Morgunblaðið - 08.09.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 08.09.2007, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E-ð dettur ekki með/hjá e-m? Umsjónarmaður hefurveitt því athygli aðorðasambandið e-ðdettur/fellur ekki hjá e-m eða hlutirnir falla/detta ekki með e-m/e-u (liði) í merkingunni ‘e-m gengur (e-ð) ekki vel’ er býsna algengt í nútímamáli. Það er einkum algengt í máli íþrótta- manna, t.d.: Púttin voru ekki að detta [hjá mér] (30.7.07); Það er auðvelt að segja að þetta hafi ekki dottið með okkur í dag (27.6.07); Hlutirnir féllu ekki með Völs- urum (17.7.07); Hlutirnir hljóta að fara að falla með KR (28.6.07); en það datt allt með Pólverjum síð- ustu mínúturnar (26.1.07) og Hlutirnir féllu ekki okkar megin (‘stríðsgæfan var ekki með okk- ur’) (26.1.07). – Er þetta íslenska? Trúlega í þeim skilningi að marg- ir kjósa að tjá sig með þessum hætti en þessi talsmáti er óvenju- legur og nýr af nálinni. Ætla mætti að hér væri tökugóss á ferðinni en umsjónarmanni hefur ekki tekist að finna neinar hlið- stæður í erlendum málum. Þess skal þó getið að enskumenn á vinnustað umsjónarmanns (Árna- garði) telja sig þó kannast við orðasambandið something is not falling our way og enn fremur er eftirfarandi dæmi að finna á net- inu: luck (the ball, everything) is not falling our way. Frá Eiði Guðnasyni Eiður Guðnason fylgist vel með málfari fjölmiðla og á blogginu og er hann reyndar einkar fundvís á misfellur. Eftirfarandi dæmi eru af ambögulista sem hann sendi þættinum: Gulrætur Karls úldna (28.6.07). – Um þetta segir Eiður: „Fiskur myglar, var einu sinni sagt í út- varpinu. Kartöflur skemmast, skemmast ekki gulrætur líka?“ Starfaði sem bóndi á Klaust- urseli og vann síðar … (31.5.07). – „Einkennilega til orða tekið. Af hverju ekki: Var bóndi?“ Sífellt fleiri leita sér aðstoðar í Danmörku vegna skorts á kynlífs- löngun, samkvæmt upplýsingum Ellids Kristensen, yfirlæknis á Sexologisk Klinik á danska Rík- isspítalanum (2.6.07). – „Einu sinni hét þetta náttúruleysi á ís- lensku.“ En svalir hafa öðlast tilgang. Þótt aldrei sjáist þar fólk eru tvær [tvennar] svalir af hverjum þremur [þrennum] með útigrilli. Þar geta karlar eldað einir án þess að kveikja í eldhúsinu og fjölskyldunni (5.6.07). – Umsögn Eiðs: „Þetta minnir mig á grein sem ég skrifaði í Mogga fyrir ein- um 20 árum um eina vaðalstöðina í Ljósvakanum þar sem ég hafði heyrt ungan mann tala um ‘kött- inn sem datt ofan á svölurnar’, gott ef fyrirsögnin var ekki: ‘Kötturinn sem datt ofan á svölurnar’ – og hann var ekki að tala um fugla heldur svalir!“ Fyrsti stóri rannsóknaleið- angurinn á hafsbotninum suðvestur af Ís- landi hófst í dag (15.6.07). – Eiður spyr: „Allir í kafarabúningi eða hvað?