Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. HÆÐ OG AUKAÍBÚÐ! Eignin er alls um 180 fm að gólffleti. Sérlega falleg og mikið endurnýjuð hæð í fallegu endurnýjuðu húsi. Glæsilegt eldhús og vandaðar innréttingar. Auk þess fylgir séríbúð í risi. Gott herbergi í kjallara (mögul. á góðum leigutekjum á séríbúð og herb.) VERÐ: TILBOÐ Nánari upplýsingar hjá sölufulltrúum Akkurat Ásdís 898-3474 og Viggó 824-5066. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI 17.00 - 18.00 BRÁVALLAGATA 12 - 101 RVK. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is TVEIR íbúar miðbæjarins, þau Árni Einarsson og Fríða Björk Ingvars- dóttir, gengu í gær á fund borg- arstjóra til þess að lýsa því ófremd- arástandi sem ríkir þar um helgar og krefjast umbóta í þeim efnum. Boðað verður til borgarafundar á næstu dögum þar sem íbúar mið- borgarinnar fá að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Spjótin beinast fyrst og fremst að veit- ingamönnum, sem þykja hafa sýnt nágrönnum sínum yfirgang og til- litsleysi. Eftir að reykingabann á veit- ingastöðum tók gildi segir Árni að mun meiri óþægindi fylgi nábýlinu við barina, enda hefst fólk nú meira við utandyra. Þá sé fólki leyft að taka áfengi með sér út þótt það sé ólöglegt. „Eftir því sem líður á nótt- ina verður háreystin meiri og fólk taumlausara. Við sem búum þarna hringjum í lögregluna og það er enga hjálp þaðan að fá. Lögreglan segist ekki geta sinnt þessum útköll- um, því starfsemin sjálf sé lögleg, þó að hún brjóti kannski önnur lög.“ Hann segir að það verði að hafa skýrar afleiðingar í för með sér fyr- ir veitingamenn að brjóta reglur og misbjóða umhverfi sínu. „Það á að setja þeim ákveðin mörk, rétt eins og ódælum unglingi, þá er farið eft- ir þeim. Við erum að vona að það sé loksins kominn lögreglustjóri sem taki hlutverk sitt alvarlega.“ Íbúar hafa fundið fyrir því að samráð skorti meðal stofnana borg- arinnar og lögreglu. „Við kvörtum við allar þessar stofnanir og alltaf yfir því sama, en þeim tekst ekki að vinna saman að því að leysa óþol- andi ástand.“ Nú þykir Árna og nágrönnum hans mælirinn orðinn fullur og reyna nú að höfða til borgarinnar að miðla málum milli íbúa og rekstr- araðila. „Borgarstjóri lofaði að boða íbúa til fundar á allra næstu dögum. Við fáum nú tækifæri til þess að tjá reynslu okkar og koma sjónarmiðum okkar á framfæri.“ Í framhaldinu býst Árni við að komið verði á fundi með fulltrúum íbúa, verslunarmanna, veitinga- manna, lögreglu og borgarinnar. Þar verði farið yfir allar tillögur til þess að miðla málum og bæta ástandið. Sýna ekki mannasiði Árni hefur búið við Laugaveginn frá því 1989. Hann segir ónæði frá skemmtanalífinu hafa farið stigvax- andi ár frá ári, en nú í sumar hafi það keyrt úr hófi. „Veitingastaðir og viðskiptavinir þeirra sýna enga almenna mannasiði eða tillitssemi gagnvart nágrönnum sínum,“ segir Árni. „Fólk er dauðadrukkið, öskr- ar, syngur og lætur öllum illum lát- um. Allt gler sem fólk kemur hönd- um yfir er maskað í götuna. Það er farið alls staðar inn þar sem er nokkurt skot og migið eða jafnvel meira en það.“ Árni segir salernisaðstöðu á bör- unum engan veginn anna þörfum viðskiptavinanna. „Þeir fara þá út, vegna þess að það er svo löng biðröð til þess að komast á klósettin. Veit- ingamenn álíta plássið sem fer und- ir klósettið vera tapaða fermetra, því það er ekki hægt að selja neitt þar. Þarna er dæmi um breytta hegðun og neyslu sem kallar á við- brögð.“ Kröfur íbúanna um úrbætur bein- ast fyrst og fremst að þeim sem reka veitingahús og bari. Árni segir að vandamálin fylgi þessum rekstri og það standi því upp á veit- ingamenn að leysa þau. „Við viljum hafa heilbrigt og gott skemmt- analíf, en nú er þetta bara óöld í miðborg Reykjavíkur. Það er hægt að leita lausna ef menn setjast niður til að leita lausna æsingarlaust og beita jafnt hugmyndaauðgi og aga. Þá er hægt að gjörbreyta ástandinu á stuttum tíma.