Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 36
Magni fór mikinn í við- tali í Morgunblaðinu fyrir stuttu …40 » reykjavíkreykjavík BÍÓDÖGUM Græna ljóssins lauk í gærkvöldi og að sögn Ísleifs B. Þór- hallssonar tókst hátíðin vel. Tæp- lega 10.000 manns hafa séð þær 18 myndir sem hafa verið í boði í Regn- boganum síðstliðnar tvær vikur og segir hann að á ýmsum sýningum hafi mun færri komist að en vildu. Í mörgum tilfellum hefur verið uppselt á ýmsar kvikmyndir svo til sleitulaust og aðsókn hefur ekki síst verið góð vikuna sem nú er að ljúka. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að sýna nokkrar af vinsæl- ustu myndum hátíðarinnar áfram í Regnboganum til mánudagsins 3. september. Myndirnar 11 sem eru sýndar áfram eru þessar: Sicko, Away From Her, Shortbus The Bridge, Deliver Us From Evil, Cocaine Cowboys, Goodbye bafana, Hallam Foe, Die Falscher Zoo og No Body is Perfect. Sýningardagskrá þessara mynda til mánudagsins 3. september er fá- anleg á Miði.is og þar er einnig hægt að tryggja sér miða á allar sýningar. Bíóhátíðafíklar þurfa svo ekki að bíða lengi eftir næsta skammti því tæpur mánuður er í að Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) hefjist en þar verða hátt í 70 kvik- myndir, heimildarmyndir og stutt- myndir sýndar á 10 daga mara- þonhátíð. Þar, eins og á Bíódögum, ætti að vera eitthvað fyrir alla. Glæsilegum bíódögum lokið Shortbus Myndin er ein þeirra sem sýndar verða áfram í Regnbog- anum fram í næstu viku.  Væntanlegt siðbótarrit Þor- gríms Þráins- sonar til handa karlmönnum hef- ur vakið mikla at- hygli síðan fregn- ir af bókinni komust í blöðin. Þorgrímur hefur lengi verið fyr- irmynd íslenskra karlmanna og nú er ekki langt að bíða þar til Þor- grímur verður orðinn að fyrirmynd kynbræðra sinna um allan heim sem vilja verða betri eiginmenn og fullnægja þörfum eiginkvenna sinna jafnvel og Þorgrímur. En einhverjir hafa spurt sig í framhaldinu af hverju Þorgrímur ætti að afmarka sig við bókarskrif. Sérstaklega í ljósi þess að karlmenn eru svona yfirleitt tregir til að lesa sjálfshjálparbækur. Hvað um sjón- varpsþátt? Hvaða séns á til dæmis Dr. Phil í Þorgrím Þráinsson? Dr. Þráinsson getur hjálpað þér!  Einar Ágúst Víðisson lætur allt flakka í átakanlegu viðtali sem birt- ist í nýjasta hefti tímaritsins Ísa- foldar. Af viðtalinu að dæma er ljóst að Einar Ágúst hefur gengið niður til heljar, eins og sagt er, en á tímabili var hann svo illa farinn af neyslu eiturlyfja að hann var búinn að hrekja í burtu fjölskyldu sína og vini og hafðist við í bíl á næturnar. En með hjálp bróður síns og ann- arra er Einar kominn á rétt ról aft- ur, heimtur úr helju, og framtíðin blasir bjartari við en hann gat ímyndað sér fyrir ári. Einar Ágúst undirbýr nú tvær plötur sem hann stefnir á að gefa út áður en langt um líður. Önnur mun vera plata með vögguvísum sem verður seld til styrktar Konukoti en hin mun vera poppuð gítartónlist- arplata sem Einar hefur haft í mag- anum í mörg ár. Batnandi manni er best að lifa. Einar Ágúst snýr aftur Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „JAN Mayen er náttúrlega svo miklu betri en manns hefðbundna líf og platan er það auðvitað líka,“ segir Viðar Friðriksson, trommuleikari rokksveitarinnar Jan Mayen sem heldur útgáfu- tónleika á Organ í kvöld. Sveitin sendi nýverið frá sér sína aðra hljómplötu sem ber hið sér- kennilega nafn So Much Better Than Your Normal Life. Heil þrjú ár eru síðan fyrsta plata sveitarinnar kom út, en hún heitir Home Of The Free Indeed. „Það urðu mannaskipti í sveitinni í millitíðinni, og svo var upptökuferlið óvenju langt. Við byrjuðum að taka upp í fyrra en hentum því öllu. Okkur fannst það ekki ganga upp þannig að við fórum aftur í upptökur,“ út- skýrir Viðar og bætir við að upphaflega hafi staðið til að gefa nýju plötuna út fyrir um ári. „Við vildum hins vegar ekkert vera að flýta okkur heldur gefa frekar út gott verk sem við værum sáttir við.“ Aðspurður segir Viðar að mikið popp og sérstaklega mikil spilagleði ein- kenni nýju plötuna. „Það var mjög gaman að taka hana upp og maður heyrir það þegar mað- ur hlustar á hana. Hún er mjög hressandi en um leið mjög rokkuð,“ segir hann. „Sumum finnst hún að vísu poppaðri og jafnvel aðeins léttari en fyrri platan. En annars erum við að sjálfsögðu orðnir betri en á fyrri plötunni, það er komin meiri reynsla á þetta og við erum farnir að þekkja hvor annan miklu betur en við gerðum.“ Á leið til London Fyrsta plata Jan Mayen, Home Of The Free Indeed, fékk mjög góða dóma á sínum tíma. Mörgum sveitum hefur reynst erfitt að fylgja eftir velgengni frumburðar með góðri plötu númer tvö og segir Viðar þá félaga hafa verið meðvitaða um það. „Óneitanlega hugsuðum við um að það gæti verið erfitt að fylgja henni eftir, en við vorum fyrst og fremst að gera plötu fyrir okkur sjálfa. Það sem skipti mestu máli var að við yrðum sáttari við hana en fyrri plötuna,“ segir hann. Auk tónleikanna í kvöld mun Jan Mayen koma fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíð- inni í október, en í millitíðinni mun hún halda tónleika í London. „Þar munum við spila á tón- leikum sem kallast Reykjavik Nights og verða hinn 26. september. Við munum spila ásamt Mo- tion Boys og Hafdísi Huld. Þetta er í annað skipti sem þessir tónleikar eru haldnir í Lond- on, Trabant og Æla spiluðu á þeim í júní,“ segir Viðar, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jan Mayen spilar á erlendri grundu því hún kom fram í Noregi og Bretlandi í kjölfar fyrstu plöt- unnar. Jan Mayen sendir frá sér sína aðra hljómplötu og boðar til útgáfutónleika í kvöld Morgunblaðið/ÞÖK Jan Mayen Frá vinstri: Sveinn Helgi Halldórsson bassaleikari, Viðar Friðriksson trommari, Ágúst Bogason gítarleikari og Valgeir Gestsson söngvari. Tónleikarnir á Organ hefjast stundvíslega kl. 21.30 og miðaverð er 500 krónur. Um upphitun sér The Deversion Sessions. Betra en hefðbundið líf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.