Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 27
Doddi var nálægur og allt gat gerst.
Bílarnir voru heldur aldrei lúnari en
svo að þeir væru ekki tilbúnir til
frekari landvinninga eftir nokkra
hvíld. þá var farið í berjamó út á
Aura, út í Dyrhólaey eða í heimsókn
að Hólunum eða jafnvel alla leið í
kaupstaðinn, austur í Vík.
Einhvern tímann heyrði ég að
Doddi hefði ætlað sér að verða leik-
ari. Ekkert veit ég um leikhæfileik-
ana en hafi þeir verið eitthvað á við
sjarmann þá hefði Doddi orðið
heimsfrægur. Hann var ótrúlega
svalur og gaf ekkert eftir Holly-
wood-hetjum eftirstríðsáranna.
Leikari varð Doddi samt ekki heldur
lærði hann prentiðn og varð fyrsti
offsetprentari landsins. Hann hefði
án efa, allt eins vel getað samið sín
eigin verk í stað þess að prenta ann-
arra, því Doddi var einstakur sagna-
maður. Hann sagði frá af gleði og
ákafa, færði í stílinn og beitti drama-
tískum tilþrifum eftir því sem við
átti. Þegar frásögnin hóf hann í hæð-
ir kom alveg einstakt blik í augu
Dodda. Á þeim stundum hefði hann
hikstalaust getað sannfært hvern
sem var um að hvítt væri svart.
Dodda var fleira gott gefið, hann var
lagviss og söngelskur. Í sveitinni var
mikið sungið, ekki síst um sláttinn.
Börn Dodda og Heiðu, Sigríður
Anna, Einar, Skafti og Ragnar eru
öll listhneigð, rithöfundar, söngvar-
ar, hjóðfæraleikarar og afreksfólk í
íþróttum. Öll skipa þau stóran sess í
ríkulegum minningasjóði glaðværð-
ar og gleðistunda frá æskustöðvum
mínum í Mýrdalnum.
Með Dodda er farinn einn mesti
gleðigjafi æsku minnar. Allar minn-
ingar um hann og Heiðu eru bjartar.
Á kveðjustund er hjarta mitt barma-
fullt af þakklæti fyrir samveru-
stundirnar allar.
Um leið og ég bið Dodda bless-
unar í eilífðarlandinu, votta ég ætt-
ingjum hans og vinum einlæga sam-
úð mína.
Steinunn Helga.
Síðan mér bárust þær fréttir að
Þorgrímur Einarsson frændi minn
væri dáinn hafa sótt á hugann minn-
ingar úr æsku minni og uppvexti. Afi
minn Stefán Hannesson var ömmu-
bróðir Dodda frænda eins og hann
var alltaf kallaður og þeir voru alla
tíð nánir og á margan hátt líkir.
Doddi var mikill aufúsugestur á
heimili okkar, Litla Hvammi og síð-
ar Hvammbóli í Mýrdal.
Þegar sú frétt barst okkur í sveit-
ina að Doddi og fjölskylda væru að
koma í heimsókn var eins og lifnaði
yfir öllu, allir hlökkuðu til. Ég beið
jafnan úti eftir að heyra vélarskell-
ina í bílnum hans, því að það var al-
veg víst að Doddi kæmi ekki á hljóð-
látri lúxusdrossíu. Hann var ekki
þannig maður. Samt var alltaf pláss
fyrir alla í bílnum hans. Þannig mað-
ur var hann.
Já, það lifnaði yfir heimilinu.
Doddi og Heiða og allir krakkarnir
Skapti, Anna Sigga, Einar og Ragn-
ar komu með glaðværð og framandi
andrúmsloft með sér í fábreytt
sveitalífið. Allt fékk nýjan svip og
margraddaður söngur fyllti húsið.
Doddi var mikill söng- og sögumað-
ur, og hafði atvinnu af slíku, um
tíma, sem ungur maður. Það var
auðvelt var fyrir barnssálina að hrí-
fast með þegar hann með leikrænni
tjáningu sagði frá svaðilförum og
ævintýrum sem oft og einatt hann
sjálfur hafði lent í.
