Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 11 FRÉTTIR NEMENDUM í unglingadeildum grunnskóla Reykjavíkur býðst frá og með þessu skólaári að stunda framhaldsskólanám í fjarnámi við Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ). Námið verður ókeypis en samningur um þetta var undirrit- aður milli menntasviðs Reykjavík- urborgar og FÁ í gær. Gísli Ragnarsson, skólameistari FÁ, segir að í fyrravetur hafi um 170 nemendur á grunnskólastigi verið í fjarnámi í skólanum. „Þess- ir nemendur hafa staðið sig alveg framúrskarandi vel og langflestir lokið prófum með miklum sóma,“ segir Gísli. Um 90% þeirra grunn- skólanema sem verið hafi í fjar- náminu hafi tekið lokapróf í þeim áfanga eða áföngum sem þeir völdu. Skapar sveigjanleika milli skólastiga Möguleikinn á fjarnáminu skapi ákveðinn sveigjanleika milli skóla- stiga. „Duglegir nemendur, til dæmis í ensku, stærðfræði og þýsku, fái þarna að reyna sig við framhaldsskólaefni,“ segir hann. Gísli segir skólann reikna með því að með þessu tilboði, að geta stundað ókeypis fjarnám við skól- ann, muni nemendunum fjölga mjög. Framhaldsskólanám á Íslandi er greitt af ríkinu, hvort sem þeir sem það stunda eru á grunn- eða framhaldsskólastigi. Skólar hafa hins vegar tekið gjöld af nemum í fjarnámi, enda segir Gísli töluvert um það að fólk fari í áfanga en ljúki ekki prófi í þeim. Svo vel hafi gengið með þá grunnskólanema sem tekið hafa áfanga í skólanum að skólinn treysti sér til þess að hafa valkostinn ókeypis. Gísli segir að samningurinn við borgina komi til af því að skólinn vilji vinna að málinu í samvinnu við þá. „Við viljum að skólarnir, heimilin og nemendurnir sjálfir hafi hönd í bagga, þannig að það sé til dæmis ekki verið að setja nemanda í stærðfræðiáfanga sem hefur ekkert þangað að gera,“ seg- ir Gísli. Hugmyndin hafi verið kynnt í öllum grunnskólum Reykjavíkur og nágrannasveitar- félaganna og til standi að kynna þá í öllum skólum á landinu. Fjarnám sé hægt að stunda hvar sem er. Fá ókeypis fjarnám í FÁ Morgunblaðið/ÞÖK Samkomulag Sigríður R. Sigurðardóttir, formaður skólanefndar, Gísli Ragnarsson skólameistari og Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi. Knattspyrnudómari á sextugsaldri þurfti að leita aðhlynningar á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi eftir lík- amsárás sem átti sér stað eftir leik í utandeildinni á þriðjudagskvöld. Dómarinn hafði vikið árásarmann- inum af velli og hann svaraði aftur fyrir sig með því að slá til dómarans og sparka undan honum fótunum. Þrjú rifbein brotnuðu við atlög- una og segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari lífsreynsluna slæma. „Ég rak hann út af tveimur mínútum áður en leik lauk og hann yfirgaf völlinn en hreytti í mig ein- hverju. Eftir að leikurinn klárast kemur hann svo hlaupandi og er með einhvern munnsöfnuð. Hann slær svo í höfuðið á mér og tekur af mér húfu og hendir í jörðina. Ég segi honum að róa sig og sný mér undan en þá sparkar hann undan mér löppunum.“ Árásarmaðurinn ritaði afsök- unarbeiðni til Vals og andstæðinga sinna í leiknum á vef liðsins. Þar seg- ist hann sjá eftir framkomu sinni. Valur segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann kæri atburðinn til lögreglu, það muni hann ræða við lögreglumann í dag. Réðst að dóm- ara knattleiks TALIÐ er að heildarmagn karfa í úthafinu, á svæðinu frá lögsögu Kan- ada og að Íslandi, sé ríflega 1,2 millj- ónir tonna, sem er svipað magn á mældist árið 2005. Mun minna af karfa mældist með bergmálsmæl- ingu en í síðasta leiðangri en á hinn bóginn meira með togtilraunum. Nýlokið er alþjóðlegum karfaleið- angri og alþjóðlegum hvalatalning- um um borð í R/S Árna Friðrikssyni. Alþjóðlegi karfaleiðangurinn er farinn annað hvert ár í Grænlands- hafi og aðliggjandi hafsvæðum og er tilgangur hans að meta stofnstærðir karfa í úthafinu. Í ár tóku auk Ís- lendinga Rússar þátt í þessum leið- angri. Upphaflega stóð til að