Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 244. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SKRADDARINN ÍSLENSKIR KARLMENN VEIKIR FYRIR ARMANI-JAKKAFÖTUM; STÖÐUTÁKNI >> 30 MÓÐIRIN GRUNUÐ UM AÐ BANA DÓTTURINNI MADELEINE VENDINGAR >> MIÐOPNA FRÉTTASKÝRING Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is Á HAUSTIN kemst hreyfing á fólk, skólafólk hvílir sig á vinnu meðan takturinn er fundinn fyrir veturinn en undir jól skila námsmenn sér smám saman aftur í vinnu. Skortur á starfsfólki virðist þannig, að margra mati, vera árstíðabundinn. Skilti í anddyri Ikea vakti fyrir nokkru athygli þar sem fyrirfram var beðist afsökunar á skertri þjón- ustu í versluninni og ástæðan sögð skortur á starfsfólki. Segja má að herbragðið hafi verið snjallt þar sem starfsmannastjóri Ikea var á kafi í starfsmannaviðtölum þegar leitað var eftir því hver viðbrögðin við skiltinu hefðu verið. Á vinnumarkaðnum á höfuðborg- arsvæðinu virðist ástandið þó að mörgu leyti nokkuð gott og segja margir ástæðuna þá að í vaxandi mæli séu útlendingar ráðnir í stöð- ur sem Íslendingar voru í áður. Þannig segir t.d. Svanur Val- geirsson, starfsmannastjóri Bón- usverslananna, að sú stefna hafi verið tekin á síðasta ári að ráða út- lendinga á kassalínuna, þó svo að hugsanlega gæti það haft einhver óþægindi í för með sér fyrir neyt- endur. „Við vildum það þó frekar en hafa einn starfsmann á kassa og röð langt inn í búð,“ segir Svanur. Erfiðara að fá Íslendinga Magnús Ögmundsson, fram- kvæmdastjóri Lystar ehf., sem rek- ur McDonalds-skyndibitastaðina, segir að hlutfall erlendra starfs- manna fari vaxandi og það sé ein- faldlega vegna þess að Íslendingar fáist ekki í störfin. Lengi hefur verið skortur á starfsfólki á leikskólum og staðan í Reykjavík er núna sú að eftir er að ráða í 155 stöðugildi og frá síðustu helgi hafa 20 verið ráðnir. Almennt eru viðmælendur sammála um að meira framboð sé á störfum en starfsfólki. Það sýnir sig ekki síst í því hversu hægt gengur að ráða fólk á leikskóla og á frístunda- heimili. Starfs- menn vantar! Hlutfall erlendra starfsmanna vex Afgreiðsla Víða vantar fólk til starfa í verslunum. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÞAÐ yrði mikil eftirsjá að húsinu héðan af safninu, því það gegnir mjög mikilvægu hlutverki,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminja- vörður, um húsið Lækjargötu 4, sem flutt var í Árbæjarsafn til varðveislu árið 1988. Fram kom þegar vinningstillaga um deiliskipulag í Kvosinni var kynnt í fyrradag að sú hugmynd væri uppi að flytja húsið frá Árbæjarsafni á Lækjartorg. Að sögn Guðnýjar Gerðar er hug- myndin ný og segir hún ekki hafa áð- ur komið til tals að flytja einstaka hús úr Árbæjarsafninu. Miklir peningar í endurgerðina Hún segir að það hljóti að þurfa að meta hversu raunhæft það sé að flytja hús sem búið sé að gera upp á Árbæjarsafni. Miklir peningar og vinna hafi farið í endurgerðina. „Húsið gegnir mjög mikilvægu hlutverki hér í safninu. Það er hér við aðaltorgið sem er miðja safnsins. Þetta er sýninga- og sam- komuhús og þarna er til dæm- is góður sam- komusalur þar sem fara fram við- burðir og einnig er í húsinu sýning um sögu Reykjavíkur og krambúð.“ Guðný Gerður kveðst einnig spyrja hvort það sé raunhæft varð- andi kostnað og annað að flytja hús úr safninu. Eftir eigi að fjalla um til- löguna í menningar- og ferðamála- ráði sem fari með stjórn Minjasafns Reykjavíkur, en Árbæjarsafn er hluti af því. Væntanlega verði haft samráð við safnið og ráðið, en ákvarðanir um framtíð safnsins verði ekki teknar nema í samráði og sam- starfi við það. | 4  Hugmynd er um að flytja húsið Lækjargötu 4 á Lækjartorg  Flutningar ein- stakra húsa af safninu hafa ekki komið til tals áður að sögn borgarminjavarðar „Mikil eftirsjá að húsinu“ Guðný Gerður Gunnarsdóttir SAFAMÝRARSKÓLI og Öskjuhlíðarskóli verða sameinaðir í einn skóla. Þetta tilkynnti Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykja- víkurborgar, um leið og hann opnaði sýningu Mary Ellen Mark, Undrabörn, á Þjóðminjasafn- inu í gær. Skólinn verður staðsettur í Suður- Mjódd, á milli Reykjanesbrautar, Skógarsels og Þverársels. Reiknað verður með 20 þúsund fer- metra lóð fyrir nýjan skóla sem umlukin yrði grænu belti. „Markmiðið er að þessi nýi skóli verði fyrir- mynd, ekki bara á landsvísu heldur á heimsvísu,“ sagði Júlíus Vífill áður en hann opnaði sýn- inguna, en á meðfylgjandi mynd sést ljósmynd- arinn halda á einni fyrirsætunni. Fyrirsætan er Alexander Breki, fimm ára drengur, sem einnig má sjá á myndinni á veggnum bak við hann og Mary Ellen. | Lesbók Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nýr skóli fyrirmynd á heimsvísu GEIR H. Haarde forsætisráðherra boðaði í gær að aukinn kraftur yrði lagður í baráttuna fyrir sæti í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur nú beinan og öflugan þátt í þessu átaki en hann nýtti heimsókn sína til New York í vikunni í tilefni opnunar skrifstofu Glitnis þar í borg til fundahalda. Hjálmar W. Hannesson, fasta- fulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóð- unum, staðfestir að forsetinn hafi fundað með sendiherrum Afríku- sambandsins en atkvæði ríkja Afríku gætu skipt sköpum þegar á hólminn er komið. Þá fundaði forsetinn með sendiherrum Arababandalagsins sem og fulltrúum sambands Karíba- hafsríkja. Loks flutti Ólafur Ragnar fræðilegan fyrirlestur á fundi Al- þjóðafriðarakademíunnar sem eink- um sóttu fulltrúar frá sambandi smá- ríkja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra verður sjálf á ferð í New York síðar í mánuðinum í þeim tilgangi að reyna að afla framboði Ís- lands stuðnings. | 8 Ólafur Ragnar talar fyrir framboði Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.