Að minnast Dodda án Heiðu hans
er ekki hægt, svo mikil og falleg hjón
voru þau. Þau voru hvort öðru allt.
Það sást best þegar Heiða veiktist
og varð að flytja af heimilinu á
sjúkrastofnun. Þá nánast flutti
Doddi með henni, svo vel annaðist
hann hana í veikindum hennar.
Það er gott og fallegt að hugsa til
þessara hjóna núna þegar þau eru
farin frá okkur. Þau vildu öllum vel,
gerðu öllum jafnhátt undir höfði,
smáum sem stórum. Þess naut ég.
Fyrir það vil ég nú að leiðarlokum
þakka. Við Guðmundur, og fjölskyld-
an öll, sendum Skapta, Önnu Siggu,
Einari og Ragnari og þeirra fjöl-
skyldum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jóna Sigríður Jónsdóttir.
Það var ekki furða þótt hann Þor-
grímur vinur minn kallaði sig offset-
prentara. Hann var nefnilega fyrsti
maðurinn á Íslandi sem tók sveins-
próf í þeirri grein. Faðir hans Einar
Þorgrímsson aflaði sér menntunar á
þessu sviði í Bandaríkjunum og
stofnaði prentsmiðjuna Lithoprent
ásamt Guðmundi Jóhannssyni árið
1938. Þorgrímur var fyrsti lærling-
urinn sem þeir tóku.
Á þessum árum gekk í miklu basli
við að fá iðngreinina viðurkennda
sem löggilta iðngrein og það var ekki
fyrr en 1943 að það tókst undir nafn-
inu ljósprentun. Mörg verkefnin
fékk Þorgrímur að glíma við á þess-
um árum og eitt af þeim var ljós-
prentun Guðbrandsbiblíu. Það þurfti
góða fagmenn til að vinna þetta ein-
staka verk og það svo snilldarlega
sem þeir gerðu í Lithoprenti. Þessi
biblía kom út á árunum 1956 og 1957.
Á seinni árum, þegar Þorgrímur
var löngu hættur að vinna í Litho-
prenti og ég var kominn í vinnu hjá
Félagi bókagerðarmanna, rifjuðum
við oft upp þetta tímabil og margt
fleira sem á dagana hafði drifið. Ég
man sérstaklega eftir einu kvöldi
veturinn 1984, í langa verkfallinu
mikla. Það var stund milli stríða og
við Þorgrímur komum saman heima
hjá mér og við skemmtum okkur við
að lesa upp ljóð og taka upp á seg-
ulband. Ég á þetta einhvers staðar til
enn þá og spila það stundum mér til
ánægju. Þorgrímur var nefnilega
góður upplesari og á seinni árum,
þegar Heiða konan hans var komin á
Elliheimilið Grund, þá flutti hann í
nágrenni við heimilið svo hann ætti
betra með að heimsækja hana. Þá
tók hann upp á því að lesa fyrir sjúk-
lingana sem varð svo vinsælt að það
varð að samkomulagi við spítalann
að hann gerðist nokkurs konar
starfsmaður hans í þessu verkefni.
Þorgrímur vann jafnframt að því að
skrifa sögu Lithoprents og fleira
sem hann vissi um frá gömlum tíma
og birtust þessar greinar í Prentar-
anum á þessum árum. Þorgrímur var
formaður Offsetprentarafélags Ís-
lands 1956-1957 og 1959-1961. Hann
var ætíð mjög fylgjandi því að félag
hans gengi í Alþýðusamband Íslands
og hann kannaði það strax eftir að
hann var kosinn formaður hvort það
væri hægt, en lög ASÍ heimiluðu
ekki á þessum tíma að svo fámennt
félag gengi í sambandið svo ekkert
varð af þessu. Þorgrími varð því ekki
að ósk sinni fyrr en nærri hálfri öld
síðar. Þá hafði félag hans sameinast
öðrum bókagerðarmannafélögum í
Félagi bókagerðarmanna (1980). Það
félag gerði síðan margar tilraunir til
þess að ganga í Alþýðusambandið,
en það fékkst ekki samþykkt fyrr en
árið 2003. Ég vil þakka Þorgrími fyr-
ir samstarfið á liðnum árum. Hann
var ákaflega félagslyndur maður og
hélt ávallt sínu upphaflega striki, að
við ættum að ganga í heildarsamtök
verkalýðsins.
