Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 33
an af pjatti, prjáli – já og jafnvel
kóngafólki. Amma var mikill fagur-
keri, reyndar svo mikill að henni
fannst oft ástæða til þess að gera grín
að pjattinu í sér. Sem barni fannst
mér gaman að stríða henni á þessum
eiginleikum hennar. Mig langar til að
segja aðeins frá því: Ferðirnar með
ömmu og afa til Bolungarvíkur eru
sveipaðar ævintýraljóma. Ekki sak-
aði að langafi Einar var jafn mikill
morgunhani og ég. Við vorum venju-
lega vöknuð á undan öðrum og því
fékk ég að fara með honum niður á
höfn og í frystihúsið. Langafi hafði
lítið lag á því að greiða síðhærðum
smákollum en hann var praktískur
maður og brá á það ráð að setja á mig
húfu og draga vel niður fyrir eyru þó
hásumar væri. Ofsalega kættist ég
þegar ég kom til baka og amma tók
um höfuð sér og óaði og æjaði yfir út-
ganginum á mér. Ég sá það seinna að
hún ýkti þessi viðbrögð sín mér til
skemmtunar. Við ræddum þetta
stundum síðar meir og þá rifjaði hún
upp efitrfarandi sögur.
Þegar amma var ung stúlka lá leið
hennar til Reykjavíkur. Áður en hún
lagði af stað rétti velviljaður ættingi
henni nokkra aura og sagði henni að
kaupa sér einhvern „hégóma“ – eitt-
hvað sem hún vildi sjálf eiga. Unga
stúlkan að vestan sneri heim með
þessa líka dásamlega litskrúðugu
regnhlíf. Slíkur og annar eins óþarfi
hafði ekki sést á æskuslóðunum og
ættingjanum góðhjartaða varð að
orði: „já, þetta er sannkallaður hé-
gómi“. Amma sagði mér söguna með
bros á vör en sneri ekki við blaðinu.
Seinna meir keypti hún eina fyrstu
sólhlífina sem tekin var til nota á Ís-
landi. Og hvar ætli vanti síður sólhlíf
heldur en við Ægisíðu? Þessar sögur
sem hún sagði af sjálfri sér sitja í
mér, trúlega vegna þess að ég skil
þessi innkaup ömmu og finnst sög-
urnar eiga vel við okkur báðar.
Amma gaf okkur öllum í fjölskyld-
unni svo margt sem komið hefur að
gagni og mun halda áfram að gera
um ókomin ár. Við, ungviðið í fjöl-
skyldunni, dvöldum ef til vill ekki við
áhrif hennar á okkur þegar við vor-
um að vaxa úr grasi, en þegar sá tími
kom að við fórum í okkar „kaupstað-
arferð“ þá gátum við sótt í reynslu-
sjóðinn sem amma hafði byggt upp.
Börn hennar eru fjögur, barnabörnin
þrettán og nú eru barnabarnabörnin
orðin sjö. Allur sá lærdómur sem við
höfum fengið í arf frá ömmu mun lifa
í okkur öllum og vonandi getum við
miðlað þeim mannkostum á sama
hátt og hún gerði. Það er gæfa að
eiga minningar um þessa góðu konu
og ég er þakklát fyrir að sonur minn
Pétur Bjarni skuli hafa fengið tæki-
færi til að kynnast henni. Ég votta
afa mína dýpstu samúð og kveð
ömmu með söknuði.
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir.
Mér eru minnisstæðar allar góðu
stundirnar hjá ömmu minni og afa
mínum á Ægisíðunni. Alltaf tóku
amma og afi á móti gestum með bros
á vör og amma lumaði iðulega á ein-
hverju góðgæti fyrir svanga krakka
og fullorðna.
Stundum þegar við frændsystkin-
in vorum í pössun á Æjó setti amma
okkur í ,,krefjandi“ verkefni, eins og
til dæmis að strjúka af speglinum eða
sortera tölur. Við fengum að launum
aura sem við notuðum til þess að
kaupa okkur snúð og kókómjólk.
