Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 29 côme? sagði Rolli forviða. Er það svissneskt súkkulaði? Frúin rauk á dyr. Rolli náði henni úti á götu, baðst afsökunar og þáði umboðið. Hann sagði mér að hann hafði bara gert það til að friða frúna. Síðar gaf Lancôme honum meiri peninga en flestum öðr- um ilmvatnsinnflytjendum. Rolli flutti inn brennivín, sígarett- ur, bíldekk og ilmvötn. Og græddi á öllu. Það var ekki nema von að ég leit- aði til hans og bæði hann að verða hluthafi í Helgarpóstinum sáluga þegar við vorum sem blankastir. Að venju tók Rolli mér vel og sagði já, en þó með einu skilyrði: Að hann þyrfti ekki að sitja í neinni stjórn eða ábyrgðarstöðum. Dæmigerður Rolli. Rolli var besti gestgjafi í heimi. Hann hélt mikið til í gamla Naustinu. Einhverju sinni álpaðist ég þangað inn og Rolli gómaði mig og lét öllum illum látum þangað til ég samþykkti að snæða þríréttaða máltíð ásamt vinkonu minni sem var með í för. Síð- an var sest að drykkju. Í henni var Rolli enginn aukvisi. Við sporðrennd- um hverju viskíglasinu á fætur öðru. Loks var komið að því að loka átti sjoppunni. Þá kallaði Rolli yfirþjón- inn til, pantaði heila viskíflösku og til- kynnti að við ætluðum að sitja áfram. Mér til undrunar, hneigði þjónninn sig og beygði. Nú var drukkið undir morgun. Að endingu lét Rolli alla þjónana raða sér í röð og afhenti hverjum og einum stóran peninga- seðil en þeir buktuðu sig fyrir stór- gróssernum. Svona var Rolli. Og svona mun ég minnast vinar míns. Kristínu og dætrum þeirra votta ég hluttekningu mína. Ingólfur Margeirsson. Fátt er afstæðara en tíminn, þessi mælistika, sem m.a. er notuð til að bregða á lífsgönguna. Í minningunni verður því varla komið heim og sam- an að meira en hálf öld skuli að baki frá fyrstu kynnum okkar Rolfs Joh- ansen. Þá var hann að sækja falleg- ustu handboltastúlku landsins, hana Kristínu, í íþróttahúsið á Háloga- landi, sem hvergi sér nú stað. Þá þeg- ar fór mörgum sögum af viðskiptaviti og áræði þessa unga Austfirðings. Svo kynntist ég honum, þegar hann var að selja Smart Keston-peysur með Gulla Bergmann í litlu húsnæði á Grettisgötunni, rétt hjá Hegningar- húsinu. Eftir það var annar hver ís- lenskur karlmaður í Smart Keston. Ég hygg að árangur Rolfs í við- skiptum megi fyrst og fremst rekja til útsjónarsemi og áræðis. Hann sá öðrum fyrr hvað verða vildi, hvaða varningur yrði auðseljanlegur og á tiltölulega skömmum tíma kom hann á fót traustu og afkastamiklu fyrir- tæki. Hann bjó yfir því, sem til þurfti, viðskiptaviti. Og stundum gerði hann galdra og bara hann kunni formúl- una. Eftir að kunningsskapur og vinátta okkar Rolfs fór vaxandi, skynjaði ég betur hve litríkur og margslunginn persónuleiki hann var. En hann hafði mjög ákveðna og afmarkaða lífsýn, þegar kom að stjórnmálum og hlut- verki einstaklinganna í frjálsum heimi. Með árunum milduðust skoð- anir hans og trúin varð honum mikils virði. En alla tíð gerði hann sér ljósa grein fyrir samfélagslegri ábyrgð þeirra einstaklinga og fyrirtækja, sem áttu góðu gengi að fagna. Hjarta hans var stórt og hlýtt og þeir voru margir, sem nutu aðstoðar hans í margvíslegum vanda. En um slíkt var aldrei rætt og varð sjaldnast fréttamatur. Við Rolf áttum margar góðar stundir saman á sjó og landi. Ég mat hann