“ Íbúar miðborgarinnar gera kröfur til veitingamanna Morgunblaðið/Frikki Fundur Árni Einarsson og Fríða Björk Ingvarsdóttir funduðu með borgarstjóra í gær um ástandið í miðbænum. Boðað verður til borgarafundar Í HNOTSKURN »Lögreglan og borgaryf-irvöld funduðu með veit- ingamönnum í síðustu viku. Lögreglustjóri stakk þar upp á því að sá tími sem veit- ingastaða í miðborginni er op- in yrði takmarkaður. » Íbúar við Ingólfsstræti af-hentu borgaryfirvöldum undirskriftalista á dögunum gegn starfsemi næturklúbbs sem hefur að þeirra sögn margbrotið reglur. Næturlíf Íbúar miðbæjarins hafa fengið nóg af ónæði og sóðaskap sem fylgir skemmtanalífinu um helgar. BÓKFÆRÐAR tekjur Landspítal- ans vegna þjónustu við ósjúkra- tryggða sjúklinga eru það sem af er ári tæplega 78 milljónir kr. Á sama tímabili í fyrra, þ.e. frá janúar til júní 2006, voru þær rúmlega 67 millj. Alls voru bókfærðar tekjur vegna þjón- ustu við ósjúkratryggða sjúklinga tæplega 158 millj. á síðasta ári, árið 2005 voru þær rúmlega 167 millj. og árið 2004 ríflega 120 millj., á verðlagi hvers árs. Þetta segir Sigrún Guð- jónsdóttir, deildarstjóri hjá LSH. Að sögn Sigrúnar eru bókfærðar tekjur allir þeir reikningar sem gefn- ir hafa verið út í viðkomandi mála- flokki. Ekki fengust upplýsingar um það hversu hátt hlutfall þessara bók- færðu tekna hefði þegar verið greiddur og hvort þegar væri búið að afskrifa hluta þeirra. Segir Sigrún misvel ganga að innheimta þessa reikninga og að oft taki það allt að tvö til þrjú ár. Ekki fengust upplýs- ingar um fjölda ósjúkratryggðra ein- staklinga sem fengið hafa þjónustu hjá Landspítalanum á sl. misserum. Að sögn Einars Rafns Haralds- sonar, framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunar Austurlands, hefur ósjúkratryggðu fólki sem leitar þjón- ustu hjá stofnuninni fjölgað mjög undanfarin ár, bæði með erlendum verkamönnum á svæðinu og meiri fjölda ferðamanna. Einar segir að gengið hafi ágætlega að fá greiðsl- urnar innheimtar og fjöldi ósjúkra- tryggðra sjúklinga valdi ekki vand- ræðum. Segir hann að reikningar fólks sem ekki er með kennitölu á Ís- landi séu allir settir á sama lykil í bókhaldi stofnunarinnar. Hjá heilbrigðisráðuneytinu feng- ust þau svör að þar væri ekki safnað saman upplýsingum um sjúkra- kostnað ósjúkratryggðra útlend- inga. Sá kostnaður væri innifalinn í heildarrekstrarkostnaðartölum við- komandi stofnunar en ekki sérlega tilgreindur eða merktur í bókhaldi þeirra. Ósjúkratryggðum sjúklingum fjölgar Morgunblaðið/ÞÖK AÐ MATI starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þarf að bæta við fimm nýjum salernum í mið- borgina. Einnig þarf að merkja bet- ur og kynna nokkur vel búin salerni sem þar eru þegar. Starfshópurinn var sérstaklega settur saman til að fjalla um mál- efni almenningssalerna í Reykjavík og voru niðurstöður hans kynntar á fundi umhverfisráðs Reykjavík- urborgar í gær. Telur hópurinn að endurbyggja eigi Núllið í Bankastræti en karla- klósettið þar hefur verið lokað síð- an í september. Í Hljómskálagarð- inum og við göngustíg í Nauthóls- vík verði sett upp vönduð vatnssalerni á sumrin. Einnig að við Tryggvagötu, Laugaveg 52, Aust- urvöll, Esjurætur og göngustíg við Ægisíðu verði sett upp vatnssal- erni. Þá var lagt til að sett yrði upp salerni á Skólavörðuholti þegar sal- erni við Frakkastíg víkur vegna framkvæmda. Er bent á í skýrslu starfshópsins að samkvæmt starfsleyfisskilyrðum er skylt að hafa salerni á sam- göngumiðstöðvum, svo sem á Hlemmi og í skiptistöð í Mjódd en á hvorugum staðnum eru opin salerni í dag. Nú þegar eru fimm sjálfvirk sal- erni í miðbænum: Við Frakkastíg, í Mæðragarði, við Hlemm, við Vega- mótastíg og við Ingólfstorg. Vöktuð klósett eru við Vesturgötu og í Bankastræti 0. Telur starfshóp- urinn að bæta þurfi merkingar á þessum salernum til að auðvelda aðgengi. Eins þykir ljóst að hrein- læti og gott umhverfi skipti miklu máli en einnig að þjónusta og eft- irlit sé framúrskarandi. Vilja fleiri almennings- salerni ÖGMUNDUR Jónasson, þing- maður og fulltrúi VG í félags- og trygginga- málanefnd Al- þingis, hefur krafist þess að nefndin verði kölluð saman. Eru málefni er- lendra verka- manna tilefni þess að Ögmundur hefur óskað eftir fundinum. Hefur hann sent formanni félagsmála- nefndar bréf þar sem þess er óskað að nefndin komi saman hið allra fyrsta. Segir Ögmundur mikilvægt að ræða þær brotalamir sem greini- lega séu á eftirliti með réttarstöðu erlendra verkamanna á Íslandi. Óskar eftir nefndarfundi Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.