Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 29
skilgreiningu veikindanna og
meðferð við þeim segir Regína
grundvallaratriði að fólk hafi
meira að segja um hvernig þjón-
ustu það fær. Þá sé þátttaka vina
og vandamanna afar mikilvæg,
kjósi notandinn hana, þar sem
nánasta umhverfið skipti gríð-
arlega miklu máli og oft vilji að-
standendur vera meira með en
þeim er leyft.
Þá styður Regína að fólk fái val
um hvort það vilji leggjast inn, fá
tímabundna þjónustu eða áð-
urnefnda samfélagsgeðþjónustu í
hverfinu sínu. „Það að vera kippt
út úr raunveruleikanum, sínum
daglegu aðstæðum, getur verið
mjög afdrifaríkt þannig að ég held
að fólk eigi algerlega að hafa val
um þetta. En mér finnst fyr-
irkomulagið á Akureyri, að heim-
sækja sjúklingana, vera til mik-
illar fyrirmyndar.“
Mismunandi viðhorf
Regína segir viðhorf til sam-
félagsgeðþjónustu fara eftir því
hvernig horft er á veikindi fólks.
„Það fer eftir því hvort þú aðhyll-
ist þær kenningar að samfélagið
og félagslega umgjörðin hafi áhrif
á veikindin til hins verra eða ekki.
Ef þú aðhyllist það þá liggur nær-
tækast við að vinna með fólki í því
umhverfi sem það býr við.“ Hún
segir málin snúast um ákveðinn
faglegan ágreining þar sem sumir
aðhyllist samfélagslega sýn en
aðrir leggi traust sitt á mjög sér-
hæfða þjónustu, t.d. að skólasál-
fræðingar, barnaverndarstarfs-
menn og félagsráðgjafar vinni án
nokkurs samráðs hver við annan.
„Við þurfum að ná einhvers konar
samkomulagi um hvernig við ætl-
um að veita þessa þjónustu og
skoða málin bæði frá sérfræði-
sjónarhorninu og því samfélags-
lega.“
gína
m-
ra ætl-
inga-
Mér
slandi
átak
ga í
ndir
mæta-
rki
a þótt
jón-
að
tuna í
jórnin
því og
fjöldi
ð í
átt fyr-
m eiga
fyrsti
l. Ég
þjón-
nnka á
nni.“
er
rið velt
-
nefnt
r taki
mstarf
ustu
eð-
ð-
angs-
l.
stofna
ætti til
,“ seg-
finn-
tofn
anir til
ytandi.
r er og
orfi til
gn-
u.“
nna
ra í
erki fjármagn til brýnna
íkis og
ðsynleg
Morgunblaðið/Frikki
dóttir, fyrrverandi sviðsstjóri.
ylfa@mbl.is
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BRESKRI móður, sem hefur
stjórnað fjögurra mánaða leit að
ungri dóttur sinni, Madeleine
McCann, var tilkynnt formlega í
gær að hún væri sjálf grunuð um að
hafa orðið stúlkunni að bana fyrir
slysni. Ættingjar konunnar sögðust
óttast að hún yrði ákærð.
Portúgalska lögreglan yfirheyrði
Kate McCann, móður Madeleine, í
tæpar fimm klukkustundir í lög-
reglustöð í bænum Portimao. Dag-
inn áður hafði hún verið yfirheyrð í
ellefu klukkstundir.
Gerry McCann, faðir Madeleine,
var einnig yfirheyrður í lög-
reglustöðinni síðar um daginn. Vinir
hjónanna sögðu að Gerry McCann
fengi líklega einnig stöðu grunaðs
manns og að lögreglan hefði boðið
móður stúlkunnar samning um væg-
ari dóm ef hún játaði að hafa orðið
stúlkunni að bana.
„Þeir reyndu að fá hana til að játa
að hafa orðið Madeleine að bana fyr-
ir slysni með því að bjóða henni
samning. Þeir sögðu: ef þú segir að
þú hafir drepið Madeleine fyrir
slysni getum við ábyrgst tveggja ára
fangelsisdóm eða jafnvel vægari,“
sagði systir Gerry McCann, Philo-
mena, í viðtali við breska sjónvarpið
ITV í gærkvöldi.
Blóðagnir í bíl og hóteli
Justine McGuinness, talskona
McCann-fjölskyldunnar, sagði að
portúgalskir lögreglumenn hefðu
sagt Kate McCann að „þeir teldu sig
hafa sönnunargögn sem sýndu að
hún væri með einhverjum hætti við-
riðin dauða dóttur sinnar“.
McGuinness bætti við að blóðagn-
ir hefðu fundist í farangursgeymslu
bíls sem McCann-hjónin hefðu leigt
25 dögum eftir að Madeleine hvarf
þriðja maí. Hermt er að blóðagnir
hefðu einnig fundist í herbergi
stúlkunnar í hótelíbúð í Algarve þar
sem fjölskyldan dvaldi þegar Made-
leine hvarf.
Philomena, föðursystir Made-
leine, sagði að rannsóknarmennina
grunaði að Kate McCann hefði með
einhverjum hætti orðið Madeleine
að bana fyrir slysni, geymt líkið í
tæpan mánuð og síðan notað bílinn
til að losa sig við það. „Ég hef aldrei
á minni lífsfæddri ævi heyrt aðra
eins fjarstæðu,“ sagði Philomena
McCann í viðtali við Sky News.
Blórabögglar?
