Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KJARASAMNINGAR Vilhjálmur Egilsson, fram-kvæmdastjóri Samtaka at-vinnulífsins, talar skynsam- lega um komandi kjarasamninga í samtali við Morgunblaðið í gær. Í til- efni af nýlegum ummælum formanns Starfsgreinasambandsins um háar launakröfur af hálfu verkalýðshreyf- ingarinnar segir Vilhjálmur Egils- son: „Það hefur verið viðfangsefni allra kjarasamninga að skoða hvernig taxtakerfið og lágmarkslaun eru að þróast miðað við vinnumarkaðinn al- mennt. Það eru bara atriði sem við lít- um á í samhengi við allt annað. Ég vil ekki tjá mig um kröfur þessara félaga sérstaklega. Þau eiga líka eftir að fara í gegnum mikla vinnu hjá sér og m.a. ræða hvernig verkalýðsfélögin vilja vinna saman. Það er ekki síður í mörg horn að líta hjá þeim en hjá okk- ur. Verkalýðsfélögin þurfa ekkert síður en við að hugsa um samhengi hlutanna.“ Hér vísar Vilhjálmur Egilsson aug- ljóslega til þess að áratugum saman hefur það verið vandamál innan verkalýðssamtakanna að ná samstöðu um að lægst launaða fólkið fái kjara- bætur umfram aðra í samningum. Gagnrýni Vilhjálms Egilssonar á Seðlabankann er athyglisverð. Hann segir: „Þegar upp er staðið sýnist okkur að verðbólgan án áhrifa af fasteigna- verði hafi verið nálægt tveimur og hálfu prósenti síðustu fjögur árin en að verðbólgu umfram það megi skýra með hækkun fasteignaverðs. Vaxta- stefna Seðlabankans er algerlega vanmegnug að bregðast við hækkun á fasteignaverði.“ Síðan segir Vilhjálmur: „Meðal þeirra leiða, sem Samtök atvinnulífsins hafa bent á til breyt- inga á markmiðum um verðlagsþróun er hvort verðbólgumarkmiðið eigi að miðast við vísitölu neyzluverðs án húsnæðisliðarins, hvort hverfa eigi frá einu ákveðnu tölugildi um verð- bólgumarkmið og hvort ekki sé skyn- samlegt að setja takmörk á stýrivax- tamun á milli Íslands og annarra landa.“ Nú er það svo að Seðlabanki Ís- lands er ekki að gera neitt annað en seðlabankar um allan heim eru að gera en vissulega eru aðgerðir þeirra umdeildar víðar en hér. Hins vegar er nokkuð ljóst að ef verðbólguútreikn- ingar yrðu miðaðir við vísitölu neyzluverðs án húsnæðisliðar mundi það geta haft grundvallaráhrif á þró- un kjarasamningaviðræðna og senni- lega orðið lykill að lausn þeirra á skynsamlegum nótum. Forysta Samtaka atvinnulífsins byggir á mikilli þekkingu á gangverki atvinnu- og efnahagslífs. Forysta verkalýðsfélaganna hefur tekið þá hyggilegu ákvörðun að hlusta grannt eftir sjónarmiðum félagsmanna sinna og móta kröfugerð í komandi kjara- samningum á grundvelli þess sem býr í brjósti fólks um land allt. Með góðum vilja beggja getur tek- izt að ná þessum samningum. SÖMU VIÐFANGSEFNIN Þjóðir Norðurlanda eru að fást viðáþekk viðfangsefni. Í frétt hér í Morgunblaðinu í gær segir m.a.: „Könnun, sem Aftenposten gerði meðal kjósenda í Ósló, sýnir að þeir leggja mesta áherzlu á öryggi borg- aranna og að alls kyns glæpastarf- semi verði upprætt í bænum, einkum í miðborginni. Skólamál og málefni aldraðra eru í öðru og þriðja sæti en umhverfismálin í því fjórða ásamt al- menningssamgöngum.“ Ef tekið er mið af fréttum og um- ræðum frá degi til dags í okkar sam- félagi er nokkuð ljóst að viðfangsefn- in eru svipuð og í Noregi. Kannski mundu þó heilbrigðismálin vera ofar á blaði hér. Á forsíðu Morgunblaðsins í gær voru tvær fréttir sem endurspegla það sem hér er að gerast. Í annarri þeirra var sagt frá því að maður hefði ekið viljandi aftan á annan bíl og síð- an gengið í skrokk á farþega hennar. Í hinni að lögreglumenn hefðu stöðv- að bíl á Hverfisgötu. Í bílnum var af- söguð, hlaðin haglabyssa, öryggið ekki á og byssan tilbúin til notkunar. Fátt hefur verið meira rætt á síð- ustu dögum og vikum en óöldin í mið- borginni og ljóst að ástandið þar er komið úr böndum með þeim hætti að borgarstjóri og lögreglustjóri eiga engra annarra kosta völ en grípa til mun harðari aðgerða en gert hefur verið hingað til. Ekki þarf að fjalla um þær miklu umræður sem hér hafa orðið um um- hverfismál