Þjóð- verjar sendu skip í leiðangurinn en vegna bilunar urðu þeir að hætta við þátttöku. Aðstæður til mælinga voru góðar, t.d. var veður yfirleitt gott og engar hindranir voru vegna íss. Lítið fannst með bergmálsmælingum Úthafskarfinn, sem mældur var með bergmálsaðferð, fannst allt vestur að lögsögu Kanada og talið er að náðst hafi að mestu að fara yfir útbreiðslusvæði hans. Alls mældust rúm 372 þúsund tonn af karfa með bergmálsaðferð og er þetta um þriðjungs minnkun miðað við árið 2005 og lægsta mæling sem fengist hefur ef frá er talin mælingin árið 2003, en sú mæling þótti ekki mark- tæk vegna tímasetningar leiðang- ursins. Meginþorri þess magns sem mældist var, líkt og árið 2005, á svæðinu sunnan og suðvestan við Hvarf á Grænlandi. Þar sem því var við komið var magn karfa mælt en þar sem karfi heldur sig dýpra en hægt er að mæla með bergmálsmæl- um var magnið metið með togtil- raunum. Samsvarandi mælingar hafa verið gerðar frá árinu 1999. Mat á magni karfa á dýptarsviðinu 350-950 metrum, byggt á þeirri að- ferð, var áætlað um 854 þúsund tonn sem er tæp 200 þúsund tonnum meira og mældist árið 2005. Því er talið að heildarmagn karfa í úthaf- inu, á svæðinu frá lögsögu Kanada og að Íslandi, sé ríflega 1,2 milljónir tonna, sem er svipað magn á mæld- ist árið 2005. Mest fékkst af karfa í dýpri lögum sjávar á norðaustur- hluta rannsóknasvæðisins. Í leiðangrinum fékkst talsvert af karfa á lengdarbilinu 28-33 cm í bæði efri og neðri lögum sjávar, sem gefur til kynna að nokkur nýliðun eigi sér stað. Sjávarhiti hærri Sjávarhiti í leiðangrinum mældist nokkru hærri nú en á fyrri hluta síð- asta áratugar, sem er svipað og hann hefur verið það sem af er þessari öld. Sameiginleg skýrsla þeirra sem þátt tóku í leiðangrinum liggur nú fyrir og verður höfð til hliðsjónar þegar Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) veitir ráðgjöf um veiðar úr karfastofnum í lok október. Skýrsl- una má nálgast á vef ICES (http:// www.ices.dk/reports/RMC/2007/ SGRS/sgrs07-2.pdf). Leiðangursstjóri var Kristján Kristinsson. Skipstjóri var Kristján Finnsson. Svipað magn af karfa í úthafinu Sameiginlegur leiðangur Íslendinga og Rússa mældi 1,2 milljónir tonna af karfa   "   # #$% & "#' " " ! (!   & "   ' ) *  +  ,-  !    Í HNOTSKURN »Í leiðangrinum fékkst tals-vert af karfa á lengdar- bilinu 28-33 cm í bæði efri og neðri lögum sjávar, sem gefur til kynna að nokkur nýliðun eigi sér stað. »Sjávarhiti í leiðangrinummældist nokkru hærri nú en á fyrri hluta síðasta áratug- ar, sem er svipað og hann hef- ur verið það sem af er þessari öld. »Aðstæður til mælinga vorugóðar, t.d. var veður yfir- leitt gott og engar hindranir voru vegna íss. ÚR VERINU GLÆSIBÆ S: 553 7060 www.xena.is no:1 no:2 no:3 no:4 N ý s e n d in g a f sk ó m & t ö sk u m Glæsibæ Stærðir yfir kálfa: S-M-L-XL-XXL KRINGLUNNI - Sími: 568 9955 OPIÐ TIL 9 Listamaður HelmaTékk-Kristall www.tk.is eftir íslenska og erlenda listamenn -mikið úrval í öllum verðflokkum TÆPUM 71.600 tonnum af fiski hef- ur verið landað í Færeyjum fyrstu sjö mánuði ársins. Það er um 6.800 tonnum eða 9% minna en á sama tíma í fyrra. Samdráttur er í lönd- unum á öllum fiskitegundum, en mestur er hann í botnfiski. Þorskafli við Færeyjar hefur farið minnkandi síðustu misserin. Fara þarf aftur til ársins 2001 til að sjá minni afla á sama tíma. Þrátt fyrir að samdráttur í magni sé 9%, er samdráttur í verðmætum mun minni vegna hækkandi fiskverðs. Á þessu tímabili í ár var verðmæti landaðs fiskafla 685 milljónir færeyskra króna eða 8,2 milljarðar íslenzkra króna. Á sama tíma í fyrra var afla- verðmætið 702 milljónir færeyskar eða 8,4 milljarðar íslenzkra króna. Minna við Færeyjar . "# #'* (# % # " #% #/#!#  ((() $ * * +*  , - *$   ! *  0! "  #    !    '  "  # !  (  ./011 2//1 / /3.4 43/5 1 4/445 03.62 603/ // /004 41/2 1 44021 78336 74600 3 7045 7424 3/ 7418 3/21/               

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.