Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 242. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Örfá 19. aldar hús  Þjóðminjavörður segir örfá 19. aldar hús eftir hér á landi og telur að húsverndarsjónarmið fái ekki að njóta sín þegar útliti gamalla bæj- arkjarna er breytt. »Forsíða Ógnarmat nauðsynlegt  Utanríkisráðherra telur að Ísland verði að axla nýja ábyrgð innan NATO. Í undirbúningi er gerð ógn- armats fyrir Ísland, en áætlanir um viðbúnað eru ófullnægjandi án þess að mati ráðherrans. »2 Mjólkurmet slegið  Allt bendir til þess að nýtt met verði slegið í mjólkurframleiðslu á Íslandi á þessu ári. Öll umframmjólk hefur verið keypt. »2 Hampiðjan hagnast  Umskipti hafa orðið í afkomu Hampiðjunnar. »Viðskipti SKOÐANIR» Staksteinar: Samvinnunefnd á ferð Forystugreinar: Kjarasamningar | Sömu viðfangsefnin Ljósvakinn: Fleiri erlenda frétta- skýringarþætti UMRÆÐAN» Aðdragandi að ójafnri skiptingu Alhliða afþreying í Egilshöll Minsky sá inn í framtíðina Vodafone byggir upp langdrægt kerfi Taugaveiklun og titringur VIÐSKIPTI» 2  2 2  2 2 2  2 3 ' 4$ .! + ! 5 !  ! !    2  2 2 2 2  2  - 6)0 $  2  2 2  2    7899:;< $=>;9<?5$@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?$66;C?: ?8;$66;C?: $D?$66;C?: $1<$$?E;:?6< F:@:?$6=F>? $7; >1;: 5>?5<$1+$<=:9: Heitast 18 °C | Kaldast 10 °C  Suðvestan 8-13 m/s og skúrir sunnan- og vestanlands en hægara og rigning norðaustan til. Hlýjast SA-lands. »10 Ingveldur Geirs- dóttir skrifar um komu haustsins sem hún telur besta tíma ársins, m.a. vegna litadýrðarinnar. »39 AF LISTUM» Haustið kemur TÓNLIST» Magni er á toppi Tón- og lagalistans. »40 Bíódögum Græna ljóssins er lokið og tæplega 10.000 manns hafa séð þær 18 myndir sem voru í boði. »36 KVIKMYNDIR» Bíódögum lokið KVIKMYNDIR» Kvikmyndin Disturbia er frumsýnd í dag. »38 TÓNLIST» Jan Mayen, betra en hið hefðbundna líf. »36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Foreldrar Madeleine að kikna … 2. Ekki sama bjorn.is og björn.is 3. Eigandinn beinbrotnaði … 4. Heiftarleg árás talin gerð … LEIKARINN Jared Leto var staddur hér á landi í gærmorg- un ásamt hljóm- sveit sinni 30 Seconds to Mars. Fregnir herma að Leto og félagar hafi flogið héðan til Grænlands þar sem þeir eru við tökur á myndbandi við lag sem er tileinkað baráttunni gegn hlýnun loftslags. Ekki er vitað hvort þeir stansa eitthvað hér á bakaleiðinni en sagt er að Kolfinna Baldvinsdóttir sé þeim innan handar á Grænlandi. Jared Leto á Íslandi Jared Leto JAKOB Sigurðarson tryggði íslenska landsliðinu í körfu- knattleik sigur, 76:75, gegn Georgíu í gær í B-deild Evrópumótsins með ótrúlegri þriggja stiga körfu rétt fyrir leikslok. Íslenska liðið var fjórum stigum undir þegar 13 sekúndur voru eftir en með klókindum og heppni náði íslenska liðið að tryggja sér sigur. | Íþróttir Íslendingar „stálu“ sigrinum í blálokin Ævintýraleg sigurkarfa Jakobs tryggði sigur gegn Georgíu Morgunblaðið/Ómar „SKEYTINGARLEYSI borgaryfirvalda og lög- reglu gagnvart leigubílstjórum og öðrum sem tengjast miðbænum er bara óþolandi,“ segir Gísli Sigurjónsson leigubílstjóri. Gísli hefur starfað sem leigubílstjóri í 30 ár og segir að ástandið þar hafi sjaldan verið jafn stjórnlaust og nú. Margir íbúar