Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 19 ÞAÐ ER stórkostlegt hversu vel hef- ur tekist að gæða blúsaða tónlist Sig- urðar Flosasonar lífi á skífunni Bláum skuggum. Það er engu líkara en hljóðverið sé fullt af fólki, en kannski þurfa snillingar eins og þeir sem Sigurður hefur kallað til leiks enga áheyrendur til að fremja gald- urinn – aðeins hver annan. Jón Páll Bjarnason er ásamt Gunnari heitnum Ormslev konungur íslensks nútíma- djass og Þórir Baldursson er „grúvið“ sjálft í öllum sínum margbreytilega hita. Pétur Östlund er svo hrynkóng- urinn mikli og Sigurður einn hinna fremstu af kynslóðinni er kom til sög- unnar á Íslandi um 1980 er fyrr- nefndir þremenningar voru allir hljómlistarmenn erlendis. Þótt hljómar og form blússins séu oft í öndvegi á Bláum skuggum er svo ekki alltaf. Ballöðurnar „G.O.“, eitt af elstu lögum Sigurðar (tileinkað minn- ingu Ormslevs), og eitt hið nýjasta „Bláir skuggar“ eru blúsmettaðar af því að flytjendurnir eru það. Ekki er síðra þegar Sigurður umskrifar gam- alkunn verk eins og kreppusönginn „Brother Can You Spare A Dime“ sem nefnist „Kvíabryggjublús“ eða „Blues For Alice“ eftir Charlie Park- er sem nefnist „Ég hugsa um þig“. Ómetanleg skífa fyrir alla sem gaman hafa af melódískum djassi, heillandi blús og hugmyndaríkum spuna. Það þarf ekki alltaf að vera að finna upp hjólið og á þessari skífu er það fyrst og fremst hljóðfæraleik- urinn sem snertir hjartað. Hiklaust fjögurra og hálfrar stjörnu skífa fyrir spilamennskuna og stemninguna – og hækkum upp í fimm. Djassgerður blús TÓNLIST Geisladiskur Dimma DIM Kvartett Sigurðar Flosasonar: Bláir skugg- ar  Vernharður Linnet LAUGARDAGINN 8. september var opnuð sýning í sýningarsal Hönnunarsafns Íslands á Garðatorgi í Garðabæ. Sýningin ber yfirskrift- ina Framhaldslíf hlutanna og vísar í þema sýningarinnar sem er vistvæn hönnun. Í allri lífstílshringiðunni; yf- irborðslegri og markaðssettri hönn- unarvakningu má kalla það ákveðna dirfsku að hefja vetrastarfið með sýningu þar sem undirtónninn er móralskur boðskapur gegn óheftri neyslumenningu. Á sýningunni er töluverð breidd hluta sem tengjast vistvænum boðskap á ýmsan hátt svo sem hlutir úr endurunnu efni, endurvinnanlegu efni eða end- urnýttir hlutir þ.e. að hlutirnir fá nýjan tilgang. Eins og gefur að skilja ef litið er til þemans þá er um samtímahönnun að ræða sem felur í sér boðskap sem sprottinn er úr vit- undarvakningu í kringum síðustu aldamót. Slík tímamót kalla gjarnan á kröfu til endurskoðunar og á það að horft verði á þróun til framtíðar. Stór hluti verkanna á sýningunni er í eigu safnsins og er sýningin þannig ánægjuleg viðleitni til þess að sýna hvað annars frekar ósýni- legt safn hefur að geyma. Eins og fram kemur í texta Aðalsteins Ing- ólfssonar, forstöðumanns safnsins, í sýningarskrá þá er það markmið sýningarinnar að koma þeim boð- skap til leiðar að ekki sé lengur hægt að ræða fagurfræði og nytsemi hönnunar án þess að huga að þeim áhrifum sem hönnunin hefur á um- hverfi sitt. Hvort nýr hlutur sé nauð- synleg viðbót eða bara einn enn óþarfinn í öllu kraðaki hlutanna? Eins er sýningunni ætlað að koma því til skila að þótt tekið sé mið af endurnýtingu og umhverfisvernd við hönnun hluta þurfi það ekki að koma niður á útliti, notagildi né söluvæn- leika þeirra. Segja má að sýningin komi boð- skapnum ágætlega til skila. Öll um- gjörð sýningarinnar vísar á einhvern máta til þemans svo sem sýning- arskrá (þríbrotinn A3 einblöðungur) sem er úr endurunnum pappír, um- gjörð sýningar sem er úr endurvinn- anlegum viðarplötum og við inngang sýningarsalarins frá Garðatorgi stendur bifreiðin Prius frá Toyota sem er hönnuð með umhverfisvæna tækni að leiðarljósi. Verk á sýningunni eru bæði ís- lensk og erlend og hafa