Við hjónin sendum ástvinum hans
bestu samúðarkveðjur.
Svanur Jóhannesson.
✝ Bettý var fædd íStavanger í
Noregi þann 8. apríl
1925, þaðan flutti
hún 5 ára gömul og
hefur búið á Íslandi
síðan eða allt þar til
að hún kvaddi þenn-
an heim 19. ágúst
2007.
Foreldrar Elísa-
betar voru þau Hen-
rik Schumann
Wagle (ættaður frá
Stavanger) látinn
árið 1955 og Anna
Sigríður Árnadóttir Wagle (ættuð
frá Suðurnesjum) látin árið 1993.
Faðir Bettýar var vélagæslumaður
og niðursuðufræðingur ásamt þess
að vera mikið tónskáld og listmál-
ari. Móðir hennar var húsmóðir og
ólu þau upp 5 börn saman. 1) Árni,
fæddur 1918 og dó það sama ár.
2) Ellen Ingibjörg f. 24.12. 1919.
Hún lést 24 ára að aldri þegar
Goðafoss fórst á stríðsárunum
1944, ásamt 2 ára syni sínum og
ófæddu barni. Eiginmaður Ellenar
var William G. Downay.
3) Herdís Alvilda f.10.06. 1922.
Herdís giftist Einari A. Jónssyni
7 ára. b) Anna Elísabet f.13.06.
1985, nemi c) Einar Torfi f. 15.10.
1987, nemi. Vilborg og Einar skildu
árið 1995. Giftist hún síðar Stefáni
Sigurðssyni úrsmið f. 07. 10. 1944.
2) Sonur: óskírður f. 07. 06.1958, d.
18. 06. 1958.
3) Ingibjörg Ásdís f. 22. 05. 1959,
heimilishjálp. Var gift Jóni Inga
Ragnarssyni f. 03. 10. 1956, d.27. 06.
2005, húsgagnasmiður m.m. Eiga
þau saman Inga Þór Jónsson f. 08.
09. 1978, nema og vinnuvélstjóra.
Unnusti Ingibjargar í dag er Sveinn
Hallgrímsson f. 23. 06. 1961, blikk-
smiður.
Elísabet lauk gagnfræðiprófi og
starfaði í nokkur ár í Sparisjóðnum
í Reykjavík. Hún fór til Danmerkur
árið 1946 og stundaði þar nám í
húsmæðraskóla (Sorø) og útskrif-
aðist þaðan 1948. Elísabet var hús-
móðir og góður píanóleikari, ekki
heillaði hún mannskapinn síður á
dansgólfinu, hvað þá sem sundd-
rottning á yngri árum. Hún var virk
í Kirkjukór Garðabæjar til margra
ára sem og að vera meðlimur í Inn-
er Wheel og Kvenfélagi Garða-
bæjar.
Fyrst og fremst minnumst við þín
sem þess fallega og góða sem lifir i
okkur. Við elskum þig og nær sú ást
lengra en eilífðin sjálf. Þú lifir í
okkur eiginkona, móðir, amma og
langamma.
Útför Elísabetar verður gerð frá
Garðakirkju fimmtudaginn 30.
ágúst nk. og hefst athöfnin kl. 15.
látnum. Áttu þau 3
börn og er eitt þeirra
látið.
4) Elísabet Hinriks-
dóttir, gift Sveini
Torfa Sveinssyni og
eignuðust þau 3 börn
en eitt lést 11 daga
gamalt.
5) Árni Marselíus f.
07. 03. 1930, d. 18. 09.
1975, var giftur
Helgu Henrýsdóttur
og áttu þau 6 börn, 1
látið.
