Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Rolf Johansenfæddist 10. mars 1933 á Reyð- arfirði. Hann lést í Reykjavík 23. ágúst 2007. Rolf var son- ur hjónanna Thul- ins Johansen, full- trúa, f. 1907, d. 1975, og Svövu Þor- gerðar Þórhalls- dóttur Johansen, f. 1912, d. 2003. Systkini Rolfs eru Bertha Ingibjörg, f. 1934, Kitty, f. 1936, Hulda, f. 1938, stúlka, f. 1938, d. 1938, Þórhallur, f. 1943, og Thul- in, f. 1946. Rolf kvæntist Kristínu Ásgeirs- dóttur, f. 26.1. 1940, á Reyðar- firði, árið 1958. Foreldrar hennar voru Ásgeir Ásgeirsson, kaup- maður, f. 1885, d. 1972, og kona hans, Agnes Matthíasdóttir, f. 1912, d. 1994. Börn þeirra eru: 1) Agnes, f. 1958. Dætur hennar og Friðjóns Einarssonar eru Kristín son, f. 1973. Börn þeirra eru Nína, f. 2004 og Martin, f. 2005. Rolf ólst upp á Reyðarfirði, en fluttist ungur til Reykjavíkur og stundaði nám við Verslunarskóla Íslands og Samvinnuskólann. Að námi loknu vann hann til sjós og í sölumennsku um nokkurt skeið. Árið 1957 stofnaði hann innflutn- ingsfyrirtækið Rolf Johansen & Company og var í umsvifamiklum rekstri um áratugaskeið. Hann var meðal annars frumkvöðull í innflutningi vara frá Austurlönd- um fjær. Fyrir nokkrum árum dró hann sig að mestu í hlé frá dag- legri stjórnun fyrirtækisins, en sonur hans, Ásgeir, tók við rekstri þess. Fyrirtækið er enn í farsæl- um rekstri og fagnaði Rolf fyrr á þessu ári 50 ára afmæli þess með fjölskyldu sinni og samstarfsfólki. Hann var ræðismaður Mexíkó á Íslandi í nokkur ár. Rolf lét til sín taka á ýmsum sviðum og voru ým- is framfaramál honum hugleikin. Nú nýverið tók hann þátt í stofn- un Krabbameinsfélagsins Fram- farar. Rolf verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, í dag, fimmtu- daginn 30. ágúst, kl. 13. Una, f. 1981 og Tanja Marín, f. 1984. 2) Thulin, f. 1959. Synir hans og Guð- rúnar Þorleifsdóttur, sambýliskonu hans, eru Anton Fannar, f. 2003 og Andri Stein- ar, f. 2005. 3) Svava Þorgerður, f. 1964. Sonur hennar og Ás- geirs Bolla Kristins- sonar er Ásgeir Frank, f. 1996. Sam- býlismaður Svövu er Björn Sveinbjörns- son, f. 1968. 4) Berglind, f. 1966. Eiginmaður hennar er Pétur Albert Haraldsson, f. 1963. Dætur þeirra eru Kristjana, f. 1992, Kar- ólína, f. 1995 og Erna Katrín, f. 2001. 5) Ásgeir, f. 1971. Eiginkona hans er Aki Ishise Johansen. Börn þeirra eru Nicole Hanna, f. 1994, Rolf, f. 1996, Sebastian, f. 1997, Mia Luly, f. 2001 og Lilja París, f. 2006. 6) Kristín, f. 1971. Eigin- maður hennar er Halldór Harðar- Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: :,: Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín. Villist ég vinum frá vegmóður einn, köld nóttin kringum mig, koddi minn steinn, heilög skal heimvon mín. :,:Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín. Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alföðurskaut. Hljómi svo harpan mín: :,: Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín. Árla ég aftur rís ungur af beð. Guðs hús á grýttri braut glaður ég hleð. Hver og ein hörmung mín hefur mig, Guð, til þín, hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: :,: Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín. (Matthías Jochumsson.) Jesús sagði: „Ég er upprisan og líf- ið. