. 1964 gift Magnúsi V. Þ. Snædal, 16. 11. 1963, börn Pabbi minn! Fyrsta ljóslifandi minningin um þig er þegar ég er svona 3ja ára að leika með stelpunum í garðinum á Selási 22. Það var farið að dimma þetta kvöld og þú áttir að koma okkur inn í hús. Þú tókst þátt í elt- ingaleiknum og varst búinn að króa mig af í horninu á garðinum, gerðir þig breiðan og færðist nær og nær en gafst mér síðan mögu- leika á að skjótast í gegnum klofið á þér og þóttist ekki geta náð mér. Ég trúði því þá að ég hefði svo sannarlega leikið á þig og í hug- anum heyri ég skrækina og hlátra- sköllin sem eflaust hafa heyrst um allt þorpið. Það var svo sannarlega ekki leið- inlegt að vera með þér þó að ekki hafi alltaf verið þessi fyrrnefndi ærslagangur. Ég, eins og fleiri, á margar og góðar minningar af samverustundum okkar, það voru ófá skiptin sem ég skottaðist með þér í kringum hestana. Reiðtúr- arnir voru líka margir, skrauthænureiðtúrar, eins og þú kallaðir þá, voru stuttu reiðtúr- arnir þegar hringurinn í kringum þorpið var tekinn, þú leiðbeindir mér endalaust og hrósaðir þegar hesturinn bar sig vel. Það urðu mikil kaflaskil í þínu lífi og okkar allra í fjölskyldunni þegar þú fékkst heilablóðfall rétt fyrir jólin 7́9 og þér var ekki hug- að líf. Það verður að segjast að þetta voru erfiðir tímar fyrir pab- bastelpu sem hafði aldrei upplifað þig rúmliggjandi, ekki einu sinni með flensu eða pest. Fötuveikina hinsvegar þekkti ég, sem var reglulega einu sinni á ári eftir árshátíð hestamanna, en sú veiki stóð nú bara yfir í einn dag. Skál fyrir því. Þú sagðir stundum í seinni tíð að þér fyndist þú vera lifandi dauður af því þú gast ekki riðið út eða skíðað á fullri ferð á göngu- skíðunum. Ég skil þig svo vel, það hlýtur að vera erfitt að sitja bara og bíða fyrir útivistarmann eins og þig. Elsku pabbi, ég kveð þig með sorg og gleði í hjarta. Sorg af því ég mun alltaf sakna þín og gleði yfir því að nú getur þú skellt gönguskíðunum á fæturna og skíðað „stille og langsom“ hvert sem hugurinn girnist eða beislað klárinn að nýju og þeyst um sveitir og héruð, eða eins og þú sjálfur sagðir svo oft um þá sem fóru geyst, riðið bara eins og Sunnlend- ingur á lánshesti. Hera. Það var fyrir um 17 árum að ég kynntist honum Ármanni. Þegar ég kom austur á Hérað að hitta kær- astann, sem reyndar endaði með hjónabandi, var ég kynnt fyrir þeim heiðurshjónum Ármanni og Guðfinnu. Fann ég fljótt að það væri óþarfi að vera með feimni og tepruskap því þar á bæ var greini- lega komið til dyrana eins og menn voru klæddir. Síðan höfum við lengst af búið í samliggjandi götum og samgangur því orðið mikill og sérdeilis góður. Það má með sanni segja um Ár- mann að hann var einstakt ljúf- menni og ávallt með húmorinn í lagi.Við fyrstu kynni af þeim Ár- menningum varð mér fljótlega ljóst hvaðan hann var sóttur því þeir hafa verið ófáir gullmolarnir sóttir í smiðju Ármanns. Ég vissi ekki alltaf hvort verið var að gera grín að mér, þeim eða einhverjum allt öðrum, en það lærðist nú fljótt. Lífið fór ekki alltaf ljúfum höndum um þig, minn elskulegi. Þú varðst fyrir miklu veikindaáfalli á besta aldri sem hafði veruleg áhrif á starfsaldur þinn eftir það. En dugnaður og ósérhlífni var þér í blóð borið sem endurspeglast síðan í börnunum ykkar sjö sem eftir lifa. Oft hefur verið glatt á hjalla þegar hópurinn hefur