mikils. Veikindi hans síðustu ár- in urðu tilefni nær daglegra sam- skipta á netinu, en aldrei örlaði á sjálfsvorkunn, aðeins vilja til að sigr- ast á sjúkdómunum. Á þessu var að- eins ein undantekning; bréf, sem hann skrifaði mér skömmu fyrir and- látið. Þá sagðist hann vera eitthvað óvenju slappur og taldi rétt að ég kæmi við og við fengjum okkur sam- an kaffibolla. Úr þeim bollum var aldrei drukkið og harma ég það mjög. Rolf Johansen var lánsamur mað- ur um flest. Hann eignaðist konu, sem stóð eins og klettur við hlið hans alla tíð. Kristín er engin venjuleg kona. Barnalánið var mikið og öll börnin dugandi fyrirmyndarfólk. Þeim öllum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Rolf var einn af þessum mönnum, sem maður í skammsýni sinni heldur að verði nálægir alla tíð, hluti af tilverunni og hinu daglega lífi. Og kannski verður hann það, þrátt fyrir allt. Árni Gunnarsson. Við fráfall vinar míns og fyrrum sveitunga , Rolfs Johansen, rifjast upp gamlar og góðar minningar frá æskuárunum heima á Reyðarfirði. Seint fæ ég fullþakkað foreldrum hans fyrir að skjóta yfir mig skjóls- húsi um átta mánaða skeið árið 1940, og þá mynduðust þau vináttutengsl við þetta ágæta fólk, sem aldrei hafa rofnað. Við rifjuðum oft upp þessa tíma og um hernám staðarins segir hann m.a. í tölvubréfi til mín 28. nóv- ember 2005: „...og myndir æskuára minna eru fljótar að birtast mér og er ég allt í einu kominn niður á bryggju sumarið 1940, klæddur í hnausþykka ullarsokka, sem haldið var uppi með „koti“ sem kallað var. Þá var ég bara 7 ára. Svona gæti ég haldið áfram. Tilefnið var auðvitað að fylgjast með bresku skipunum, sem sigldu inn fjörðinn og lögðust að lokum við fest- ar“. Á þessum tíma opnaðist lífið hjá mörgum og breytti Reyðfirðingum í nútímafólk. Þannig minnist Rolf þessara spennuríku daga 7 ára gam- all og hræringa þeirra, sem hernámið hafði í för með sér. Hann var glað- vær, ræðinn og græskulaus, gaman- semin var alltaf stutt undan. Þannig var hann alla tíð. Um alla gerð, dugnað og fram- kvæmdasemi líktist hann öfunum sín- um báðum, þeim Rolf Johansen á Reyðarfirði og Þórhalli Daníelssyni á Hornafirði, sem báðir ráku myndar- legar verslanir og útgerð á fyrri hluta síðustu aldar. Báðir voru þeir fjör- miklir athafnamenn, gamansamir og glaðværir og vildu hvers manns vanda leysa. Þannig var Rolf yngri líka. Hann sýndi æskustöðvum sínum ávallt ræktarsemi og m.a. naut kirkj- an á Reyðarfirði oft gjafmildi hans í ríkum mæli. Ég þakka þessum æsku- vini mínum frábær og góð kynni alla tíð og sendum við Anna frú Kristínu eiginkonu hans og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Magnússon. Með Rolf Johansen er fallinn er frá einn merkasti viðskiptamaður þessa lands á seinni hluta síðustu aldar. Með þrautseigju, dugnaði og áræði byggði Rolf upp öflugt fyrirtæki sitt, er hann stofnaði fyrir rétt rúmum 50 árum eða í febrúar árið 1957 og var bundinn því órjúfanlegum böndum alla tíð. Hann dró sig í hlé frá daglegu amstri fyrir tæpum áratug, en starf- aði sem stjórnarformaður RJC til hinsta dags. Rolf fylgdist vel með því sem var að gerast í fyrirtækinu og kom reglu- lega á skrifstofuna eða eins og hann orðaði það sjálfur „átti bara leið framhjá“. Kom hann oftlega með eitt- hvað gott með kaffinu, spjallaði um lífið og