Morgunblaðið - 08.09.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 244. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
SKRADDARINN
ÍSLENSKIR KARLMENN VEIKIR FYRIR
ARMANI-JAKKAFÖTUM; STÖÐUTÁKNI >> 30
MÓÐIRIN GRUNUÐ UM
AÐ BANA DÓTTURINNI
MADELEINE
VENDINGAR >> MIÐOPNA
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
Á HAUSTIN kemst hreyfing á fólk,
skólafólk hvílir sig á vinnu meðan
takturinn er fundinn fyrir veturinn
en undir jól skila námsmenn sér
smám saman aftur í vinnu. Skortur
á starfsfólki virðist þannig, að
margra mati, vera árstíðabundinn.
Skilti í anddyri Ikea vakti fyrir
nokkru athygli þar sem fyrirfram
var beðist afsökunar á skertri þjón-
ustu í versluninni og ástæðan sögð
skortur á starfsfólki. Segja má að
herbragðið hafi verið snjallt þar
sem starfsmannastjóri Ikea var á
kafi í starfsmannaviðtölum þegar
leitað var eftir því hver viðbrögðin
við skiltinu hefðu verið.
Á vinnumarkaðnum á höfuðborg-
arsvæðinu virðist ástandið þó að
mörgu leyti nokkuð gott og segja
margir ástæðuna þá að í vaxandi
mæli séu útlendingar ráðnir í stöð-
ur sem Íslendingar voru í áður.
Þannig segir t.d. Svanur Val-
geirsson, starfsmannastjóri Bón-
usverslananna, að sú stefna hafi
verið tekin á síðasta ári að ráða út-
lendinga á kassalínuna, þó svo að
hugsanlega gæti það haft einhver
óþægindi í för með sér fyrir neyt-
endur. „Við vildum það þó frekar en
hafa einn starfsmann á kassa og röð
langt inn í búð,“ segir Svanur.
Erfiðara að fá Íslendinga
Magnús Ögmundsson, fram-
kvæmdastjóri Lystar ehf., sem rek-
ur McDonalds-skyndibitastaðina,
segir að hlutfall erlendra starfs-
manna fari vaxandi og það sé ein-
faldlega vegna þess að Íslendingar
fáist ekki í störfin.
Lengi hefur verið skortur á
starfsfólki á leikskólum og staðan í
Reykjavík er núna sú að eftir er að
ráða í 155 stöðugildi og frá síðustu
helgi hafa 20 verið ráðnir. Almennt
eru viðmælendur sammála um að
meira framboð sé á störfum en
starfsfólki. Það sýnir sig ekki síst í
því hversu hægt gengur að ráða
fólk á leikskóla og á frístunda-
heimili.
Starfs-
menn
vantar!
Hlutfall erlendra
starfsmanna vex
Afgreiðsla Víða vantar fólk til
starfa í verslunum.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„ÞAÐ yrði mikil eftirsjá að húsinu
héðan af safninu, því það gegnir mjög
mikilvægu hlutverki,“ segir Guðný
Gerður Gunnarsdóttir, borgarminja-
vörður, um húsið Lækjargötu 4, sem
flutt var í Árbæjarsafn til varðveislu
árið 1988.
Fram kom þegar vinningstillaga
um deiliskipulag í Kvosinni var
kynnt í fyrradag að sú hugmynd væri
uppi að flytja húsið frá Árbæjarsafni
á Lækjartorg.
Að sögn Guðnýjar Gerðar er hug-
myndin ný og segir hún ekki hafa áð-
ur komið til tals að flytja einstaka
hús úr Árbæjarsafninu.
Miklir peningar í endurgerðina
Hún segir að það hljóti að þurfa að
meta hversu raunhæft það sé að
flytja hús sem búið sé að gera upp á
Árbæjarsafni. Miklir peningar og
vinna hafi farið í endurgerðina.
„Húsið gegnir
mjög mikilvægu
hlutverki hér í
safninu. Það er
hér við aðaltorgið
sem er miðja
safnsins. Þetta er
sýninga- og sam-
komuhús og
þarna er til dæm-
is góður sam-
komusalur þar sem fara fram við-
burðir og einnig er í húsinu sýning
um sögu Reykjavíkur og krambúð.“
Guðný Gerður kveðst einnig
spyrja hvort það sé raunhæft varð-
andi kostnað og annað að flytja hús
úr safninu. Eftir eigi að fjalla um til-
löguna í menningar- og ferðamála-
ráði sem fari með stjórn Minjasafns
Reykjavíkur, en Árbæjarsafn er
hluti af því. Væntanlega verði haft
samráð við safnið og ráðið, en
ákvarðanir um framtíð safnsins verði
ekki teknar nema í samráði og sam-
starfi við það. | 4
Hugmynd er um að flytja húsið Lækjargötu 4 á Lækjartorg Flutningar ein-
stakra húsa af safninu hafa ekki komið til tals áður að sögn borgarminjavarðar
„Mikil eftirsjá að húsinu“
Guðný Gerður
Gunnarsdóttir
SAFAMÝRARSKÓLI og Öskjuhlíðarskóli verða
sameinaðir í einn skóla. Þetta tilkynnti Júlíus
Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykja-
víkurborgar, um leið og hann opnaði sýningu
Mary Ellen Mark, Undrabörn, á Þjóðminjasafn-
inu í gær. Skólinn verður staðsettur í Suður-
Mjódd, á milli Reykjanesbrautar, Skógarsels og
Þverársels. Reiknað verður með 20 þúsund fer-
metra lóð fyrir nýjan skóla sem umlukin yrði
grænu belti.
„Markmiðið er að þessi nýi skóli verði fyrir-
mynd, ekki bara á landsvísu heldur á heimsvísu,“
sagði Júlíus Vífill áður en hann opnaði sýn-
inguna, en á meðfylgjandi mynd sést ljósmynd-
arinn halda á einni fyrirsætunni. Fyrirsætan er
Alexander Breki, fimm ára drengur, sem einnig
má sjá á myndinni á veggnum bak við hann og
Mary Ellen. | Lesbók
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Nýr skóli fyrirmynd á heimsvísu
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
boðaði í gær að aukinn kraftur yrði
lagður í baráttuna fyrir sæti í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna. Forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
tekur nú beinan og öflugan þátt í
þessu átaki en hann nýtti heimsókn
sína til New York í vikunni í tilefni
opnunar skrifstofu Glitnis þar í borg
til fundahalda.
Hjálmar W. Hannesson, fasta-
fulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóð-
unum, staðfestir að forsetinn hafi
fundað með sendiherrum Afríku-
sambandsins en atkvæði ríkja Afríku
gætu skipt sköpum þegar á hólminn
er komið. Þá fundaði forsetinn með
sendiherrum Arababandalagsins
sem og fulltrúum sambands Karíba-
hafsríkja. Loks flutti Ólafur Ragnar
fræðilegan fyrirlestur á fundi Al-
þjóðafriðarakademíunnar sem eink-
um sóttu fulltrúar frá sambandi smá-
ríkja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra verður sjálf á ferð
í New York síðar í mánuðinum í þeim
tilgangi að reyna að afla framboði Ís-
lands stuðnings. | 8
Ólafur Ragnar talar
fyrir framboði Íslands