“ Umsjónarmaður þakkar Eiði kærlega fyrir dæmin og skemmti- legar umsagnir. Nafnorðahröngl Nýlega rakst umsjónarmaður á eftirfarandi þriggja dálka fyr- irsögn: Staðarvali mótmæla gegn stóriðju leynt (12.6.07). Þetta er harður biti undir tönn en af meg- inmáli fréttarinnar mátti ráða að merkingin væri ‘ekki er/verður tilgreint hvar stóriðju verður mótmælt’. Í nútímamáli eru þess fjölmörg dæmi að stíll sé svo sam- anbarinn að það krefjist nákvæms lestrar að ráða í merkinguna. Umsjónarmanni var kennt í skóla að það væri ills viti ef lesanda ræki í vörðurnar, ef hann þyrfti að tví- eða jafnvel þrílesa einstaka kafla eða setningar. Eftirfarandi dæmi eru af þeim toga: Aðflæði að sjúkrahúsinu hefur aukist. Fráflæði frá sjúkrahúsinu þarf að batna (24.6.07); er verið að fram- kvæma sálarmorð á þessum ein- staklingi (27.5.07); ætli við séum ekki með eitthvað um tíu mál núna sem eru í ákvörðunarferli (1.6.07); Byggingarfélagið býður upp á ýmis búsetuúrræði (12.6.06); Mistökin má rekja til slæmrar ákvörðunartöku (22.7.07); taldi hann að rafmagns- sviptingin væri ólögmæt (Blaðið 19.10.06); verið er að vinna að bætingu á aðflugsskilyrðum (15.11.06); hafi viðvera barna inn- an skólans aukist gríðarlega (23.10.06) og Þeir kvarta undan skorti á skoðanafrelsi (4.11.06). Verða að saltstólpa Umsjónarmaður rakst á liðlega árs gamla grein (17.6.06) þar sem Jóhann Hauksson hefur eftirfar- andi eftir Gunnari Smára Egils- syni: Maður má ekki líta til baka, þá getur maður orðið að salt- stólpa. Hér er vel og eft- irminnilega að orði komist, af- stöðu (framsækins) blaðamanns lýst með vísun til Biblíunnar en þar (1. Mós 19, 26) segir frá eyð- ingu Sódómu og Gómorru og því að á leiðinni frá borgunum leit kona Lots til baka og var að salt- stöpli. Tveimur – tveim – tvem Þgf.flt. töluorðsins tveir (kvk. tvær; hk. tvö) er ýmist tveim eða tveimur og eru báðar myndir not- aðar jöfnum höndum frá fornu fari. Í nútímamáli gætir þess all- nokkuð að framburðarmyndinni tvem bregði fyrir, sbr. myndina þrem við hlið þremur (af to. þrír), t.d.: Bankinn er búinn að græða sem nemur tuttugu og tvem [þ.e. tveim, tveimur] milljörðum meira (1.8.07). Myndin tvem er ekki við- urkennd sem gott mál. Úr handraðanum Orðatiltækið kyssa á vöndinn er kunnugt í íslensku frá 18. öld og mun það eiga rætur sínar í dönsku (kysse på riset). Merking- arlega samsvörun er að finna í Sverris sögu: Margur kyssir á þá hönd er hann vildi gjarna að af væri, sbr. einnig afbrigðið (úr sömu heimild) Margur lýtur nú sá hendinni er gjarna vildi að af væri. Svipað orðafar er að finna í Vídalínspostillu: því margur verð- ur til að kyssa á þá höndina, er hann gjarnan vildi af væri. – Úr nútímamáli er loks afbrigðið kyssa vöndinn en ekki verður séð að það eigi sér stoð í rituðum heimildum. Umsjón- armanni var kennt í skóla að það væri ills viti ef lesanda ræki í vörð- urnar jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 110. þáttur Á FUNDI bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar sl. þriðjudag 4. sept. lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram svohjóðandi til- lögu um sölu á hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja. „Bæjarstjórn Hafn- arfjarðar ákveður að selja Orkuveitu Reykjavíkur hlut Hafnarfjarðarkaup- staðar í Hitaveitu Suðurnesja í samræmi við 5. gr. Sam- komulags Hafn- arfjarðarbæjar og Orkuveitu Reykjavík- ur dags. 2. júlí 2007 sbr. og 4. lið- ur Hluthafasamnings Hitaveitu Suðurnesja dags. 12. júlí 2007. Andvirði sölunnar að frádregn- um kostnaði vegna hennar verði varið til greiðslu á skuldum Hafn- arfjarðarbæjar og skapa þannig svigrúm til að lækka útsvar og fasteignaskatta bæjarbúa. Bæjarstjórn felur bæjarráði nánari útfærslu á framkvæmd söl- unnar.