Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 39 Lífið er dans. Dans er lífið. Þannig leið okkur örugglega flest- um foreldrum og börnum í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sem áttum samleið um skeið. Við skyndilegt frá- fall Guðna erum við enn og aftur minnt óþyrmilega á að lífið í öllum sínum myndum er sú mesta gersemi sem til er. Að sveiflast í valsi í gær eða fljúga um loftin blá á morgun. Þó að við höldum í einfeldni okkar að við stjórnum þessari sýningu þá erum við stöðugt minnt á mátt al- mættisins. Sem dansfjölskylda kynntumst við bæði Guðna og foreldrum hans í meðbyr og mótlæti. Hróður ís- lenskra dansara fór ekki bara vax- andi innanlands á þessum árum, heldur var farið utan í keppnis- og æfingaferðir þar sem samstaða og agi barna og foreldra væri verðugt keppikefli í hvaða íþróttagrein sem er. Samstaðan, einbeitingin, von- brigðin og gleðin, sjaldan höfum við upplifað álíka samhug. Dans er lífið. Lífið er dans. Eftir stendur tómleiki yfir því að ungur maður hafi verið hrifsaður á brott langt um aldur fram. Okkur sem eftir sitjum finnst ekkert réttlæti til. Eftir hverju var dæmt? Var ekki sveiflan og snúningurinn fullkomin? Ekki frekar en í úrskurðum dansdómara eigum við rök og lútum æðri dómum. Í mótlætinu eigum við engin svör. Styrkinn verðum við að sækja til gleðilegra endurminninga, glæstra sigra og ljúfra minninga um góðan dreng sem fór allt of fljótt. Guð blessi minningu Guðna og gefi fjölskyldu hans styrk. Ingibjörg, Ólafur og Hrund. Elsku hjartans Guðni Rúnar minn Það er erfitt að meðtaka svona fréttir, hvað þá að skilja að þetta sé raunveruleikinn. Það var alltaf gott að hafa samneiti við þig. Hvað þú varst góður við litlu bræður þína sem elskuðu þig svo mikið sem og allir aðrir í kringum þig. Ég á margar góðar minningar um þig sem ég mun geyma vel í hjartanu. Sú minning sem stendur mér hæst nú er síðasta skiptið sem við hitt- umst. Ég var hjá ykkur á Digranes- heiðinni og var að kveðja alla, ég kyssti litlu strákana og Ragnheiði eins og vaninn er, þá sagði Ragnheið- ur glaðklakkalega við mig: "ertu ekki að gleyma að kyssa Guðna bless", en ég var ekki vön því, eða hætti þeim vana þegar við urðum unglingar. Ég rauk til þín og smellti einum á kinn- inna og þú brostir. Elsku besti Guðni heimurinn verð- ur ekki samur án þín. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og nú ertu gengin á guðanna fund. Það geislar af minningu þinni (höf. Friðrik Stefánsson) Þín frænka Guðrún í sveitinni Guðrún Halldórsdóttir. Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs er þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. Guðni Rúnar Kristinsson ✝ Guðni RúnarKristinsson flugmaður fæddist í Reykjavík 29. des- ember 1984. Hann lést í flugslysi í Kan- ada 18. ágúst 2007. Útför Guðna Rún- ars var gerð frá Digraneskirkju þriðjudaginn 4. sept. sl. Lítillátur ljúfur og kátur, er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég kveð og minnist míns elsku- lega systursonar Guðna Rúnars. Þó var hann fastur fyrir og hafður þennan frá- bæra húmor. Ég á ekkert nema bjartar og fallegar minningar um Guðna. Þegar ég hugsa um hann get ég ekki ann- að en brosað. Megi hann hvíla í friði Frænka Ragnheiður Guðnadóttir Hinn 4. sept sl. kvöddum við Guðna Rúnar, fyrrverandi félaga og nemanda í Dansskóla Sigurðar Há- konarsonar, og skortir mig orð til að lýsa hversu slegin við urðum öll hjá Dansfélaginu