Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 31
Nýr vörulisti
Fáðu frían vörulista í verslun okkar Faxafeni 8
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170
www.boconcept.is
Frá bernskunni Unnur fékk píanóið að gjöf þegar hún var níu ára og hóf
tónlistarnám. Bjöllurnar tilheyra Öldu en engilinn kom Árni með í búið.
Spilar á nikku Unnur vill hafa
nikkuna hjá sér á vinnustofunni.
Búningastelpa Í herbergi Öldu
setja langömmu bókaskápar
skemmtilegan svip á umhverfið.
ar á Lynghóli, þar býr einnig Árni
Einarsson sambýlismaður Unnar og
tveir hundar, tíkin Jökla og sonur
hennar Karri. „Árni býr aðallega
hér yfir vetrartímann, því starfs
hans vegna þarf hann að vera fyrir
norðan meiri hlutann af sumrinu.
Hann er forstöðumaður rannsókn-
arstöðvarinnar við Mývatn og við
Alda reynum að heimsækja hann
sem oftast og hann bregður sér
stundum suður.“
Unnur hóf nýlega störf sem stað-
arhaldari á Elliðavatnsbæ en í því
felst verkefnisstjórnun og kynning-
arstarf fyrir Skógræktarfélag
Reykjavíkur. En hún er líka veiði-
vörður Elliðavatns. „Ég sé um sölu
veiðileyfa og í sumar varð ég vör við
að fólkið í hverfunum hér í kring er
að uppgötva þessa paradís og koma
hingað með börnin sín til að leyfa
þeim að veiða.“ Unnur hlakkar til að
takast á við starfi verkefnisstjóra og
ætlar að vera með allskonar spenn-
andi námskeið í vetur. „Ég ætla að
leigja út sal í gamla bænum fyrir
veislur og fundi og rithöfundar geta
líka leigt sér vinnustofur í gamla
bænum,“ segir Unnur sem sjálf hef-
ur sinnt ritstörfum af miklum móð
og í næsta mánuði kemur út bók frá
henni sem hún hefur verið að vinna
að undanfarin þrjú ár. „Þetta er lif-
andi og persónuleg ferðasaga. Ég
fór um landið og kannaði stöðu
huldufólks í samtímanum. Ég heim-
sótti fólk sem gat sagt mér eitthvað
um huldufólk og það er til alveg
ótrúlega margt heilsteypt og venju-
legt fólk sem sér allskonar hluti sem
aðrir ekki sjá. En þetta er svolítið
misjafnt eftir svæðum, til dæmis eru
mjög sterkar sögur af huldufólki úti
í Skáleyjum en í Borgarfirði eystra
og í Mývatnssveitinni fann ég engan
sem hafði reynslu af huldufólki. Í
bókinni eru ljósmyndir af viðmæl-
endum og við Árni tókum flestar
myndirnar.“
Það er mikil tónlist í litla húsinu á
Lynghóli, Alda er nýbyrjuð að læra
á fiðlu og í fyrravetur tók Unnur upp
á því að læra á harmonikku hjá Karli
Jónatanssyni. Hún gerði sér lítið
fyrir og spilaði á nikkuna með vin-
konum sínum á balli úti í Flatey í
sumar.
khk@mbl.is
Gerði allt sjálf Unnur lagði vegg- og gólfflísarnar sjálf.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 31
eru utan seilingar
símasambandsins.
x x x
Það hefur löngumfarið í taugarnar á
Víkverja, þegar koll-
egar hans grípa til for-
skeytisins stór/ofur
þegar þeir fjalla um
ákveðna einstaklinga.
Stórsöngvarinn, ofur-
fyrirsætan, stórleik-
arinn o.s.frv. Víkverji
hefur meira að segja
séð fjallað bæði um
stórblaðamann og ofur-
blaðamann. Víkverji
vill vera blaðamaður. Í
Morgunblaðinu á þriðjudaginn mátti
svo lesa um ofurstórmeistara. Það
stakk Víkverja í augun, þótt vissu-
lega hafi viðkomandi skákmaður
verið í hópi stigahæstu stórmeistara,
þegar hann var upp á sitt bezta. En
ofurstórmeistari! Ætli Fischer hafi
verið ofurstórmeistari, þegar hann
malaði andstæðingana og krækti í
kórónuna í Reykjavík? Þá varð hann
heimsmeistari. Það er bara einn súp-
ermann segja börnin og ætli það sé
ekki nóg. Þessi stórdilkadráttur á
fólki er einhver vandræðagangur,
sem er hvimleiður og reyndar út í
hött að mati Víkverja.
Víkverji hefur alltafverið því sam-
mála, að þögn sé gulls
ígildi. Með sívaxandi
róti í mannlífinu eru
þeir fleiri og fleiri, sem
leita á vit þagnarinnar;
hraða sér úr þéttbýlinu
og fara upp í sveit. Og
nú eru menn farnir að
borga fyrir kyrrðina.
Hún er bókstaflega
orðin gulls ígildi. Vík-
verki heyrði á dög-
unum í Laufskálanum,
sem er einn af uppá-
haldsþáttum hans í út-
varpinu, að jörðin
Stakkahlíð í Loðmund-
arfirði hefði þá nýlega verið seld fyr-
ir 60 milljónir króna og að kaupand-
inn hefði sagt, að hann vildi borga
mikið fyrir það að vera utan gsm-
svæðis. Nú er auðvitað ekkert auð-
veldara en að slökkva á farsímanum,
en orð nýja Stakkahlíðareigandans
benda til þess að í nútímanum dugi
það ekki til þess að öðlast friðinn.
Menn verða bókstaflega að vera ut-
an þjónustusvæðis til þess að upplifa
það að vera frjálsir af hlekkjum nú-
tímans.
Frelsi fjallanna og öræfakyrrðina
hafa allir átt innan seilingar, en nú
er það búbót eyðijarðanna að þær
Orlando Vacation
Home Seminar
When: September 8. and 9. from 12.00-18.00.
Where: Hotel Loftleiðir.
Please join Meredith Mahn and Garðatorg
this weekend to learn more about buying a
home in Florida.
For more information, call Þórhallur, 896-8232.
www.LIVINFL.com
Domus Pro Real Estate Maitland Florida 32751 (321) 438-5566
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
ókeypis
smáauglýsingar mbl.is