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ Jh. 11.26. Elsku Stína, Addý, Túlli, Svava, Linda, Ásgeir og Stína. Ég sendi ykk- ur og fjölskyldunni allri mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Gyða Dan Johansen og fjölskylda. Á fallegum sumardegi um miðjan ágúst hringdi Rolf bróðir og spurði hvort við ættum ekki að hittast og fara í bíltúr. Ekki datt mér í hug að þetta yrði okkar síðasta samveru- stund hérna megin moldar. Eins og oft áður á okkar stefnu- mótum var ýmislegt spjallað, farið yf- ir dægurmál líðandi stundar og þegar komið var að pólitíkinni vorum við miklir samherjar, báðir miklir sjálf- stæðismenn og fylgjendur þeim gild- um sem Sjálfstæðisflokkurinn stend- ur fyrir. Aðdáendur Davíðs og Geirs sem forsætisráðherra og báðir stuðn- ingsmenn núverandi meirihluta í borginni. Rolf hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum en aldrei var hnýtt í nokkurn mann. Hann hafði þann skemmtilega eiginleika að sjá jákvæðu hliðarnar á málunum sem annars virtust lokaðar. Alltaf skildum við ánægðir og með þeim orðum að hittast fljótlega aftur. Að leiðarlokum er margs að minnast og góðar minn- ingar koma upp í huga mér. Það var sterkur strengur milli okk- ar bræðra sem efldist frekar meðan báðir lifðu. Þeir sem þekktu og kynntust Rolf fundu fljótt hversu sterkur persónuleiki hann var. Hann átti fáa en góða vini sem sýndu hon- um mikla tryggð enda ræktaði Rolf vel sinn vinahóp með reglulegum samskiptum. Það var afar ríkt í eðli hans að geta glatt aðra með einum eða öðrum hætti. Það var Rolf eðli- legra að vera gefandi en þiggjandi. Í mörg ár hefur það verið viðtekin venja hjá honum að senda systkinum sínum gjafir um jól og áramót og eftir að hann lét Ásgeiri syni sínum eftir stjórn fyrirtækisins var það hans hlutverk um jólin að keyra gjöfum til systkinanna. ,,Nú er ég í starfi send- ilins og því kominn á byrjunarreit,“ sagði hann eitt sinn við mig. Rolf var í eðli sínu feiminn maður og hlédræg- ur. Það kann að hljóma sem öfugmæli þar sem starfsvettvangur hans gegn- um árin var á sviði verslunar og við- skipta og samskipti mikil við annað fólk, bæði innanlands sem utan. Það kemur manni alltaf í opna skjöldu þegar kallið kemur til náins ættingja og mig setti hljóðan við tíð- indin. Ég kveð bróður með sorg og sökn- uði en það er huggun harmi gegn að hann fékk að halda reisn sinni til síð- ustu stundar. Blessuð sé minning hans. Þórhallur Dan Johansen. Kynni mín af Rolf hófust þegar ég var fjögurra ára, þá nýflutt á Laug- arásveginn. Kynni tókust á milli mín og Berglindar dóttur hans og eftir það var ég tíður gestur á glæsilegu heimili Rolfs og Kristínar. Rolf tók mér afar vel frá fyrstu byrjun og kall- aði mig ætíð fósturdóttur sína og reyndist hann mér vel alla tíð. Rolf var litríkur persónuleiki og það var aldrei lognmolla í kringum hann. Hann var rausnarlegur og höfðingi heim að sækja. Rolf var jafn- framt viðkvæmur en oft er sagt að viðkvæmustu einstaklingarnir séu jafnframt þeir sterkustu. Það átti vel við Rolf. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann á þessari stundu. Í æsku var alltaf spennandi að hlaupa yfir á heimili þeirra hjóna. Fjölskyldan var stór og alltaf eitt- hvað skemmtilegt um að vera. Rolf var einn af frumkvöðlum á sínu sviði í viðskiptum. Kynni mín af Japan hófust t.d. þegar Rolf sýndi mér myndir og sagði á sinn skemmti- lega hátt frá ferðalögum sínum þang- að. Það segir allt sem segja þarf um framsýni hans að hafa tekið upp við- skipti við Asíu á þessum tíma þar sem Asía var í órafjarlægð og samgöngur og samskiptatækni komin mjög stutt á veg miðað við þær ótrúlegu breyt- ingar sem hafa átt sér stað á því sviði undanfarin ár. Rolf var langt á undan sinni samtíð í viðskiptum og vegnaði vel í því sem að hann tók sér fyrir hendur. Hann sá möguleika sem aðr- ir sáu ekki á þessum tíma og fram- kvæmdi það sem hann hafði trú á. Það segir allt sem segja þarf um hans sterka persónuleika, víðsýni og fram- sýni. Á seinni árum náðum við Rolf vel saman í hugleiðingum um andleg málefni. Rolf sýndi þessum málefn- um áhuga í seinni tíð og var mér einkar kært að spjalla við hann á þessu nótum. Elsku Rolf. Það voru forréttindi kynnast þér. Síðustu ár fóru okkar samskipti að