Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
AFTUR; titillinn getur ekki annað
en minnt á bók Marcel Proust sem
Pétur Gunnarsson þýddi, Í leit að
glötuðum tíma. Setningin lýsir inn-
taki sýningar Einars Fals ljós-
myndara í Listasafni Reykjanes-
bæjar. Viðfangefni Einars er
einmitt þetta samspil fortíðar og
nútíðar, nútíðar sem á hverju
augnabliki breytist í fortíð.
Aftur; þetta er tregafullur titill,
óhjákvæmilega. Hvernig getur
heimsókn á breyttar æskuslóðir
verið öðruvísi? Fæstir óska sér að
upplifa æsku sína aftur en syrgja
hana þó, horfið sakleysi, horfið al-
gleymi augnabliksins, meðvitund
fullorðinsáranna um hverfulleika
lífsins og sífelldar breytingar hefur
tekið yfirhöndina. Roland Barthes
hefur kannski haft áhrif á Einar
Fal sem lagði stund á ljósmynd-
anám eitthvað um það bil á þeim
tíma þegar kenningar hans voru í
hávegum hafðar, en bók hans,
Roland Barthes par Roland Barth-
es fjallar m.a. um ljósmyndir úr
bernsku þar sem hann veltir fyrir
sér hvað lifir í minningunni og
hvernig. En Einar Falur segir ekki
frá atriðum í eigin lífi heldur segir
sýning hans margar sögur. Mynd-
irnar eru allar teknar á þessu ári
og sjónarhornið hefur yfirbragð
skrásetningar. Rammarnir eru sér-
stakir og minna á kassa sem geyma
safngripi, þeir fara vel við þann
lestur sem Einar ætlar myndum
sínum. Í þeim dregur hann fram
sjónræn atriði umhverfisins á borð
við litadýrð málaðra veggja, en
myndirnar einkennast einnig af
jafnvægi, vissri fjarlægð, skerpu og
kyrrð.
Sögurnar sem myndirnar segja
eru jafn margar áhorfendum, en í
forgrunni er líka saga sjávarþorps
sem stundum virtist nær Ameríku
en Reykjavík, „mótað af vindum og
Ameríku“ eins og Jón Kalman Stef-
ánsson rithöfundur orðar það í inni-
haldsríkum formála að sýningunni.
Þar sem töluð er sjarmerandi
keflvíska og enn í dag get ég varla
talað um Reykjanesbæ, nei,
„Kebblaíg“ heitir það.
Einar Falur segir ekki síst sögu
áhorfandans sjálfs sem skáldar
frjálslega í yfirlætislausa bakgarða,
andlit unglingsáranna, eða augna-
tillit þeirra sem eitt sinn voru börn.
Með liðinn tíma í huga eru blokk-
irnar í bakgrunni allt í einu eins og
fótósjoppaðar inn á þorpsmyndina,
Snæland vídeó út úr kú, Flennistór
ísauglýsingin tilheyrir einnig nú-
tímanum, en undir henni, bak við
rúðuna: bambi, vísun til bernsku.
Veggurinn í gagnfræðaskólanum
segir sína sögu og málað múr-
steinamynstur gefur til kynna
blekkingu, ekkert er eins og það
virðist.
Sýningin er vandlega hugsuð og
framsett frá upphafi til enda og
nýtur sín vel í landfræðilegu og
sögulegu samhengi, á tíma sem er
tímamótatími í sögu bæjarfélagsins.
Einar Falur kann þá list að segja
mikla sögu án orða eða umbúnaðar,
sannleik um lífið og tímann, sem
ekki verður færður í orð.
Sannleikur um lífið og tímann
Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Listasafn Reykjanesbæjar
Til 14. október. Opið alla daga frá kl. 13.-
17.30. Aðgangur ókeypis.
Aftur, Einar Falur Ingólfsson
Aftur Gatnamót Vatnsnesvegar og Hafnargötu, 2007.
