Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 37 ✝ Jóhannes Hösk-uldur Reykjalín Magnússon, útvegs- bóndi á Sveinagörð- um í Grímsey frá 1958, fæddist í Syðri-Grenivík í Grímsey 20. maí 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 27. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Siggerður Bjarnadóttir, f. á Hóli í Þorgeirsfirði 1.9. 1900, d. 26.10. 1993, og Magn- ús Stefán Símonarson, f. í Sauða- koti á Upsaströnd í Svarf- aðardalshreppi í Eyjaf. 8.10. 1899, d. 1.6. 1969. Systkini Jóhannesar eru: 1) Ingibjörg Hulda, f. 15.9. 1922, d. 8.8. 1937, 2) Sigmundur Óli, f. 4.12. 1923, maki Guðrún Anna Kristjánsdóttir, 3) Jón Stef- án, f. 6.10. 1926, maki Ragna Karlsdóttir, 4) Bjarni, f. 5.12. 1928, d. 17.12. 1928. 5) Bjarni Reykjalín, f. 30.6. 1930, maki Vil- borg Sigurðardóttir, og 6) Jórunn Siggerður Magnea, f. 14.10. 1952, maki Valgeir Guðmundur Sig- urðsson. Börn þeirra eru Jóhann- es, Svanur og Unnur. Að auki á Valgeir dótturina Sólveigu Huldu. Barnabörnin eru átta. 3) Ólafur Guðmundur, f. 12.9. 1955, maki Jónína Guðmunda Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Ólafur, Árni Már og Júlía Ósk. Fyrir átti Jónína dótturina Sigrúnu Waage sem Ólafur gekk í föðurstað og soninn Fannar. Barnabörnin eru þrjú. 4) Eiríkur, f. 21.8. 1956, d. 2.6. 1962. 5) Inga Jórunn, f. 30.3. 1961, maki Guðni Jóhann Ólafsson. Börn þeirra eru Jóhanna Eyrún, Bjarni Sigmar og Ágústa Ósk. Barna- börnin eru tvö. 6) Eydís Ágústa, f. 8.6. 1963, sambýlismaður Bogi Hólm Stefánsson. Börn hennar og Viðars Jónssonar eru Jóna Björk, Sindri og Guðrún Marín. Sonur Boga frá fyrra hjónabandi er Sveinn Leó. 7) Eiríkur Símon, f. 27.3. 1966, maki Hafdís Björk Þorsteinsdóttir. Börn þeirra eru Urður Ásta, Harpa Þöll og Þor- steinn Breki. 8) Bjarni Reykjalín, f. 25.2. 1968, d. 30.9. 1977. Kveðjuathöfn um Jóhannes verður í Akureyrarkirkju í dag og hefst hún klukkan 13.30. Útför Jóhannesar verður gerð frá Mið- garðakirkju í Grímsey á morgun, laugardaginn 8. september, og hefst hún klukkan 13. Þóra, f. 21.6. 1932, maki Einar Grétar Þorgeirsson, látinn. Jóhannes kvæntist 17. júní 1948 Guð- rúnu Sigfúsdóttur, f. 21.8. 1924, d. 3.1. 1994. Foreldrar hennar voru Ólöf Guðmundsdóttir, f. á Gásum í Glæsibæjar- hreppi í Eyjaf. 19.10. 1894 , d. 17.1. 1981, og Sigfús Baldvins- son, f. á Grund í Svarfaðardalshreppi í Eyjaf. 24.9. 1893, d. 3.6. 1969. Systkini Guðrúnar eru: 1) Guð- laug, f. 15.2. 1917, d. 15.4. 1918, 2) Snorri, f. 8.11. 1920, maki Sig- rún Bárðardóttir, látin, og Rósa Jóna Sumarliðadóttir, látin og 3) Guðlaug, f. 3.1. 1923, d. 18.7. 1991. Jóhannes og Guðrún eignuðust átta börn, þau eru: 1) Sigfús, f. 22.5. 1948, maki Aðalheiður Sig- urðardóttir. Börn þeirra eru Guð- rún, Sigurður Rúnar og Bjarney Anna. Barnabörnin eru tíu. 2) „Þú mátt lækka í útvarpinu ég er búinn að heyra veðrið í Grímsey, það er fínasta veður, bátarnir eru sjálfsagt allir á sjó.“ Við keyrðum Miklubrautina, fljót- lega bentirðu út um gluggann á bíln- um: „Sjáðu nú, hér mætti nú koma fyrir nokkrum húsum,“ og ekki leið á löngu þar til þú bentir í hina átt- ina; „það held ég að hér mætti nú byggja.