Amma skar snúðinn niður fyrir okk-
ur í músabita og, eftir því sem við elt-
umst, kattabita.
Amma hafði gaman af því að
syngja og söng fyrir okkur barna-
börnin lögin ,,Ó, Jesú bróðir besti“ og
,,Sól úti, sól inni“ með sinni fallegu
röddu. Hún sagði okkur sögur frá
uppvextinum, hvernig hún lærði að
synda og hvernig rjómaís var búinn
til á jólunum með mikilli fyrirhöfn.
Þá sagði hún okkur að pabbi hennar
hefði ákveðið að styðja hana til náms
í Kvennaskólanum í Reykjavík, en
fyrir það var hún afar þakklát þótt
fjarveran frá fjölskyldunni í Bolung-
arvík hafi verið henni erfið.
Amma hafði þann einstaka hæfi-
leika að leggja áherslu á hið góða við
lífið. Hún var ekki mikið fyrir að tala
um erfiðleika eða böl heldur minntist
þess með bros á vör hvað hún hefði
haft það gott alla ævi. Þegar hún
veiktist og minnið brást virtust ein-
ungis góðar minningar sitja eftir.
Aldrei heyrðist hjá ömmu minni bak-
tal um nokkurn mann.
Frá því ég var lítil brýndi amma
fyrir mér að það væri mikilvægt að
finna sér góðan og vandaðan lífsföru-
naut. Í dag skil ég hvað hún hafði
mikið til síns máls, enda átti amma
alveg einstakan eiginmann, hann afa.
Amma, þegar mér er hugsað til þín
minnist ég hlýjunnar, gleðinnar og
góðvildarinnar sem ætíð stafaði frá
þér. Þú varst afar jákvæð kona og
hláturmild. Þú hafðir einstakt lag á
að sjá hið góða í fólki og setja þig í
spor þeirra sem áttu bágt.
Ég held að mamma hafi rétt fyrir
sér þegar hún segir að við getum
best minnst þín með því að reyna að
líkjast þér.
Þú sagðir stundum að þú værir rík
vegna þess að þú ættir svo góða að.
Ég veit að við höfum líka verið afar
heppin að eiga þig að. Mig langar að
lokum til að kveðja þig með vísunni
sem þú kenndir okkur barnabörnun-
um:
Þegar lundin þín er hrelld, þessum hlýddu
orðum: Gakktu með sjó og sittu við eld, svo
kvað völvan forðum
(Höf. ók.)
Margrét Halldóra
Hallgrímsdóttir (Móa).
Hún er dáin, þessi góða, ljúfa, fal-
lega kona, sem hlýjaði mér um
hjartarætur í hvert skipti sem ég
kom á Ægissíðuna. Við áttum sam-
eiginlega vini, sem við gátum enda-
laust talað um. Hún þekkti ömmu
mína, Stellu, og sagði mér oft sögur
frá því þegar hún heimsótti hana og
afa minn á Laugaveginn. Hún hafði
líka hitt pabba minn lítinn. Þetta
voru ánægjulegar stundir, sem við
áttum saman, og ég vil þakka þær.
Anna Blöndal.
Seztu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
(Davíð Stefánsson)
Elsku systir.
Tíminn líður hratt en minningar
frá liðnum ævidögum lifa. Margs er
að minnast og margs að sakna.
Halldóra systir sem við kölluðum
Dódó var mikil og góð systir og góð
fyrirmynd. Hún var ævinlega hress
og jákvæð og gott að vera í návist
hennar. Hún stóð sig vel í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Henni gekk
vel í skóla og var dugleg við heim-
ilisstörfin og hafði mikla ábyrgðartil-
finningu gagnvart okkur yngri systk-
inunum, ekki síst litlu systur. Í
Einarshúsi áttum við forðum heima,
ólumst upp í stórum glöðum hópi.
Sex bræður og tvær systur auk fóst-
ursystur okkar.