“ Tillagan hlaut ekki afgreiðslu þar sem samþykkt var tillaga bæj- arstjóra um að bíða eftir gögnum og út- tekt áður en end- anleg ákvörðun verð- ur tekin. Verðmæti hlut- arins átta millj- arðar króna Samkvæmt tillög- unni verða seldir allir hlutir í Hitaveitu Suðurnesja (HS) á genginu 7,0 sem nem- ur um 8 milljörðum króna. Skuldir bæjarins 31.12.2006 námu samtals 9,6 milljörðum þar af voru skuldir sveitarsjóðs A- hluta 5,9 milljarðar. Þannig skap- ast ný tækifæri fyrir Hafnarfjarð- arbæ til að endurskipuleggja fjár- málastjórn bæjarins og svigrúm til að minnka álögur svo sem útsvar og fasteignagjöld bæjarbúa. Framsýni sjálfstæðismanna Það var framsýni í ákvörðun fyrir 7 árum þegar Sjálfstæð- isflokkurinn, sem þá var í meiri- hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hafði forgöngu um að Rafveita Hafnarfjarðar (RH) sameinaðist HS og Hafnarfjarðarbær eignaðist 16,67 % hlut í fyrirtækinu. Auk þess nutu Hafnfirðingar þeirrar kjarabótar að raforkuverð lækkaði um allt að 10%. Nú hefur komið á daginn hvílíkt happaspor þetta var og jafnframt rétt að minnast þess að nokkrum árum áður tókst að forðast það að RH gengi inn í Rafmagnsveitur ríkins (RARIK) fyrir aðeins 3-400 milljónir króna. Sala hlutar ríkisins Þegar ríksstjórnin ákvað á vor- dögum 2007 að selja sinn eign- arhlut í HS, hófst ferli sem leiddi í ljós að í fyrirtækinu voru mikil dulin verðmæti enda hafði Capa- cent Gallup gert athugun á verð- mæti fyrirtækisins og komist að þeirri niðurstöðu að virði 15,2 % eignarhluta ríkisins væri 3,1 millj- arður króna. Hæstbjóðandi í hlut ríkisins Geysir Green Energy (GGE) bauð hins vegar 7,6 millj- arða króna í hlutinn eða ríflega tvöfalt það sem Capacent Gallup mat hlutinn á. Þegar fresti hluthafa um að nýta forkaupsrétt að hlut ríkisins var að ljúka í byrjun júlí sl. gerðu Hafnarfjarðarbær og Grindavík samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um að OR yrði bak- hjarl við nýtingu forkaupsréttar þessara sveitarfélaga og var um leið undirrituð viljayfirlýsing um víðtækara samstarf Hafnarfjarð- arbæjar og OR um rekstur vatns- veitu og fráveitu. Ennfremur var kveðið svo á að Hafnarfjarðarbær gæti hvenær sem er innan 6 mán- aða (þ.e. fyrir árslok 2007) selt OR eignarhlut sinn í HS á genginu 7. Niðurstaða hluthafafundar 12. júlí 2007 Eftir óformlegar viðræður stærstu hluthafa þ.e. Reykjanes- bæjar og Hafnarfjarðarbæjar var gerður hluthafasamningur 12. júlí 2007 þar sem ákveðið var að GGE og OR keyptu hluti í HS með óskilyrtum kaupsamningum við hluthafa. Féllu bæði hluthafar og og stjórn HS frá forkaupsrétti sín- um. Eftir þetta eru stærstu hlut- hafar Reykjanesbær 34,748 %, GGE 32,000 %, OR 16,582 % og Hafnarfjarðarbær 15,418 %. Sér- stakt ákvæði er um að ekki verði beitt