allflest kom- ið fyrir sjónir almennings á einn eða annan hátt í bókum, tímaritum, verslunum eða á sýningum svo sem þekkt hönnun frá Alessi, Droog De- sign verk eftir hina vinsælu Camp- ana bræður, Ikea hönnun og kunn- uglegir stólar eftir Óla Jóhann Ásmundsson og Sigurð Gústafsson svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekki hægt að segja að sýningargripirnir komi beint á óvart fyrir utan nokkrar frumgerðir held- ur er það er sýningarhönnunin og umgjörðin um verkin sem gera hana nýstárlega þar sem umgjörðin skap- ar heildstæða tengingu á milli ann- ars frekar sundurleitra verka og nær að koma tilgangi sýningarinnar og sameiginlegum grunni verkanna á skýran hátt til skila. Hér hefur arkitektinum Massimo Santanicchia með smiðinn Gulleik Lövskar sér við hlið tekist að tengja hlutina saman á heildrænan hátt með sannfærandi efnisvali og frumlegri umgjörð sem skilar þemanu listilega vel og vekur athygli á þeim vanda sem okkur mannfólkinu stafar af umhverf- isspillandi áhrifum. Ef eitthvað mætti gagnrýna við hönnunina er það helst sýningarpallarnir í miðju salarins sem jaðra við „ofhönnun“ og skaga heldur mikið út í rýmið. Hér vakir það sjálfsagt fyrir hönnuðinum að vega upp á móti ráðandi súlum í miðju salarins. Merking við hlutina er góð og texti upplýsandi en settur fram með hógværð og að sjálfsögðu prentaður á endurunninn pappír. Sýningin er úthugsuð í heild, áhuga- verð í framsetningu og í alla staði vel þess virði að heimsækja. Vistvæn viðleitni Morgunblaðið/Frikki Skál úr vínylplötum „Sýningin er úthugsuð í heild, áhugaverð í framsetn- ingu og í alla staði vel þess virði að heimsækja,“ segir m.a. í dómnum. HÖNNUN Hönnunarsafn Íslands/Sýningarsalur á Garðatorgi. 8. til 30. september, opið 14.00-18.00 alla daga nema mánudaga Sýningarstjóri: Aðalsteinn Ingólfsson Sýningarhönnun: Massimo Santanicchia Framhaldslíf hlutanna – vistvæn hönnun Elísabet V. Ingvarsdóttir SIGURÐUR Guðjónsson er lista- maður sem tjáir sig í einhverskonar skúlptúr-performans-kvikmyndum í ætt við Matthew Barney og John Bock. En að sama skapi gefur hann sýningarrýminu hlutverk, eins og raunin er með sýningu hans sem nú stendur yfir í Safni. En þar sýnir Sigurður 2 stuttmyndir. Yfir myndmáli Sigurðar liggur norrænn drungi og dimma sem snertir einhvern óræðan hand- anveruleika sem er þó samtengdur okkar heimi. Að þessu leyti sækir hann í sterka hefð norrænna kvik- mynda og málaralistar. Ég nefni dauðamálverk Edwards Munchs og Samals Mikinesar sem dæmi, sem og kvikmyndir Ingmars Bergman, þá sérstaklega Sjöunda innsiglið og Persona. Myndin sem er sýnd á neðri hæð Safns heitir „Sárabeð“ og er varpað á tvo veggi hvorn andspænis öðrum þannig að tími og skynjun í rými spila með kvikmyndinni. Sem snertir þá svið listamanna á borð við Dougl- as Gordon, Zhirin Neshat og Eija- Lisa Ahtila sem nota jafnan rýmið og klippingar kvikmyndanna þannig að samtal verður á milli mynda eða skjáa svo maður verður gersamlega flæktur inn í atburðarásina út frá rýminu og finnur þá um leið að önn- ur útfærsla kæmi aldrei til greina. Nær Sigurður ekki slíkri staðfestu í innsetningu sinni. Engu að síður nær hann að gefa rýminu aðra virkni en að vera bara staður þar sem kvik- mynd er til sýnis. Á efri hæðinni sýnir listamaðurinn svo myndina „Bleak“. En þar tekur hann ólíkt á rýminu og lokar mann fyrir utan það svo myndin sést ein- göngu gengum glerhurð, með til- heyrandi filterum. Fyrir vikið nýtur myndin sín ekki sem skyldi. En myndskeiðið virðist fjalla um eitt- hvert handanrými þannig að hug- myndalega séð virkar þetta ágæt- lega. Sigurður er óneitanlega vaxandi listamaður á hraðri uppleið listrænt séð, þótt hann eigi vissulega ým- islegt eftir ólært, sérstaklega hvað varðar víxláhrif myndar og rýmis. Það sem