Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MJÖG góð laxveiði er ennþá um allt land og verður eflaust þar til veiði lýkur í mörgum ám um og upp úr miðjum mánuði. Að sögn Orra Vig- fússonar, formanns Laxárfélagsins, er rífandi gangur í Laxá í Aðaldal en um 1.000 laxar hafa veiðst á öllum veiðisvæðunum neðan virkjunar. „Það stefnir í um fimmtíu prósent aukningu á svæðum Laxárfélagsins frá því í fyrra,“ sagði Orri. „Þetta er ein besta veiði í 15 ár.“ Þorri aflans hefur veiðst síðustu fjórar vikur. Í fyrra veiddust 811 laxar í ánni. Veitt er á svæðum Laxárfélagsins til 12. september en lengur á Nesveiðum. Eystri-Rangá nálgast 5.000 Samkvæmt nýjustu veiðitölum á vef Landssamband veiðifélaga, angling.is, er langmesta veiðin í Rangánum. Í þeirri eystri höfðu veiðst 4.757 laxar, þar af gaf einn dagur í vikunni, í kjölfar flóða, 193 laxa, sem var enn eitt metið þar á bæ í sumar. Ytri-Rangá og Hólsá höfðu gefið 4.073. Þriðja áin á listanum er Þverá-Kjarrá, með 2.295, sem er betri veiði en í fyrra og vel yfir með- alveiði síðustu tíu ára. Yfir 300 laxar veiddust í liðinni viku. Fjórða á list- anum er Selá í Vopnafirði með 1.914 og þá kemur Norðurá, sem var nán- ast vatnslaus í allt sumar, með 1.346. Í síðustu viku veiddust hátt í 200 lax- ar og eins og fram hefur komið var veiðitíminn framlengdur, enda óhemju magn af fiski í ánni. Nú veið- ast um 30 laxar á dag. Afar fallegt vatn er í Laxá í Kjós og veiðin góð eftir því; síðasta holl náði 84 á tveimur dögum eða 8,4 löx- um á stöng að meðaltali. Veiðimenn sem blaðamaður hitti þar í fyrradag voru lukkulegir, enda búnir að draga þrjá í beit úr sama hylnum. Á síðustu fjórum dögum hefur veiðin í Gljúfurá í Borgarfirði hátt í tvöfaldast, fór út 61 í 107. Laxá á Ásum mun stefna í 500 laxana, en þar er frábær veiði þessa daga, um tíu laxar á dag á tvær stangir. Eina laxveiðiáin á Suðurlandi þar sem lítið veiðist er Stóra-Laxá. Síð- ustu holl á svæðum I og II hafa náð tveimur eða þremur löxum. Báðar Rangárnar yfir 4.000 Rífandi gangur er í laxveiðinni og mikið af fiski í mörgum ám Morgunblaðið/Einar Falur Var þyrmt Þessi hængur úr Flekku fékk að synda aftur út í strauminn eftir stutta viðdvöl á bakkanum, en laxinn er tökuglaður þessa regnvotu daga. STEFÁN Krist- jánsson og Hann- es Hlífar Stefáns- son unnu báðir skákir sínar í 10. og næstsíðustu umferð Íslands- mótsins í skák sem tefld var í gærkvöldi. Vinni þeir báðir skákir sínar í dag kem- ur til einvígis. Bragi Þorfinnsson getur einnig náð titlinum en hann er með 6½ vinning. Á Íslandsmóti kvenna eru þær Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Guðlaug Þorsteinsdóttir efstar og jafnar með 6½ vinning. Teflt verður til þrautar á morgun í báðum flokkum og hefjast leikar kl. 14 í Skákhöllinni, Faxafeni 12. Stefán og Hannes efstir og jafnir Stefán Kristjánsson ELDUR kviknaði í hópferðabifreið með þrjátíu farþega innanborðs í Þrastarskógi um kvöldmatarleytið í gær. Bílstjórinn varð var við smell og ók inn á bílastæðið við Þrastar- lund og logaði þá eldur undir bíln- um. Bílstjórinn náði að slökkva eld- inn með handslökkvitæki með aðstoð manns sem kom að. Engan sakaði. Lögreglan telur líklegt að gat hafi komið á glussaslöngu og eldur kviknað út frá heitu útblást- ursröri. Kallað var eftir öðrum bíl og hélt hópurinn áfram ferð sinni. Eldur í hóp- ferðabifreið RÍKISSTJÓRN Íslands hefur sam- þykkt að leigja þyrlu fyrir Land- helgisgæslu Íslands í stað þyrlunn- ar TF-SIF, sem eyðilagðist í sjó fyrr í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra er þyrlan er af gerðinni Super Puma og ber einkennisstaf- ina LN-OBX. Hún var í notkun hjá Landhelgisgæslunni árið 2006. Þyrlan