allur komið saman, mikið spaugað og mikið hlegið. Farið saman í útilegur í sveitina þína í Reykjadalnum sem þú unnir svo mikið, í berjamó í Mjóafjörð og margt fleira. Þú varst mikill barnakarl og voru öll barna- börnin afar hænd að þér og er ég afar þakklát fyrir þann tíma sem Andri minn fékk með ykkur Guð- finnu á þeim tíma sem þú varst enn heima. Þá var farið með afa í hesthúsið eftir leikskóla í reiðtúr og gefa og síðan heim til Guffu ömmu í mjólk og köku, eða jafnvel á rúntinn um bæinn og margt fleira var brallað saman. Alltaf hefur þér þótt svo gott að hafa barnabörnin í kringum þig. Það var Ármann Þór sem mikið var hjá ykkur, skotturnar, þeirra Védísar og Heru, hríslurnar henn- ar Jónu og síðast hann Lúkas litli Nói sem á vafalaust eftir að sakna þess að fara með nammi í poka til afa og þrasa um hver á að fá besta molann. En mesta uppáhaldið hans var nú samt hún Guðfinna. Járn- konan með mjúka hjartað. Hún var hans haldreipi, ekki síst hin síðustu ár þegar halla tók undan fæti og sjúkdómurinn sótti á. Ekki vantaði heldur í þig mjúka manninn, þótti gott þétt faðmlag og pínu kelerí. Ég vona að þú fyr- irgefir að ég kæmi ekki oftar til þín í seinni tíma, minn kæri, mein- ið var nefnilega að það var svo erf- itt að fara frá þér, vildi helst bara taka í höndina þína og hafa með mér heim.En það að fá að vera hjá þér síðustu andartökin er ég þakklát fyrir. Þótt þín verði sárt saknað, kæri tengdapabbi, gleðjumst við af al- hug yfir því að þú sért nú laus úr heftum líkama og trúum því að hún Inga Sigga dóttir þín hafi á dán- ardægri sínu komið og sótt þig og að nú leiðist þið óheft um í himins- ins Paradís. Við munum hugsa vel um hana Guðfinnu þína, minn kæri. Hvíl þú í friði Þín tengdadóttir, Kristín Ólafsdóttir. Ármann afi. Þegar ég frétti að þú værir orð- inn veikur aftur þá hugsaði ég ekk- ert meira um það. Þú varst alltaf veikur, ég var orðinn vanur því . En daginn eftir kom mamma til mín og sagði að þú værir að deyja. Þá ákvað ég að fara niður á sjúkra- hús og kveðja. Þegar ég hugsaði um þig eftir þetta þá datt mér í hug að búa til frásögn fyrir þig sem ég og gerði. Þó ég þekkti þig ekki eins og ég vildi þá voru samt tengsl á milli okkar. Alltaf þegar ég hugsa um orðið afi þá hugsa ég um allar þessar ferðir á sjúkrahúsið til þín. Ég man að í hvert sinn sem ég kom þá mundirðu nafnið mitt þótt þú þyrftir stundum smá hint. En ef ég hugsa lengra þá man ég eftir þegar ég fékk að fara á hestbak hjá þér og þú teymdir hestinn. En ef ég hugsa enn lengra þá man ég eftir bíltúrum og brenndum brjóstsykri. Þér fannst svona brjóstsykur svo góður. En ég man eftir þegar mamma og pabbi sendu mig austur og ég átti að vera í eina viku. Ég grenjaði svo mikið að amma var búin að gefast upp á mér og fór með mig til Stínu og Gumma, þá komst þú og bjargaðir mér alveg . Við fórum saman í kaupfélagið og keyptum playmo-karl. Ég varð rosalega glaður. Og svo skiptin sem við fórum í gróðrarlundinn ykkar ömmu og ég stóð aftur í og passaði hríslurnar. Það hefði verið ánægjulegt ef þú hefðir ekki orðið veikur og krúserað um göturnar með brenndan brjóstsykur í hanskahólfinu og leyft öllum að þjóta með. Það hefði verið magnað. En nú kveð ég og vona að þú og þínir hestar hittist og takið alveg helling að túrum því það hefði ver- ið það sem þú vildir en varst ófær um í mörg