Elísabet giftist
Sveini Torfa Sveinssyni verkfræð-
ingi f. 2 . 1. 1925. Giftust þau 4. 7.
1953 og áttu 54 kærkomin ár sam-
an fyrir utan öll unglingsárin sem
þau vissu og þekktu af hvort öðru.
Börn þeirra eru eftirtalin:
1) Vilborg Elín f. 23. 10. 1954,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Var gift Einari Benediktsyni f. 21.
02. 1952 vélstjóra og eiga þau 3
börn saman og er elst þeirra,
a) Linda Einarsdóttir f. 04. 08.
1974 flugfreyja og er gift Sig-
mundi Lárussyni f. 16.10. 1973,
símvirki, og eiga þau 2 börn, þau
Daníel Inga 11 ára og Birgittu Ýr
Sunnudaginn 19. ágúst sl.hringdi
Sveinn Torfi og tilkynnti mér að
Bettý væri dáin. Andlát hennar kom
ekki mjög á óvart, svo veik hafði hún
verið um nokkurt skeið. Fregnir höfð-
um við líka af því að heilsu hennar
hefði hrakað mjög hina síðustu daga.
Engu að síður er fráfall hennar
ótímabært, þótt hún hafi verið orðin
82 ára.
Lengst af naut hún góðrar heilsu.
Aðeins síðustu árin urðu henni erfið,
eins og raunar þeim hjónum báðum.
Hún dvaldi um tíma á Hjúkrunar-
heimilinu Holtsbúð í
Garðabæ, en síðustu mánuðina á
Vífilsstöðum. Um sama leyti og hún
fór þangað fékk Sveinn Torfi vist á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Á þessum
stöðum hafa þau hjón notið góðrar
þjónustu, en ekki var það óskastaðan
sem upp kom er leiðir þeirra urðu að
skilja eins og hér varð. Það tók á til-
finningar Torfa að geta ekki verið hjá
Bettý sinni, en hann heimsótti hana
held ég daglega, þrátt fyrir bága
heilsu sjálfs sín, en þá með hjálp með
dætra sinna.
Við hjónin kynntumst Bettý og
Torfa fyrir 47 árum þegar ég varð
sveitarstjóri í Garðahreppi. Þangað
höfðu þau hjón hins vegar flutt 1958
og byggt sér þar einstakt hreiður í
Hraungörðum við Álftanesveg. Og
þar bjuggu þau allt fram á síðustu
mánuði, ræktuðu garðinn sinn í þess
orðs fyllstu merkingu og undu hag
sínum vel. Frá því þau fluttu í Garða-
hrepp og næstu áratugi vann Torfi
hin ýmsu verkfræðistörf fyrir sveitar-
félag sitt og gegndi þar trúnaðar-
störfum, var t.d. formaður bygging-
arnefndar fyrstu árin. Þar áttum við
langt samstarf.
Bettý og Stella, kona mín, voru
saman í saumaklúbb í mörg ár, ásamt
fleiri konum.
Og þau hjón tóku virkan þátt í ýms-
um félagsskap í sveitarfélaginu, hann
m.a. í Rotaryklúbbnum Görðum og
hún í Inner Wheel, Kvenfélaginu og
sjálfsagt fleiri félögum. Þau sóttu
fundi og skemmtanir þessara félaga á
árum áður og munaði allsstaðar um
þau. Þau buðu kunningjum sínum
heim til veglegra veislufagnaða,
veittu af rausn og höfðingsskap. Þar
var gjarnan sungið og dansað. Bettý
var afar músíkölsk, lék afbragðs vel á
flygilinn sem Torfi gaf henni fyrir
margt löngu. Mér er ekki kunnugt
um að hún hafi sótt sér kennslu í pí-
anóleik. Hún hafði þetta bara í sér og
allt lék þetta í höndum hennar, í þess
orðs fyllstu merkingu. Þau hjón voru
góð heim að sækja.