“ Við lögðum bílnum fyrir utan flugstöðina: „Sjáðu nú hér hvítu skellurnar á stéttinni, að fólk skuli ekki geta haldið þessu uppi í munninum á sér og að þetta skuli ekki vera hreinsað upp,“ og inn á milli komu eitt og eitt lýsingarorð yfir þetta allt sem varla var að finna á hverri blaðsíðu í Biblíunni. Það var eins og ekkert færi framhjá þér og þú hefðir skoðun á öllu sem fyrir augu bar og lást sjaldnast á henni. Þú gekkst um gólf á flugstöðinni, óþreyjufullur að komast heim í eyj- una, sem var þinn staður alla tíð. Núna tuttugu árum síðar er búið að finna upp hugtakið „þétting byggðar“ og þegar ég keyri Miklu- brautina í dag standa nýbyggð hús á spildunum sem þú bentir á. Á Laugaveginum sá ég mann með tæki sem var sérsmíðað til að hreinsa tyggjóklessur af gangstétt- um. Ég var ekki orðinn gamall þegar ég fékk að fara með þér á sjóinn á sumrin á henni Guðrúnu þinni. Oft vorum við fyrstir út úr höfninni á morgnana og var þá farið hljóðlega til að vekja ekki „landpungana“ eins og þú kallaðir aðkomumennina sem sváfu í bátum sínum í höfninni. Oft voru dagarnir á sjónum langir og aflinn í samræmi við þá miklu vinnu. Þegar heim var komið þurfti oft eitthvað að lagfæra í sambandi við búskapinn, ekki fannst mér þú alltaf velja auðveldustu leiðina við þau störf en með þinni ótrúlegu seiglu var það klárað sem byrjað var á. „Nú verðum við að sofa hratt,“ sagð- irðu oft á kvöldin ef veðurspáin var góð fyrir næsta dag. Ég naut þeirra forréttinda sem barn að fá að taka þátt í mörgum af þínum veiðiferðum þar sem hvert handtak var úthugsað og fumlaust, hvort sem það var að síga í bjarg eftir eggjum, veiða lunda í háf eða skjóta svartfugl, því veiðimaður varst þú af guðs náð með djúpa virð- ingu fyrir lífríkinu og ekki kom til greina að skilja eftir særðan fugl eða nýta ekki þá bráð sem veidd var. Ekki fóru örlögin alltaf um þig mjúkum höndum en þrátt fyrir slys- farir og ástvinamissi aftur og aftur stóðstu alltaf uppréttur með lífs- gleðina og æðruleysið að vopni og skapgerð sem virtist á stundum vera spegilmynd af miskunnarlausri veðráttunni við heimskautsbauginn þar sem biðin eftir að storminn lægði gat verið ansi löng. Það var sjálfsagt ekki auðvelt að koma mér til manns, krefjandi sem krakki og fyrirferðarmikill á ung- lingsárunum, en ég held að þú hafir alltaf farið rétt með þitt hlutverk í því leikriti, og þegar ég sá ekki næsta leik í stöðunni var gott að geta leitað í reynslubankann þinn, enda alltaf óhræddur við að taka ákvarðanir. Kom þá oft í ljós mjúka hliðin sem ekki sneri alltaf út í sam- skiptum þínum við aðra. Elsku pabbi, ég veit að það verða margir sem taka á móti þér í nýju heimkynnunum. Guð blessi þig, Eiríkur. Okkur langar í örfáum orðum að minnast pabba okkar sem lagður er af stað í sitt síðasta ferðalag. Við viljum þakka honum fyrir allar góðu minningarnar, sem eru fjölmargar. Pabbi var maður sem gerði alla hluti strax, hann var ekki að hangsa við verkin, hann var sjómaður af lífi og sál og stundaði sjóinn af kappi hvort sem hann var þrítugur eða sjötugur, áhuginn var þvílíkur. Það skipti ekki máli hvort hann var að síga í björg, háfa lunda eða bara eitthvað allt annað, það var gert af þvílíkri rögg- semi. Þeir eru ansi margir munn- arnir sem fengu egg, fugl og fisk frá honum því gjafmildur var hann með eindæmum. Pabbi var ekki mikið fyrir það að kvarta, það sást best þessar vikur sem við systurnar vor- um hjá honum á sjúkrahúsinu. Elsku pabbi, takk fyrir allt, nú ertu laus frá sjúkdómnum, sem var fljót- ur að taka þig, og ert kominn til mömmu og strákanna okkar. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson) Þínar dætur, Inga og Eydís. Mig langar í örfáum orðum að minnast hans afa Jóa eins og við ætíð kölluðum hann. Ég varð þeirra miklu forréttinda aðnjótandi að fá að alast upp með honum úti í Gríms- ey, og öll mín bernsku- og uppvaxt- arár fékk ég að brasa með honum. Get ég með góðri samvisku sagt að hann afi hafi kennt mér hvernig ég ætti að færa björg í bú og sjá fjöl- skyldu minni farborða. Það byrjaði snemma þegar hann og amma voru með kindurnar heima á Sveinagörðum. Nú auðvitað var maður forvitinn og þurfti að vasast í öllu og taka þátt í því sem um var að vera, ekki síst á haustin þegar slát- urtíðin stóð sem hæst. Á vorin, þeg- ar eggjatakan hófst, var farið á bjargið, siggræjurnar hafðar um hönd nú og auðvitað traktorinn. Eitt skiptið sem við fórum á bjarg var Sigmundur bróðir hans með, okkur tókst ekki betur til en það að við slökuðum gamla alveg niður í fjöru og ekki var það allt upp úr biblíunni sem við fengum í lestrinum á eftir. Þegar hann tók mig með til að háfa lunda fannst honum ekki gáfulegar aðfarirnar í fyrstu tilraununum, ég var of seinn eða of fljótur. Þegar ég svo loksins hitti og náði mínum fyrsta lunda heyrðist í gamla: „Ja hann var ekki ófeigur þessi,“ og lét hann mig óspart heyra það ef ég feilaði. Í seinni tíð snerist dæmið við þegar hann fór að reskjast og öxlin að segja til sín, þá fékk hann óspart að heyra það ef hann átti feilhögg. Eins má segja að ég hafi fengið eldskírnina á sjónum er ég fór mað afa og pabba til sjós á gamla Magn- úsi. Þar átti lögmálið við að þeir fiska sem róa. Óhætt er að segja að þeir róðrar hafi ekki gengið þegj- andi og hljóðalaust fyrir sig. Þol- inmæðin hjá afa var oft af skornum skammti og ef ég náði ekki hlut- unum í fyrsta þá heyrðist: „Komdu með þetta, ég skal gera þetta.“ Oft heyrðist söngurinn frá pabba úr stýrishúsinu en þá tók afi alltaf minn málstað og get ég þakkað fyrir þennan tíma. Eftir að ég stofnaði mína fjöl- skyldu og fór á stærri skip heyrð- umst við afi alltaf, hann fylgdist með mér og börnunum og leiddist þeim ekki að heimsækja afa Jóa. Ófáar stundir höfum við að þakka fyrir og vonum við að þú sért laus við þraut- ir og hafir siglt sæll á braut, í það minnsta á norð-vest. Góða ferð elsku afi. Rúnar og fjölskylda. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Hann Jóhannes Magnússon heilsaði okkur hjónum svo hlýlega í Kaupfélaginu fyrsta daginn okkar í Grímsey fyrir rúmum þrettán árum. Handtakið þétt, augun frá og mað- urinn allur hinn vörpulegasti. Hann þá sjötíu ára og nýbúinn að missa sína kæru eiginkonu Guðrúnu Sig- fúsdóttur. Jóhannes Magnússon á Sveina- görðum hafði sótt sjóinn alla sína ævi. Hann mundi tímana tvenna og þrenna. Lífið hafði lagt fyrir hann ýmis próf eins og okkur öll. Þyngstu prófin hans Jóhannesar voru þegar þau hjónin