Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6:30 - 8:30 - 10:30 LEYFÐ LICENSE TO WED kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára DIGITAL THE BOURNE ULTIMATUM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30 - 4 LEYFÐ DIGITAL RATATOUILLE m/ensku tali kl. 3:30 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ / KRINGLUNNI KNOCKED UP kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.14.ára KNOCKED UP kl. 5 - 8 - 10:50 LÚXUS VIP DISTURBIA kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.14.ára LICENSE TO WED kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i.7.ára ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 2 - 3 - 5:30 LEYFÐ THE TRANSFORMERS kl. 3 - 10:10 B.i.10.ára HARRY POTTER 5 kl. 12:30 B.i.10.ára WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI? / ÁLFABAKKA eeee JIS, FILM.IS eeeee - LIB, TOPP5.IS eeee - S.V, MBL GETUR ROTTA ORÐIÐ MEISTARAKOKKUR Í FÍNUM VEITINGASTAÐ? VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á EF einhver hefur reiknað með Veðramótum sem afsprengi umræð- unnar um djöfulskapinn sem við- gekkst innan veggja vistheimila rík- isins verður sá hinn sami fyrir vonbrigðum. Kvikmyndagerð- armennirnir hafa ekki fallið í þá gryfju að búa til krassandi útrým- ingarbúðamynd; Veðramót fjalla um gott fólk sem ræður ekki við að- stæðurnar og unglinga rænda sak- leysinu. Illskan er vissulega til stað- ar og lúrir í baksýn þar sem hún líkamnast í löggunni/fóstranum líkt og hræsnin og blinda þjóðfélagsins í íbúum plássins og sálfræðingurinn er holdgervingur sofandaháttar kerfisins. Erfitt er að hemja Veðra- mót undir ákveðna grein, það má skilgreina hana sem hrollvekju, harmleik, sálfræðilega spennumynd; fyrir mér er hún firnagott mannlegt drama og það þarf enginn að verða fyrir vonbrigðum. Kvikmyndagerðarkonan Guðný Halldórsdóttir kynntist persónulega innviðum slíkra stofnana fyrir „vandræðaunglinga“ og byggir handritið örugglega á þeirri lífs- reynslu að talsverðu leyti. Sögusviðið er vistheimilið Veðra- mót, sem stendur fjarri alfaraleið norður í landi. Breytingar standa yf- ir á rekstrinum, gamli forstöðumað- urinn (Jóhann Sigurðarson) er að láta af störfum og við taka þrír reykvískir hippalingar. Þau Blöffi (Hilmir Snær), Selma (Tinna) og Hálfdán (Atli Rafn) ákveða að byrja á heimsbyltingunni á útnáranum, – volkaðar, ungar sálir vistheimilisins sjálfsagt meðfærilegir lærisveinar. Annað kemur á daginn, vand- ræðagemsarnir eru sannarlega í vondu ástandi, en nýju gæslumenn- irnir reka sig fljótlega á að þeir eru ekki í frelsarahlutverkum, mussan ekki rétti stakkurinn. Við þeim blasa krakkar sem búið er að skaða, oftast af þeim sem síst skyldi – þótt þau eigi það sameiginlegt að vera undir lögaldri. Hér dugar skammt að þylja upp úr Rauða kverinu og hippahugsjónirnar reynast álíka dáðlaust meðferðarúrræði. Þre- menningarnir eru í síst betri að- stöðu en ungmennin og umhverfið sem þau eiga að bæta, krakkarnir strembnir og faglegur stuðningur frá yfirvöldum lítill sem enginn. Guðný sýnir betur en nokkru sinni áður að hún kann bæði að búa til góða sögu og segja hana af til- gerðarlausri og óþvingaðri sögu- mennsku. Hún byggir upp Veðra- mót af hreinni kúnst, gefur áhorfendum mátulega mikið í skyn til að halda þeim föngnum frá upp- hafi til enda. Hefur frásögnina í samtímanum, spólar síðan til baka um þrjá áratugi, til „hippaáranna“ sem eru aðaltímasviðið, snýr svo aft- ur til nútímans undir lokin. Ég var örlítið smeykur þegar líða tók á seinni hlutann um að hún væri að sigla í strand með persónurnar og endinn, akkillesarhæl íslenskra bíó- mynda. Það er ekki auðvelt að finna vörðurnar í gjörningaveðrinu sem hún hefur magnað upp umhverfis persónur sínar, nánast öll sund lok- uð til að ná viðunandi og vitrænum sögulokum. Guðný tapar aldrei átt- unum og lokakaflinn rökréttur og snjall. Skilur við mann í þungum þönkum yfir hryllingnum sem átti sér stað og fréttir berast af að sé því miður enn í gangi. Efnið er rauna- legt en hún gleymir ekki húm- ornum, Veðramót er full af fyndnum tilsvörum og uppákomum í bland við næðinginn. Þetta eru vandmeðfarin og metnaðarfull efnistök en lukkast svo vel að maður er hjartanlega sáttur við árangurinn. Vandræði unglinganna sem er holað niður á þessum veðramótum lífsins eru gömul og ný. Heimilis- ofbeldi, kynferðisleg misnotkun, sifjaspell, óregla; ógæfu vistmanna má rekja til þeirra sem áttu að hlúa að þessum viðkvæma gróðri, en brugðust. Veðramót veltir samhliða fyrir sér erfiðleikum gæslumann- anna, sem eru skapaðir með nokkru skáldaleyfi (munum að Veðramót er dramatíseruð lífsreynsla, ekki heim- ildarmynd), en lýsingin er sláandi og sýnir hversu auðveldlega þeir geta orðið fórnarlömb aðstæðnanna. Nokkuð sem vert er að velta fyrir sér. Líkin í lestinni Vel heppnuð Veðramót raðar sér umsvifalaust í þröngan hóp bestu mynda okkar stuttu kvikmyndasögu, að mati gagnrýnanda. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Há- skólabíó, Nýja bíó Akureyri Leikstjóri og handritshöfundur: Guðný Halldórsdóttir. Kvikmyndataka: Sven Krövell. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Leikmynd: Toni Zetterström. Búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir. Klipping: Stefanía Thors. Hljóð: Pétur Einarsson. Upptökustjóri: Kristín Pálsdóttir. Aðal- leikendur: Hilmir Snær Guðnason, Tinna Hrafnsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Jör- undur Ragnarsson, Ugla Egilsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Hera Hilm- arsdóttir, Baltasar Breki Baltasarsson o.fl. 102 mínútur. Framleiðandi: Halldór Þorgeirsson. Kvikmyndafélagið Umbi. Ís- land. 2007. Veðramót 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.