Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 41

Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 41 Sýningar haustsins komnar í sölu á netinu! Miðasala á netinu! www.leikhusid.is w w w. k i r k j u l i s t a h a t i d . i s KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2 0 0 7 11.−19. ágúst FESTIVAL OF SACRED ARTS „É g v il lo fs y n g ja D ro tt n i“ Styrkt af Reykjavíkurborg REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMI EYSTRA OG VESTRA MINNINGARSJÓÐUR MARGRÉTAR BJÖRGÓLFSD. KRISTNISJÓÐUR • HOLLENSK A SENDIRÁÐIÐ ÞÝSK A SENDIRÁÐIÐ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ T R YG G Ð U Þ É R M I Ð A ! MESSA Í H-MOLL eftir J. S. BACH Stórkostlegir einsöngvarar Einstakur viðburður í íslensku tónlistarlífi ÍSRAEL Í EGYPTALANDI eftir G. F. HANDEL Barokk í hæsta gæðaflokki Frumflutningur á Íslandi LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 17.00 MESSA Í H-MOLL eftir J.S BACH: FLYTJENDUR: Monika Frimmer sópran, Robin Blaze kontratenór, Peter Kooij bassi og Gerd Turk tenór. Alþjóðlega barokksveitin í Haag og Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi Hörður Áskelsson Kr. 4.900/3.600 19.30 JAKOBSSTIGINN myndlistarsýning Svövu Björnsdóttur 21.00 – 01.00 LISTVAKA UNGA FÓLKSINS: Gjörningur, tónlist, dans og myndlist. FRAM KOMA: Helgi Hrafn Jónsson, Nico Muhly, Borgar Magnason, Elfa Rún Kristinsdóttir, Pétur Ben, Guðmundur Vignir Karlsson, Djasstríóið Babar, Dansflokkurinn Good Company ofl. SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 11.00 HÁTÍÐARMESSA 19.00 MESSA Í H-MOLL eftir J.S. BACH: FLYTJENDUR: Monika Frimmer sópran, Robin Blaze kontratenór, Peter Kooij bassi og Gerd Turk tenór. Alþjóðlega barokksveiting í Haag og Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi Hörður Áskelsson Kr. 4.900/3.600 Sjá nánari dagskrá á kirkjulistahatid.is HÁTÍÐARKORT Veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar 8.000 kr. Allir dagskrárliðir fara fram í Hallgrímskirkju nema annað sé tekið fram Kaffihús Kirkjulistahátíðar er opið í Hallgrímskirkju á meðan á hátíðinni stendur Miðasala við innganginn og í Hallgrímskirkju frá kl. 11.00 – 19.00, á midi.is og í 12 tónum Skólavörðustíg 15. KIRKJULISTAHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU Skólavörðuholti 101 Reykjavík – Sími: 510 1000 – Fax: 510 1010 Skálholtsdómkirkju 17. ágúst Hallgrímskirkju 19. ágúst Einnig flutt í Skálholtsdómkirkju 13. ágúst U P P S E LT Einnig flutt í Skálholtsdómkirkju 13. ágúst MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 Ein vinsælasta bók ársinsvestan hafs og austan, ogsem á eflaust eftir að njóta mikillar hylli hér á landi, er „Þús- und bjartar sólir“ eftir Khaled Hos- seini, en síðasta bók hans, „Flug- drekahlauparinn“, varð gríðarlega vinsæl og það að verðleikum.    Þúsund bjartar sólir segir frátveimur konum ólíkra kyn- slóða sem stríð og hörmungar hnýta svo saman að það hefur úr- slitaáhrif á örlög þeirra og örlög af- komenda þeirra. Öðrum þræði snýst bókin líka um ást, og þá ekki bara ást milli ólíkra kynja, heldur líka agape, skilyrðislausa ást sem krefst einskis, ást til annarra án þess að ætlast til nokkurs á móti.    Þeir sem lesa bókina vita vit-anlega um hvað hún er og geta væntanlega lýst henni fyrir öðrum, en hvernig á að flokka slíka bók? Er hún ástarsaga? Söguleg skáldsaga? Stríðsbókmenntir? Kvennabók- menntir? Æðri bókmenntir? Það skiptir nefnilega verulegu máli hvar bók er skipaður sess í bóka- búð. Getur skipt höfuðmáli.    