ÞAÐ er ótrúlegt að við skulum eiga
tvær alvöru stórsveitir um þessar
mundir og þó að margir í Stórsveit
Samma Jagúars spili af og til með
Stórsveit Reykjavíkur er aðeins um
fjórðungur þar fastamenn. Það er
skemmst frá því að segja að Stór-
sveit Samma blés af slíkum fítons-
krafti að dauðir hefðu risið upp væru
þeir grafnir undir sviðinu í NASA.
Brassið var alveg geggjað, sér í lagi
trompetarnir, og Óskar Guðjóns, Jó-
el Pálsson og Haukur Gröndal
trylltu í sólóum sínum og hafði gest-
urinn, Jimi Tenor frá Finnlandi,
ekkert í þá kappa að gera. Tónlistin
var í bland eftir Samma og Jimi, sem
var flottur er hann fékkst við raftól-
in og söng samstiga með hljóm-
borðsleik sínum. Mér segja fróðir
menn að hann sé flottur í raftónlist-
inni en ekki er hann litríkur sem ten-
óristi. Ekki tók verra við eftir að
Sammi og félagar luku leik sínum.
Antibalas frá New York héldu uppi
stuðinu fram eftir nóttu. Þetta eru
fjórir blásarar og sjö manna hryn-
sveit, þar af söngvarinn Amayo.
Þarna var aldrei slegið af og færni
sólistanna mikil – sér í lagi fannst
mér básúnuleikarinn Aaron Johnson
magnaður. Það er gaman að lífs-
gleðin skuli enn ríkja í djassinum,
ekki síður en þegar Louis Jordan og
Lionel Hampton og allt það gengi
tryllti lýðinn.
Þessi djasshátíð er ein sú
skemmtilegasta sem haldin hefur
verið hérlendis og það má aldrei
gleyma því að listin verður líka að
gleðja. Framkvæmdastjórinn, Pétur
Grétarsson, stóð sig eins og hetja við
skipulagninguna og troðfullt var alls
staðar og þegar eitthvað smávegis
vantaði upp á að listin væri fjögurra
stjörnu bætti sjóvið og leikgleðin
það margfalt upp.
Lúðra-
sveitafönk
af bestu sort
Vernharður Linnet
Tónlist
NASA
Laugardagskvöldið 1.9.
Jazzhátíð Reykjavíkur:
Stórsveit Samma, Jimi Tenor og Antibalas
Í RIGNINGARSUDDANUM standa nokkrar
hræður á Austurvelli í regnkápum að taka
myndir af Alþingishúsinu. Síðan er Austurvöllur
auður. Er klukkan nálgast fimm á föstudagseft-
irmiðdegi fjölgar á Austurvelli þar sem fólk hef-
ur safnast saman til að fara í dansgöngur á veg-
um Reykjavík Dance Festival 2007. Val var á
milli tveggja leiða og varð dansganga A fyrir val-
inu.
Gangan leiddi að helli einum við Ingólfstorg,
þar sem tvö sgwímsli sátu sofandi í stól. Þetta er
heimilislegur hellir, þar sem lampar varpa mjúk-
um bjarma á gula veggi. Búningar eru svolítið
bangsalegir en virka mjúkir og hlýir. Lag fyrir
lag hverfur ytra byrðið og hið innra með okkur
verður sýnilegt. Verk þeirra Margrétar og Sögu
hafði góða uppbyggingu og skýrt „concept“, jafn-
framt því sem verk þeirra var einlægt og þær
trúverðugar í hlutverkum sínum.
Nú hélt gangan áfram og leið lá upp Banka-
strætið, en í búðarglugga uppi á annarri hæð sat
ung stúlka og beið. Samkvæmt dagskrá var
dansverk Kötlu Þórarinsdóttir um þær ýmsu
myndir sem ástin tekur á sig. En fyrir áhorfand-
ann var eins og hún væri að bíða, annaðhvort
eftir einhverjum (ástinni) eða bara lífinu sjálfu.
