Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Tónlist Menntaskólinn við Hamrahlíð | Stórtónleikar á sal Mennta- skólans við Hamrahlíð þar sem fram koma Stuðmenn, Páll Óskar, Baggalútur, Hjaltalín og djasstríóið Babar með Sigríði Thorlacius, allt tónlistarmenn sem koma úr MH og kór skól- ans. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og rennur ágóðinn til Kína- ferðar Hamrahlíðarkórsins nú í september. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin kl. 9-16.30. Boccia kl. 10. Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handavinna kl. 9-16.60, smíði/ útskurður kl. 9-16.30, Boccia kl. 9.30, leikfimi kl. 11, helgi- stund kl. 10.30-11. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Farið verður í berjaferð fimmtudaginn 6. september. Brottför frá Gull- smára kl. 13 og Gjábakka kl. 13.15. Leitað verður berja í Hval- firði og nágr. Eigið nesti. Verði veður óhagstætt til berjat- ínslu verður farið í óvissuferð „út í bláinn“. Skráning í félagsmiðstöðvunum. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, handavinna, fótaað- gerð, morgunkaffi/dagblöð, hádegisverður, kaffi. Vetrardag- skráin er óðum að taka á sig mynd, í boði er m.a. bókband, kertaskreytingar, almenn handavinna, leikfimi, kinesiologi/ yoga, bútasaumur, myndlist, myndvefnaður o.fl. Uppl. í síma 535-2760. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefnaður kl. 9.15. Handa- vinnustofan opin. Kynning kl. 14 á fyrirhugaðri vetr- arstarfsemi í Gjábakka. Allir velkomnir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 handavinna. Kl. 10 ganga. Hádegisverður kl. 11.40. Kynning á vetrarstarfsem- inni í Gullsmára 13 á morgun, föstudag kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Hannyrðafólk, verið velkomin í handavinnuhornið í Garðabergi í dag kl. 13-16. Skráning í hauststarfið hafið, skráningarblöð liggja frammi í Garðabergi. upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 820- 8565. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund umsj. Ragn- hildur Ásgeirsd. djákni. Vinnustofur opnar frá hádegi. Fimmtud. 6. sept hefst myndlist, leiðsögn veitir Nanna S. Baldursd. Föstud. 7. sept. er Breiðholtsdagur, m.a. fjölbreytt dagskrá og viðburðir í hverfinu, nánar kynnt síðar. S. 575- 7720. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnar kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Félagsvist kl. 13.30, góðir vinningar, kaffi og meðlæti í hléi. Allir velkomnir. Hæðargarður 31 | Starfið er öllum opið. Enn er möguleiki að skrá sig. Hauststarfið hefst á fullu mánudag 3. sept. Munið laugardagsgönguna kl. 10 árdegis. S. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Boccia karla kl. kl. 10.30. Handverks og bókastofa kl. 13. Boccia kvennaklúbbur kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia, Sigurrós (júní). Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13-14 leik- fimi, Janick (júní-ágúst). Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handavinnustofa opin kl. 10- 14.30, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, hárgreiðslu og fóta- aðgerðastofur opnar allan daginn. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin kl. 17-22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir sam- komulagi í síma 858-7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir vel- komnir. Fríkirkjan Kefas | Í kvöld verður Ný kynslóðar samkoma kl. 20. Allir á skólaaldri eru velkomnir. Háteigskirkja | Kl. 20 ljúfur kyrrðarsöngur, lesið úr ritning- unni, bænir, altarisganga, fyrirbæn með handayfirlagningu og smurningu. Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 12 kyrrðarstund. Orgelleikur í kirkj- unni kl. 12-12.10. Að stundinni lokinni er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundar. 70ára afmæli. Hinn 27.ágúst síðastliðinn varð sjötug Elísabet A. Bjarnadótt- ir, húsfreyja á Mánárbakka. Í tilefni af því verður boðið upp á kaffi og meðlæti á heimili sonar hennar og tengdadóttur á Mánárbakka laugardaginn 1. sept. frá kl. 14.30. 50ára afmæli. Í dag, 30.ágúst, er Árni Árna- son, Heiðarholti 40, Keflavík, fimmtugur. Árni og kona hans Erla Ó. Melsteð eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Árni og Erla eru að heiman í dag. dagbók Í dag er fimmtudagur 30. ágúst, 242. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Helgina 1. til 2. septemberverður mikið um dýrðir íÍþrótta- og sýningarhöll-inni Laugardal. Þá fer fram ÍSMÓT 2007 –íslandsmeist- aramót hársnyrta, snyrtifræðinga, gullsmiða, klæðskera og ljósmyndara innan Samtaka iðnaðarins. Jónína Sóley Snorradóttir, formað- ur meistarafélags í hárgreiðslu, segir frá dagskránni: „Um er að ræða stærsta Íslandsmeistaramót iðn- greina sem haldið hefur verið á veg- um Samtaka iðnaðarins til þessa,“ segir Jónína. „Við munum bjóða upp á skemmtilega keppni og sýningu, þar sem ungt hæfileikafólk í þjón- ustugreinum SI sýnir hvað í því býr.