Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 235. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is 14 ÁRA HAMHLEYPA STEFANÍA VINNUR BESTU FRJÁLS- ÍÞRÓTTAKONUR LANDSINS >> ÍÞRÓTTIR LENGRA SUMAR Í GRASAGARÐINUM HAUSTSÚPA MARENTZA POULSEN >> 18 Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is SAMKVÆMT lögum um útsenda starfs- menn erlendra fyrirtækja og starfsmanna- leigur er fyrirtæki eða starfsmannaleigu, sem hyggst veita þjónustu hér á landi, skylt að veita Vinnumálastofnun margvíslegar upplýsingar. Meðal þeirra upplýsinga er staðfesting þess að starfsmenn hér á landi njóti slysatrygginga. Erlendur starfsmað- ur, sem hér starfar í tvær vikur eða lengur, skal vera vátryggður við störf sín vegna andláts, varanlegs líkamstjóns og tíma- bundins missis starfsorku. Vátryggingin nær hins vegar aðeins til slyss í starfi eða á eðlilegri leið milli vinnustaðar og dvalar- staðar. Gildir sjúkratrygging því jafnan um slys utan vinnutíma. Útlendingar sem hingað koma og taka upp búsetu öðlast sjúkratryggingu eftir sex mánaða dvöl hér á landi. Hið sama á við um erlenda starfsmenn sem ráðnir eru beint til fyrirtækis hér á landi, til dæmis fyrir milli- göngu vinnumiðlunar. Þeir ganga inn í ís- lenska almannatryggingakerfið, en hvenær það verður fer eftir réttindum þeirra í heimalandinu er Tryggingastofnun ber að taka tillit til. Fátíð undantekningartilvik Ríkisborgarar EES-ríkja, sem hingað koma til þess að leysa sérhæfð og tíma- bundin verkefni eða í gegnum starfsmanna- leigur, ganga að öllu jöfnu ekki inn í ís- lenska almannatryggingakerfið, heldur er sjúkrakostnaður sá er hlýst af dvöl þeirra á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum hér á landi greiddur af sjúkratryggingastofnun í heimalandi viðkomandi. Sjúkratrygging er- lends starfsmanns í heimalandi og staðfest vottorð um útsendingu hans frá heimalandi er þó skilyrði fyrir þessu. Ef einstaklingur hefur yfirhöfuð ekki not- ið sjúkratryggingar í heimalandi sínu, til dæmis sökum atvinnuleysis eða vanskila á iðgjöldum, verður hann ekki sjúkratryggð- ur hér á landi fyrr en eftir sex mánaða bú- setu eða vinnu. Hildur Sverrisdóttir, forstöðumaður al- þjóðamála hjá Tryggingastofnun, telur að það sé í algjörum undantekningartilvikum sem erlendir verkamenn njóti engra al- mannatrygginga, þótt engar tölulegar upp- lýsingar séu til um það. Í slíkum undantekn- ingartilvikum segir Hildur það ljóst að í neyð sé engum neitað um þjónustu á heil- brigðisstofnunum. Langflestir sjúkra- tryggðir Engum neitað um heil- brigðisþjónustu í neyð Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Réttindi Útlendingar öðlast sjúkratrygg- ingu eftir sex mánaða dvöl hér á landi. INGA María Guðmundsdóttir, bóka- vörður á Ísafirði, komst í fréttirnar á dögunum sem þriðji tekjuhæsti ein- staklingurinn á Vestfjörðum. Starfið á bókasafninu veitir henni ekki svo miklar tekjur heldur er það dúkku- lísuvefur á Netinu, eða nokkurs kon- ar tenglasafn slíkra leikja, sem með auglýsingum er farinn að gefa svo vel í aðra hönd. Þegar best lætur fær Inga María upp undir sjö milljónir heimsókna á vefinn á mánuði og um 40 milljón flettingar. Níu ár eru liðin síðan hún setti vefinn upp, www.dressupgames.com, og síðan þá hefur hann smátt og smátt verið að vinda upp á sig. Nú er svo komið að Inga María er að skoða möguleika á stofnun sérstaks fyrirtækis kringum rekst- urinn. Hún segist aldrei hafa auglýst vefinn sérstaklega heldur hafi hann einfaldlega spurst út meðal fólks. Það sé besta auglýsingin. | Viðskipti Vinsælar dúkkulísur Leikir Vinsælt er orðið að klæða dúkkulísur upp á vefnum. NÆSTU daga eiga gestir miðbæjarins