Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 40

Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 40
Að Kristur láti loksins verða af því að koma aftur, birtist í göngunni og taki þátt í gleðinni. … 44 » reykjavíkreykjavík GLÆNÝ sjónvarpsstöð helguð enskri knattspyrnu hóf formlega göngu sína um síðustu helgi þegar sýnd var í beinni útsendingu viður- eign Man. Utd. og Chelsea um Góð- gerðarskjöldinn. Sýn 2 nefnist stöð- in og á dagskrá verðar beinar útsendingar frá úrvalsdeild og 1. deild, Coca-Cola Championship, auk innlendra og erlendra þátta um enska boltann. Samkvæmt frétta- tilkynningu frá 365 nær Sýn 2 til yfir 98% heimila í landinu. Á meðal þeirra dagskrárliða sem Sýn 2 mun bjóða upp í vetur eru: Premier League News (ensku frétt- irnar) – hálftímalangur fréttaþáttur, sýndur alla virka daga klukkan 20. Premier League – Preview (leikir helgarinnar) – vikulegur þáttur þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar, Premier League – Re- view (ensku mörkin), PL Classic Matches (bestu leikir Úrvalsdeildar- innar), Premier League World (heimur úrvalsdeildarinnar) o.fl. Þeir Guðni Bergsson og Heimir Karlsson gera svo upp leiki dagsins og þátturinn 4-4-2 með Guðna Bergs verður á dagskrá kl. 18.10 á laugar- dögum. Þar sýna þeir Heimir öll mörk dagsins, auk þess sem þeir beina sjónum sínum að öðrum mark- verðustu atvikum í leikjunum með aðstoð skarpra vel þekktra spark- spekinga. Eins og allir alvöru knattspyrnu- áhugamenn vita hefst enska úrvals- deildin á morgun rétt fyrir hádegi. Sýn 2 sýnir beint frá öllum leikjum dagsins sem eru sjö talsins. Á sunnudag verða svo sýndir þrír leik- ir þar sem þrjú af stóru liðunum koma við sögu, Arsenal, meistarar Manchester United og bikarmeist- arar Chelsea. Nánari upplýsingar má finna á www.syn.visir.is Enski boltinn á Sýn 2 Reuters Sundur, saman Þeir Cech og Ronaldo áttust við um síðustu helgi þegar Chelsea og Man Utd kepptu um góðgerðarskjöldinn. Þá sigraði Man Utd.  Sagt var frá því í Morgun- blaðinu í gær að brösuglega gengi að hefja tökur á kvikmynd Dags Kára, The Good Heart. Framleiðslufyrirtækið Zik Zak og leikstjórinn eru sagðir vera byrjaðir að leita að nýjum leikurum í stað þeirra Ryan Gosling og Tom Waits og líklega duga engin smá- stirni til. Mun annar tveggja stjórn- enda Zik Zak, Skúli Malmquist, vera á leið til New York með fjöl- skyldu þar sem eiginkona hans, Að- alheiður Þorsteinsdóttir, hefur ráð- ið sig til UNIFEM og mun nálægðin við stjörnurnar í Stóra eplinu ef- laust hjálpa til við þá leit. Stjórnendur Zik Zak í millilandasambandi  Sigurvegari fyrstu X-Factors keppninnar á Íslandi, Jógvan Hanson, fær ekki gæfulega ein- kunn í færeyska dagblaðinu Dim- malætting fyrir tónleika sem Jógvan hélt á Sumarfestivalurin í Færeyjum og fram fór á dög- unum í ofsaveðri. Gagnrýnandi hrósar að vísu hljómsveitinni sem tróð upp með Jógvani en segir að X-Factor stjarnan hefði boðið áhorfendum upp á karakterlaust lúxus-karókí. Karakterlaust karókí  Von er á nýrri plötu frá hljóm- sveitinni múm hinn 24. þessa mán- aðar. Reikna má með sérstökum út- gáfutónleikum fimm dögum síðar en ekkert hefur enn verið gefið upp um tónleikastað. Liðsmenn múm hafa hins vegar yfir öðru óskyldu að fagna um þess- ar mundir því aðalsprauta sveit- arinnar, Örvar Þóreyjarson Smára- son, hyggst ganga að eiga Birgittu Birgisdóttur leikkonu og mun at- höfnin