Eftir að foreldrar okkar fluttust í
Péturshúsið sem síðan þá er kallað
„Einarshús“ var oft glatt á hjalla og
ekki að ástæðulausu að húsið væri oft
kallað „hús gleðinnar“. Þar var mikill
gestagangur, þangað sótti unga fólk-
ið og allir voru velkomnir. Dódó hafði
sérstaklega góða frásagnargáfu og
mundi alla hluti. Oft sagði hún við
mig: Hidda, manst þú ekki eftir
þessu eða hinu. Nei annars, þú ert
svo ung að það er ekki von að þú
munir það. Pétur bróðir sagði oft
skemmtilegar sögur af henni. Eftir
að Dódó og Haraldur giftu sig og
eignuðust sitt heimili var gott að
heimsækja þau. Þegar þau fluttu á
Ægissíðuna varð fastur liður hjá
mörgum úr fjölskyldunni að enda
Reykjavíkurför sína með því að koma
til þeirra. Dódó bað þá ævinlega fyrir
kveðju í Víkina sínu kæru og var þá
Einarshúsið ofarlega í huga hennar.
Í mörg ár kom Dódó í Einarshúsið,
mömmu og pabba til halds og
trausts. Börn þeirra Dódóar og Har-
aldar hafa verið foreldrum sínum
mikil stoð í ellinni og barnabörnin
veitt þeim mikla gleði. Haraldur var
henni einstaklega góður eiginmaður
og reyndist henni vel til hinstu stund-
ar. Ég og fjölskylda mín vottum Har-
aldi, börnum þeirra og fjölskyldunni
allri, innilega samúð. Stundum er það
Guðsgjöf að fá að kveðja sína nán-
ustu hinstu kveðju eftir erfið veik-
indi, en minningin lifir. Guð geymi
þig, elsku systir. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Hildur Einarsdóttir.
Þegar mér var sagt lát kærrar
frænku minnar, Halldóru Einars-
dóttur, eða Dódóar eins og hún var
alltaf kölluð, hvarflaði hugurinn
strax til æskuáranna. Ég fæddist í
„Gulu búðinni“, sem svo var kölluð en
hún stóð á kambinum í Bolungarvík,
skáhallt á móti Einarshúsi en svo var
æskuheimili Dódóar nefnt á þessum
tíma. Amma okkar, Halldóra Jó-
hannsdóttir, bjó í „Gulu búð“ ásamt
sambýlismanni sínum, Kristjáni E.
Kristjánssyni, og Halldóru Pálínu
Halldórsdóttur, bróðurdóttur hans.
Mamma var þar einnig til heimilis
ásamt okkur Kristínu systur. Mikill
samgangur var á milli heimilanna og
frá árinu 1937, þegar mamma flutti
til Reykjavíkur og Kristín fór til
Ingibjargar móðursystur okkar og
Páls Sólmundssonar, manns hennar,
höfðum við amma fæði og allan að-
búnað frá Einarshúsi. Halldóra Pál-
ína flutti fljótlega eftir þetta í Ein-
arshús og ólst þar upp frá níu ára
aldri í skjóli föðurbróður síns. Ég var
áfram í „Gulu búð“ en þegar veikindi
ömmu ágerðust, en hún lést 1940,
gerðist það oftar og oftar að ég gisti í
Einarshúsi. Dódó tók þessa litlu
frænku sína upp á arma sína og átti
ég visst ból fyrir ofan hana í rúminu.
Og hvað þessi fallega og góða frænka
mín var mér ástrík og góð eins og
reyndar allir á heimilinu.
Dódó hafði sérstakt lag á okkur
börnunum, hældi okkur fyrir það
sem við gerðum og lét okkur finnast
við mikilvægir þátttakendur í hinu
daglega lífi. Þannig varð t.d. það að
sópa eldhúsgólfið spennandi og
skemmtilegt. Haustið 1941 fluttist ég
svo til Reykjavíkur til mömmu minn-
ar og stjúpa en var næstu sumur í
Einarshúsi.