eftir að verða varir við dansandi fólk í bænum en Nútímadanshátíð í Reykjavík 2007 hefst í dag og lýkur á sunnudaginn. Hátíðin breiðir úr sér um miðborg- ina að degi til en á kvöldin finnur hún sér samastað í Verinu við Nýlendugötu þar sem aðalsýningarnar eru. Dansararnir tóku for- skot á sæluna í gær og fengu sér snúning á Austurvelli. | 15 Morgunblaðið/Golli Danshátíð hefst Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÞAÐ gæti orðið mikil eft- irsjá í huga fólks þegar það vaknar upp eftir nokkur ár og stór og mikilvægur hluti nítjándu aldar byggðarinnar í Reykjavík verður horfinn,“ segir Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður vegna ítrekaðra fregna af niðurrifi gamalla húsa. Þau séu örfá eftir. Vísar hún með- al annars til niðurrifshug- mynda við Laugaveg og telur sjónarmið hús- verndar ekki fá að njóta sín þegar útliti gamalla bæjarkjarna er breytt. Gætu orðið alvarleg mistök „Það eru alvarlegir hlutir að gerast og ákveðin afturför hefur orðið í húsvernd á undanförnum árum, bæði í Reykjavík og sums staðar á lands- byggðinni. Á Laugavegi gætu að mínu mati orðið mjög alvarleg mistök með frekara niðurrifi gam- alla húsa, því það skiptir miklu máli að halda í heildarmynd götunnar. Niðurrif í elstu hlutum borgarinnar á auðvitað ekki að eiga sér stað. Það þarf því að fara meira yfir þessi mál heildstætt og ræða þau meira,“ segir Margrét. Hún vonar að Reykvíkingar haldi í þau gömlu hús sem enn eru varðveitt í borginni enda séu þau í raun örfá. dæmi um það, þar sem miklum hluta af gamla bænum var breytt fyrir allmörgum árum. Menn sjá enn eftir þessum borgarhluta, en á hinn bóg- inn kunna þeir að meta gamla bæinn sem varð eftir. Þar er heilmikið mannlíf.“ Stórslys í minjavörslu? Fyrirhugað niðurrif húss í Hafnarstræti 98 á Akureyri, oftnefnds Hótels Akureyrar, hefur verið í fréttum undanfarið, en til stendur að rýma fyrir nýbyggingu á lóðinni. Margrét skoð- aði húsið ásamt fulltrúum húsafriðunarnefndar í gær. „Það sem er að gerast á Akureyri núna get- ur orðið stórslys í minjavörslu. Umrætt hús er hluti af mjög sterkri heild. Ég vonast til þess að beitt verði aðgerðum til að verja húsið. Annars verður þar höggvið skarð í sögulega götumynd.“ „Ég er þó bjartsýn á að hugmyndasamkeppnin um reitinn við Austurstræti eigi eftir að skila hugmyndum um verndun gömlu húsanna og uppbyggingu í tengslum við þau,“ segir Mar- grét. Hvarvetna í nágrenni Laugavegar og Austur- strætis er umhverfið að breytast. Lóðaverð er hátt og peningasjónarmið virðast ráða miklu um útlit svæðisins. Margrét segir hins vegar að í helstu borgum Evrópu hafi myndast sátt um að vernda gamla kjarnann og aðlaga endurbætur og uppbyggingu á honum. Þar hafi tekist mjög vel að vernda gamla miðbæjarkjarna sem gefa menningargildi og blæbrigði. Í hinum mikla hraða sem ríki á Íslandi geti verið að menn séu að gleyma sér. „Sums staðar hafa þó verið gerð mistök sem menn sjá eftir. Stokkhólmur er gott Örfá hús frá 19. öld eftir Þjóðminjavörður segir afturför hafa orðið í húsafriðun á undanförnum árum Margrét Hallgrímsdóttir Morgunblaðið/Sverrir Friðun? Margrét segir Hótel Akureyri mikilvægan hluta af götumyndinni. ÞORSTEINN Gunnarsson, formaður húsafrið- unarnefndar, segist vilja láta friða húsið á Lauga- vegi 2 og láta friðun þess húss smita út frá sér svo að götumyndin haldist óbreytt. Þorsteinn segist í samtali við Morgunblaðið þó vera smeykur um að skilaboð nefndarinnar þessa efnis komist ekki nógu vel til skila. Vill friða Laugaveg 2 © In te rI KE A Sy ste m sB .V .2 00 7 NÝR VÖRULISTI heillandi HUGMYNDIR www.IKEA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.