Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HÉRNA GRETTIR! ÉG KOM MEÐ NAMMI HANDA ÞÉR! VÁ... TAKK VAR EKKI TIL NEIN SKINKA Í BÚÐINNI? AF HVERJU GERÐI ÉG ÞETTA? AF HVERJU? AF HVERJU? AF HVERJU? AF HVERJU? AF HVERJU? ÉG SEM HÉLT AÐ EITTHVAÐ SLÆMT HEFÐI GERST... AF HVERJU? AF HVERJU? AF HVERJU? SOLLA, STATTU Á ÞESSU EXI? NÚ? BARA... ÉG MANA ÞIG AÐ STANDA ÞARNA NEI GERÐU ÞAÐ... KEMUR EKKI TIL GREINA ÁÆTLUNIN GEKK EKKI UPP EINS OG ÉG VONAÐI BLESSUÐ DÓTTIR SÆL! MÉR DATT Í HUG AÐ LÍTA Í HEIMSÓKN TIL YKKAR HÆ, MAMMA! GAMAN AÐ SJÁ ÞIG! ÉG OG HRÓLFUR VORUM EINMITT AÐ TALA UM ÞIG! VAR EINHVER AÐ SKELLA BAKDYRA- HURÐINNI? BRÚÐKAUPSNÓTT BARBIE OG KEN ÞAÐ ER SVOGOTT AÐ GETA LOKSINS ÞVEGIÐ ALLAN ÞENNAN FARÐA FRAMAN ÚR MÉR HVERNIG FINNST ÞÉR AÐ VINNA HEIMA, ADDA? ÞAÐ ER ÝMISLEGT SEM MÉR ÞYKIR GOTT VIÐ ÞAÐ ÉG ÞARF EKKI AÐ KEYRA FRAM OG TIL BAKA ÚR VINNUNNI OG ÉG ER HEIMA ÞEGAR KRKKARNIR KOMA ÚR SKÓLANUM... EN ÉG HEF BÆTT Á MIG ÞREMUR KÍLÓUM ALLUR ÞESSI ÍS ER SEMSAGT EKKI FYRIR NEINA VEISLU SEGÐU AÐDÁENDUM ÞÍNUM FRÁ ÞVÍ HVERNIG ROD BJARGAÐI LÍFI ÞÍNU ÉG VEIT ÞAÐ EKKI ALVEG... ÞAÐ VAR SVO MIKILL REYKUR... ÉG GERÐI ÞAÐ SEM ALLIR HEFÐU GERT BARDAGAMAÐUR, SEGÐU HENNI HVAÐ GERÐIST Í RAUN... HANN ER HORFINN! dagbók|velvakandi Öflugur lögreglustjóri ÉG VIL hrósa nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Stefáni Eiríkssyni, fyrir vasklega fram- göngu. Hann hefur einsett sér að að- laga lögregluna að nýjum aðstæðum, gert hana sýnilegri og fer fyrir sín- um mönnum á stórhátíðum, eins og á Menningarnótt. Stefán hefur gert að umræðuefni ómenninguna sem ein- kennir miðborgina um nætur um helgar og hefur tilgreint aðgerðir til að stemma stigu við þessari ómenn- ingu. Ég sendi Stefáni og öðrum starfsmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu óskir um áframhaldandi velfarnað í starfi. Gunnar Alexander Ólafsson. Alþingismenn vilja meiri drykkju STÓR hópur alþingismanna vill meiri drykkju þegnanna. Þeir vilja þá meiri glæpi, meira ofbeldi, fleiri brotin heimili, fleiri fórnarlömb áfengisins og meira af margskonar böli sem fylgir ofneyslu áfengis, því að rannsóknir og reynsla sýna að því betra aðgengi og lægra verð áfengis, því meiri drykkja, en þeir vilja auka aðgengi og lækka verð áfengis. Í Morgunblaðinu í dag þriðjudaginn 13. ágúst er grein eftir Stefán Eiríksson lögreglustjóra þar sem hann lýsir vilja sínum til að skera upp herör gegn ástandinu í miðborg- inni um helgar, auknu ofbeldi og allskonar vandræðum sem stafa af ofneyslu áfengis. Í sama blaði er einnig grein eftir Helgu Sif Frið- jónsdóttur doktor í hjúkrunarfræði, þar sem hún lýsir rannsókn sinni á áfengisneyslu framhaldsskólanema sem sýnir að hún er alvarlegt vanda- mál. Benda fyrrnefnd baráttumál téðra alþingismanna til að þeir beri hag borgaranna fyrir brjósti? Dæmi hver fyrir sig. Sigríður Jónsdóttir, Gaukshólum 2, Reykjavík. Stolið motorcrosshjól AÐFARANÓTT laugardags, líklega á milli 3 og 4, var farið inní garðinn okkar og lítið motorcross hjól Yamaha pw80 blátt og hvítt tekið. Sonur okkar 8 ára á hjólið og saknar þess sárt. Mig langar að biðja alla sem gætu gefið okkur einhverjar upplýsingar um að hafa samband í gsm 698-6111 eða 695-4122. Við búum í Efra-Breiðholti og gæti hjól- ið því leynst í Elliðaárdalnum, en þrátt fyrir mikla leit höfum við ekki fundið það ennþá. Gleraugu í óskilum GLERAUGU, í grænni umgjörð, hugsanlega barnagleraugu, fundust í byrjun júlí í tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni. Upplýsingar. í síma. 486-1155 eða 893-1952. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is STRÆTÓSKÝLI borgarinnar fara að verða of lítil ef marka má þessa mynd sem tekin var við Miklubraut. Frítt er í strætó fyrir skólafólk og ekki er að sjá að kvenþjóðinni leiðist biðin. En hvar er karlpeningurinn? Morgunblaðið/Ómar Saman í sátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.