Meðan á námi stóð var Dódó
heimagangur hjá okkur í Reykjavík
og kom oft með skólasystur sínar
með sér. Alltaf var jafn gaman að
hitta hana og ekki gleymi ég hvað ég
var stolt af þessari fallegu frænku
minni þegar hún kenndi bekknum
mínum í æfingakennslu í Austubæj-
arskólanum. Mín heitasta ósk var að
líkjast henni. Árið 1946 giftist Dódó
svo honum Haraldi sínum og stofn-
uðu þau heimili. Ég varð strax
heimagangur hjá þeim og dáðist ég
að því hve allt var fallegt og mynd-
arlegt á heimili þeirra. Ég gleymi
aldrei þegar við Halldóra Pálína, sem
þá var komin til Reykjavíkur, vorum
að handfjatla barnafötin þegar von
var á fyrsta barninu, allt var svo fal-
legt og fínt. Eins og Dódóar var von
og vísa leyfði hún okkur að taka þátt í
tilhlökkuninni og endahnúturinn var
þegar hún trúði mér fyrir því að
smyrja brauð í skírnarveisluna henn-
ar Elsu. Auðvitað stjórnaði hún því
en lét mér finnast ég bera ábyrgðina.
Árið 1950 fluttum við fjölskyldan aft-
ur heim til Bolungarvíkur og fækkaði
þá samverustundum nema að sumr-
inu en ekkert sumar leið svo að hún
kæmi ekki heim í foreldrahús á með-
an báðir foreldrar hennar lifðu.
Að lokum viljum við Geir senda
Haraldi og fjölskyldunni allri innileg-
ustu samúðarkveðjur með þökk fyrir
allt. Góð kona hefur kvatt og hennar
verður sárt saknað. Guð blessi minn-
ingu Halldóru Einarsdóttur frá Bol-
ungarvík.
Una Halldóra Halldórsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Þau voru ljúfur vorboði sem birtist
okkur árvisst fyrir vestan. Þeim
fylgdi líka dálítið framandlegur and-
blær, komin sunnan úr Reykjavík.
En umfram allt voru Halldóra föð-
ursystir mín, Haraldur Ásgeirsson
eiginmaður hennar og börnin sann-
kallaðir aufúsugestir í Bolungarvík.
Heim, sagði Halldóra frænka mín,
þegar hún talaði um Bolungarvík.
Því þó hún hafi hleypt heimdragan-
um ung og farið suður til Reykjavík-
ur til mennta, slitnuðu tryggðar-
böndin við átthagana aldrei.
Þetta voru sælir sumardagar.
Heimili afa og ömmu í Bolungarvík
var samkomustaður fjölmenns
barnahóps. Systkinabörnin okkar að
sunnan fluttu með sér nýtt tungutak,
sögðu okkur frá furðum borgarlífsins
og við endurguldum kannski með því
að leiða þau um okkar bolvísku
undraveröld, þar sem fjaran, Bólin,
nótabátarnir, Brjóturinn og byggðin
öll var leikvöllurinn. Inni beið svo
Halldóra, Dódó frænka, þess albúin
að tala við okkur og bera í okkur góð-
gerðirnar. Anginn, sagði hún stund-
um við mann, með ekta vestfirskum
sérhljóða og þeirri væntumþykju
sem var henni eðlislæg.
Þegar að því kom að við fengum að
fara suður til Reykjavíkur var ekkert
sjálfsagðara en að setjast upp á Æg-
issíðunni, heimili þeirra Halldóru og
Haraldar. Engum þótti það í raun-
inni neitt tiltökumál þá. Núna sér
maður hversu erilsamt það hlýtur að
hafa verið að fá allan þennan stóra
hóp systkinabarna að vestan í heim-
sókn hvenær sem var.
Dódó frænka var kjölfesta í fjöl-
skyldunni; ættarstólpinn sjálfur og
frænkan góða sem ætíð mátti setja
traust sitt á. Það geislaði af henni
höfðingsbragur, sem stafaði af glæsi-
leika hennar, góðum gáfum, hlýleika
og persónutöfrum. Þau Haraldur og
Halldóra voru einstaklega myndar-
leg hjón sem hvarvetna var tekið eft-
ir og geisluðu ævinlega af ást og
hamingju. Árin sem yfir þau færðust
breyttu þessu ekki í neinu.