tilveruna og miðlaði af þekk- ingu sinni og reynslu til okkar starf- ólksins. Rolf var mikill húmoristi og mannvinur og mátti aldrei neitt aumt sjá enda stór sá hópur er leitaði til hans eftir ýmiss konar úrlausnum og aðstoð í gegnum árin. Rolf hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, hvort heldur var pólitík, viðskipti eða við- skiptahættir. Hann innrætti starfs- fólki sínu siðferði byggt á heiðarleika í viðskiptum og kaus heldur gott handtak en ítarlega samninga. Flest- ar hans reglur eru enn í fullu gildi og verður merki Rolfs Johansen haldið hátt á lofti um ókomin ár. Við, starfsfólk RJC og fjölskyldur okkar, sendum fjölskyldu Rolfs og ættingjum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Góður drengur er fallinn frá alltof snemma. Starfsfólk RJC. Ég kynntist Rolf síðastliðinn vetur þegar leiðir okkar lágu saman í átaksverkefni til að bæta almenna vitneskju um krabbamein í blöðru- hálskirtli og til að finna ástæður þess hversu algengt meinið er hér á landi. Í undirbúningsvinnu að stofnun Krabbameinsfélagsins Framfarar hittist undirbúningshópurinn á heim- ili Rolfs og Kristínar. Tillögur hans við undirbúningsvinnuna og stofn- framlag fyrirtækis hans til styrktar- sjóðs félagsins eru Framför ómetan- legar. Við Rolf urðum góðir vinir í þessu starfi og skiptumst á bókum og hug- myndum, einkum um hvernig bætt mataræði getur breytt líðan og heilsu. Ekki síst höfðu tölvupóstsam- skipti okkar góð áhrif á mig. Hann var fundvísari en aðrir sem ég hef kynnst á spaugilegar sögur og lýs- ingar á netinu sem lýstu upp skamm- degið og léttu lund. Ég sakna Rolfs og votta eiginkonu hans Kristínu og ættingjum innilega samúð mína. Oddur Benediktsson. ✡ Ástkær bróðir minn, RICHARD TALKOWSKY sellóleikari, Klapparstíg 7, Reykjavík, lést sunnudaginn 5. ágúst síðastliðinn. Minningarathöfn verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, föstudaginn 31. ágúst kl. 15:00. Joan Talkowsky. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, KRISTJÁN SVERRISSON, Garðavegi 6, Hnífsdal, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 24. ágúst. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 31. ágúst kl. 13.00. Anna Valgerður Einarsdóttir, Annetta Rut Kristjánsdóttir, Ásgeir Kristjánsson, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Linda Marín Kristjánsdóttir, Ísak Þór Kristjánsson, Berglind Kristjánsdóttir, Guðný W. Ásgeirsdóttir, Sverrir Þorsteinsson, Ásgeir Sverrisson, Unnur P. Stefánsdóttir, Anna Karen Sverrisdóttir, Rakel Sverrisdóttir, Ríkharður Sverrisson, Auður Pétursdóttir, Árni Árnason, Lára Jónsdóttir, Margrét Haukdal Marvinsdóttir, Einar E. Magnússon. ✝ Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR HAUKS GUÐJÓNSSONAR. Kristín S. Gunnlaugsdóttir, Anna Mjöll Sigurðardóttir, Birgir H. Sigurðsson, Sigríður Helgadóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, afa og langafa, ÞÓRARINS SÍMONARSONAR iðnrekanda, Þórsmörk, Garðabæ, Ingunn Ingvadóttir, Bryndís Þórarinsdóttir, Aðalgeir Aðdal Jónsson, Baldvin Þórarinsson, Ingunn Þóra Hallsdóttir, Ólafur Ingi Grettisson, Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir, Axel Ingi Ólafsson, Emil Grettir Ólafsson.  Fleiri minningargreinar um Rolf Johansen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.