Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 34

Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ruth Halla Sig-urgeirsdóttir fæddist 29. janúar 1946. Ruth Halla lést á Landspítal- anum hinn 1. ágúst síðastliðinn. Ruth Halla er fædd í Berjanesi, Vestmannaeyjum, á heimili ömmu sinn- ar og afa, Ólafar Friðfinnsdóttur og Jóns Einarssonar. Þar bjó hún fyrstu mánuði ævinnar, en flutti með móður sinni, Elísu G. Jónsdóttur, f. 1925, til Reykjavík- ur árið 1948. Hún hafði þá áður gifst Jóni I. Hannessyni bygg- ingameistara frá Brekkukoti í Reykholtsdal, f. 1925, en hann gekk Ruth Höllu í föðurstað. Ruth Halla átti eina alsystur, Ólöfu Jónu, og sex hálfsystkini; Guðrúnu Iðunni Jónsdóttur og Eirík, Sæfinnu, Emmu, Guðfinnu og Þór Sigurgeirsbörn. Faðir Ruthar var Sigurgeir Ólafsson frá Víðivöllum í Vestmannaeyjum, f. 1925, d. 2000. Eftirlifandi eiginmaður Ruthar er Ólafur Axelsson húsamíðameistari, f. 1944. Þau giftust í Reykjavík 14.11. 1964 og eignuðust þau þrjá syni: Jón Axel, f. 1963, Ólaf Ragnar, f. 1970 og Jóhann Garðar, f. 1977, giftur Huldu Dögg Proppé. Barnabörnin eru fjögur auk þess sem eitt er væntanlegt síðar á árinu. Þau eru börn Jóns Axels; Kristín Ruth, f. 1986, og Ólafur Ásgeir, f. 1993, og börn Jóhanns Garðars og Huldu; Óttar Daði, f. 2002 og Róbert Aron, f. 2004. Ruth Halla gekk til liðs við Oddfellow-regluna árið 1978 í Rebekku stúku nr. 1, Bergþóru, og gegndi þar mörgum trún- aðarstörfum. Hún vann sem skrif- stofumaður, fyrst hjá Lífeyris- sjóði málm- og skipasmiða frá árinu 1971 og áfram hjá Samein- aða lífeyrissjóðnum til ársins 2007. Útför hennar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag kl. 11. Þegar ég hugsa um mömmu mína finn ég góða tilfinningu. Það er ekki skrýtið að slík tilfinning bærist innra með manni því hún var sann- arlega sérstök kona. Ekki aðeins var hún jákvæð og blíð, hún var einnig einstakur vinur og félagi. Þolinmóð, alltaf skilningsrík, aldrei ósanngjörn og iðulega til staðar. Mömmur eru alltaf til staðar. Mömmur fara aldrei. Ég var svo heppinn að eiga mömmu sem alltaf var fyrst til hjálpar þegar þurfti. Hún skynjaði þegar eitthvað var að, jafnvel þótt maður fyndi það ekki sjálfur. Hún vissi af prakkarastrikunum en tók þeim með jafnaðargeði. Heimili hennar var alltaf opið fyrir vinum og samferðafólki og faðmur hennar var einlægur og sannur. Henni tókst alltaf að hugga og græða og hún kunni að laga það sem misfórst. Mamma hafði alltaf tíma þegar mikið lá við og hlustaði með athygli á hugleiðingar þeirra sem til hennar leituðu. Hún gaf bestu ráðin og maður hefði betur farið eftir þeim öllum. Hún var ætíð til staðar, skil- yrðislaust. Hún hafði mikið að gefa og var óspör á það sem hún átti. Börnin elskuðu hana því hún gaf þeim dýrmætustu gjafirnar; ást sína og tíma. Mamma mín gerði heiminn betri hvern einasta dag. Hún mun ávallt lifa í minningunni og gefa mér styrk til að láta gott af mér leiða. Ég ætla að hafa hana í hjarta mínu dag hvern, hvert sem ég fer líkt og litlu ömmustrákarnir hennar ætla að gera. Þannig verð ég betri maður og get haldið áfram verkefni hennar; að gera lífið kærleiksríkara. Jón Axel. Elsku besta tengdamóðir mín hef- ur kvatt þennan heim. Mér finnst ótrúlegt til þess að hugsa að ég sitji hér og skrifi um hana