Ógleymanleg eru sumarkvöldin í
heima í Bolungarvík, þegar hún fór á
kostum, rifjaði upp bernskusögurnar
og við krakkarnir gerðum hlé á leikj-
um okkar til þess að missa ekki af
einu einasta orði. Allar voru sögurn-
ar græskulausar og fyrst og fremst
sagðar til þess að varpa skemmtilegu
ljósi á gengna tíð.
Þau faðir minn voru einstaklega
kær og samrýnd systkini. Voru þau
enda hin elstu í stórum barnahópi á
erilsömu heimili sem lagði þeim sam-
eiginlegar skyldur á herðar. Þau
voru samtíða í Reykjavík á skólaár-
um sínum, faðir minn í Verslunar-
skólanum, en hún í Kvennaskólan-
um. Aðdáunarvert er að lesa
bréfaskipti þeirra frá þessum tíma til
foreldra sinna vestur í Bolungarvík,
þar sem skín í gegn gagnkvæm um-
hyggja hvort fyrir öðru. Ástríki og
gagnkvæma virðing entist ævi þeirra
beggja.
Þegar veikindi frænku minnar
ágerðust nú á síðari árum komu vel í
ljós hinir miklu mannkostir Haraldar
Ásgeirssonar. Hann annaðist hana af
einlægri nærgætni og bar hana á
höndum sér. Missir hans er núna
mikill eftir nærri sex áratuga ástríkt
hjónaband. Frændfólkið mitt af Æg-
issíðunni, makar þeirra og afkom-
endur, sjá nú á bak góðri móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu.
Þeim öllum votta ég og fjölskylda
mín dýpstu samúð. Guð blessi minn-
ingu kærrar frænku minnar.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Meira: mbl.is/minningar
Það er svo margt að minnast á
frá morgni æsku ljósum
er vorið hló við barnsins brá
og bjó það skarti af rósum.
(Einar E. Sæmundsen)
Það er svo sannarlega margs að
minnast um frænku mína Halldóru
Einarsdóttur og æskuheimili hennar
í Bolungarvík, þar sem glaðværð og
sönggleði ríkti, en ekki verður það
allt sett á blað hér.
Fyrir tæpum þrem vikum heim-
sótti ég hana, þá var hún mikið veik
og fann ég að þetta væri okkar síðasti
fundur. Það kom aðeins glampi í aug-
un og mér fannst hún hlusta þegar ég
talaði um gamla daga heima í Bol-
ungarvík.
Mér þótti ákaflega vænt um þessa
frænku mína sem mér fannst alltaf
vera kát og glöð og einstaklega ráða-
góð. Hún hafði líka svo skemmtilega
frásagnargáfu, þannig að hún gat
bæði hlegið og grátið í senn.
Oft leitaði ég ráða hjá frænku
minni varðandi matargerð en á því
sviði var hún einstök enda hús-
mæðrakennari að mennt.
Heimili Halldóru og eiginmanns
hennar, Haraldar Ásgeirssonar frá
Sólbakka í Önundarfirði, var fallegt
og mikið menningarheimili. Hjá þeim
áttu margir ættingjar og vinir at-
hvarf um lengri eða skemmri tíma.
Fjórtán ára gömul kom ég þangað
en þá þurfti ég að dvelja í Reykjavík
um tíma, heimili þeirra stóð mér síð-
an alltaf opið.
Elsku Haraldur, ég veit að sökn-
uður þinn og barna ykkar er mikill en
minningin um ástkæra eiginkonu og
móður mun lifa.
Við hjónin, börn okkar og fjöl-
skyldur þeirra sendum þér, Elísabet,
Ragnheiði, Ásgeiri, Einari Kristjáni
og fjölskyldum þeirra okkur dýpstu
samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku frænka mín.
Kristín Sigurðardóttir.
