Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 37

Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 37 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14. Ferð á Snæfellsnes 15. ágúst, farið fyrir Jökul, lengsta viðdvöl á Hellissandi, þar sem snæddur verður hádegisverður og byggðasafnið skoðað. Fararstjóri Guð- mundur Guðbrandsson. Skráning á skrifstofu eða í síma 411 2700. Árskógar 4 | Kl. 9-16 baðþjónusta. Bingó hefst í dag kl. 13.30 (2. og 4. föstudag í mán). Kl. 10-16 púttvöllurinn. Ferðaklúbbur eldri borgara | 13.-16. ágúst. Ekið fyrir Vatnsnes og Skaga til Sauðárkróks um Skagafjörð að Lauga- felli í Eyjafjörð til Akureyrar og Hrís- eyar-Dalvík, nokkur sæti laus vegna for- falla. Upplýsingar í síma 892 3011, Hannes. Félag eldri borgara, Reykjavík | Far- þegar í ferð um Langasjó/Lakagíga, munið fundinn á mánudaginn kl. 10 að Stangarhyl 4. Félag kennara á eftirlaunum | Dags- ferðin 23. ágúst frá Akureyri að Aldeyj- arfossi með kvöldverði í Rauðuskriðu í Aðaldal. Síðustu forvöð að skrá sig og greiða fargjald í s. 595 1111. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Kaffi á könnunni til kl. 16. Félags- vist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 10 vefnaður og ganga. Kl. 11.40 hádegis- verður. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 14 verður fjöldasöngur í salnum. Heiðmar Jónsson leikur undir á píanó. Kaffiveit- ingar kl. 15. Allir velkomnir. Hittingur | Hópur fyrir ungmenni á aldr- inum 16-30 ára. Hópurinn er fyrir þá sem eiga fáa vini og vilja bæta úr því. Upplýsingar gefur Ingibjög í síma 694 6281. Heimasíða: www.blog.cent- ral.is/hittingur16-30. Netfang: hitting- ur@gmail.com. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin. Kl. 9-12 baðþjónusta. Kl. 12 hádegisverður. Kl. 14 bingó. Kl. 14.45 bókabílinn. Minnt er á ferðina á Snæ- fellsnes, miðvikudaginn 15. ágúst. Skráning á skrifstofu eða í s. 587 2888. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum. Kíktu í morgunkaffi og kynntu þér sumardagskrána. Hvernig dagskrá/ tilboð viltu sjá í félagsstarfinu næsta vetur? Hugmyndabanki Hæðargarðs er opinn daga milli kl. 9-16 virka daga. Síð- degisferð í Borgarnes 9. ágúst kl. 13. S. 568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur og umræður í umsjón Önnu kl. 10. Opið hús, spilað á spil kl. 13. Kaffiveit- ingar kl. 14.30. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13.30- 14.30 sungið v/flygilinn. Kl. 14.30-14.45 kaffiveitingar. Kl. 14.30-16 dansað í að- alsal undir stjórn Sigvalda. Döðlu- rjómatertur í kaffitímanum. Allir vel- komnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun- stund, leikfimi, hárgreiðslu- og fótaað- gerðarstofur opnar allan daginn. Bingó kl. 13.30, allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-22. Kvöldbænir kl. 20. Allir vel- komnir. Íþróttahúsið Digranes | Vottar Jehóva halda landsmót 10.-12. ágúst í Íþrótta- húsinu Digranesi í Kópavogi. Mótið hefst í dag, föstudag, kl. 9.20 og lýkur á sunnudag kl. 15.20. Aðalræðan nefnist: Hverjir eru sannir fylgjendur Krists? og verður flutt á sunnudag kl. 11.10. Ræðan verður túlkuð á ensku og táknmáli heyrnarlausra. Gullbrúðkaup | 50 ára brúð- kaupsafmæli eiga í dag, 10 ágúst, hjónin á Grund II, Eyjafjarðarsveit, Gunnar Egilson og Auður Birna Egil- son. Þau verða að heiman. 70ára afmæli. 13. ágústnæstkomandi, verður Jarmíla Hermannsdóttir sjö- tug. Af því tilefni tekur hún á móti fjölskyldu og vinum á heimili sínu í Fjóluhvammi 4 í Hafnarfirði, sunnudaginn 12. ágúst nk. á milli 10 og 16. 50ára afmæli. Hinn 6.ágúst síðastliðinn varð Kristján Helgi Tómasson fimmtugur. Mikið rosalega er það gaman. Veislan er í kvöld. Mikið stuð. dagbók Í dag er föstudagur 10. ágúst, 222. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2.) Það verður hátíðarstemning íGrímsness- og Grafnings-hreppi á morgun, 11. ágúst,en þá fer fram hreppshátíðin Grímsævintýri. Guðrún Þórðardóttir er formaður Kvenfélags Grímsneshrepps sem á veg og vanda að hátíðinni: „Hátíðin er hald- in samkvæmt hefð, helgina eftir versl- unarmannahelgi ár hvert,“ segir Guð- rún. „Hátíðin er einn af meginviðburð- unum í hreppnum, enda á hún sér rúmlega 80 ára sögu.“ Hátíðin hófst á sínum tíma sem tom- bólusöfnun kvenfélagsins til góðgerð- arstarfs: „Fyrir um tveimur áratugum hófu kvenfélagskonurnar síðan að selja bakkelsi, brodd, sultur og hannyrðir, sem á endanum þróaðist í útimarkað,“ útskýrir Guðrún. „Nú fléttast inn í dag- skrána kraftakeppnin Uppsveitavík- ingurinn, þar sem sterkustu krafta- jötnar landsins takast á. Við höldum líka sundlaugar-rokktónleika í nývígðri laug Grímsness- og Grafningshrepps þar sem hljómsveitin Ingó og Gummi bróðir heldur uppi fjörinu. Sunnlenskir glímumenn sýna glímu, og hoppu- kastali og allskyns skemmtun verður í boði fyrir börnin.“ Hátíðin er meginfjáröflunarleið Kvenfélags Grímsneshrepps, sem stendur fyrir margskonar góðgerð- arstarfi innan sveitar og utan: „Við höf- um meðal annars styrkt grunnskólann og leikskólann með gjöfum, Sjúkrahús Suðurlands, Barnaspítala Hringsins og Beinvernd,“ segir Guðrún. „Við höfum börn og aldraða í okkar heimabyggð sérstaklega í huga, og ár hvert býður félagið öllum Grímsnesingum 60 ára og eldri í dagsferð, þar sem við gerum okkur glaðan dag.“ Grímsævintýri er haldið á Borg í Grímsnesi, við félags- heimilið. Hefst hátíðin kl. 13 og stendur fram eftir degi. Tombólan hefst kl. 13.30, og eru veglegir vinningar í boði, sem kvenfélagskonur hafa safnað og sunnlensk fyrirtæki hafa gefið til söfn- unarinnar. Sundlaugartónleikar Ingó og Gumma bróður hefjast kl. 15. „Það er vissara að mæta tímanlega á hátíðarmarkaðinn, enda eru kven- félagskonur rómaðar fyrir elda- mennsku sína, og er næsta víst að hinar margrómuðu pönnukökur og kleinur kvenfélagsins seljast hratt upp,“ bætir Guðrún við að lokum. Mannlíf | Hátíð haldin í Grímsness- og Grafningshreppi á morgun Glatt á hjalla í Grímsnesi  Guðrún Þórðar- dóttir fæddist á Akranesi 1962. Hún lauk stúdents- prófi frá Fjöl- brautaskóla Vest- urlands 1982, B.Ed-gráðu frá KHÍ 1987 og við- bótarmenntun í sérkennslu frá sama skóla. Guðrún hef- ur lengst af starfað sem kennari á Sel- fossi, en er núna fjármálastjóri verk- takafyritækis sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum, Ingileifi Jónssyni verktaka, og eiga þau hjónin tvo syni. Tónlist Grand rokk | Dikta, Jan Mayen og Lada Sport halda rokktónleika á Grand rokk. Húsið opnað kl. 23. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Players, Kópavogi | Kántrýsveitin Klaufar með ósvikna kántrý- stemmningu á Players alla helgina. Reykholtskirkja | Kl. 16. Douglas A. Brotchie, organisti Háteigskirkju, flytur verk eftir Bach, Buxtehude og Jón Nordal. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Orgel- og söng- málasjóði Bjarna Bjarnasonar og eru hluti af orgeltónleikaröð Reyk- holtskirkju. Myndlist Hafnarborg | Joan Pearlman sýnir málverk og myndbandsinnsetningu á þremur rásum og ber sýningin yfirskriftina Element/Frumkraftur. Joan Perlman er með masters- gráðu í myndlist frá San Francisco Art Institute og hefur hún haldið einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum víða um Bandaríkin. Saltfisksetur Íslands | Sigrún Lára Shanko sýnir meðal annars Ragn- ars sögu loðbrókar og er hún sögð á fimm veggteppum. Sýndur verður selskinnsjakki sérhannaður af Egg- erti feldskera fyrir þessa