fagrar minn- ingar þegar hún var þess fullviss að hún myndi verða 97 ára gömul. Ég man þegar ég hitti hana fyrst. Ég fór upp í Skorradal með Garðari á Jónsmessunni 2000 og hitti hana á tröppunum í Selgili. Hún tók mér strax opnum örmum, í orðsins fyllstu merkingu, bauð mér í undra- heiminn sinn þar sem ég dáðist að öllu englaverkinu. Þessi heimur var fullkominn eins og hún sjálf, og lýsti hennar innri manni best. Hver hlut- ur á sinn stað og kærleikurinn og vináttan eru framar öllu. Ég man þegar hún leiddi mig að litla skápnum sínum, dró út eina af litlu bókunum úr safninu sínu og lagði í lófann minn. Hún hét: Eltu draumana þína! Og um leið og ég faðmaði hana tók ég eftir því að hún notaði sama ilmvatn og mamma mín. „Mömmulyktin“ mín var af henni. Enda átti eftir að koma á daginn að hún varð mér sem sönn móðir. Að eiga tvær fullkomnar mömmur var besta gjöf sem ég gat fengið. Við vorum undursamlegar vin- konur. Við hlógum saman að öllu mögulegu og ómögulegu og við grét- um saman ef svo bar við. Ég gat ávallt leitað ráða hjá henni og ef ég fann ekki fasta landið gat ég verið þess fullviss að hún stóð við bakið á mér eins og klettur. Amma Ruth var eitt af hennar uppáhaldshlut- verkum. Hún var englunum mínum sanna amman sem allir vilja eiga. Hún átti alltaf til eitthvað gott í pokahorninu, hvort sem það var „lucky“ í skúffunni í Ársölum eða sleikjó í skúffunni á spítalanum. Hún naut þess að klóra bakið á englunum sínum og gefa þeim óskil- yrta ást og umhyggju í sínum feg- ursta búningi. Nú vita þeir að amma Ruth býr í hjörtum þeirra að eilífu og eru strax með það á hreinu að þeir verði að segja litla krílinu þeg- ar það fæðist að það hafi átt bestu og fegurstu ömmu í heimi. Ég er svo þakklát þeim sem öllu ræður að hafa fengið að kynnast þessum engli, og fyrst ég get ekki notið samvista við hana í þessum heimi lengur, þá hef ég einsett mér að hafa að leiðarljósi hennar hugsunar- hátt. Hún ræktaði einstaklega vel sam- band við alla sína vini, hvort sem það voru æskuvinir eða fjölskylda, hún æsti sig nánast aldrei og ef hún gerði það var ærin ástæða fyrir því, hún mátti ekkert aumt sjá, var mik- illl húmoristi og naut þess að vera til. Umfram allt var hún ávallt til staðar og ef einhvern vanhagaði um eitthvað var hún mætt áður en hún var beðin um að koma. Elsku besta mín var búin að gefa okkur af sér í allan þennan tíma og nú bíða hennar stærri verkefni sem erkiengill hjá karlinum á efri hæð- inni. Þegar ég lít yfir þennan tíma er mér efst í huga óborganlegt þakklæti, fyrir allar stundirnar í Skorró, öll faðmlögin, öll ráðin, öll símtölin, allar föndurstundirnar, all- an hláturinn, einlægnina, vinskap- inn og fyrir kærleikann. Takk elsku besta mín. Þú barðist eins og hetja og við sáum svo sannarlega ljósið saman, en þegar kallið kemur þýðir ekki að loka eyrunum. Ég elska þig undur heitt og mun halda þinni und- ursamlegu minningu á lofti um ókomin ár. Þín Hulda. Amma mín Ruth. Nafna mín Ruth, ég ber nafn hennar. Betri persónu er varla hægt að finna. Þvílík hlýja, þvílík ást, virðing og vinsemd. Að eiga hana sem ömmu verð ég ætíð ævinlega þakklát fyrir. Erfitt er að kveðja ömmu sína sem hefur verið til staðar fyrir mig á hverjum einasta degi frá fæðingu og getað leitað til með visku og ráð er