Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E-ð dettur ekki með/hjá e-m? Umsjónarmaður hefurveitt því athygli aðorðasambandið e-ðdettur/fellur ekki hjá e-m eða hlutirnir falla/detta ekki með e-m/e-u (liði) í merkingunni ‘e-m gengur (e-ð) ekki vel’ er býsna algengt í nútímamáli. Það er einkum algengt í máli íþrótta- manna, t.d.: Púttin voru ekki að detta [hjá mér] (30.7.07); Það er auðvelt að segja að þetta hafi ekki dottið með okkur í dag (27.6.07); Hlutirnir féllu ekki með Völs- urum (17.7.07); Hlutirnir hljóta að fara að falla með KR (28.6.07); en það datt allt með Pólverjum síð- ustu mínúturnar (26.1.07) og Hlutirnir féllu ekki okkar megin (‘stríðsgæfan var ekki með okk- ur’) (26.1.07). – Er þetta íslenska? Trúlega í þeim skilningi að marg- ir kjósa að tjá sig með þessum hætti en þessi talsmáti er óvenju- legur og nýr af nálinni. Ætla mætti að hér væri tökugóss á ferðinni en umsjónarmanni hefur ekki tekist að finna neinar hlið- stæður í erlendum málum. Þess skal þó getið að enskumenn á vinnustað umsjónarmanns (Árna- garði) telja sig þó kannast við orðasambandið something is not falling our way og enn fremur er eftirfarandi dæmi að finna á net- inu: luck (the ball, everything) is not falling our way. Frá Eiði Guðnasyni Eiður Guðnason fylgist vel með málfari fjölmiðla og á blogginu og er hann reyndar einkar fundvís á misfellur. Eftirfarandi dæmi eru af ambögulista sem hann sendi þættinum: Gulrætur Karls úldna (28.6.07). – Um þetta segir Eiður: „Fiskur myglar, var einu sinni sagt í út- varpinu. Kartöflur skemmast, skemmast ekki gulrætur líka?“ Starfaði sem bóndi á Klaust- urseli og vann síðar … (31.5.07). – „Einkennilega til orða tekið. Af hverju ekki: Var bóndi?“ Sífellt fleiri leita sér aðstoðar í Danmörku vegna skorts á kynlífs- löngun, samkvæmt upplýsingum Ellids Kristensen, yfirlæknis á Sexologisk Klinik á danska Rík- isspítalanum (2.6.07). – „Einu sinni hét þetta náttúruleysi á ís- lensku.“ En svalir hafa öðlast tilgang. Þótt aldrei sjáist þar fólk eru tvær [tvennar] svalir af hverjum þremur [þrennum] með útigrilli. Þar geta karlar eldað einir án þess að kveikja í eldhúsinu og fjölskyldunni (5.6.07). – Umsögn Eiðs: „Þetta minnir mig á grein sem ég skrifaði í Mogga fyrir ein- um 20 árum um eina vaðalstöðina í Ljósvakanum þar sem ég hafði heyrt ungan mann tala um ‘kött- inn sem datt ofan á svölurnar’, gott ef fyrirsögnin var ekki: ‘Kötturinn sem datt ofan á svölurnar’ – og hann var ekki að tala um fugla heldur svalir!“ Fyrsti stóri rannsóknaleið- angurinn á hafsbotninum suðvestur af Ís- landi hófst í dag (15.6.07). – Eiður spyr: „Allir í kafarabúningi eða hvað?