“ Dagskráin hefst kl. 10 á laug- ardag: „Keppnin hefst með Nordic Youth Skills hársnyrtikeppninni, þar sem keppendur frá flestum Norð- urlöndunum keppa um titil besti ungi hársnyrtir Norðurlandanna, sem veitir réttindi til þátttöku í alþjóð- legum keppnum,“ segir Jónína. „Keppni snyrtifræðinga stendur yfir allan daginn, ljósmyndarar sýna hvað í þeim býr og tískuteymi og nemendur af hönnunardeild verða með sýningu. Allan daginn verður eitthvað um að vera og hægt að skoða áhugaverða sölubása.“ Á dagskránni eru einnig fyr- irlestrar virtra erlendra athafna- manna: „Michael Cole flytur á laug- ardag fyrirlesturinn How to be a Fantastic Professional, þar sem hann gefur góð ráð um rekstur þjónustu- fyrirtækis. Á sunnudag mun svo Joa- kim Roos halda fyrirlesturinn Train the Trainers en hann heldur einnig sýningu á laugardeginum.“ Keppni hefst aftur kl 10 að morgni sunnudags. „Þá verða tískuteymin í sviðsljósinu en þar vinna saman ein- staklingar úr öllum greinum. Einnig verður valinn hárlitur ársins og hald- in keppni í hárlitun.“ Dagskráin nær hámarki að kvöldi sunnudags með gala-kvöldverði þar sem úrslit verða kynnt með pomp og pragt. „Þema kvöldins er Demantur og mun Hera Björk vera veislustjóri og Páll Óskar þeyta skífum þegar formlegri dagskrá lýkur.“ Aðgangur er ókeypis að dagskrá helgarinnar. Sjá www.si.is/ismot Hátíð | Íslandsmeistaramót þjónustugreina SI haldið í Laugardalshöll Fjör og ferskir straumar  Jónína Sóley Snorradóttir fædd- ist í Hafnarfirði 1963. Hún lauk sveinsprófi í hár- greiðslu frá IR 1984 og hlaut meistararéttindi frá sama skóla 1986. Jónína starf- aði hjá Hrönn Helgadóttur til ársins 1990 þegar hún opnaði hársnyrti- stofuna Höfuðlausnir sem hún hefur rekið síðan. Jónína var kjörin form. Meistarfélags í hárgreiðslu 2001 og er varafors. Intercoiffeur á Íslandi. Eig- inm. Jónínu er Sigurður M. Bjarnason verke.stj. og eiga þau tvær dætur. ELDRI kona gengur á eftir asna í fjallaþorpinu Tsovkra í Dagestan. Það virðist fara ágætlega á með þeim á þessu rölti en það er spurning hvort konan er að reka asnann eða hann að leiða hana áfram. Áfram gakk Kona og asni í göngutúr Reuters ÞEGAR viðburður er skráð- ur í Stað og stund birtist til- kynningin á netinu um leið og ýtt hefur verið á hnapp- inn „staðfesta“. Skrásetjari getur nýtt sér þann mögu- leika að nota leiðrétt-inga- forritið Púkann til að lesa text-ann yfir og gera nauð- synlegar breytingar sé þess þörf. Hver tilkynning er að- eins birt einu sinni í Morg- unblaðinu. Bent er á að hægt er að skrá atburði í liðina félagsstarf og kirkju- starf tvo mánuði fram í tím- ann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er próf- arkarlesinn. Skráning í Stað og stund MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið dagbok@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Birting afmælis- tilkynninga Sigrún þýddi SIGRÚN Kr. Magnúsdóttir þýddi grein norska rithöfundarins Lars Saabye-Christensen um ljóðabók Einars Más Guðmundssonar, Kannski er pósturinn svangur, sem birt var í Lesbók á laugardaginn. Láðist að geta þess við kynningu greinarinnar. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTT FRÉTTIR SLÍPAÐIR og óslípaðir dem- antar og hundr- uð demants- skartgripa verða meðal sýningargripa á ÍSMÓTI 2007. Um er að ræða Íslandsmeist- aramót hársnyrta, snyrtifræð- inga, gullsmiða, klæðskera og ljósmyndara innan Samtaka iðn- aðarins og verður það haldið í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal helgina 1.-2. septem- ber. „Það er fyrirtækið Demantar.is sem sýnir demantana og hleypur heildarverðmæti sýningargrip- anna á hundruðum milljóna króna. Þar má til dæmis nefna demantshálsmen að verðmæti um 15 milljónir króna, demantshring sem kostar um 11 milljónir og ós- lípaðan 16 karata demant sem gæti orðið um 15 milljóna króna virði slípaður. Auk Demanta.is mun verslunin Gull og silfur sýna demantsskartgripi, auk þess sem 35 skartgripir keppa um titilinn „skartgripur ársins“. Eins og gef- ur að skilja verður öryggisgæsla mjög mikil þar sem þessi hluti sýningarinnar fer fram, enda mikil verðmæti í húfi,“ segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar um ÍSMÓT má finna á slóðinni si.is/ismot. Demanta- sýning á Ísmóti 2007 STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna samþykkti eftirfar- andi ályktun á síðasta fundi sínum:. „Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna (SUF) kallar eftir ókeypis skólabókum fyrir náms- menn í framhaldsskólum eins og Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar. Einnig lofaði Samfylk- ingin því að innritunar- og efn- isgjöld yrðu felld niður. Það er ábyrgðarlaust að fara fram með svona loforð sem hefur bein áhrif á fjárútlát ungs fólks ef ekki stendur til að standa við það. Samfylkingin gekk í sumum kjör- dæmum svo langt að senda út ávís- un stílaða á nemendur út af þessu kosningaloforði sínu. Skorar SUF því á þingmenn Sam- fylkingarinnar að standa við gefin loforð og tryggja framhald- skólanemum ókeypis námsbækur og að innritunar- og efnisgjöld verði felld niður.“ SUF kallar eftir ókeypis skólabókum Amælisþakkir Elskuleg börn mín, barnabörn, vinir og vanda- menn , þakka ykkur öllum allt sem þið gerðuð til að gera 90 ára afmælið ánægjulegt, þakka skeytin og kveðjurnar. Kærar kveðjur, Steinunn Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.