ómetanlegt. Að eiga ömmu sem er ekki bara til að dekra við mann heldur einnig sem vinkonu sem stóð alltaf eins og klettur við hlið mér þegar ég þurfti á að halda. Endalausar í Skorradalinn, hvort sem það var með afa, pabba, vinkon- um, vinafólki eða hverjum sem var, allir voru velkomnir í Selgil Þar var amma með útbreiddan faðminn og tók á móti öllum með brosi og faðmlagi. Í Skorradalnum eyddum við okk- ar bestu stundum saman frá upp- hafi; að klippa trén, að dunda okkur í skóginum, að mála, föndra, spjalla eða spila; við fundum okkur alltaf eitthvað að gera. Selgil var stað- urinn okkar. Amma Ruth hafði svo fallega framkomu, tignarleg og falleg, kom vel fram við alla og ræktaði sam- band við fjölskyldu sína og vini eins og lítið blóm, blóm sem dafnaði svo fallega. Amma Ruth skilur ekki eftir sig- nema fallegar minningar sem eiga eftir að lifa hjá okkur öllum um ókomna tíð. Elska þig undur heitt, elsku amma mín Ruth. Þín Kristín Ruth. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum Og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta Í hverjum steini sló. Og, hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og Drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fangið og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! (Tómas Guðmundsson.) Elsku fallega, hugrakka og sterka systir mín með stóra gullhjartað. Hjartans, hjartans þakkir fyrir allt og allt. Mér þykir undur vænt um þig – og ég mun alltaf sakna þín. Þín systir, Ólöf Jóna. Miðvikudaginn 1. ágúst fengum við þær sorgarfréttir að Ruth Halla hefði dáið þá snemma um morgun- inn. Hvílík harmafregn. Við hjónin urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að kynnast Ruth fyrir nokkrum árum, þegar börn okkar felldu hugi saman og fjöl- skyldur okkar tengdust upp frá því. Það er skemmst frá því að segja, að við teljum okkur afar lánsöm að hafa fengið að kynnast henni og eiga með henni samverustundir. Minn- ingarnar eru margar, og allar fal- legar og góðar. Þær eru fullar af hlýju, fallegu brosi og húmor, því af honum hafði hún nóg. Ein minning tengist brúðkaupi þeirra Huldu og Garðars í septem- ber síðastliðnum. Við sitjum á hót- elherbergi á Hótel Heklu og erum að rífa niður bleikar rósir og setja rósablöð í litla poka sem síðan voru afhentir brúðkaupsgestum; rósa- blöðunum var svo stráð yfir brúð- hjónin þegar þau gengu út úr litlu kirkjunni í Hruna. Það var fallegt og allt eftir hennar forskrift. Hún var svo mikil föndurkona og naut þess að hafa í kringum sig fallega hluti, sem hún kom fyrir af mikilli natni og alúð. Önnur minning ógleymanleg, er þegar við ömmurnar fengum að upplifa það, að fyrsta sameiginlega barnabarn okkar kom í heiminnn, hann Óttarr Daði. Og svo bættist Róbert Aron við, og enn er von á litlum einstaklingi, sem því miður fær aldrei að kynnast ömmu Ruth nema af afspurn. Veit ég að þeir bræður verða duglegir að segja frá því hve amma Ruth var góð. Ekki er hægt að minnast Ruthar nema að hugsa um Selgil, litla sum- arbústaðinn í Fitjalandinu í Skorra- dal. Þar undi hún hag sínum svo vel og átti ófáar stundir með fjölskyld- unni. Litlu bræðrunum Óttari Daða og Róberti Aroni þótti mikið gott og gaman að fara í „ömmusveit“. Þar er nú ofurtómlegt án hennar. Ruth var klettur í fjölskyldunni, sem