“ Umsjónarmaður þakkar Eiði kærlega fyrir dæmin og skemmti- legar umsagnir. Nafnorðahröngl Nýlega rakst umsjónarmaður á eftirfarandi þriggja dálka fyr- irsögn: Staðarvali mótmæla gegn stóriðju leynt (12.6.07). Þetta er harður biti undir tönn en af meg- inmáli fréttarinnar mátti ráða að merkingin væri ‘ekki er/verður tilgreint hvar stóriðju verður mótmælt’. Í nútímamáli eru þess fjölmörg dæmi að stíll sé svo sam- anbarinn að það krefjist nákvæms lestrar að ráða í merkinguna. Umsjónarmanni var kennt í skóla að það væri ills viti ef lesanda ræki í vörðurnar, ef hann þyrfti að tví- eða jafnvel þrílesa einstaka kafla eða setningar. Eftirfarandi dæmi eru af þeim toga: Aðflæði að sjúkrahúsinu hefur aukist. Fráflæði frá sjúkrahúsinu þarf að batna (24.6.07); er verið að fram- kvæma sálarmorð á þessum ein- staklingi (27.5.07); ætli við séum ekki með eitthvað um tíu mál núna sem eru í ákvörðunarferli (1.6.07); Byggingarfélagið býður upp á ýmis búsetuúrræði (12.6.06); Mistökin má rekja til slæmrar ákvörðunartöku (22.7.07); taldi hann að rafmagns- sviptingin væri ólögmæt (Blaðið 19.10.06); verið er að vinna að bætingu á aðflugsskilyrðum (15.11.06); hafi viðvera barna inn- an skólans aukist gríðarlega (23.10.06) og Þeir kvarta undan skorti á skoðanafrelsi (4.11.06). Verða að saltstólpa Umsjónarmaður rakst á liðlega árs gamla grein (17.6.06) þar sem Jóhann Hauksson hefur eftirfar- andi eftir Gunnari Smára Egils- syni: Maður má ekki líta til baka, þá getur maður orðið að salt- stólpa. Hér er vel og eft- irminnilega að orði komist, af- stöðu (framsækins) blaðamanns lýst með vísun til Biblíunnar en þar (1. Mós 19, 26) segir frá eyð- ingu Sódómu og Gómorru og því að á leiðinni frá borgunum leit kona Lots til baka og var að salt- stöpli. Tveimur – tveim – tvem Þgf.flt. töluorðsins tveir (kvk. tvær; hk. tvö) er ýmist tveim eða tveimur og eru báðar myndir not- aðar jöfnum höndum frá fornu fari. Í nútímamáli gætir þess all- nokkuð að framburðarmyndinni tvem bregði fyrir, sbr. myndina þrem við hlið þremur (af to. þrír), t.d.: Bankinn er búinn að græða sem nemur tuttugu og tvem [þ.e. tveim, tveimur] milljörðum meira (1.8.07). Myndin tvem er ekki við- urkennd sem gott mál. Úr handraðanum Orðatiltækið kyssa á vöndinn er kunnugt í íslensku frá 18. öld og mun það eiga rætur sínar í dönsku (kysse på riset). Merking- arlega samsvörun er að finna í Sverris sögu: Margur kyssir á þá hönd er hann vildi gjarna að af væri, sbr. einnig afbrigðið (úr sömu heimild) Margur lýtur nú sá hendinni er gjarna vildi að af væri. Svipað orðafar er að finna í Vídalínspostillu: því margur verð- ur til að kyssa á þá höndina, er hann gjarnan vildi af væri. – Úr nútímamáli er loks afbrigðið kyssa vöndinn en ekki verður séð að það eigi sér stoð í rituðum heimildum. Umsjón- armanni var kennt í skóla að það væri ills viti ef lesanda ræki í vörð- urnar jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 110. þáttur Á FUNDI bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar sl. þriðjudag 4. sept. lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram svohjóðandi til- lögu um sölu á hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja. „Bæjarstjórn Hafn- arfjarðar ákveður að selja Orkuveitu Reykjavíkur hlut Hafnarfjarðarkaup- staðar í Hitaveitu Suðurnesja í samræmi við 5. gr. Sam- komulags Hafn- arfjarðarbæjar og Orkuveitu Reykjavík- ur dags. 2. júlí 2007 sbr. og 4. lið- ur Hluthafasamnings Hitaveitu Suðurnesja dags. 12. júlí 2007. Andvirði sölunnar að frádregn- um kostnaði vegna hennar verði varið til greiðslu á skuldum Hafn- arfjarðarbæjar og skapa þannig svigrúm til að lækka útsvar og fasteignaskatta bæjarbúa. Bæjarstjórn felur bæjarráði nánari útfærslu á framkvæmd söl- unnar.