Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 26
tíska 26 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ www.cubatravel.cu www.vivacuba.se uhj@mbl.is Ævin- týralegir töfrar Morgunblaðið/G.Rúnar Ýktar augnlínur „Hér er ég að leika mér með samspil ljóss og skugga,“ segir Margrét R. Jónasdóttir förðunarmeistari hjá Make Up Store. „Ég not- aði gráan augnskugga sem grunn á augnlokin og dró breiða augnlínu með sjóhersbláum vel út fyrir þau. Breiðar, ýktar augnlínur eru mikið í tísku núna,“ segir Margrét. Með gráa augnskugganum notaði hún bláan skugga sem hún segir að séu áberandi hjá Make Up Store ásamt, brúnum og gyllt- um. „Ég setti líka augnblýant og augnskugga undir augun sem gerir augn- förðunina dramatískari. Varaliturinn er í dekkri kantinum en í vetur verð- ur áherslan bæði á augu og varir en ljósar varir verða samt líka með.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Varalitablýantur Blýanturinn frá Sheiseido getur komið í stað vara- lits og þá er flott að setja gloss yfir. Þeetta er litur LC2. Flottur Baume Baiser er rakagefandi salvi fyrir varirnar frá Lancôme. Aðdráttarafl Hjá Shiseido er áherslan í vetur á augun, þar sem svart, brúnt og grátt verður allsráðandi. „Í vetur verður augnförðunin dökk og áberandi, farðinn náttúrulegur en andlitsdrættir skerptir með smávegis af sólarpúðri eða kinnalit,“ segir Kristín Ágústsdóttir förðunarmeistari hjá Shiseido. „Varirnar eru ljósar og ekki endilega notaður varablýant- ur. Förðun sem þessi er oft kölluð „smokey look“. Kristín notaði Dual Balancing Foundation farða sem hún segir henta ungum stúlkum vel. „Hann hefur tvöfalda virkni þar sem hann mattar þau svæði þar sem húðin á að glansa en gefur raka á þurrkusvæðum. Kristín byrjaði á því að draga dálítið breiða línu með brúnum augnblýanti í kringum augun og ntaði síðan skugga úr augnskuggaboxinu Q10 Desert Winds. „Þetta er nokkurs konar lagskipt förðun, dekksti liturinn neðst og svo lýsist það upp á við. Ég setti dökkbrúna litinn ofan á blýantslínuna og mildaði þannig skilin og ljósu skuggana þar fyrir ofan. Að lokum setti ég svart- an maskara. Á vörunum er fyrirsætan með Automatic Lip Crayon nr. LC1 á varirnar og gloss G27.“ Dulúð „Það var sagan ,,Morðið í Austurlandahraðlestinni,“ eftir Agöthu Christie sem kveikti hugmynd Gucci Westman Neville, að haust- og vetr- arlínu Lancôme í ár,“ segir Kristjana Rúnarsdóttir förðunarmeistari. „Yf- ir Austurlandahraðlestinni hvíldi alltaf dulúð og spenna og það gerir það líka í haust- og vetrarförðun Lancôme. Örlagateningurinn sem Alexis Ma- bille hannaði, með spilavíti hraðlestarinnar í huga er sérstaklega skemmti- legur. Í honum eru bæði augnskuggar og varalitir sem léku burð- arhlutverk í förðuninni. Ég dró svarta línu eftir augnlokunum og skyggði þau og augnsvæðið upp að augabrúnum með ljósgræna litnum úr Deep Fascination og þeim vínrauða úr Charisma. “ Á kinnarnar notaði Kristjana plómulitaðan kinnalit nr. 21 frá Lancôme og á varirnar varalitinn úr Deep Fascination ásamt léttum gljáa. Haustið er tíminn til þess að skipta um ham, breyta um stíl – eins og náttúran. Það er eitt- hvað ævintýralegt við þennan árstíma – og veturinn. Förðunin haustið 2007 er blæ- brigðarík, ekkert síður en rökkrið getur verið, og gaman að bregða á leik með litina sem eru í boði. Í augnskuggum eru áberandi annars vegar brúnir tónar og gylltir, eins og í fatalín- unum, og hins vegar gráir og silfraðir, bláir og blágrænir tónar. Dramatíkin má leika lausum hala, augnum- gjörðin vera dökk og dá- leiðandi og varirnar jafn- vel líka áberandi og tælandi. Förðunin á að draga fram ævintýrið sem býr í andliti hverrar konu. Morgunblaðið/G.Rúnar Bláskjár Augn- skuggarnir frá Make Up Store eru margir í bláum tónum á þessu tímabili. Berjarauður Þessi varalitur vísar til hinna fallegu berja en hann heitir Orchid og er frá Make Up Store. Mildir Í Q10 augn- skuggaboxinu frá Shiseido eru litatón- arnir brúnir og gyllt- ir og henta vel til skyggingar bæði hversdags og spari. Örlagateningurinn Sannkallaður töfra- teningur frá Lan- côme en í honum eru tveir augn- skuggar og tveir varalitir. Þessi nefn- ist Deep Fasc- ination.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.