misstu tvo unga drengi, Bjarna og Eirík með nokkurra ára millibili. Þeir drukknuðu báðir. Jó- hannes og Guðrún lögðu fram fé til sundlaugarbyggingar í minningu sonanna ástkæru. Börn framtíðar- innar í Grímsey skyldu fá tækifæri til að læra sund. Jóhannes Magnússon spjallaði langa stund við okkur Dónald í Kaupfélaginu þennan júlídag 9́4. Glaðbeittur og nánast drengjalegur í útliti með sinn sterka lífsglampa í augum bauð hann okkur velkomin í eyjuna sína kæru. Eyjuna við nyrsta haf sem hafði fóstrað hann og öll hans systkin, börnin hans og mörg barnabörn. Hjarta Jóhannesar sló sterkt fyrir Grímsey, það fundum við vel. Það gat sannarlega gustað í kringum Jóhannes þegar hann tók til máls. Hann kunni nefnilega þá list að segja frá. Frásögnina krydd- aði hann oft mögnuðum nafnorðum og lýsingarorðum. Jóhannes reynd- ist yngsta syni okkar Pétri Jakobi einstakur. Nokkru áður en Jóhann- es lagði árar sínar í bát réð hann Pétur sem háseta. Pétur Jakob reri með þessum mikla sjómanni og reynda skipstjóra á bátnum hans Guðrúnu heilt sumar. Þau fræ sjó- mennskunnar sem Jóhannes sáði til Péturs þessa sumardaga hafa vaxið og þroskast. Fiskur og sjór hafa heillað hann síðan. Eftir að Jóhannes flutti til Ak- ureyrar var honum, sjómanninum, lífnauðsyn að fylgjast með gangi mála „heima“. Heyra aflatölur, já grípa í störf eins og að fella net hjá góðum vinum, Gylfa og Garðari í Sigurbirninum. Það var nú í júní sem ég síðast sá vin okkar Jóhannes Magnússon háan og beinvaxinn ganga um göturnar í Grímsey. Enn með sitt drengjalega útlit en lífs- glampinn í augunum hafði svolítið dofnað. Örskömmu síðar var hann allur. Hann fór með þeirri reisn sem einkenndi hann á lífsgöngunni. Ég trúi því að Jóhannes vinur okkar hafi farið fagnandi á fund áð- urgenginna ástvina, baðaður kær- leiksljósi eilífðarlandsins. Við Dó- nald kveðjum Grímseyinginn Jóhannes Magnússon með virðingu og þökk fyrir góða vináttu. Veri hann góðum Guði falinn. Helga Mattína Björnsdóttir. Jóhannes Höskuldur Reykjalín Magnússon Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjallasel 55, Seljahlíð, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 5. september. Ragnhildur Nordgulen, Árni Einarsson, Áslaug Kristjánsdóttir, Árni Geir Snæþórsson, Fanney Kristjánsdóttir, barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, HELGI SKÚLASON, Kleifarvegi 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 10. september kl. 13.00. Sigfús Skúlason, Barbara Ármanns, Hilmar Skúlason, Gísli Skúlason, Anna Fjalarsdóttir og bræðrabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURGEIR SVANBERGSSON, Miðleiti 7, Reykjavík, lést fimmtudaginn 6. september. Jarðaförin verður auglýst síðar. Margrét Finnbogadóttir, Edda Sigurgeirsdóttir, Þórður Kristinsson, Helgi Sigurgeirsson, Gerður Garðarsdóttir, Svanberg Sigurgeirsson, Rannveig Ása Reynisdóttir, Valgerður Jóhannesdóttir, Sigurður Sverrir Guðmundsson, Rafnhildur Jóhannesdóttir, Agnar Olsen, afa og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI GUÐNASON, Grænumörk 2, Selfossi, lést á gjörgæsludeild Landspítala fimmtudaginn 6. september. Valgerður Guðnadóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.