Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 18
|fimmtudagur|30. 8. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Hjólaferðir um framandi slóðir
geta verið góður fríkostur, sér-
staklega þegar um ræðir slóðir
sem fáir hafa heimsótt. »21
hjólreiðar
Sumarið var viðburðaríkt á Ak-
ureyri. Friðrik V. opnaði á nýjum
stað, Lúkas týndist og Akur-
eyringar urðu 17.000. »25
bæjarlífið
Súpukjöt og kjöt af nýslátruðu,
ásamt fiskmeti og ávaxtasöf-
um er áberandi í helgartilboð-
unum. »24
helgartilboðin
Náttúrufegurð einkennir nán-
asta umhverfi Seattle,enda
dregur borgin að sér fjölda
ferðamanna ár hvert. »20
ferðalög
Lagabreyting gæti verið nauð-
synleg til að tryggja að þeir sem
ekki vilja ómerktan fjölpóst,
sleppi við að fá hann. »24
neytendur
Fólk lætur fara vel um sig áCafé Flóru annaðhvort inni ígróðurhúsinu, fullu af blóm-
um, eða úti á stéttinni mitt í Grasa-
garðinum í Laugardal. Þarna nýtur
fólk þess að anda að sér fersku lofti
um leið og það borðar létta rétti,
marga hverja úr lífrænt ræktuðu
grænmeti. Það er ekkert sem mælir
gegn því að setið sé utan dyra þótt
farið sé að hausta því Marenza hefur
frá upphafi boðið fólki upp að slá
teppi yfir herðar sér eða vefja um fót-
leggina sé því ekki nægilega hlýtt.
Nú situr fólk úti fram á haust
„Annars hefur mikið breyst und-
anfarin ár. Fólk er farið að gera sér
grein fyrir því að það er hægt að sitja
úti í úlpunni, eins og fólk gerir á kaffi-
húsum erlendis, en sitja ekki bara úti
þegar það er að sóla sig í hlýrabol.
Það á alls ekki að láta veðrið fara í
taugarnar á sér enda er alltaf sumar
hér hjá okkur í gróðurhúsinu þótt úti
rigni. Café Flóra verður opið fram til
15. september og það er dásamlegt
að það skuli vera hægt að lengja sum-
arið innan um plönturnar og ljúfa
tónlist. Svo er sjarmerandi að opna
aftur á vorin þegar gróðurinn er að
vakna til lífsins og þá bjóðum við upp
á vorsúpur, andstætt haustsúpunni á
þessum árstíma.“
Lítill kryddjurtagarður er bak við
Café Flóru en að auki er Marenza í
samvinnu við Grasagarðinn og notar
þaðan lífrænt ræktað grænmeti.
Haustsúpan er falleg á litinn og í
henni leynist óvenjuleg planta sem
heitir stilkbeðja. Hún er með dökk-
grænum blöðum en leggirnir eru gul-
ir og bleikleitir. Hún setur því svip á
matinn þótt hún sé ekki bragðmikil
en þaðan af hollari.
Rótargrænmetið holt
„Súpur eru mjög vinsælar,“ segir
Marentza, „og ég legg mikið upp úr
að þær séu ekki uppbakaðar. Allar
okkar súpur eru unnar úr grænmet-
inu sem er látið sjóða niður og mynda
kraftgrunn sem við leikum okkur svo
með. Við notum mikið af rót-
argrænmeti sem vex hér úr jörðinni.
Ég hef nefnilega þá trú að það eigi
betur við okkur sem búum hér á kald-
ari slóðum að borða það sem vex hér
úr moldinni fremur en það sem kem-
ur frá suðlægum slóðum.“
Það er gaman að ganga um Grasa-
garðinn og koma við í Café Flóru.
Hér er mikil orka og súrefni og öllum
hlýtur að líða einstaklega vel innan
um fallegan gróðurinn.
Haustsúpan í Flóru
1 rauð paprika
1 stór laukur
1-2 hvítlauksrif
1 kúrbítur
4 stilkar af stilkbeðju
250 g lambakjöt
smá olía til steikingar
2 l af vatni,
2 msk. saxað, ferskt rósmarín
2 msk. tómatpurée
1 msk. grænmetiskraftur (má sleppa)
salt og pipar
Skerið kjötið í smáa bita. Papr-
ikan, kúrbíturinn og stilkbeðjan eru
skorin í grófa bita, laukurinn saxaður
smátt og hvítlauksrifin pressuð.
Rósmarínið saxað fínt. Olían sett á
pönnu og allt sett út á hana og látið
kraum um stund. Síðan er vatnið sett
í pott og blöndunni af pönnunni hellt
út í og tómatpurée blandað saman
við. Látið sjóða um stund. Gott er að
sjóða kjötbeinin með til að fá meiri
kjötkraft.
Súpan er smökkuð til og bætt í
hana smá pipar, kannski salti, og
jafnvel hunangi sem og grænmetis-
krafti ef fólki finnst hann muni bæta
hana.
Haustsúpa í garðinum
Útivera Lilja Matthíasdóttir og Hrafnkell Már Einarsson kunna að njóta útiverunnar, vafin í teppi, og
gæða sér að sjálfsögðu á haustsúpunni sem hæfir árstímanum.
Morgunblaðið/Frikki
Stilkbeðja Marenza sýnir okkur stilkbeðjuna sem minnir í fljótu bragði á
rabarbara en líkist honum þó ekki að neinu leyti hvað bragðið snertir.
Litrík Haustsúpan er fallega á litin og í henni er grænmeti sem færir okkur orku
og kraft, auk svolítils kindakjöts sem gerir hana einkar þjóðlega.
„Það er óskaplega gaman
að búa til súpur eftir árs-
tíðum,“ segir Marentza
Poulsen í Café Flóru í
Grasagarðinum. Hún
hefur reitt fram græn-
metissúpu úr haustlegu
grænmeti sem Fríða
Björnsdóttir verður að
viðurkenna að smakk-
aðist býsna vel.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Kr. 2.200
Tilboð kr. 1.100
Kr. 3.500
Tilboð kr. 1.750
ELDFAST
LEIRTAU
Má fara í
örbylgjuofn og
uppþvottavél
French Design
Hvítt, gult, grænt
og appelsínugult
50%
afsláttur
19
87 - 2007
TILBOÐIÐ GILDIR FIM., FÖS.
OG LANGAN LAUGARDAG