Verkið var ágætlega unnið, en sumir kaflar náðu
ekki athygli áhorfandans. Kannske vegna fjar-
lægðar dansarans við áhorfendur er stóðu í rign-
ingunni og horfðu upp í gluggann.
Að lokum var gengið að Hressingarskálanum
og sest inn í hlýjuna. Hugmynd Damians Gmu-
ers og Ritu Aozane Bilibio var um tilraunasýn-
ingu þar sem áhorfendur samlöguðust gestum
staðarins, sem svo blönduðust aftur dönsurum.
Verkið var sett upp í ýmsa kafla sem sumir
hverjir vöktu kátínu á meðal áhorfenda.
Það hafði stytt upp er gengið var út eftir sýn-
inguna. Þessi hugmynd að færa nútímadans nær
almenningi með dansgöngu virkaði vel og undir
hatti Reykjavík Dance Festival fengu þessir
ungu danshöfundar tækifæri til að koma dans-
sköpun sinni á framfæri. Það verður spennandi
að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Dansganga A frá Austurvelli
DANS
Reykjavík Dance Festival 2007
Miðbær Reykjavíkur, laugardaginn
1. september 2007.
Sgwímsli: Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir. Ég
hef það fínt takk!: Katla Þórarinsdóttir. Guerilla-
improvisations: Damian Gmuer og Rita Aozane Bilibio.
Margrét J. Gísladóttir
SAFNAÐARHEIMILI Vídalíns-
kirkju í Garðabæ, Kirkjuhvoll (ekki
að rugla við samnefnt fyrirtæki í
Reykjavík), var umgjörð vel sóttra
einsöngstónleika á laugardag. Fram
komu mezzosópransöngkonan Rann-
veig Fríða Bragadóttir og hennar fas-
tapíanisti hérlendis hin síðari ár, Ger-
rit Schuil. Rannveig hefur nú lengi
verið búsett í Austurríki, og lék því
nokkur forvitni um viðburðinn þar eð
hún hefur ekki látið í sér heyra hér-
lendis síðan 2004, að því er bezt er vit-
að.
Dagskráin var að því leyti óvenju-
leg að vera valin eftir ákveðnu þema.
Það kom ekki fram af yfirskriftinni
„Ljóðasöngvar á hausti“ heldur skrif-
um söngkonunnar í tónleikaskrá,
„Konur í lífi og verkum skáldsins“,
þ.e. J.W. von Goethes. Fóru hér
m.ö.o. tónsetningar ofangetinna
klassískra kompónista á völdum ljóð-
um Goethes um konur, er sum hver
áttu sér raunverulegar fyrirmyndir
úr lífi hans, eins og fram kom af fróð-
legri úttekt söngkonunnar.
Óneitanlega frumleg formúla, enda
man ég ekki í svipinn eftir neinu sams
konar lagavali tengdu þessu höf-
uðskáldi Þjóðverja fyrr á hérlendum
söngpalli. Í því sambandi var þó
óneitanlega leitt að geta ekki haft
söngtextana fyrir sjónum svo bera
mætti saman ólíka nálgun tónskáld-
anna, með því að heil 6 ljóð af 20 birt-
ust í tveimur útgáfum – og eitt
(Freudvoll und leidvoll) m.a.s. í þrem-
ur – jafnvel þótt inntak ljóðanna væri
lauslega tilfært í tónleikaskrá.
