Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. GÓÐ 177,4FM 4RA HERBERGJA SÉRHÆÐ Á GÓÐUM STAÐ Í GRAFARVOGI. Sérlega rúmgóð eign með mikilli lofthæð. Stór inn- byggður bílskúr. Sérafnotaréttur í garði. Góður staður í Grafarvogi með miklu útsýni. VERÐ: TILBOÐ Nánari upplýsingar hjá sölufulltrúum Akkurat Ásdís 898-3474 og Viggó 824-5066 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI 18.00 - 19.00 JÖKLAFOLD 4 - 112 RVK. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÖKUMENN á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af mikilli um- ferðaraukningu undanfarna daga en hana má rekja til þess að nýbúið er að setja flesta framhaldsskóla höfuð- borgarsvæðisins auk þess sem kennsla er hafin í flestum deildum há- skólanna. Þá eru margir að snúa aftur til vinnu eftir sumarleyfi. Hjá framkvæmdasviði Reykjavík- urborgar fengust þær upplýsingar að fimmtudaginn 23. ágúst óku 1.010 bílar vestur Ártúnsbrekku á háanna- tíma morgunumferðarinnar sem er milli klukkan 7.35 og 7.45. Viku áður óku þar á sama tíma 890 bílar og fimmtudaginn þar áður, 9. ágúst, voru 718 bílar á ferð. Því er um að ræða rúmlega 40% aukningu á ein- ungis tveggja vikna tímabili. Árviss viðburður Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu kemur þessi mikla aukning ekki mikið á óvart. Að sögn Rúnars Sig- urpálssonar, varðstjóra umferðar- deildar, er um árvissan viðburð að ræða þar sem umferðin eykst alltaf gífurlega um leið og kennsla í skólum hefst aftur eftir sumarleyfi. Þá bætir ekki úr skák að verið er að reka smiðshögg á malbiksframkvæmdir í borginni en þær valda oftar en ekki miklum umferðartöfum og er ekki á bætandi á þessum árstíma. Rúnar segir þó allar líkur á því að það dragi nokkuð úr umferðar- flauminum um miðjan septem- bermánuð en þá sé skólafólk búið að læra á leiðakerfið og sameinast í bíla á leið til og frá skóla. Hann segist vona að átakið „Frítt í strætó“ muni skila sér í aukinni strætónotkun og þar af leiðandi minni notkun einka- bílsins. Aukning í notkun strætisvagna Strætó er vinsæll ferðamáti náms- fólks og eru allar líkur á því að þessi samgönguleið verði nú enn vinsælli eftir að skólafólki bauðst að notfæra sér hana að kostnaðarlausu, sem hluta af tilraunaverkefni sveitarfélag- anna. Augljós aukning hefur orðið í notkun strætisvagna síðustu morgna en aukavögnum hefur verið bætt á ákveðnar leiðir á vissum tímum til að sinna eftirspurn og dreifa álaginu. Þó er það oft þannig að aukningin er mest í byrjun en fljótlega sameinist skólafólk um að fara saman á einka- bílum og því dragi oft verulega úr strætónotkuninni. Erfitt er því að segja til um árangur gjaldfrjálsu her- ferðarinnar fyrr en í september. Þó er ljóst að námsfólk vill hafa þann möguleika að nýta sér þennan ókeypis farkost en hjá stúdentaráði Háskóla Íslands fengust í gær þær upplýsingar að mikil eftirspurn væri eftir strætókortunum hjá nemend- um. Síðan dreifing kortanna hófst í húsakynnum stúdentaráðsins hefði nánast hvern dag verið biðröð út fyrir dyr en alls eru um tíu þúsund manns skráðir til náms við HÍ. Á heimasíðu VR birtist fyrir skemmstu frétt þess efnis að meðlim- ir félagsins eyddu að jafnaði 36 mín- útum á dag í ferðir til og frá vinnu, væri hvergi stoppað á leiðinni. Það jafngildir 133 klst. á ári, að teknu til- liti til helga, frídaga og sumarfrís. Umferð þyngist verulega á höfuðborgarsvæðinu eftir að sumarleyfum lýkur Rúmlega 