Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 23
SMÍÐA þarf nýtt stýri í hafrann- sóknaskipið Bjarna Sæmundsson. Árni Friðriksson dró Bjarna til Ak- ureyrar í vikunni, eftir að hann missti stýrið út af Vestfjörðum, og er Bjarni nú í slipp á athafnasvæði Slippsins Akureyri ehf. Að sögn Antons Benjamínssonar, fram- kvæmdastjóra Slippsins, var Bjarni væntanlegur í smávægilegt viðhald í vikunni en verkið verði vitaskuld umfangsmeira en ætlað var, eftir að stýrið hvarf í hafið. Hann gerir ráð fyrir að skipið verði tilbúið til siglinga á ný innan þriggja vikna. Nýtt stýri smíðað í Bjarna Sæmundsson í Slippnum Morgunblaðið/Skapti Stýrislaus Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson á athafnasvæði Slippsins á Akureyri. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 23 AKUREYRI KRISTJÁN Jóhannsson tenór- söngvari stígur á svið í sínum gamla heimabæ, Akureyri, á morg- un, í fyrsta skipti í nokkur ár. Hann kemur þá fram ásamt tveimur er- lendum söngvurum og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands í Íþrótta- höllinni. Söngvararnir sem koma fram ásamt Kristjáni á morgun eru ann- ars vegar Ítalinn Corrado Cappitta, baritónsöngvari sem Kristján segir gríðarlegt efni og hins vegar grísk sópransöngkona, Sofia Mitropoul- os, sem hann segir einnig ákaflega hæfileikaríka. Þess má geta að Cappitta er í læri hjá Kristjáni. Tónleikarnir eru haldnir til heið- urs móður Kristjáns, Fanneyju Oddgeirsdóttur, níræðri. Hún fagn- ar 90 ára afmæli 14. september næstkomandi – og bera tónleikarn- ir yfirskriftina Fyrir mömmu. Kristján var glaður í bragði þegar Morgunblaðið hitti hann í gær, sagðist í hörkuformi og lofaði dúndurtónleikum á morgun. Þeir hefjast kl. 16. Sungið til heiðurs Fanneyju Ljósmynd/Kristján Til hamingju með afmælið! Kristján Jóhannsson ásamt móður sinni, Fanneyju Oddgeirsdóttur, og dótturinni Rann- veigu á Dvalarheimilinu Hlíð, þar sem Fanney býr. Hún verður níræð 14. september og tónleikarnir eru haldnir henni til heiðurs. Svo skemmtilega vill til að ömmustelpan Rannveig verður tíu ára daginn eftir afmæli Fanneyjar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á æfingu Kristján, Sofia Mitropoulos sópransöngkona, Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, og Corrado Cappitta baritónsöngvari æfðu um hádegisbil í gær í húsnæði Tónlistar- skólans og síðan var æft með hljómsveitinni í Höllinni í gærkvöldi. TVEIR nemendur Háskólans á Akureyri fengu í vik- unni styrk til framhaldsnáms frá Landsbankanum á Akureyri, 500 þúsund krónur hvor. Þetta er í fimmta sinn sem bankinn veitir tveimur nemendum HA styrk til framhaldsnáms í greinum sem tengjast sjávarútvegi eða fjármálastarfsemi eða til rannsóknarverkefnis á sömu sviðum. Alls bárust sex styrkhæfar umsóknir, en þau sem hlutu styrk að þessu sinni voru Hildur Þóra Magnúsdóttir, sem brautskráðist með B.Sc.-próf í við- skiptafræði vorið 2006, og Hörður Sævaldsson, sem brautskráðist með B.Sc.-próf í sjávarútvegsfræði í vor. Hildur stefnir að því að ljúka næsta vor M.Sc.-gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum við Århus School of Business og Hörður er í framhaldsnámi í bankastarf- semi og fjármálum til M.Sc.-gráðu við Háskólann í Stirling í Skotlandi. Styrkurinn afhentur Helgi Teitur Helgason og Birgir B. Svavarsson, útibússtjórar Landsbankans á Akureyri, Rósa Njálsdóttir sem tók við styrk Hildar Þóru Magnúsdóttur, Hörður Sævaldsson, styrkþegi, Þorsteinn Gunn- arsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Bjarni P. Hjarðar, deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar HA. Landsbankinn styrkir tvo úr HA -hágæðaheimilistæki Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 15.990 Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er fáanlegt með vélini. Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele ryksugurnar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Miele ryksugur – litlar og liprar. www.eirvik.is Ljósheimaskólinn Vegur til andlegs þroska og þekkingar Skólinn er fyrir alla þá sem vilja kynnast fleiru en því efnislega og öðlast víðari sýn á heiminn. Námið er byggt upp á fyrir- lestrum, umræðu, hugleiðslu og öðrum æfingum. Skólinn hefst 12. september Byggðu þig upp í vetur með öðru góðu fólki! Upplýsingar á www.ljosheimar.is og í síma 862-4545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.