Hvönn að heyra af frá- falli hans. Ég kynntist Guðna fyrst í Auð- brekku 18, þar sem hann stundaði dansíþróttina af miklum áhuga. Hann var ávallt til fyrirmyndar í sín- um hópi, prúður og frekar hljóður drengur. Þegar á reyndi sýndi hann mikinn keppnisanda og viljastyrk og gat verið ákveðinn þegar honum sýndist svo. Guðni náði frábærum ár- angri í dansinum með dansfélaga sín- um, Helgu Dögg Helgadóttur, og unnu þau marga Íslandsmeistara- titla bæði í suðuramerískum og standard dönsum. Saman voru þau í fremstu röð dansara í sínum aldurs- flokki. Guðni hafði lagt dansskóna sína á hilluna fyrir nokkru, en sem gamall kennari hans hef ég haft gaman af að fylgjast með honum í dansi lífsins. Ég minnist Guðna sem ljúfs drengs, með fallegt bros og hlýja framkomu og kveð hann með söknuð í hjarta. Elsku Guðni, ég veit að Guð tekur á móti þér í ljósinu og veitir það styrk til okkar í sorginni. Ég hugsa oft til þín og bið Guð um að vernda þig og fjölskyldu þína og veita þeim styrk á erfiðum tíma. Dansfélagið Hvönn, Kópavogi. Hildur Ýr Arnarsdóttir, danskennari. Að þurfa að skrifa minningargrein um besta vin sinn er nokkuð sem ég hélt að ég þyrfti ekki að gera á þess- um aldri og er án efa það erfiðasta sem ég hef þurft að gera en það virð- ist oft vera þannig að Guð tekur fyrst þá sem hann elskar mest. Ég held að traustari og betri vin sé ekki hægt að finna og þegar ég hugsa til baka þá eigum við svo margar og skemmti- legar minningar saman. Ég man þegar ég kynntist þér fyrst á hjólabretti, þá furðaði ég mig á því hversu góður þú værir á bretti miðað við hversu stutt þú hafðir ver- ið á því. Einhvern veginn voru þetta langskemmtilegustu tímarnir þegar ég, þú og Ingó mættum á hverjum einasta degi niður í Smára til að fara á hjólabretti og hvetja hver annan til að ná betri árangri á brettunum, smíða nýja hjólabrettapalla, taka upp „trix“ á kameruna þína, fara heim til þín í körfu og hanga saman og spila vídeóleiki eða horfa á vídeó, án efa bestu tímarnir. Það er bara einhvern veginn alltaf þannig með þig vinur minn að það sem þú tókst þér fyrir hendur það gerðir þú vel, sama hvað það var; hjólabrettið, snjóbrettið, hugsa um bræður þína, vini og flugnámið. Þú hugsaðir alltaf vel um bræður þína og maður sá hversu mikið þeir litu upp til þín, þú vildir allt fyrir þá gera og varst sannur stóri bróðir. Þú varst mjög metnaðarfullur í flugnáminu þínu og fékkst toppein- kunnir og maður sá hversu ótrúlega skemmtilegt þér þótti þetta nám og ég var virkilega spenntur fyrir því að fá að fljúga með þér. Það verður víst að bíða betri tíma en ég er alveg viss um að ég og Ingó eigum eftir að fá að fljúga með þér einhvern tíma. Þegar fólk spurði mig hvað þú værir að gera úti í Kanada fylltist ég allaf pínu stolti af því að segja að þú værir þar til að safna flugtímum upp í atvinnu- flugmanninn, en auðvitað varstu þar líka til að njóta lífsins og skemmta þér með vinum þínum. Það er ekkert lítið sem ég á eftir að sakna þín Guðni minn og eiginlega alveg ólýsanlegt hversu sárt það er að missa þig. Þú varst alltaf til staðar þegar maður þurfti á þér að halda og það var alltaf hægt að treysta á þig og með sanni hægt að segja að þú hafir verið maður með hjarta úr gulli, allir sem fengu að kynnast þér myndu eflaust segja það sama. Það er svo margt sem við eigum ógert saman og því veit ég að við eigum eft- ir að hittast aftur, elsku vinur minn. Mér þykir vænt um