forkaupsrétti komi til sölu Hafnarfjarðarbæjar á hlut sínum til OR samkvæmt fyrra sam- komulagi þeirra. Nú er því tæki- færi til að innleysa gríðarmikinn hagnað af sölu Rafveitu Hafn- arfjarðar og með því að verja fjár- mununum til greiðslu skulda gjör- breytist staða bæjarsjóðs til hins betra og íbúarnir fá að njóta ávaxtanna. Hitaveita Suðurnesja – Hafnarfjörður stórhagnast Almar Grímsson vill selja hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja »Nú er því tækifæri tilað innleysa gríð- armikinn hagnað af sölu Rafveitu Hafnarfjarðar, árið 2000, til Hitaveitu Suðurnesja. Almar Grímsson Höfundur er bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÍSLENSK orðabók segir: helgi kvk 1 helgað eða friðlýst svæði, það sem ekki má spilla. Margt fólk á í hjarta sínu svæði, helgað og heilagt, sem er því dýrmætara en önnur og því friðlýst og um- gengið með djúpri lotningu. Oft hafa þessi heilögu svæði gert sér bústað innst í hugskoti fólks í framhaldi af trúar- reynslu sem það upplifði á stundum mikillar alvöru, átaka og angistar, þegar allt var horfið því nema ákall til Guðs. Margt fólk hefur upplifað svo undursamlega svörun Guðs við and- varpi sínu, gegnumflæði ólýsanlegra strauma, að það varð aldrei samt eftir. Þeir sem trúa á Jesúm Krist og hafa meðtekið af lífi hans líf horfa á píslargöngu hans með harm í hjarta, lifa texta ritninganna hljóð- ir, kvöldmáltíðina, bænastundina í grasgarðinum og krossfestinguna. Margt fólk sem ann textunum og dvelur við orð og frásögn ritning- anna af píslargöngu frelsarans „dregur skó af fótum sér því stað- urinn er heilög jörð“. Heilög jörð. Friðlýst og helgað svæði. En auðvitað er alltaf til fólk sem sér ekki ástæðu til að fara úr skón- um. ÓLI ÁGÚSTSSON, fyrrverandi forstöðumaður Sam- hjálpar hvítasunnumanna. Heilög jörð – friðlýst og helgað svæði Frá Óla Ágústssyni NOKKRAR línur vegna þriðju kynslóðar farsíma: (Sem er afar vond skilgreining, eru símar með kyn og hluti af kynslóð?) Í tvígang hef ég heyrt tals- menn fyrirtækisins sem selur símana tala um hversu tilvalið það sé að hringja, taka myndir og senda út af tónleikum. Ég vil benda á að þetta er al- farið bannað hjá öllum alþjóð- legum listamönnum og þar að auki er þetta mikil truflun fyrir aðra gesti. Í stórum tónleikasöl- um og óperuhúsum erlendis geta menn átt á hættu að vera færðir út af öryggisvörðum og sektaðir ef þetta er gert. Íslendingar hafa því miður komið sér upp mörg- um vondum siðum á tónleikum, rápi og alls kyns truflunum, en símanotkun er það langversta. Ég vil koma þessu á framfæri við seljendur þessa varnings. Svo að lokum til Ríkisútvarpsins, í tvígang hef ég heyrt í fréttum rangar fréttir af Pavarotti heitn- um, sem söng á Listahátið árið 1980 á Laugardalshöll. Sagt var í sjónvarpi að hann hefði sungið í Egilshöll fyrir tæpum 4 árum, sem var nátt- urlega Domingo – og til að kór- óna þetta allt var sagt í útvarp- inu að hann hefði verið 21 árs að aldri! Annað var það ekki: Þórunn Sigurðardóttir Ýtt undir vonda siði Höfundur er listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.