40% umferðar- aukning á tveimur vikum Morgunblaðið/Ómar Tafir Mörgum reynist erfitt að komast leiðar sinnar á morgnana en umferð hefur aukist mikið í höfuðborginni. Í HNOTSKURN »Frá 9. ágúst til 23. ágústjókst umferð vestur Ár- túnsbrekku um 40%. »Lögreglan segir að um ár-vissan viðburð sé að ræða þegar kennsla í skólum hefjist aftur eftir sumarleyfi. »Vonast er til að átakið„Frítt í strætó“ sem gildir fyrir framhalds- og há- skólanema á höfuðborg- arsvæðinu, muni skila sér í minni notkun einkabílsins en árangurinn mun koma í ljós í september. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is RÍFLEGA hundrað mál vegalausra útlendinga, þ.e. einstaklinga sem ekki voru með skráð lögheimili hér- lendis, hafa komið inn á borð velferð- arsviðs Reykja- víkur á sl. fimm árum. „Samtals var um 101 mál að ræða á þessum tíma og voru karl- ar í miklum meiri- hluta eða 80% málanna. Ríflega helmingur kom frá Austur-Evr- ópu og er iðulega um að ræða menn sem hafa komið til landsins í atvinnu- leit en voru án atvinnuleyfis. Átján komu frá Evrópusambandsríkum og er oftast um að ræða veikindi þegar þessu fólki er hjálpað heim. Asíubúar voru fimmtán talsins og fimm frá Afríku, einn frá Bandaríkjunum og einn frá S-Ameríku.“ Þetta kemur fram í skriflegum svörum Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra við fyrirspurn blaðamanns. Samkvæmt upplýsingum Jóhönnu berast um 85% allra mála vegalausra útlendinga inn á borð Reykjavíkur- borgar. Aðspurð segir hún enga um- sókn hafa borist þar sem heimilisof- beldi var tiltekið í gögnum félags- þjónustunnar á árabilinu 2002-2007. Í nýlegri fréttaskýringu Morgunblaðs- ins um málefni vegalausra útlendinga lýstu aðilar sem vinna með þolendur heimilisofbeldis áhyggjum sínum af því að konum af erlendum uppruna, sem ekki séu með skráð lögheimili hérlendis, sé gert ókleift að yfirgefa ofbeldisfullan maka sökum skorts á formlegum úrræðum í kerfinu. Kannast ekki við úrræðaleysi Spurð hvort hún teldi þetta viðun- andi ef rétt reyndist skrifar Jóhanna: „Ég kannast ekki við að konum sem búa við slíkt ástand sé gert þetta ókleift, en þeim skal leiðbeint um að leita til félagsþjónustu dvalarsveitar- félags sem ber að kanna málið og veita aðstoð í samráði við félagsmála- ráðuneytið. Ef kona hefur t.d. lagt fram kæru vegna heimilisofbeldis og mikilvægt er talið að hún dvelji hér á landi meðan á rannsókn máls stendur og við yfirheyrslur þá yrði aðstoð veitt til framfærslu og húsnæðis með- an hún þyrfti að vera í landinu. […] Á hinn bóginn verður líka að líta til þess að ekki er eðlilegt að mínu mati að einstaklingar séu studdir fjár- hagslega til dvalar hér á landi lengur en nauðsyn ber til ef ljóst er að þeir dvelja hér ekki löglega. Aðstoð í slík- um tilfellum hlýtur að miða að því að hinu ólöglega ástandi ljúki, auðvitað í fullu samræmi við réttindi viðkom- andi og mannlega reisn.“ Jóhann var einnig spurð hvort hún hygðist skoða þessi mál nánar og hugsanlega breyta verklagsreglum um aðstoð til handa vegalausum út- lendingum í samræmi við þær ábend- ingar sem m.a. komu fram í fyrr- greindri fréttaskýringu frá starfs- fólki Alþjóðahúss og Kvennaat- hvarfsins. „Engin formleg erindi hafa borist ráðuneytinu vegna þessa og eins og áður hefur komið fram hefði ég talið að núverandi verklag næði utan um þau tilvik sem nefnd eru í grein Morgunblaðsins [birt 22. ágúst]. Samráðshópur þeirra sem