hefur nú misst mikið og eiga þau öll um sárt að binda. Hún naut þess að vera með fjöskyldunni og gaf þeim öllum svo mikið af sér, og því er söknuðurinn sár, ekki síst hjá litlu ömmustrákunum, sem ekki skilja alveg að amma Ruth kemur ekki aftur til þeirra. Hún er horfin, svo allt, allt of snemma. Hún veiktist skyndilega í febrúar og það leit ekki vel út, en af ótrúleg- um vilja og krafti reis hún upp, og við héldum öll að hún myndi ná sér að verulegu leyti. En svo kom reið- arslagið, öllum að óvörum og allt í einu er hún horfin. Það er svo ótrú- legt. Við trúum því að henni hafi verið ætlað annað hlutverk, sem ekki mátti bíða. Við þökkum fyrir að hafa fengið að vera samferða Ruth Höllu um nokkra hríð. Hún reyndist Huldu okkar ekki aðeins besta tengdamóð- ir sem hún hefði getað eignast, held- ur líka sannur og tryggur vinur, sem allt vildi fyrir hana gera. Son- um þeirra Huldu og Garðars var hún einfaldlega amma Ruth og allt sem henni fylgdi var gott. Við vottum fjölskyldunni allri samúð okkar og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Hrafnhildur og Guðmundur. Elsku hjartans Nanna mín. „Ég ætla nú bara að segja það á íslensku: Ég elska þig undurheitt!“ sagðir þú. Ég sé þessa stund ljóslif- andi fyrir mér. Þegar við Ásgeir bróðir vorum hjá þér um daginn sagði hann við þig: „I love You“, fékk þessi svör til baka og orðin inn- sigluð með rembingskossi. Þessi til- svör þín eru svo lýsandi fyrir þig. Þú varst nú ekki þekkt fyrir annað en að láta fólkið þitt finna fyrir væntumþykju þinni. Við kvöddumst nær alltaf með því að láta vita hve vænt okkur þótti um hvor aðra. Þegar ég hugsa um þig, elsku Nanna mín, er mér efst í huga þakk- læti fyrir allt sem þú ert mér. Þú ert Nannan mín og ég er Sponsan þín! Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp í fjölskyldu þar sem svo mikill kærleikur er ríkjandi og sam- gangur ykkar mömmu minnar og fjölskyldunnar allrar er það mikill að frændfólk verður að systkinum. Um hugann fara allar þær óteljandi og ómetanlegu minningar frá upp- vaxtarárunum en allar eiga þær það sammerkt að einkennast af mikilli hlýju og innileika. Lítil telpa að fara með Nönnu frænku og fá göt í eyr- un, rúllur settar í litla hárlokka, klór og kitl og nart í eyrnasnepla sem fékk litla kroppa til að leka niður í djúpa slökun, burknaferðirnar ógleymanlegu með kók og prins, söngstundirnar allar þar sem þú spilaðir á skeiðarnar af mikilli inn- lifun, Skorró, systrastundirnar ykk- ar mömmu, jóladagarnir hjá elsku ömmu og afa, gamlárskvöldin í Ritó, þið systurnar að klæða Sponsuna í brúðarkjólinn, gleðistundir með börnum, barnabörnum og öðrum gleðigjöfum Ég þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir að vera alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Það vona ég að ég hafi getað gefið þér einhverja litla agnarögn til baka þegar þú þurftir. Við áttum margar ómetanlegar stundir saman á síðustu mánuðum sem ég geymi í hjarta mínu. Elju- semi þín og dugnaður er öðrum til fyrirmyndar og þú gafst ekki upp. Fjölskyldan og vinir voru þér allt og gáfu þér kraft og þor til að halda áfram hetjugöngunni. Ég bið Guð að vaka yfir og varð- veita fjölskylduna alla, Óla Ax, Jón Axel, Óla Ragg, Gassa minn, Huldu, Kristínu Ruth, Óla Ásgeir, Óttarr Daða og Róbert