er leigð af norska fyrirtæk- inu Airlift. Áætlaður heildarkostn- aður vegna leigu á LN-ONX til árs- loka 2008 er 255 milljónir króna. Þyrlan kemur til starfa í október. Ný þyrla í stað TF-Sifjar leigð FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞAÐ er ljóst að deila Icelandair og flugmanna hjá fyrirtækinu mun hafa áhrif á kjaraviðræður flugmanna í vetur, en kjarasamningur Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og flugrekenda rennur út um áramót. Flugmenn hafa lýst því yfir að þeir muni ekki vinna yfirvinnu, en það fel- ur í sér að þeir munu ekki koma til vinnu ef flugmaður veikist. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir að fyrirtækið verði að reikna með að þessar aðgerðir leiði til truflunar á þjónustu. Icelandair hefur markað þá stefnu að sækja verkefni til útlanda, bæði með kaupum á fyrirtækjum og með leiguflugi undir merkjum Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair. Keyptu lettneskt flugfélag Fyrir rúmu ári keyptu Loftleiðir meirihluta hlutafjár í lettneska flug- félaginu Latcharter. Í mars gerði Latcharter síðan samning við flug- félagið Virgin Nigeria Airlines um daglegt flug á þotum af gerðinni Boeing 767 milli London og Jóhann- esarborgar með viðkomu í Lagos í Nígeríu. Flugmenn gerðu strax athuga- semdir við þennan samning og ósk- uðu eftir viðræðum. Ástæðan er sú að flugmenn Icelandic hafa verið að fljúga 767-vélum, líkt og notaðar eru í verkefni Latcharter og flugmenn líta svo á að þeir hafi forgang að vinnu á flugvélar sem Icelandair Group og dótturfélög þeirra nota. Í kjarasamningi FÍA segir að flug- menn „skuli hafi forgang að þeim flugverkefnum sem um er að ræða á hverjum tíma á vegum Flugleiða á hverjum tíma, innanlands sem utan. Tekur þetta til áætlunarflugs, leigu- flugs og allra umsaminna flugverk- efna.“ Flugmenn líta svo á að Icelandair Group hafi tekið yfir skuldbindingar Flugleiða og þetta nái einnig til dótt- urfyrirtækja. Tryggvi Þór Hafstein, varaformaður FÍA, sagði að flug- menn hefðu aldrei gert neinar kröfur á hendur fyrirtækinu á liðnum árum þegar stjórnendur þess hefðu verið að kaupa fyrirtæki eins og Sterling og EasyJet. Núna þegar fyrirtækið væri komið með erlenda flugmenn á 767-vélar á sama tíma og það væri að segja upp 49 flugmönnum þætti flug- mönnum ástæða til að stinga við fæti. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair, leggur áherslu á að verkefn- in sem Latcharter hafi tekið að sér hafi aldrei verið á vegum Icelandair. „Við höfum bent mönnum á að það sé einföld leið til að leysa þetta með því að fara með málið fyrir Félagsdóm og fá úr þessu skorið vegna þess að við viljum ekki brjóta neina samn- inga. Þeir völdu eftir langa skoðun að fara ekki með málið þangað. Menn geta giskað á hvers vegna þeir kom- ust að þeirri niðurstöðu.“ Sögðu upp 49 flugmönnum Icelandair tilkynnti í síðasta mán- uði uppsagnir flugmanna. Ellefu eru þegar hættir, 15 hætta um næstu mánaðamót og þeir síðustu eiga að hætta 1. desember. Tryggvi Þór seg- ir að samtals séu 49 flugmenn að missa vinnuna. Ástæðan fyrir upp- sögnunum eru minni umsvif yfir vetrarmánuðina. Þegar uppsagnirnar voru til- kynntar sögðu stjórnendur Ice- landair að þeir myndu leita að verk- efnum erlendis og ef það tækist kynnu færri að missa vinnuna. Eftir að flugmenn gerðu athuga- semdir við samning Latcharter við Virgin Nigeria hófust viðræður milli þeirra og Icelandair og segir Tryggvi Þór að flugmenn hafi lýst sig tilbúna til viðræðna um að flug- menn Icelandair fengju í það minnsta hluta þeirra starfa sem deilt er um. Þessu hafi verið hafnað. „Við lítum svo á að það hafi aldrei verið full heilindi í viðræðunum af hálfu Icelandair,“ segir Tryggvi Þór. Jón Karl hafnar því hins vegar að Icelandair geti samið um forgangs- rétt íslenskra flugmanna í öðrum löndum líkt og FÍA geri kröfu um. „Það er einfaldlega ekki þannig að það sé hægt að semja í einu landi um forgang starfsmanna þar á verkefn- um sem eru í einhverju öðru landi. Það væri svipað og við værum að gera kröfu um að íslenskir banka- menn fengju forgang að störfum þegar íslenskir bankar kaupa fjár- málastofnanir erlendis. Slíkt dettur auðvitað ekki nokkrum manni í hug.