þig og kveð ég þig nú með söknuð í hjarta. Þinn vinur, Ingvar. Ég vil byrja á því að votta fjöl- skyldu þinni mína dýpstu samúð, hugur minn er með ykkur. Það fyrsta sem flýgur í gegnum hausinn á mér núna þegar ég skrifa þessa minning- argrein um einn af mínum bestu vin- um er hversu óendanlega þakklátur og stoltur ég er af því að hafa fengið að vera partur af lífi þínu og verið vinur þinn síðan við vorum bara litlir strákar. Ég gleymi því ekki þegar við vorum að kynnast. Þú varst nýbúinn að kaupa þér hjólabretti og ég sá þig vera að æfa þig og einhvern veginn urðum við strax bestu vinir og ekki leið á löngu þangað til við fórum að skeita saman, ég, þú og Ingvar, hvern einn og einasta dag og öll kvöld. Að fá að sjá þig vaxa úr því að vera nokkuð hæfileikaríkur strákur í það að verða einn besti hjólabretta- maður sem þetta land hefur alið af sér er búið að vera alveg ótrúlega gaman. Þó að þú hafir nú meiðst nokkrum sinnum mjög alvarlega stoppaði þig ekkert í að halda áfram og verða betri og betri og þannig má nú segja að þinn persónuleiki hafi verið; þegar þú fannst þig í einhverju var sko ekkert sparað í metnaðinum hvort sem það var hjólabretti, lær- dómur, taka upp á vídeókameru og að sjálfsögðu það nýjasta, sem var að fljúga flugvélum. Þú varst sko vinur í raun Guðni minn, það var alltaf hægt að treysta á þig, sama hvað gekk á þá varst þú alltaf til staðar þegar maður þurfti á vini að halda. Ég hitti þig síðast rétt áður en þú fórst út til Kanada, þá varstu orðinn spenntur fyrir ferð- inni, þú varst að fara að skemmta þér konunglega, bara fljúga, skeita og hafa gaman í þrjá mánuði. Ég er viss um að þetta var einn skemmtilegasti tími lífs þíns, og að vita það er gleðin í sorginni. Þegar ég frétti að þú hefðir látið lífið í flugslysi fannst mér heimurinn hrynja, ég trúði ekki að þú værir far- inn. Það er svo margt sem ég gæti talið upp hérna sem ég á eftir að minnast þín fyrir en það helsta er kærleikurinn sem þú gafst bræðrum þínum, þú elskaðir þá svo mikið og þú gerðir allt fyrir þá, bros þitt og hlátur, maður fékk ekki nóg af því að heyra í þér hlæja og fíflast með þér. Ég mun aldrei gleyma húmornum þínum og alltaf mun ég eiga minning- arnar um okkur á hjólabretti, snjó- bretti og öllu þessu rugli sem við höf- um gert af okkur í gegnum lífið. En nú er kominn tími til að kveðja þig í bili. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað þar sem þú getur skeitað endalaust án þess að slasa þig og vonandi ertu að taka allt upp á vídeó, ég vil fá að sjá þetta allt þegar ég kem. Heimurinn er ekki samur án þín, það virkilega sér á honum. Þín er sárt saknað og ég mun aldrei gleyma þér en þangað til næst, elsku vinur, hafðu það gott. Þinn vinur og frændi, Ingólfur Hreimsson. Mikið er skrítið að þurfa að kveðja einhvern úr U-bekknum svona fljótt. Við vorum saman í bekk í Kópavogs- skóla í 10 ár. Þrátt fyrir að við höfum ekki sést mikið síðustu ár er merki- legt hversu sterk böndin eru ennþá. Guðni var í alla staði alveg frábær. Traustur og fyndinn, flottur dansari og frábær skeitari. Svo sannarlega vinur vina sinna. Þegar maður fær svona fregnir leitar hugurinn ósjálfrátt aftur á bak og margar góðar minningar koma upp í hugann. Takk fyrir þær allar. Okkur þykir það ofboðslega leitt að hafa ekki komist í jarðarförina þína og getað kvatt þig, þar sem við búum erlendis. Nú kveðjum við þig í bili, við sjáumst í því næsta. Þín