á undanförnum misserum en jafnframt er ljóst að samgöngu- málin á höfuðborgarsvæðinu eru komin með þeim hætti í miðdepil al- manna umræðna að einnig á því sviði hljóta sveitarstjórnarmenn í Reykja- vík og nágrannabæjum að taka til hendi. Í Danmörku fara nú fram svipaðar umræður um launakjör umönnunar- stétta og farið hafa fram hér að und- anförnu m.a. í kjölfar umhugsunar- verðrar greinar eftir Erlend Magnússon, sem sagði það sem aðrir hugsa, að það yrði að hækka laun umönnunarstétta verulega. Sú staðreynd að sömu mál eru efst á baugi hér og á öðrum Norðurlönd- um ætti hins vegar að verða okkur hvatning til að fylgjast með um- ræðum þar og hvaða leiðir þessar þjóðir fara. Hvernig bregðast t.d. borgaryfirvöld í Ósló við glæpastarf- semi í miðborg borgarinnar? Það get- ur verið fróðlegt fyrir borgarstjóra og lögreglustjóra að fylgjast með því. Finna frændþjóðir okkar ein- hverjar nýjar leiðir til þess að takast á við samgönguvandann í þéttbýlinu? Það getur líka verið gagnlegt fyrir okkur að fylgjast með því. Sam- gönguvandinn á höfuðborgarsvæðinu er að verða meiri en á landsbyggð- inni, þótt hann sé allt annars eðlis. Hann er farinn að hafa áhrif á daglegt líf fólks. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Húsakynni ListasafnsReykjavíkur í Hafnar-húsinu hafa tekið mikl-um breytingum á und- anförnum dögum. Þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir hafa lagt hús- næðið undir sig og nú má þar sjá listaverk af ýmsu tagi upp um alla veggi, bæði utan á húsinu, í anddyri þess, á salernum sem og í sölum. Tilefnið er yfirlitssýning Gjörn- ingaklúbbsins sem opnuð verður í safninu annað kvöld. Á sýningunni verða sýnd verk frá ellefu ára ferli klúbbsins, auk nokk- urra nýrra verka, og eru þau eins ólík og þau eru mörg. Þarna má meðal annars finna ljósmyndir, skúlptúra, innsetningar, vefnaðar- verk, hljóðverk, myndbandsverk og jafnvel völundarhús, lakkrís og trampólín. „Fólk tekur virkan þátt í sýningunni með því að hoppa á trampólíni í anddyrinu,“ útskýra stúlkurnar. Á efri hæð listasafnsins má finna nýjasta verkið á sýningunni. Það nefnist Dynasty og er sambland af ljósmynda- og myndbandsverki. „Myndirnar eru teknar upp við Vatnsfellsvirkjun þar sem við eig- um útilistaverk sem heitir Móðir jörð,“ segir Eirún, en um er að ræða þríhyrning sem myndaður er úr grasþekjum og minnir um margt á risastóran „play“ takka líkt og finna má á myndbandstækjum. Allt í kringum þríhyrninginn er gróð- urlaus auðn og pólitískur undirtónn verksins leynir sér ekki. Stórkostlegt tækifæri Fjórar ungar stúlkur stofnuðu Gjörningaklúbbinn árið 1996 en ein þeirra, Dóra Ísleifsdóttir, sagði skilið við hópinn árið 2001. Frá stofnun hefur klúbburinn haldið yf- ir 200 sýningar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, en sýningin í Listasafni Reykjavíkur er fyrsta yfirlitssýningin á verkum hans. „Þegar við urðum tíu ára litum við aðeins til baka, því það eru kannski svipuð tímamót og fyrir venjulegan listamann að verða þrjátíu ára,“ segir Jóní. „Það skiptir að vísu engu máli að þetta sé eitthvert af- mæli, heldur miklu frekar að geta séð þetta allt í samhengi. Það er stórkostlegt að fá tækifæri til þess,“ bætir Sigrún við. „Við höfum líka algjörlega fengið að ráða okkur sjálfar í þessu safni; sýningin er al- veg eftir okkar höfði.“ Aðspurðar segja þær að Gjörn- ingaklúbburinn hafi vissulega þróast á undanförnum ellefu árum en þó séu ákveðin gildi ávallt í heiðri höfð. „Það kom ákveðið grunnstef strax í byrjun, en auðvit- að höfum við lært mjög mikið síðan við byrjuðum,“ segir Sigrún. Sjón og Björk Verkin á sýningunni dreifast nokkuð jafnt yfir tímabilið frá 1996 og þar má því finna verk frá fyrstu starfsárum klúbbsins. „Þau endast hins vegar mjög vel. Við höfum meira að segja orðið svolítið hissa á því núna, þegar við höfum verið að setja sýninguna upp, hvað þau lifa góðu lífi,“ segja þær. „Það var reyndar eitt verk sem mér fannst kannski svolítið hlægilegt, en mað- ur vill auðvitað ekkert vera að tala illa um það,“ segir Eirún. Þær stöllur þurftu þó að velja og hafna þegar þær völdu verk á sýn- inguna og eðlilega fengu ekki öll verk að fljóta með. Þær segja að sýningin gæti því jafnvel heitið „Greatest hits“. „Þetta er eins og safnplata, allavega eins og við lítum á þetta núna. En ef við myndum skoða verkin aftur eftir önnur tíu ár myndum við kannski velja eitthvað allt annað til að sýna.