standa að samkomulaginu mun hins- vegar hittast fljótlega og fara yfir stöðuna. Ég mun óska eftir því að þar verði þessi vafamál skoðuð nánar,“ skrifar Jóhanna. Meirihluti vegalausra útlendinga er karlar 101 vegalaus útlendingur leitaði eftir aðstoð frá árinu 2002 Í HNOTSKURN »Snemma árs 2002 var und-irritað samkomulag um verklag vegna aðstoðar við er- lenda ríkisborgara sem eiga ekki lögheimili á Íslandi og eru í neyð. »Að samkomulaginu standafélagsmálaráðuneytið, Fé- lagsþjónustan í Reykjavík, Út- lendingaeftirlitið, Lögreglan í Reykjavík og Rauði kross Ís- lands. Jóhanna Sigurðardóttir SKIPAN hæstaréttaradómara er að sjálfsögðu ekkert leyndarmál og þegar dómsmálaráðherra hefur ákveðið hverjum hann hyggst mæla með, tillagan verið kynnt fyrir rík- isstjórn og skipunarbréfið undirritað af forseta, sendir dómsmálaráðu- neytið frá sér fréttatilkynningu um hver það hafi verið sem hreppti hnossið. Svona er þessu yfirleitt háttað en á þriðjudaginn, þegar til- kynnt var að Páll Hreinsson myndi taka sæti við réttinn, var það ekki dómsmálaráðuneytið sem fyrst greindi frá skipaninni með opinber- um hætti, heldur kvisuðust tíðindin út og urðu loks á allra vörum eftir fréttir Ríkisútvarpsins klukkan 16. Dómsmálaráðuneytið sendi síðan frá sér tilkynningu nokkru síðar. Ástæðan fyrir þessari krókaleið er sú að Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti lýðveldisins, var erlendis og því kom það í hlut handhafa forseta- valds, þ.e. forsætisráðherra, forseta Hæstaréttar og forseta Alþingis, að skrifa upp á skipunarbréfið. Sá síð- astnefndi, Sturla Böðvarsson, var á fundi forsætisnefndar Alþingis í Stykkishólmi umræddan dag og af þeim sökum fékkst ekki undirskrift hans fyrr en klukkan 16.30, að því er fram kemur á vef Björns Bjarnason- ar dómsmálaráðherra. Páll Hreinsson, sem var á deild- arfundi framan af degi, frétti raunar ekki af skipaninni fyrr en skömmu fyrir klukkan 16 þegar Gunnlaugur Claessen, forseti Hæstaréttar, hringdi í hann til að óska honum til hamingju með embættið eins og venja er þegar nýr dómari er skip- aður við réttinn. Páll hefur um tvær vikur til að ljúka störfum sem deild- arforseti lagadeildar Háskóla Ís- lands og hann mun taka til starfa við réttinn 15. september. Vantaði eina undir- skrift Tók tíma að fá uppá- skrift fyrir dómara ICELANDAIR flutti rúmlega 218 þúsund farþega í áætlunarflugi sínu í júlí og er það mesti fjöldi farþega sem Icelandair hefur flutt í einum mánuði frá upphafi en félagið fagn- ar í ár 70 ára afmæli sínu. Skv. upp- lýsingum félagsins fjölgaði farþeg- unum um 5% frá því í júlí í fyrra en þá voru þeir 207 þúsund. Sætafram- boð Icelandair í júlí, mælt í sæt- iskílómetrum, var aukið um 5% milli ára og sætanýting félagsins í mán- uðinum var 82,5%. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fjölgaði farþegum Icelandair um 3% frá síðasta ári og voru 910 þúsund. Haft er eftir Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, að félagið hafi aukið töluvert við framboðið í sum- ar, bætt við nýjum áfangastöðum og morgunflug hófst frá Íslandi til Bandaríkjanna. „Við sjáum því fleiri farþega en nokkru sinni fyrr, verulega fjölgun á farþegum frá Íslandi og til Íslands en hins vegar fækkun á farþegum á leið milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi.“ Metfjöldi farþega í einum mánuði í sögu Icelandair

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.