minning mun lifa í hjarta okkar allra. Kæra fjölskylda Guðna Rúnars, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð, megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni. F.h. U-bekkjar, Hrafnhildur og María Rut. Það fyrsta sem kom í huga mér eft- ir að mér bárust fréttirnar var lag sem oft var spilað á æfingum: ,,Only the good die young“. Í þetta sinnið voru það orð að sönnu. Ég tók fyrst eftir þér á æfingum í Auðbrekkunni þegar þú varst í hópn- um á eftir mér í keppni. Ég kunni ör- fá spor en horfði á þig svífa um gólfið líkt og þú hefðir aldrei gert annað. Þetta hefur líklega verið ’95 eða ’96 og þegar Siggi sagði mér að hann vildi endilega færa mig upp í hópinn þinn man ég hvað mér þótti það ógn- vænleg tilhugsun. Í kjölfarið varð okkur ágætlega til vina enda hitt- umst við daglega. Sérstaklega eru mér minnisstæð þrengslin í „bún- ingsklefanum“ – allir strákarnir að skipta saman um föt í þriggja fer- metra herbergi með tilheyrandi lát- um og ærslagangi. Alltaf leit ég mikið upp til þín enda vannstu mig í hvert einasta skipti sem við kepptum, hvort sem það var á Strandgötunni, í Blackpool eða Valby-Hallen. Ég man vel að þegar við vorum á þessum keppnum úti í löndum var í þér og fjölskyldunni mikill stuðningur, hvort sem það var að lána hársprey eða vísa manni veg- inn. Sérstaklega var hægt að treysta á að þú vissir hvar Makkinn var – t.a.m. var fyrsta ferð mín á Strikið og Ráðhústorgið í einni slíkri för. Þá var gott að eiga að góðan vin að til að benda manni á bestu pörin, eða a.m.k. sitja með uppi í stúku á milli umferða og gera að gamni okkar, benda á og hlæja að þeim sem okkur þóttu asnalegir. Einkum einkenndi þig í mínum huga jafnaðargeð og varstu síður en svo mikið fyrir að kveinka þér. Stóðst þína plikt möglunarlaust eins og herramanni sæmir, en hikaðir þó ekki við að láta mann heyra það þeg- ar þér var misboðið. Ég er ekki frá því að í þér hafi verið vottur siðgæð- isvarðar. Nauðsynlegt er að minnast á húmorinn sem var einstakur, djúp- ur og lúmskur; jafnvel svo úthugs- aður að ekki var fyrir meðalmann að fatta brandarann. Fjölskyldu, vinum og vandamönn- um vil ég senda mínar sterkustu kveðjur á þessum erfiðu tímum. Missir ykkar er mikill. Þinn vinur, Conrad James. ✝ Okkar hjartkæra MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 11. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktar- sjóð Blindrabókasafns Íslands. Höskuldur Frímannsson, Hanna Frímannsdóttir, Ferdinand Alfreðsson, og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinsemd og hlýhug við fráfall og útför okkar elskulega sonar, bróðurs og barnabarns, TJÖRVA FREYS FREYSSONAR, Grundarási 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá læknar okkar og hjúkrunar- fræðingar ásamt sjúkrahúsprestum og öllu starfs- fólkinu á deild 22E. Freyr Friðriksson, Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, Valdimar Freyr Freysson, Guðrún Björnsdóttir, Valdimar Samúelsson, A. Dóra Haraldsdóttir, Einar Sigurþórsson, Friðrik Ingi Óskarsson, Lilja Dóra Hjörleifsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs og afa, GUÐMUNDAR MÁS HAFBERG, sem lést laugardaginn 4. ágúst. Magnea G. Sverrisdóttir, Harpa Guðný Hafberg, Daníel Óli Óðinsson, Hildur Ösp Hafberg, Birkir Már Hafberg, Oddný Hafberg, Hermann Þórðarson, Ágúst F. Hafberg, Sigrún Þorleifsdóttir, Árnheiður Ásta Daníelsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.