“ Listasafn Reykjavíkur gefur út veglega bók um Gjörningaklúbbinn samhliða sýningunni, með góðri að- stoð frá Glitni. Bókin er 130 síður og í henni má finna mikinn fjölda ljósmynda, auk þess sem 23 vinir og kunningjar klúbbsins voru fengnir til að skrifa minningarbrot. Meðal þeirra sem skrifuðu í bókina eru Sjón, Björk Guðmundsdóttir og Ragnar Kjartansson, en höfundar fengu mjög frjálsar hendur hvað efnistök varðaði. Strangar reglur Í formála að bókinni segir Haf- þór Yngvason safnstjóri meðal ann- ars: „Verk Gjörningaklúbbsins eru ávallt skemmtileg og ögrandi, full af speglum, silki, kossum, ánægju, fegurð og ást.“ En hvað telja þær sjálfar að einkenni verk klúbbsins öðru fremur? „Gleði og litadýrð,“ svarar Sig- rún. „Svo er líka tímabil hjá okkur þar sem við erum að reyna að skilja óskiljanlega hluti, eins og það sem maður sér ekki,“ bætir Eirún við. „Þetta er mikil vinátta sem hefur orðið ótrúlega sterk yfir allan þenn- an tíma. Það er mikilvægt að læra að þekkja aðrar manneskjur, tala við þær og reyna að ná árangri saman. Það finnst mér einkenna okkur,“ segir Sigrún. Þá má sjá ákaflega pólitískan undirtón í mörgum verka hópsins. „Við erum náttúrlega konur og er- um því ósjálfrátt tengdar við kvennabaráttu. Og auðvitað hefur maður pólitískar skoðanir,“ segir Jóní. „Við höfum líka tekið þátt í tónleikum þar sem verið er að berj- ast gegn ákveðnum virkjanafram- kvæmdum. Við erum hin ekkert á móti virkjunum, e spurning um hversu stórt virkja, hvar og hvernig þa Maður stendur bara með sínu.“ Þá hefur það eðlilega m á verk Gjörningaklúbbsins er eingöngu skipaður ko aldrei hefur komið til g taka karlmann inn í hópi var reyndar aldrei nein þetta byrjaði allt saman m lífrænum hætti,“ segir E bætir við að þær hafi vissu ið með karlmönnum, ti Ragnari Kjartanssyni. „En reyndar mjög strangar r það getur enginn gengið í k hvorki karl né kona.“ Horft til formæðra Þegar litið er yfir ferili athygli að Gjörningakl hefur unnið töluvert með íslensk minni, svo sem sau hekl og jafnvel kökubaks horfum svolítið til formæ ar,“ sammælast þær um. „E þetta bara spurning um ef fáum einhverja hugmynd við kannski að hekla hana notum þær aðferðir sem v um. Það er ekki sjálft e gerir hlutina listræna, hel ferð höfundarins á því.“ Þá segja þær að hið for lega handverk hafi líkleg verið almennilega viðurke listform, og þær séu því leyti að reyna að breyta þv kannski hluti af þessu ór gegnum aldirnar, að það se Lognið á undan  Yfirlitssýning á verkum Gjörningaklúbbsins verður  Verkin eru frá 11 ára ferli klúbbsins og eru allt í sen Femínistar „Við erum náttúrlega konur og erum því ósjálfrátt te AUK Gjörningaklúbbsins mun Jó- hannes Atli Hinriksson opna sýn- ingu í Hafnarhúsinu á morgun, en hann mun sýna innsetningar í D-sal safnsins. D er ný sýningaröð í Hafnarhúsinu sem nefnd er eftir D-salnum og er hugsuð sem fram- tíðarverkefni safnsins. Með henni vill Listasafn Reykjavíkur vekja athygli á efnilegum myndlist- armönnum sem ekki hafa áður haldið einkasýningu í stærri söfn- um landsins. Listamennirnir vinna allir ný verk fyrir salinn og í lok hvers árs verður sýningunum fylgt eftir með útgáfu sýning- arskrár. Sýningarnar eru skipu- lagðar af sýningarstjórum Lista- safns Reykjavíkur. Jóhannes Atli hefur getið sér orð fyrir kraftmiklar innsetningar úr grófum og ódýrum efnum. Hann útskrifaðist með BA frá Listaháskóla Íslands á og með MFA-gráðu frá Sc Visual Arts í New York ár Framtíðin í D-salnu Gaddavírshjálmur Eitt ve hannesar Atla á sýningun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.