Aron, ömmu mína og afa, systur þínar og alla aðra sem eiga um sárt að binda. Ég elska þig undurheitt, elsku Nannan mín. Þín, Elísa G. Jónsdóttir (Sponsa). Þegar ég fékk fréttirnar af and- láti Gömlu Ruthar þá áttaði ég mig á því hvað lífið er hverfult, hvernig allt getur gerst. Gamla Ruth var kona sem mig langaði að líkjast allt síðan ég var pínulítil, ég vildi erfa alla hennar kosti. Það var ekki erfitt að líta upp til hennar enda var Gamla Ruth kona sem flestallir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hvert sinn sem ég hitti hana þá faðmaði hún mig og kyssti og hún smitaði mann af gleði og væntumþykju sem einkenndi hana alla tíð. Í hvert sinn sem eitt- hvað gerðist hjá mér var hún og Óli frændi þau fyrstu sem komu og samglöddust manni, fyrir það verð ég þakklát ævilangt. Elsku Ruth, ég mun ávallt geyma minningarnar um þig í hjartanu með þakklæti fyrir að hafa kynnst þér. Megi Guð geyma þig. Elsku Óli og fjölskylda, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur og ég bið Guð að vaka yfir ykkur á þessum erfiða tíma. Englar Guðs þeir vaka/Vegna barna þinna/þeir byrði þína taka,/ svo náirðu þeim að sinna. Kristjana Ruth Bjarnadóttir. Það er ótrúlega sárt og erfitt til þess að hugsa að ég eigi aldrei eftir að sjá Ruth Höllu mína aftur eða heyra röddina í henni. Í yfir 20 ár var hún stór þáttur í lífi mínu og líf- ið án hennar virðist óhugsandi. Ruth var ein af þessum einstöku manneskjum sem ég var svo heppin að kynnast. Góð og falleg bæði að utan og innan, einstaklega hlý og stórkostleg kona að öllu leyti. Ég man svo vel þegar ég hitti hana í fyrsta skipti. Það var í fallega sum- arbústaðnum hennar, Selgili, í Skorradalnum. Frá upphafi tók hún mér eins og eigin dóttur og vinátta okkar varð mér ómetanleg. Ég mun aldrei gleyma þegar hún las oft fyrir mig úr sögunni um Pollýönnu og sagði að sú saga ætti að vera skyldulesning fyrir alla, því þá yrði heimurinn betri. Ruth gerði heiminn að betri stað með nærveru sinni og var sjálf Pollýanna í hjarta sínu – sannkallaður ljósberi fyrir okkur hin. Hún sá alltaf jákvæðu og björtu hliðarnar á öllum málum og fyrir henni var ekkert vandamál óyfir- stíganlegt. Þannig var það líka í veikindunum hennar. Henni fannst þau ekki það versta sem komið gat fyrir og sama hvað gekk á, hún var ótrúlega jákvæð og glöð. Ég þakka fyrir að Ruth var stór hluti af lífi mínu og Óla míns. Hún var mér mikill stuðningur, góður vinur í blíðu og stríðu, og kenndi mér að vera betri manneskja. Ég þakka fyrir allar yndislegu stund- irnar sem ég átti með henni, allar ferðirnar sem við fórum í, allar slaufurnar sem við föndruðum sam- an, kransana, jólakortin, englana og allt sem hún bjó til af sinni alkunnu snilld, og færði okkur Óla mínum. Með sárum söknuði kveð ég ynd- islega tengdamóður, umhyggjusama og frábæra ömmu og síðast en ekki síst trausta og kærleiksríka vin- konu. Guð hefur kallað hana í engla- hópinn sinn og þar verður hún án vafa fremst meðal jafningja. Kæra fjölskylda. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð og bið algóðan Guð að veita ykkur styrk. Guð geymi þig, elsku Ruth. Þín vinkona, Gróa. Mín elskulega vinkona er fallin frá langt um aldur fram. Hún barð- Ruth Halla Sigurgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.