Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 21
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 21 Nokkra athygli vakti þegar bjór-kælir var fjarlægður úr versl- un ÁTVR í miðborginni að ósk borgarstjóra. Dofri Hermannsson segir þó eitt sjónarhorn á þetta há- alvarlega mál hafa tilfinnanlega vantað í umræðuna, nefnilega hvaða augum útigangsfólkið sjálft lítur þær aðgerðir sem gripið hefur verið til. Og hann gerir tilraun til að bæta úr því: Þegar bjór ég þamba vil í því ég mikið pæli hvort varan skyldi vera til volg eða beint úr kæli. ÁTVR einlægt ég ákaflega hæli. Þar fást ölin yndisleg ísköld beint úr kæli. Herðir Bakkus hald á mér og hefur mig að þræli. Háður víst ég orðinn er öli beint úr kæli. Eina von mín víst er sú að Villi burtu fæli fíkn mína og fari nú að fjarlægja þennan kæli. Öls í vímu er ég víst enn og von ég skæli. Vínþörfina vantar síst þótt vanti þennan kæli. Villi hann er vinur minn og von að breitt ég smæli. Hann endurreisa ætlar sinn ÁTVR kæli. VÍSNAHORNIÐ Af vínkæli og borgar- stjóra pebl@mbl.is Eitt var það þó íauglýsingum Glitnis sem stakk í stúf en það var þegar hinir og þessir voru sagðir ætla að hlaupa 21 km eða 42 kílómetra. Maraþonhlaup er 42,195 km, yfirleitt ná- mundað í 42,2 km. Að sama skapi er hálft maraþon 21,1 km. Ætl- uðu þessir ein- staklingar sem getið var í auglýsingunum ekki að hlaupa alla leið? Eitt er víst, ef Víkverji ætlaði að taka þátt í maraþonhlaupi en hætta þegar 200 metrar væru í mark myndi hann ekki auglýsa það í blöð- unum. x x x Við þetta má bæta að það er al-gjör óþarfi, eins og sífellt verð- ur algengara, að segja að einhver hafi hlaupið „heilt maraþon“. Ann- aðhvort hlaupa menn/konur mara- þon eða ekki. Að taka fram að ein- hver hafi hlaupið heilt maraþon er álíka mikill óþarfi og að segja að til- tekinn hlaupari hafi hlaupið „heilt 100 metra hlaup“. Ástæðan fyrir því að „heilu“ er bætt fyrir framan er líklega sú að mönnum þykir mara- þonhlaup mikið afrek. Sem það er. Víkverji er einn af11.341 sem tók þátt í Reykjavík- urmaraþoni Glitnis og skemmti sér hið besta enda veður með fá- dæmum hlaupavænt og framkvæmdin til mikils sóma. Verst þykir Víkverja að hafa misst af því þegar tveir kenískir maraþon- hlauparar sátu fyrir svörum daginn fyrir hlaupið en þá upplýstu þeir m.a. að á æfing- artímabilinu hlaupa þeir um 300-400 kíló- metra á viku! Það gerir 42-57 kílómetra að meðaltali á hverj- um degi! x x x Einn af helstu kostum Víkverjaer hversu gríðarlega jákvæður hann er að eðlisfari. Þess vegna er hann sko aldeilis ekki einn þeirra sem hafa sagt að Glitnir hafi auglýst alltof mikið í tengslum við Reykja- víkurmaraþonið. Víkverja finnst að frekar sé ástæða til að fagna því að bankinn styrki hlaupið, hvetji fólk til að hlaupa og hafi þar að auki komið á fót áheitakerfi sem skilaði ríflega 41 milljón til góðgerðarmála. Er ekki hægt að finna eitthvað annað til að kvarta yfir?              víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Óríental – Austurlenska ævintýra- félagið ehf. býður í haust upp á 14 daga hjóla- og ævintýraferð þar sem hjólað verður frá Bangkok í Taílandi um afskekktar sveitir Kambódíu áleiðis til Phnom Penh. Ferðin er skipulög í samvinnu við Spiceroads, sem sérhæfir sig í hjólaferðum í Suðaustur-Asíu. Far- arstjóri er Viktor Sveinsson. Byrjað er á að skoða Bangkok og nágrenni, áður en hjólað er að landamærum Taílands og Kambó- díu í fallegu landslagi, leið sem fáir erlendir ferðamenn hafa farið. Það- an er haldið til Pailin-bæjar í Kambódíu, en þar eru margir fyrr- verandi liðsmenn Rauðu Khmerana búsettir. Loks er hjólað til Battamb- ang og eftir að hafa siglt þaðan til Siem Reap verða rústir Angkor svæðisins skoðaðar. Ferðinni lýkur svo í Phnom Penh. Allan tímann fylgir þjónustubíll hópnum svo knapar geti hvílst eða nálgast farangur sinn og búnað. Framandi slóðir Slakað á í rústum Angkor Wat musterisins. Hjólað um sveitir Kambódíu Frekari upplýsingar er að finna á www.oriental.is Vika á Florida kr. - ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. Huyndai Accent eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is 17.200frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 4/ 07 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Hagvöxtur, verðbólga og hagstjórn: Ráðstefna til heiðurs Edmund Phelps nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 14:00-17:00, föstudaginn 31. ágúst. Prófessor Edmund Phelps hefur á undanförnum árum átt í margvíslegu samstarfi við kennara Háskóla Íslands. Hann var gerður að heiðursdoktor við skólann árið 2004. Í tilefni þess að árið 2006 hlaut hann nóbelsverðlaunin í hagfræði býður viðskipta- og hagfræðideildin til þessarar ráðstefnu honum til heiðurs. 14:00-14:15 Setning. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson. 14:15-14:30 Gylfi Zoega, Háskóli Íslands. Stutt yfirlit yfir framlag Edmund Phelps til hagfræði. 14:30-15:00 Philippe Aghion, Harvard University „Education and Growth after Nelson and Phelps“. 15:00-15:30 Luis Cunha, Universidade Nova de Lisboa, „Real Appreciation and the Current Account: A New Rationale for Euro Countries“. 15:30-16:00 Amar Bhide, Columbia Business School, „Why They Stay at Home: The Globalisation of Venture Capital Businesses“. 16:00-16:30 Edmund Phelps, Columbia University. 16:30-17:00 Spurningar og umræða. 17:00 Léttar veitingar í Þjóðminjasafni. Fundarstjóri er Már Guðmundsson hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel. Aðgangur er ókeypis. Fundurinn verður haldinn á ensku. Ráðstefna þessi er fjármögnuð með styrk frá Landsbanka Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.