Hlý og brosmild, vel gefin, stolt og
glæsileg fór föðursystir mín Hall-
dóra Einarsdóttir um völlinn og
veitti hvatningu og gleði, huggun eða
hjálp, allt eftir því hvað best átti við
hverju sinni. Hún var mannvinur
mikill og einstaklega skilningsrík.
Umburðarlynd og glögg á fjölbreyti-
leika manneskjunnar.
Dódó frænka var fædd og uppalin í
Bolungarvík. Æskustöðvarnar skip-
uðu alla tíð stóran sess hjá henni
enda hafði hún alist upp í góðri og
samheldinni fjölskyldu milli tignar-
legra vestfirskra fjalla.
Í bernsku okkar kom sumarið þeg-
ar Dódó og börn hennar komu vestur
til Bolungarvíkur. Stundum mættum
við öll systkinabörnin í Einarshús til
afa og ömmu í því skyni að hitta
þessa skemmtilegu frænku okkar og
fjölskylduna hennar. Alltaf nutum
við þess að hún beindi orðum sínum
hlýlega til okkar og spjallaði við okk-
ur rétt eins og við værum fullorðin. Á
þessum tíma töldum við slíkt eðlilegt
og sjálfsagt. Með auknum þroska
kunnum við betur að meta hversu
dýrmætt það er að alast upp í fjöl-
skyldu þar sem vinátta og góðvild
ríkir.
Eftir að Dódó og Haraldur giftu
sig varð heimili þeirra samastaður
fjölskyldu og vina úr Bolungarvík.
Haraldur og Dódó reistu sér fallegt
hús á Ægisíðu 48. Ægisíðan og fjöl-
skyldan þar eru órjúfanlegur hluti af
minningum okkar systkinanna og við
erum full þakklætis fyrir að hafa átt
þar víst athvarf og gleðistundir.
Heimilið var fallegt, húsgögn og hús-
munir með sterk persónueinkenni.
Einfalt og afar smekklegt. Hér mátt-
um við ganga um eins og heima hjá
okkur og vissum að óhætt var að taka
fleiri með sér ef þannig stóð á. Hér
fóru gleði og erill einstaklega vel
saman.
Dódó var mikil fjölskyldumann-
eskja og ræktaði með einstökum
hætti tengsl við frændfólk sitt allt.
Þegar ég hélt mín fyrstu jól í Reykja-
vík fékk ég heimsókn. Dódó var mætt
með heimagerðan jólaglaðning. Eng-
inn skildi betur að hugurinn leitaði
heim á slíkum stundum. Enginn
skildi betur að hugur og hjarta þráðu
að vera á tveimur stöðum. Fleiri
leiftrandi minningar ylja. Einlæg
þátttaka í gleðistundum okkar og
hvernig hún miðlaði af reynslu sinni
þegar þungbærir atburðir og sorg
sóttu að. Enginn vafi leikur á að
Dódó á ríkan þátt í hversu vel fjöl-
skyldan hefur haldið saman og ekki
látið vináttu og tryggð víkja fyrir
dægurþrasi og léttvægari málum.
Að sitja á spjalli með Dódó sem
fullorðin manneskja var gefandi og
lærdómsríkt. Fjölmörg viðkvæði og
setningar hafa sest að í huganum. Öll
lýsa þau kærleik og djúpum skilningi
á mönnum og málefnum. Gullkorn
sem ég mun koma áfram til minna af-
komenda. Af hennar fundi fór maður
glaður, bjartsýnn og betri maður.
Síðustu misserin hrakaði heilsu
frænku minnar ört. Einstakt var að
fylgjast með umhyggju allrar fjöl-
skyldu hennar og ekki síst Haraldar
þennan tíma.
Þeim færi ég öllum dýpstu sam-
úðarkveðjur mínar og fjölskyldunn-
ar.
Með söknuði, virðingu og kærri
þökk kveð ég frænku mína, ógleym-
anlega konu öllum sem henni kynnt-
ust.
Blessuð sé minning hennar
Ester Jónatansdóttir.
Fleiri minningargreinar um Hall-
dóru Einarsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.