ár. Ég óska þér hinum mesta friði og vona að guð sjálfur geymi þig og verndi. Þinn vinur og barnabarn, Sigurður Atli Jónsson. Elsku afi, þú sem varst fyrsti vinurinn minn. Ég man þegar við vorum alltaf í fótboltaleik í garðinum heima hjá mér, eða þér. Einu sinni fór boltinn inn í runna og ég ætlaði að ná í hann, en þá var geitungabú þar og ég fékk eina fluguna upp í mig, ófétið beit mig í munnvikið og þið amma fóruð með mig til læknis, en ég slapp með skrekkinn. Ég man þegar við fórum í hesthúsið, þú teymdir mig á Svarta-Pétri um truntubakkana, hann var seinna sendur til Finnlands og ég var ekki alveg sáttur við það því mér fannst það besti hesturinn og ætlaði að ríða honum þegar ég væri orðinn stór. Stundum fórum við líka sam- an á rúntinn, og þú keyrðir nú stundum svolítið hratt, afi. Það var gott að hafa átt þig sem afa og ég mun sakna þín, en ég veit að núna líður þér vel í himnaríki. Hittumst seinna. Andri Austmann. Ármann vinur minn hefur kvatt. Við því mátti búast, heilsan var orðin mjög léleg. Mér verður hugs- að til allra okkar samskipta gegn- um árin. Leiðir okkar lágu saman þegar við vorum ungir drengir. Sátum saman í barnaskóla, vorum saman á hestum og líka á skíðum. Aldrei man ég eftir að okkur yrði sundurorða eða við værum ósáttir. Ármann var alltaf glaðlyndur og sá alltaf björtu hliðina á öllu okkar brasi. Stórt ævintýri var er við fórum ríðandi úr Reykjadal og vestur í Strandasýslu. Óreyndir strákar, annar 19 en hinn 16 ára. En allt heppnaðist það vel. Ofarlega er mér í minni allar okkar skíðaferðir sem í minning- unni eru allar í sólskini eða í tunglsljósi. Eftir að Ármann flutti austur á land hittumst við sjaldnar. En þeir fundir sem við áttum glöddu báða. Mér fannst alltaf yndislegt að koma til Ármanns og Guðfinnu, þar var vinum að mæta. Að leiðarlok- um vil ég þakka öll okkar sam- skipti og ég veit að vel er tekið á móti þér. Guðfinna mín og fjölskylda, ég votta ykkur innilega samúð mína og þakka alla vinsemd mér sýnda. Guð blessi ykkur og minningu vinar okkar. Jón Hólmgeirsson Jón Hólmgeirsson Ármann Guðmundsson Elsku besti afi minn. Ég mun ætíð sakna þín en þegar ég veit að þér líður betur núna þá líður mér líka miklu betur og þá á ég auð- veldara með það að sætta mig við að þú sért farinn. En ég mun ávallt geyma fallegu minningarnar mínar um þig í hjarta mínu. Þín afastelpa, Inga Sigríður. HINSTA KVEÐJA ✝ Þökkum innilega þeim fjölmörgu sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns og föður okkar, JÓNS HAFSTEINS ODDSSONAR bónda og refaskyttu frá Álfadal, Ingjaldssandi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunar- deildar Sjúkrahúss Ísafjarðar. Guðmunda Jónína Guðmundsdóttir og börn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNU FRIÐFINNSDÓTTUR, Kristnibraut 6, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 18. júlí. Jóhannes Bergþór Long, Berglind Long, Íris Long, Guðmundur Guðjónsson, Helen Long, Jón Ingi Hilmarsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS GUÐMUNDAR JÓNS JÓNSSONAR fyrrv. skipstjóra á Akranesi, sem lést mánudaginn 9. júlí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir einstaka umhyggju og hlýtt viðmót. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurborg Kristinsdóttir, Kári Valvesson, Guðmundur Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.