sýningu, einnig kjóll hannaður af Hildi Bolla- dóttur. Sýningin stendur til 20. ágúst. Uppákomur Borg | Uppsveitavíkingurinn 2007, sterkustu menn landsins keppa kl. 13. Tombóla kvenfélagsins, útimark- aður, handverk, grænmeti, spákona o.fl. Ingó og Gummi bróðir syngja í sundlauginni kl. 15. Glíma, hoppu- kastali o.fl. KONA nokkur í hlutverki hofgyðju hefur hér kyndil á loft í gríðarmikilli mannréttinda- athöfn sem fram fór í Aþenu í gær. Hundruð aktívista og áhorfenda söfnuðust saman í miðborg Aþenu í því skyni að hefja „ljósflakk“ heimshorna á milli og hvetja fólk til þess að sniðganga Ólympíuleikana í Peking á næstu ári. Háværar raddir kvarta yfir því sem kallað hefur verið „hryggilegt met í mannréttindabrotum“ og hafa ýmislegt út á skipu- lagningu Ólympíuleikanna að setja. Aðgerðasinnar í Grikklandi láta í sér heyra Stræti Aþenuborgar böðuð birtu kyndla Reuters FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á. Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Orð féllu niður ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu greinarinnar „900 fæðutegundir komnar á skrá“ um gagnagrunninn Ísgem hjá fyrirtækinu Matís að í myndatexta féllu niður orðin „orku- dreifing í %“. Hið rétta er að mynda- textinn segir frá hlutfallslegri dreif- ingu orkunnar (orkudreifingu í %) í umræddri matvöru og á ekki við magn þessara efna í vörunni. LEIÐRÉTT FYRIRTÆKIÐ IOD ehf. hefur sent frá sér eftirfarandi athugasemd í til- efni af frétt í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær um Acer-fartölvur, og að Svartækni sé sölu- og þjón- ustuaðili Acer á Íslandi. „Í tilefni af villandi tilkynningum og auglýsingum frá samkeppnisaðila vill IOD ehf. taka eftirfarandi fram: IOD er eini viðurkenndi sölu- og dreifingaraðili Acer á Íslandi og jafnframt eru þjónustuverkstæði IOD viðurkennd þjónustuverkstæði Acer á Íslandi. Helstu söluaðilar IOD á Acer á höfuðborgarsvæðinu eru Tölvulist- inn, Nóatúni og Hlíðarsmára, Att, Bæjarlind, Hagkaup, Smáralind, Hagkaup, Kringlunni og MAX raf- tæki, Kauptúni, Garðabæ. Auk þessa er fjöldi dreifingaraðila um land allt. IOD ehf. hefur nú þegar leitað réttar síns til að stöðva að rangar og villandi auglýsingar haldi áfram að birtast á síðum dagblaða.“ Athugasemd vegna Acer MENNINGAR- og sögutengd gönguferð verður sunnudaginn 12. ágúst kl. 11, en gangan hefst við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu- strönd. Gönguferðin er í tengslum við gönguverkefnið AF STAÐ á Reykjanesi. Genginn verður hringur frá Kálfatjörn um Þórustaðastíg sem er gömul þjóðleið, að Þórustaða- borginni og Staðarborg sem eru gamlar fjárborgir og til baka að Kálfatjörn. Svæðið býr yfir minjum, sögum og fróðleik sem leiðsögu- maður Reykjaness mun miðla á leiðinni. Reynt verður að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Áætlað er að gangan taki 2-3 klst. með stoppum. Gangan er auðveld en gott er að vera vel skóaður. Í lok göngunnar verður Minjanefnd Vatnsleysustrandar með opið hús í Skjaldbreið, gömlu hlöðunni og Norðurkoti, gamla skólahúsinu sem er verið að gera upp á Kálfatjörn. Minjanefndin verður jafnframt með kaffisölu á staðnum. Gangan er annar hluti af fimm menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskag- anum sem farnar verða á tíma- bilinu frá 6. ágúst til 2. september. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verð- ur að fara 3-5 gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhver hepp- inn fær góð gönguverðlaun. Dregið verður eftir síðustu gönguna. Þátt- takendur eru beðnir að muna eftir að taka þátttökuseðla með í ferðir. Menningar- og sögutengd gönguferð um Reykjanes Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.