Hinu hnitmiðaða efnisvali fylgdi
óhjákvæmilega sá böggull skammrifi
að þurfa að bregða birtu á ólíka með-
ferð tónskáldanna á sama texta. Og
þar stóð hnífurinn í kúnni. Hvað fyr-
irmyndarfylginn píanóleik Gerrits
varðar heyrðist mér fátt út á setjandi,
enda voru höfundareinkennin yf-
irleitt augljós og vel undirstrikuð í
röggsömum en oftast þjálum og blæ-
brigðaríkum leik hans. Öðru máli
gegndi um sönginn, því að frátöldu
Freudvoll … Liszts og allheillandi
túlkun á Gretchen am Spinnrade
Schuberts fannst mér meðferðin í
heild einum of keimlík.
Tilfinningaleg innlifun Rannveigar
var að vísu oft talsverð. En einsleit
raddbeiting hennar, ásamt fullveiku
brjósttónsviði sem varð til að toppn-
óturnar skáru sig of mikið úr heild-
inni, verkaði hins vegar þreytandi til
lengdar, jafnvel þótt undirtektir
væru afbragðsgóðar. Þar virtust þó
einkum eldri hlustendur eiga í hlut,
og stemmir það á sinn hátt við hug-
boð mitt um að kröfur til m.a. ví-
bratótemprunar hafi aukizt verulega
í kjölfar vaxandi upphafsstefnu síð-
ustu áratuga.
Konur Goethes
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Kirkjuhvoll
Verk eftir Beethoven, Mendelssohn,
Schumann, Schubert, Liszt og Wolf.
Rannveig Fríða Bragadóttir mezzosópr-
an, Gerrit Schuil píanó. Laugardaginn 1.
september kl. 17.
Einsöngstónleikar
HILDUR Bjarnadóttir heldur sínu
striki á sýningu sem nú stendur yfir
í Listasafni ASÍ, þar sýnir hún í Ar-
instofu og Gryfju. Viðfangsefni
hennar er líkt og á undanförnum ár-
um togstreitan milli handverks og
fagurlista, milli miðlægrar karllægr-
ar listar aldanna og heimilisiðnaðar
og handverks kvenna.
Þetta kemur skýrt fram í verkum
Hildar í Arinstofu þar sem ofnir
dúkar minna á viskustykki, nema
efnið er handofið úr málarastriga og
litasamsetningar lúta annarri fag-
urfræði en þeirri sem ríkir í Rúm-
fatalagernum. Dúkarnir, – eða högg-
myndirnar miðað við framsetningu
þeirra, eru samanbrotnir og komið
fyrir á stöplum en framsetningin er
til þess ætluð að vekja athygli á
aldagömlum skilgreiningum og við-
horfi til listaverka sem ekki hefur
verið í takt við þróun innan mynd-
listar um alllangt skeið.
Í arinstofu er Hildur síðan á öllu
ósýnilegri mörkum fagurlista og
handverks og mætti túlka titil sýn-
ingarinnar, Innifalið, sem undir-
strikun á þessu. Það mætti allt eins
skilgreina veggverk hennar sem
hefðbundinn vefnað, nema fyrir þá
vitneskju að þau eru ofin úr mál-
arastriga.
Hér kemur fram sama þema og
hefur einkennt list Hildar um nokk-
urt skeið en sýningin gengur ágæt-
lega upp þó að þeir sem þekki verk
hennar sjái þar ekki beinlínis verk
sem koma á óvart. Listamenn sem
þróa lista sína hægt og íhuga verk
sín vel eru gulls ígildi, því hlýtur líka
að vera mikilvægt að haga sýning-
arhaldi í samræmi við slík vinnu-
brögð og á það bæði við um stefnu
sýningarsala og sýningarhald lista-
mannanna sjálfra.
Hagan-
lega ofnir
þræðir
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Listasafn ASÍ
Til 23. september. Opið alla daga nema
mán. frá kl. 13-17. Aðgangur ókeypis.
Hildur Bjarnadóttir: Innifalið
Morgunblaðið/Sverrir
Dúkar „Framsetningin er til þess ætluð að vekja athygli á aldagömlum
skilgreiningum og viðhorfi til listaverka,“ segir Ragna í umsögn sinni.