miðbæjarins eru sammála Gísla en borgarstjóri og lögreglustjóri ætla að boða til borgarafundar um málið. Borgarstjóri fundaði með nokkrum íbúum í gær og segir hann að sá fundur hafi verið gagn- legur. „Ég hef sagt að ástandið sé óviðunandi og að við hyggjumst bæta það í samvinnu við lögreglu- yfirvöld og íbúa,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. „Tillitsleysið, skeytingarleysið og virðingarleysið fyrir lífi, limum og eigum annarra er algjört og það hefur sjaldan verið meira en núna,“ segir Gísli leigubílstjóri um lífið í miðbænum á næturnar um helgar. Hann gefur lítið fyrir allt tal um að skortur sé á leigubílum í borginni. Staðreyndin sé sú að margir leigbílstjórar hætti sér þangað einfaldlega ekki lengur, menn megi alltaf búast við því að skemmdir séu unnar á bílum eða jafnvel ráðist á bílstjóra. „Ég reyndi að keyra inn í miðbæ á Menn- ingarnótt en það var bara ráðist á bílinn svo ég flúði. […] Ég þurfti síðan að sækja túrista á hótel niðri í bæ morguninn eftir og þeir höfðu aldrei séð annan eins ruslahaug eins og var á götunum.“ Gísli lýsir miðbænum um helgar sem vettvangi algjörs stjórnleysis. Göturnar fyllist af glerbrotum og rusli. Ölvað fólk vafri um göturnar og svari oft tilmælum um að hleypa umferð framhjá með því að sparka eða henda drykkjarílátum í bíla. Til að bæta gráu ofan á svart sé mikið um að ökumenn stöðvi bifreiðar sínar á miðjum götum til að spjalla við fólk eða leggi ólöglega til að taka þátt í gleðskapnum. „Mér finnst skrýtið að lögreglan geri ekki neitt í þessu. Ég fékk um daginn 20 þúsund króna sekt eftir eina svona nótt af því að ég keyrði á 71 kíló- metra hraða á Hringbrautinni. Á sama tíma var bú- ið að brjóta á mér út og suður. Það var búið að sparka í bílinn. Það var búið að leggja út um allt kolólöglega. Það var búið að æla á göturnar. Það var búið að míga á allt. Það var búið að gera hvað sem er. Þetta er hins vegar ekki sektað fyrir.“ Þörf á gæslu við leigubílaraðir Ein leið til úrbóta að mati Gísla er betra skipulag á leigubílaferðum um helgar. Fjölga þurfi leigubíla- röðum og sjá þurfi til þess að vaktmenn hleypi fólki í bílana. Hefur Gísli títt lent í því að slegist er við bíl hans um það hver fái að setjast inn í bílinn. „Núna eru bara slagsmál í leigubílaröðinni og við þurfum að flýja þegar við ætlum að taka inn farþega.“ Gísli lagði þetta til við borgaryfirvöld en við litlar und- irtektir. „Lögreglustjóri spurði mig á móti hvort við ættum ekki borga fyrir þetta. Við? Það vorum ekki við sem sköpuðum þessar aðstæður. Það eru borg- aryfirvöld og veitingahúsaeigendur!“ Margir leigubílstjórar treysta sér ekki í miðbæinn um helgar Morgunblaðið/Fríða Borgarstjóri og lögreglustjóri munu funda með íbúum um stöðuna í miðbænum LÍTIÐ virðist hægt að gera til að verjast ómerktum og óumbeðnum fjölpósti. Ekki er vikið í lögum að rétti viðtakenda til að afþakka fjöl- póst. Ágústa Hrund Steinarsdóttir hjá Íslandspósti segir póstkassa eða póstlúgu skilgreinda í lögum sem kassa eða rifu á byggingu fyrir söfn- un póstsendinga. Strangt til tekið eigi fólk ekki lúgurnar og Íslands- pósti sé skylt að dreifa póstinum. |24 Skylt að dreifa fjölpóstinum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.