mestu fram í tölvupósti en strengurinn á milli okkar slitnaði aldrei. Þú kenndir mér margt sem ég hef getað nýtt mér í lífinu og mun koma að góðum notum í framtíðinni. Hugur minn er hjá ykkur Kristín, Túlli, Addí, Svava, Linda, Ásgeir og Stína. Guð styrki ykkur á þessum erf- iðu tímum. Kærar þakkir fyrir samfylgdina, elsku Rolf. Blessuð sé minning þín. Hendrikka Waage. Rolf eða Rolli eins og við kölluðum hann var með skemmtilegri mönnum sem ég hef þekkt. Ég man ekki hvernig ég kynntist honum en allt í einu var hann orðinn vinur minn og góður vinur. Hann var gull af manni, örlátur, traustur og sannur. Hann stóð við allt sem hann sagði og enginn fór gjafarlaus frá honum. Einu sinni sat ég upp á skrifstofu hjá Rolla og sagði honum hve mikið mig langaði í málverk eftir Kristján frænda minn Davíðsson en málverkið kostaði bara um ferföld mánaðarlaun mín. Rolli sagði það ekki mikið mál og linnti ekki látum fyrr en hann var búinn að kaupa verkið og afhenda mér það. Svona var Rolli. Rolli hafði lag á að ná góðum umboðum. Einu sinni spurði ég hann hvernig hann færi að þessu? Hann sagði það ekki mikið mál. Þeg- ar hann kæmi til einhvers lands, legð- ist hann upp í rúm á hótelinu með einn drykk og kveikti á sjónvarpinu. Og horfði bara á auglýsingarnar. Þegar einhver auglýsing vekti at- hygli hans færi hann út í búð og skoð- aði það sem auglýst var (eða smakk- aði). Ef honum litist vel á varninginn tæki hann umboð fyrir hann. Smekk- ur Rolla brást aldrei. Að vísu hafði einu sinni nær farið illa. Frönsk frú hafði einu sinni bankað upp á og boð- ið honum umboð fyrir Lancôme. Lan- Rolf Johansen Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN JÓSEPSDÓTTIR frá Ísafirði, Jöldugróf 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 31. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minning- arsjóð líknardeildar LSH í síma 543 1159. Margrét V. Friðþjófsdóttir, Stefnir Þór Kristinsson, Sigríður María Friðþjófsdóttir, Tómas Valdimarsson, Ingibjörg Friðþjófsdóttir og barnabörn. ✝ ÞORMÓÐUR PÁLSSON fyrrverandi aðalbókari ÁTVR, lést laugardaginn 18. ágúst. Útför hans fór fram í kyrrþey að hans ósk. Fjölskyldan þakkar öllum sem önnuðust hann og hjúkruðu í Víðinesi og Roðasölum. Árni Þormóðsson, Guðrún Jónsdóttir, Viðar Þormóðsson, Berglind Gunnarsdóttir, Jón Bjarki Gunnarsson, Þórdís Árnadóttir, Sigurður Rúnar Jónsson, Jón Árni Árnason, Anna Berglind Finnsdóttir, Þorfinnur Kristinn Árnason, Tinna Rós Pálsdóttir og barnabarnabörnin. ✝ Elskulegur fósturfaðir okkar, afi og langafi, KRISTJÁN V. JÓHANNESSON frá Flateyri, lést þriðjudaginn 28. ágúst á öldrunardeild Sjúkrahúss Ísafjarðar. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 8. september kl. 14.00. Jóhannes Jónsson, Sigrún Sigurðardóttir, Ásgeir Magnússon, Svanfríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn og faðir okkar, BJÖRN TH. BJÖRNSSON listfræðingur og rithöfundur, lést laugardaginn 25. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. september kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minn- ast hans er bent á líknarfélög. Ásgerður Búadóttir og börn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA ERLENDSDÓTTIR frá Laugarholti, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 18. ágúst sl. Útförin fer fram frá Reykjakirkju laugardaginn 1. september kl. 13.00. Ingibjörg Sveinsdóttir, Árni Gíslason, Helgi Sveinsson, Monika Erla Sveinsdóttir, Felix Antonsson, Guðmundur Sveinsson og fjölskyldur. ✝ Kæri bróðir, mágur, frændi og vinur, PÁLMI GUÐJÓNSSON garðyrkjumaður, lést mánudaginn 6. ágúst. Kveðjuathöfn hefur farið fram. Lilja Guðjónsdóttir, Símon Kristjánsson Reynir Guðjónsson, Margrét Vilmarsdóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.