“ Jón Karl segir að það séu miklar árstíðarsveiflur í flugi á Íslandi. Fólk sé upplýst um það þegar það ráði sig til starfa. Fyrirtækið sé hins vegar að leita að verkefnum erlendis á veg- um Loftleiða. „Þessar aðgerðir þeirra núna koma margra ára samstarfi okkar við flugmenn í uppnám. Ég veit ekki hvernig við getum verið að leita verkefna erlendis ef þeir ætla að standa að svona aðgerðum. Ég verð að líta svo á að þarna séu menn að hlaða inn fyrir komandi kjarasamninga frekar en nokkuð annað.“ Tryggvi Þór segist líta svo á að Icelandair ætli sér í framtíðinni að byggja leiguflugsverkefni fyrst og fremst á erlendum flugmönnum. Jón Karl hafnar því alfarið. Icelandair býr sig undir tafir á flugi strax á morgun Morgunblaðið/Sverrir Deila Flugmenn ræddu ágreining sinn og Icelandair á fundi í fyrrakvöld. Ljóst þykir að leysist deilan ekki á næst- unni ætla flugmenn sér að knýja fram lausn í næsta kjarasamningi, en samningar renna út um áramót. Flugmenn telja að forgangur þeirra að vinnu sé ekki virtur en Icelandair neitar því STARFANDI lögreglumönnum hef- ur fjölgað úr 678 árið 2003 í 710 ár- ið 2007, að því er fram kemur í sam- antekt ríkislögreglustjóra sem unnin var að beiðni Björns Bjarna- sonar, dómsmálaráðherra. Ef nem- ar, héraðslögreglumenn og afleys- ingamenn eru teknir með í reikn- inginn eru lögreglumenn samtals 832 og hefur fjölgað um 29 á síð- ustu fimm árum. Jafnframt kemur fram að 39 lög- reglumenn hafa látið af störfum á þessu ári og hyggst ríkislögreglu- stjóri láta gera ítarlega athugun á ástæðum uppsagna í lögreglu undanfarin fimm ár. Af þeim 39 sem létu af störfum á árinu voru níu með 1-5 ára starfs- aldur, tíu með 6-10 ára starfsaldur, þrír með 11-15 ára starfsaldur, einn með 16-20 ára starfsaldur, þrír með 21-25 ára starfsaldur og 13 með lengri starfsaldur en 31 ár. Ellefu höfðu náð lífeyrisaldri, þrír hættu vegna náms, fjórir hófu aftur störf hjá lögreglu, tveir hættu vegna veikinda og 19 hurfu til annarra starfa eða gáfu ekki upp ástæðu. Í samantektinni er bent á að lög- reglumenn hafa gefið upp betri launakjör sem meginástæðu upp- sagna. Lögreglumönn- um hefur fjölg- að síðustu 5 árFLUGMENN hafa lýst því yfir að vegna viðbragða Icelandair muni þeir ekki vinna umfram vinnuskyldu, en það þýðir að þeir munu ekki koma til starfa ef einhver flugmaður forfallast vegna veikinda. „Við verðum að ganga út frá því að það geti orðið truflun. Það hefur yfirleitt verið þannig þegar svona aðgerðir byrja að þá melda menn sig fyrr veika. Við verðum að ganga út frá því að það verði einhverjar seink- anir út af þessu máli. Við mun fara yfir stöðuna hjá okkur og jafnvel endur- raða einhverjum flugum til að reyna að koma því þannig fyrir að farþegar verði fyrir sem minnstu raski út af þessu,“ segir Jón Karl Ólafsson, for- stjóri Icelandair. „Icelandair er eina félagið sem flýgur farþegaflug til og frá Íslandi með íslenskum áhöfnum. Allir aðrir sem við erum í samkeppni við nota erlendar áhafnir. Við trúum því ekki að flugmenn okkar ætli sér að reyna að trufla daglega starfsemi félagsins í þeirri samkeppni.“ Einir með íslenska áhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.