“ Tillagan hlaut ekki afgreiðslu þar sem samþykkt var tillaga bæj- arstjóra um að bíða eftir gögnum og út- tekt áður en end- anleg ákvörðun verð- ur tekin. Verðmæti hlut- arins átta millj- arðar króna Samkvæmt tillög- unni verða seldir allir hlutir í Hitaveitu Suðurnesja (HS) á genginu 7,0 sem nem- ur um 8 milljörðum króna. Skuldir bæjarins 31.12.2006 námu samtals 9,6 milljörðum þar af voru skuldir sveitarsjóðs A- hluta 5,9 milljarðar. Þannig skap- ast ný tækifæri fyrir Hafnarfjarð- arbæ til að endurskipuleggja fjár- málastjórn bæjarins og svigrúm til að minnka álögur svo sem útsvar og fasteignagjöld bæjarbúa. Framsýni sjálfstæðismanna Það var framsýni í ákvörðun fyrir 7 árum þegar Sjálfstæð- isflokkurinn, sem þá var í meiri- hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hafði forgöngu um að Rafveita Hafnarfjarðar (RH) sameinaðist HS og Hafnarfjarðarbær eignaðist 16,67 % hlut í fyrirtækinu. Auk þess nutu Hafnfirðingar þeirrar kjarabótar að raforkuverð lækkaði um allt að 10%. Nú hefur komið á daginn hvílíkt happaspor þetta var og jafnframt rétt að minnast þess að nokkrum árum áður tókst að forðast það að RH gengi inn í Rafmagnsveitur ríkins (RARIK) fyrir aðeins 3-400 milljónir króna. Sala hlutar ríkisins Þegar ríksstjórnin ákvað á vor- dögum 2007 að selja sinn eign- arhlut í HS, hófst ferli sem leiddi í ljós að í fyrirtækinu voru mikil dulin verðmæti enda hafði Capa- cent Gallup gert athugun á verð- mæti fyrirtækisins og komist að þeirri niðurstöðu að virði 15,2 % eignarhluta ríkisins væri 3,1 millj- arður króna. Hæstbjóðandi í hlut ríkisins Geysir Green Energy (GGE) bauð hins vegar 7,6 millj- arða króna í hlutinn eða ríflega tvöfalt það sem Capacent Gallup mat hlutinn á. Þegar fresti hluthafa um að nýta forkaupsrétt að hlut ríkisins var að ljúka í byrjun júlí sl. gerðu Hafnarfjarðarbær og Grindavík samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um að OR yrði bak- hjarl við nýtingu forkaupsréttar þessara sveitarfélaga og var um leið undirrituð viljayfirlýsing um víðtækara samstarf Hafnarfjarð- arbæjar og OR um rekstur vatns- veitu og fráveitu. Ennfremur var kveðið svo á að Hafnarfjarðarbær gæti hvenær sem er innan 6 mán- aða (þ.e. fyrir árslok 2007) selt OR eignarhlut sinn í HS á genginu 7. Niðurstaða hluthafafundar 12. júlí 2007 Eftir óformlegar viðræður stærstu hluthafa þ.e. Reykjanes- bæjar og Hafnarfjarðarbæjar var gerður hluthafasamningur 12. júlí 2007 þar sem ákveðið var að GGE og OR keyptu hluti í HS með óskilyrtum kaupsamningum við hluthafa. Féllu bæði hluthafar og og stjórn HS frá forkaupsrétti sín- um. Eftir þetta eru stærstu hlut- hafar Reykjanesbær 34,748 %, GGE 32,000 %, OR 16,582 % og Hafnarfjarðarbær 15,418 %. Sér- stakt ákvæði er um að ekki verði beitt forkaupsrétti komi til sölu