Við Stella minnumst margra
skemmtilegra stunda með Bettý og
Torfa hvor á annars heimilum á liðn-
um árum. Einnig margra ferðalaga
um óbyggðir, en slíkar ferðir fórum
við oft á árum áður og höfðum mikið
yndi af.
Við hjónin söknum þess að sjá ekki
Bettý oftar. Hún var góð kona og
glaðvær, bjó manni sínum og dætrum
hlýlegt og fallegt heimili. Þangað var
ætíð gott að koma.
Við færum Sveini Torfa, dætrum
þeirra og öðrum niðjum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
þeim Guðs blessunar.
Ólafur G. Einarsson.
Það eru hugljúfar minningar sem
vakna með okkur þegar kvödd er
hinstu kveðju sómakonan Elísabet
Hinriksdóttir eða Bettý eins og hún
var jafnan kölluð, en um fjörutíu og
fimm ár eru liðin síðan við kynntumst
og höfum átt með okkur vinskap síðan
sem aldrei hefur borið skugga á.
Þegar við hófum undirbúning að
húsbyggingu okkar í Garðabænum
var leitað til eiginmannsins Sveins
Torfa um tæknileg ráð, en þannig hóf-
ust okkar kynni sem síðan leiddu til
margvíslegra samskipta og margra
ógleymanlegra samverustunda með
þeim hjónum bæði í byggð og óbyggð-
um víða um land svo og erlendis. Allt-
af var gaman að staldra við í Hraun-
görðum og finna fyrir hlýhug og
gestrisni þeirra hjóna.
Þau Bettý og Torfi voru ásamt
okkur hjónunum og fleiri vinum þátt-
takendur í Eyjafélaginu frá upphafi,
en það varð til árið 1983 og er óform-
legur fámennur félagsskapur, sem
hefur það eina markmið að heim-
sækja eyjar umhverfis Ísland, eyjar
sem eru eða hafa einhvern tíma verið
í byggð. Bettý var mjög áhugasamur
og ljúfur þátttakandi í þessum ferð-
um og fórum við saman margar
skemmtilegar ferðir til að skoða eyj-
ar og fræðast um það líf, bæði manna
og dýra, sem þar var lifað. Ferðirnar
eru farnar á vorin þegar náttúran
vaknar af vetrardvala og fuglar him-
insins glæða umhverfið með söng
sínum. Þarna naut Bettý sín en þau
hjón höfðu mikla ánægju af ferðalög-
um.
Einnig eru ógleymanlegar utan-
landsferðirnar þegar við heimsóttum
stórborgir svo sem Vínarborg, Búda-
pest, Hamborg og Kaupmannahöfn.
Þar var farið í óperuhúsin og á tón-
leika, en Bettý hafði mikla ánægju af
tónlist og naut slíkra stunda.
Bettý var ein af stofnendum Inner
Wheel-klúbbsins í Görðum. Hún tók
virkan þátt í félagsstarfinu þar og lét
sig ekki vanta á fundi og annað fé-
lagsstarf meðan heilsan leyfði. Henn-
ar verður saknað af félagskonum þar
fyrir sitt glaðlega og hlýja viðmót.
Nú á fyrstu haustdögunum kveðj-
um við Bettý með söknuði er hún
heldur á nýjar slóðir eins og farfugl-
arnir sem yfirgefa okkur um þessar
mundir og halda til annarra heim-
kynna. Við þökkum fyrir samfylgd-
ina og flytjum kveðjur Eyjafélagsins
og Inner Wheel Görðum. Sveini
Torfa, dætrunum og fjölskyldum
þeirra sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
Guðrún Ólafsdóttir,
Ólafur Nilsson.
Ida Elísabet
Hinriksdóttir (Bettý)
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur | Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Minningargreinar
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURLILJA ÞÓRÓLFSDÓTTIR,
Grund,
Njarðvík,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð.
Guð blessi minningu hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Diljá Reynisdóttir, Ríkharður Pescia,
Þorvaldur Reynisson,
Erna Reynisdóttir, Sindri Sigfússon,
Guðmundur Jónsson,
ömmubörn og langömmubörnin.