Fyrr í gær sagði föðursystir Made-
leine í viðtali við ITV-sjónvarpið að
svo virtist sem portúgalska lög-
reglan væri að gera McCann-hjónin
að blórabögglum. „Þau eru fórn-
arlömb hryllilegs glæps og núna
reynir lögreglan að flekka mannorð
þeirra á viðbjóðslegan hátt með
þessari rógsherferð – þetta er með
hreinum ólíkindum.“
Móðir Kate McCann, Susan
Healy, tók í sama streng í viðtali við
breska sjónvarpið Channel 4 í gær-
kvöldi. „Hún er mjög reið út af stöðu
sinni,“ sagði Healy. „Hún veit ósköp
vel að ef þessi sönnunargögn eru til
þá sanna þau að einhver í portú-
gölsku lögreglunni, eða einhver sem
hafði aðgang að hótelíbúðinni, kom
gögnunum fyrir þarna.“
McCann-hjónin höfðu áður neitað
fréttum í portúgölskum fjölmiðlum
um að þau hefðu sjálf orðið stúlk-
unni að bana. Þau hafa höfðað mál
gegn blaði sem hélt því fram að þau
hefðu gefið stúlkunni róandi lyf sem
yfirheyra hina grunuðu og þarf að
sýna þeim sönnunargögn í málinu.
Hvarf Madeleine vakti heims-
athygli og McCann-hjónin hafa
ferðast til Spánar, Þýskalands, Hol-
lands, Marokkó og Ítalíu til að leita
að stúlkunni. Í nokkrum löndum
hafa verið birtar fréttir um að sést
hafi til Madeleine, allt frá Argentínu
til Marokkó og Norður-Evrópu. Ótt-
ast hefur verið að alþjóðlegur
glæpahringur barnaníðinga hafi
rænt stúlkunni.
Foreldrar Madeleine eru kaþ-
ólskrar trúar og leituðu m.a. til
Benedikts XVI páfa. Kate McCann
sýndi honum mynd af dóttur sinni
og páfi blessaði hana.
Stjórnmálaleiðtogar og íþrótta-
stjörnur hafa lagt McCann-
hjónunum lið og safnast hefur jafn-
virði rúmra 130 milljóna króna í sjóð
sem stofnaður var í þágu barna sem
hafa horfið.
Fótboltastjörnur á borð við David
Beckham og Christiano Ronaldo
komu fram í sjónvarpi til að skora á
þá sem kynnu að hafa rænt stúlk-
unni að skila henni. Sjónvarps-
auglýsing um hvarf Madeleine var
sýnd á úrslitaleik UEFA-bikarsins
og úrslitaleik bikarkeppni enska
knattspyrnusambandsins.
Þá hafa dagblöð og kaupsýslu-
menn í Bretlandi og Portúgal lofað
verðlaunum að andvirði rúmra 2,6
milljóna punda, eða 340 milljóna
króna, fyrir upplýsingar sem leiddu
til þess að Madeleine fyndist heil á
húfi.
Fyrir utan móður stúlkunnar hef-
ur aðeins einn fengið réttarstöðu
grunaðs manns vegna rannsókn-
arinnar á málinu. Það er 33 ára gam-
all Breti, sem býr um 150 metra frá
hótelíbúðinni þar sem Madeleine
hvarf. Hann var yfirheyrður í lög-
reglustöð tólf dögum eftir að stúlkan
hvarf en var ekki handtekinn eða
ákærður.
gagnrýnd í Bretlandi fyrir seina-
gang við rannsókn málsins. Til að
mynda þykir undarlegt að leit-
arhundar voru fluttir frá Bretlandi í
hótelíbúðina þremur mánuðum eftir
hvarf stúlkunnar og svo virðist sem
þeir hafi fundið blóðagnir og fleira
sem rannsóknarmönnum portú-
gölsku lögreglunnar hafi sést yfir.
Gerry McCann sagði á vefsetrinu
www.findmadeleine.com að það væri
„fáránlegt“ að ýja að því að Kate
hefði átt aðild að hvarfi Madeleine.
„Allir sem hafa einhverja vitneskju
um 3. maí vita að Kate er alsaklaus.
Við ætlum að berjast gegn þessu þar
til yfir lýkur og hættum ekki að leita
að Madeleine.“
Leituðu til páfa
Samkvæmt portúgölskum lögum
njóta þeir sem hafa réttarstöðu
grunaðra ákveðinna réttinda. Þeir
hafa t.a.m. rétt til að svara ekki
spurningum lögreglunnar og að hafa
lögfræðing hjá sér við yfirheyrslur.
Lögreglan fær meira svigrúm til að
hefðu dregið hana til dauða, að því
er fram kom á fréttavef breska dag-
blaðsins The Times.
Portúgalska lögreglan hefur verið
Grunuð um að hafa orðið
dóttur sinni að bana
AP
Ákærð? Kate McCann, móðir bresku stúlkunnar Madeleine McCann, á leið til yfirheyrslu í lögreglustöð í Portúgal
í gær. McCann, 39 ára heimilislæknir, er grunuð um að hafa orðið dóttur sinni að bana fyrir slysni.
AP
Líka undir grun? Gerry McCann, faðir Madeleine, á leið í lögreglustöð í
Portimao í Portúgal þar sem hann var yfirheyrður í gær.
Í HNOTSKURN
» Kate McCann er 39 áraheimilislæknir. Eigin-
maður hennar, Gerry, er
hjartasérfræðingur á sjúkra-
húsi í Leicestershire.
» Madeleine svaf í herbergihótelíbúðar í Algarve
ásamt systkinum sínum,
tveggja ára tvíburum, þegar
síðast spurðist til hennar. For-
eldrar þeirra voru í veitinga-
húsi um 150 metra frá íbúð-
inni og litu inn til barnanna á
hálftíma fresti.
AP
Auglýst eftir Madeleine McCann.
Móðir Madeleine
McCann yfirheyrð
eftir að blóðagnir
fundust í bíl sem
foreldrar bresku
stúlkunnar leigðu