Þegar kíkt er á grunnkóða síð-unnar sem Þúsund bjartar sól- ir á hjá bandarísku bókakeðjunni Barnes & Noble.com sést að hún er flokkuð sem „skáldskapur og bók- menntir“, „kvennaskáldsögur“ og „bandarísk skáldsaga“. Hjá Ama- zon er hún flokkuð sem „bandarísk nútímaskáldsaga“ og „almenn skáldsaga“, Waterstones setur bara „skáldsaga“ í meta-tag síðunnar og Foyles sleppir því alveg að hafa flokkunartag fyrir einhverjar sak- ir.    Í bókabúðum í kjötheimum er líkaallur gangur á því hvernig bók- um er skipað í hillur. Alla jafna eru menn með nokkuð skýra skiptingu; glæpasögur eru á sínum stað, ást- arsögur líka, vísindaskáldsögur, barnabækur og fræðibækur. Þessi skilgreining er ekki einhlít, því fjöl- margar bækur er ekki gott eða jafnvel ógerningur að flokka, en fastagestir læra fljótlega að rata um viðkomandi verslun, og hver hefur sín sérkenni. Þannig er Foy- les á Charing Cross Road í Lund- únum allt öðruvísi búð en Black- wells sem er hinum megin við götuna, eða Borders sem er aðeins ofar, nú eða prýðileg verslun Wa- terstones sem er handan við hornið, á Oxford-stræti. Sama má segja um þær bókabúðir sem helstar eru hér á landi; Mál og menning á Lauga- vegi og Eymundsson í Austurstræti eru býsna ólíkar búðir þó þær séu í eigu sama aðila, og svo er bókabúð- in í Iðu allt öðruvísi en þær tvær og Bóksala stúdenta enn ein gerðin af bókabúð.    Bækur eru dregnar í dilka til aðauka kaupendum leti, en ekki síður til að létta bókaverslunum líf- ið, auðvelda mönnum yfirsýn og lagerhald og gera starfsfólki kleift að finna það sem þarf að finna. Slík flokkun getur líka ráðið úrslitum hvort tilteknar bækur komast á áberandi stað og jafnvel hvort þær komast að í stórmarkaði, en ytra eru menn tilbúnir til að gera ýmsar tilslakanir til að svo megi verða; breyta flokki og kápu og titli (og endurskrifa jafnvel ef út í það er farið).    Höfundurinn tekur því vænt-anlega með jafnaðargeði hvernig bók hans er flokkuð, getur varla skipt miklu hvort bók er sögð ástarsaga eða söguleg ástarsaga, og varla getur nokkur haft eitthvað á móti því ef bók er færð á milli flokka ef það eykur sölu, eða hvað? Flokkunin sjálf getur þó verið til óþurftar og orðið til þess að maður missir af bók sem annars hefði ver- ið skemmtileg, jafnvel stór- skemmtilegt og mannbætandi að lesa. Hugsanlega fara margir „Cryptonomicon“ á mis vegna þess að þeim dettur ekki í hug að kíkja í vísindaskáldsagnahilluna, eða þeir missa af bókunum átta í „Barrokk- röðinni“, „Quicksilver“, „King of the Vagabonds“, „Odalisque“, „Bonanza“, „Juncto“, „Solomon’s Gold“, „Currency“ og „System of the World“, vegna þess að þeim er skipaður sess með sögulegum skáldsögum, eða þeim yfirsést „In the Beginning … was the Comm- and Line“ sem lent hefur með tölvu- bókum (allar bækurnar eru eftir sama höfund, Neal Stephenson). Við þessu er sama svar og gagnast svo vel í mörgu: Treystu engu.    Til gamans má svo geta þess aðtil er opinber skilgreining á því hvað kalla megi ástarsögu (skv. samtökum bandarískra ástarsagna- höfunda): Saga þar sem ástin er í aðalhlutverki og sögulok jákvæð og tilfinningalega fullnægjandi. Það er semsé ekki ástarsaga ef elskend- urnir ná ekki saman eða annar eða báðir láta lífið þó slíkar bókmenntir geti vissulega verið þrungnar róm- antík (sjá: mbl.is/go/cfz4v). Bækur reknar í réttir AF LISTUM Árni Matthíasson »Er Þúsund bjartarsólir ástarsaga? Söguleg skáldsaga? Stríðsbókmenntir? Kvennabókmenntir? Æðri bókmenntir? Flokkaðu þetta! Einhvern veginn svona lítur draumaherbergi hvers bókaorms út. Vinsæll Hvernig bækur skrifar Khaled Hosseini?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.