Hafnarfjarðarbæjar á hlut sínum til OR samkvæmt fyrra sam- komulagi þeirra. Nú er því tæki- færi til að innleysa gríðarmikinn hagnað af sölu Rafveitu Hafn- arfjarðar og með því að verja fjár- mununum til greiðslu skulda gjör- breytist staða bæjarsjóðs til hins betra og íbúarnir fá að njóta ávaxtanna. Hitaveita Suðurnesja – Hafnarfjörður stórhagnast Almar Grímsson vill selja hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja »Nú er því tækifæri tilað innleysa gríð- armikinn hagnað af sölu Rafveitu Hafnarfjarðar, árið 2000, til Hitaveitu Suðurnesja. Almar Grímsson Höfundur er bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÍSLENSK orðabók segir: helgi kvk 1 helgað eða friðlýst svæði, það sem ekki má spilla. Margt fólk á í hjarta sínu svæði, helgað og heilagt, sem er því dýrmætara en önnur og því friðlýst og um- gengið með djúpri lotningu. Oft hafa þessi heilögu svæði gert sér bústað innst í hugskoti fólks í framhaldi af trúar- reynslu sem það upplifði á stundum mikillar alvöru, átaka og angistar, þegar allt var horfið því nema ákall til Guðs. Margt fólk hefur upplifað svo undursamlega svörun Guðs við and- varpi sínu, gegnumflæði ólýsanlegra strauma, að það varð aldrei samt eftir. Þeir sem trúa á Jesúm Krist og hafa meðtekið af lífi hans líf horfa á píslargöngu hans með harm í hjarta, lifa texta ritninganna hljóð- ir, kvöldmáltíðina, bænastundina í grasgarðinum og krossfestinguna. Margt fólk sem ann textunum og dvelur við orð og frásögn ritning- anna af píslargöngu frelsarans „dregur skó af fótum sér því stað- urinn er heilög jörð“. Heilög jörð. Friðlýst og helgað svæði. En auðvitað er alltaf til fólk sem sér ekki ástæðu til að fara úr skón- um. ÓLI ÁGÚSTSSON, fyrrverandi forstöðumaður Sam- hjálpar hvítasunnumanna. Heilög jörð – friðlýst og helgað svæði Frá Óla Ágústssyni NOKKRAR línur vegna þriðju kynslóðar farsíma: (Sem er afar vond skilgreining, eru símar með kyn og hluti af kynslóð?) Í tvígang hef ég heyrt tals- menn fyrirtækisins sem selur símana tala um hversu tilvalið það sé að hringja, taka myndir og senda út af tónleikum. Ég vil benda á að þetta er al- farið bannað hjá öllum alþjóð- legum listamönnum og þar að auki er þetta mikil truflun fyrir aðra gesti. Í stórum tónleikasöl- um og óperuhúsum erlendis geta menn átt á hættu að vera færðir út af öryggisvörðum og sektaðir ef þetta er gert. Íslendingar hafa því miður komið sér upp mörg- um vondum siðum á tónleikum, rápi og alls kyns truflunum, en símanotkun er það langversta. Ég vil koma þessu á framfæri við seljendur þessa varnings. Svo að lokum til Ríkisútvarpsins, í tvígang hef ég heyrt í fréttum rangar fréttir af Pavarotti heitn- um, sem söng á Listahátið árið 1980 á Laugardalshöll. Sagt var í sjónvarpi að hann hefði sungið í Egilshöll fyrir tæpum 4 árum, sem var nátt- urlega Domingo – og til að kór- óna þetta allt var sagt í útvarp- inu að hann hefði verið 21 árs að aldri! Annað var það ekki: Þórunn Sigurðardóttir Ýtt undir vonda siði Höfundur er listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.