heillar mig hvað mest við þessi verk Sigurðar er samspil í hrynjandi hljóðs (eða tónlistar) og myndar, en verkin líða áfram eins og myndræn tónverk og sem slík eru þau virkilega vel hugsuð og áhrifa- mikil. Handanveruleikinn Sárabeð Myndmál Sigurðar má rekja til dauðamálverka Edvards Much og Samals Mikinesar sem og kvikmynda Ingmars Bergmans. MYNDLIST Safn Opið miðvikudag til sunnudaga frá kl:14-18. Sýningu lýkur 7. október. Aðgangur ókeypis. Sigurður Guðjónsson Jón B. K. Ransu BACHSVEITIN í Skálholti átti 20 ára afmæli á síðasta ári og var hljómdiskur þessi gefinn út af því tilefni. Samleikur sveitarinnar er með besta móti, yfirvegaður og dýnamískur í senn, en Jaap Schröder fiðluleikari leiðir hóp- inn. Samhljómurinn er mjög góð- ur, tónbilin hrein og tær og tempóin skýr. Það er fjörleiki og innlifun í spilamennskunni sem færir tónlistina nær hlustand- anum. Efnisvalið er skemmtilegt og mátulega fjölbreytt. Þannig er ríkur heildarsvipur á hljóm- disknum en tilbreytingin alltaf til staðar. Áferð upptakanna er þægileg og hljóðblöndunin vel heppnuð, þannig að hver ein- stakur partur heyrist skýrt en situr á sínum stað í sam- hljómnum. Umslagið er smekk- legt og gerir lifandi og uppfræð- andi umfjöllun Jaaps Schröder í bæklingnum efni hljómdisksins enn aðgengilegra fyrir þá sem eru ekki kunnugir tónlistinni eða tímabilinu. Er því sjálfsagt að mæla með þessum hljómdiski fyr- ir tónlistarunnendur, bæði þá sem hafa áhuga á að kynna sér þessi tilteknu tónskáld betur og þá sem vilja gæða umhverfi sitt ljúfum og líflegum tónum sem láta þægilega í eyrum. Fágaðir tón- ar í fjörleg- um búningi TÓNLIST Skálholt Ensk leikhústónlist á 17. öld. Bach- sveitin í Skálholti leikur verk eftir Henry Purcell, William Lawes, Simon Ives, Ro- bert Johnson og Matthew Locke. Leiðari: Jaap Schröder. Hljóðritað í Skálholts- kirkju 5.-8. ágúst 2002. Upptökustjórn og hljðvinnsla: Halldór Víkingsson. Bachsveitin  Ólöf Helga Einarsdóttir AÐ standa yfir líki gef- ur manni tilfinningu fyr- ir lífi með öðrum hætti en venjulega. Eða það er allavega mín reynsla. Jarðlíkaminn liggur blá- kaldur, slakur og virðist sogast með aðdráttarafli jarðar og ef tilfinn- ingaleg nánd við hinn látna beinir manni ekki í sorg upplifi ég jafnan lotningu fyrir lífinu þar sem ég finn áþreifanlega að eitthvað sem kallast líflíkami, sál eða andi hafi yfirgefið jarðlíkamann sem mér beri þá að kveðja. En kveðjunni fylgja þó jafnan tvær spurningar. Hvert fór líflíkaminn og hvaðan kom hann? Á sýningu Helga Gíslasonar (f. 1947) í forsal Kjarvalsstaða – Listasafns Reykjavíkur fann ég áþekka tilfinningu og hugleiðingar vöknuðu innra með mér er ég gekk á milli lágmynda listamanns- ins. Mannslíkaminn hefur lengi verið Helga hugleikinn og heldur hann viðteknum hætti á Kjarvals- stöðum. Fígúrur eru kennislausar og táknmyndir tvístíga á milli trú- ar og anatómíu eða líkamsbygg- ingar, s.s. klæði og skálar sem vísa til líkamsþvottar eða syndaaf- lausnar, stóll (anatómía) og borð á hjólum sem virðist sniðið fyrir lík sem áðurnefnd klæði kunna einnig að vísa til. Að vissu leyti virkar þetta eins og kirkjulist þar sem vísað er til upp- risu andans eða líflík- amans með því að keyra á tilfinningu fyrir jarð- líkama, en utan ímynd- anna gefur blýáferð yfir sléttpússað gifsefnið ímyndunum blákalt yf- irbragð, ímyndir eru slakar og efniskenndin svo massa-jarðföst að hún minnir mann óneit- anlega á aðdráttarafl jarðar. Líflíkaminn MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Opið alla daga frá 10-17. Sýningu lýkur 14. október. Aðgangur 500 kr. Ókeypis á fimmtudögum. Helgi Gíslason Jón B.K. Ransu Upprisa andans Dauðinn segir okkur ýmislegt um lífið. Eitt verka Helga Gíslasonar á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.