fara fram í Súðavíkurkirkju á morgun. Gleðitímar framundan hjá liðsmönnum múm Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is Íslenska stórmyndin Astrópía verður frumsýnd hinn 22. ágúst næstkomandi. Óhætt er að fullyrða að íslensk bíó-,,buff“ sem og aðrir kvikmyndaunn- endur bíði hennar með talsverðri óþreyju – mynd- in er líka fyrir margra hluta sakir forvitnileg, meðal annars hlaðin tæknibrellum, gríni, glensi og hasar. Gunnar B. Guðmundsson leikstýrir Astrópíu, en hann kveður hana hafa verið um það bil sex ár í bígerð. Margir muna eflaust eftir glet- tilegu, súrrealísku örverki sem hann gerði um ár- ið, Karamellumyndinni rómuðu, en hún hlaut Edduna árið 2003, og var auk þess tilnefnd fyrir besta handrit, leikstjórn, brellur og leikmynd, svo dæmi séu nefnd. En hver er maðurinn á bakvið leikstjórann, lesendum til frekari glöggvunar? Gunnar hlær dillandi hlátri; hann er bersýni- lega galvaskur maður og hláturmildur. „Und- anfarin ár hef ég unnið í leikhúsi, gert auglýs- ingar, músíkvídeó, heimildardótarí og þannig lagað. Ég er í raun ekkert lærður, fór í Kvik- myndaskólann 1992, fyrsta árið sem hann var starfræktur; það var bara ein önn eða svo; síðan var ég í Listaháskólanum í fræðum og fram- kvæmd í leiklistardeild, en þurfti að fresta því námi vegna gerðar Astrópíu.“ Gunnar rekur svo enn upp hlátur; segir að nú sé fresturinn raunar orðinn svo langur að hann þyrfti sennilega að þreyja inntökuprófið að nýju, hygðist hann halda áfram. Nördar drýgja „hetjudáðir“ „Handritshöfundar Astrópíu, Ottó Geir Borg og Jóhann Ævar Grímsson, komu til mín fyrir svona fjórum, fimm árum. Mín aðkoma að þessu var í raun þannig að ég var nýbúinn með Karamellu- myndina, og hafði eytt miklum tíma í hana, og var því ekki með mikið í höndunum á þeim tíma þegar ég kynntist þessu handriti – sem var mjög í stíl við það sem ég ætlaði og vildi fara að gera.“ Gunnar kveðst mjög ánægður með myndina, og þykir greinilega gaman að spjalla um hana. „Þetta er tveggja heima mynd; hún gerist bæði í köldum raunveruleika og spennandi ævintýrum – það er í rauninni brandarinn í þessu: nördar sem breytast í ofurhetjur, en eru samt áfram nördar þó svo að þeir séu komnir í ofurhetjubúninginn.“ Svo menn hafi eitthvað fyrir stafni… En hvernig mynd er þetta; gamanmynd, spennumynd, hreinræktuð ævintýramynd? „Þetta er grínmynd – ævintýrin eru grín. Hún lítur alveg eins út og Lord of the Rings og allar þessar æv- intýramyndir, eða eins nálægt því og komist verð- ur, en þetta er samt allt í gríni, þó svo að skilin verði oft óljós í hasarnum.“ Gunnar kveður leikarana fara á kostum. „Þetta er eiginlega mynd senuþjófanna; allir eiga sín mó- ment – litlir hlutir verða stórir, og hlutir sem voru kannski ekki einusinni í handritinu eru allt í einu orðnir vel sýnilegir.“ Að lokum segir Gunnar nóg af verkefnum lúra í pípunum, en klykkir út með lýsingu á Astrópíu: „Þetta er ekta „bíómynd“, bara góð skemmtun, hasar, mikið grín; þetta er poppkornsmynd, svona til að menn geti fundið eitthvað að gera á meðan þeir borða poppið.“ Ekta poppkornsmynd Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri Astrópíu spjallar um myndina, lífið og listina Sögur úr ævintýraheimi lúðanna Astrópía fjallar um stelpu sem þarf að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar, og fyrirvinna, er handtekinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.