Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 27
bæta líf sitt, ef söluaðilinn virðir síð- an allar slíkar hugsjónir að vettugi og fer illa með eigin starfsfólk. Þegar slík dæmi koma upp á ég erfitt með að líta svo á að varan sé enn Fair Trade.“ Ekki hægt að horfa framhjá vandamálunum Þótt mikil aukning hafi verið í eftirspurn eftir lífrænni framleiðslu undanfarið á hún þó eftir að aukast enn frekar að þeirra mati. „Sumir byrja að kaupa lífrænan varning fyr- ir börn sín eða vegna heilsunnar, á meðan enn aðrir hafa áhyggjur af áhrifum nútímaframleiðsluhátta á jörðina,“ segir Vermeulen. Hverjar sem ástæðurnar eru þá er vöxturinn greinilegur. „Æ fleiri stór- markaðir bjóða líka upp á lífræn matvæli og þar kynnast enn fleiri þessum vörum,“ segir Bouwman. „Fólk sem jafnvel myndi aldrei gera sér erindi í heilsuverslun grípur t.a. m. með sér lífrænar hnetur í stór- markaði og ef því líkar varan vel er það líklegt til að prufa aftur.“ Evrópskir bændur eiga þá, að þeirra mati, eftir að færa sig yfir í líf- ræna ræktun í auknum mæli á næstu árum. „Lífræn ræktun á bara eftir að aukast og ég tel að sú staða eigi eftir að koma upp í Evrópu í ekki alltof fjarlægri framtíð að bændum á viss- um svæðum verði hreinlega bannað að nota kemískan áburð,“ segir Bo- uwman. „Til að mynda eiga vanda- mál tengd drykkjarvatni bara eftir að aukast. Efnin sem við, a.m.k. í Evrópu, setjum í jarðveginn núna verða komin í drykkjarvatn okkar eftir 30-40 ár. Allir þessir hlutir skipta verulegu máli og til lengdar er ekki hægt að horfa framhjá þeim. Það er líka ein af hinum góðu afleið- ingum hnattvæðingarinnar að þeim fjölgar sífellt sem eru meðvitaðir um þetta. annaei@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 27 Kristbjörg F. Steingríms-dóttir á Hrauni á Aðaldalyrkir um nýja auglýsingu Símans: Enn flytur Gnarr oss gaman sitt, guðstrúna slítur úr böndum, ennþá sýnir sjónvarpið mitt símann í Júdasar höndum. Síminn hyggst auka víðfeðm völd en vill svo fjárhaginn rétta, því munu hækka þjónustugjöld um þrjátíu peninga slétta. Jón Ingvar Jónsson leikur sér með orð og rím í limru: Hún Magna á Seylu var málg og mælti er snæddi hún fjálg innmat úr Hyrnu með Uppsala-Birnu: „Tja! nú fæ ég aldeilis njálg.“ Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd yrkir um gönguferðir lögreglunnar í höfuðborginni: Löggan er í versta vanda, veit ei hvernig starfa skal, þegar hersing illra anda er í miðjum borgarsal. Vonar þó að drós og drengur dragi úr verstu hvötunum, meðan Stebbi stjóri gengur stífur eftir götunum! Og að síðustu: Lærist kannski loks við hnekki lexía í standinu, að skógardýrin eru ekki öll í vinabandinu. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Lögreglan og skógardýrin ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Fréttir í tölvupósti Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230. Nýlegar lúxusbifreiðar á frábærum kjörum Gott úrval lúxusbíla á einstökum kjörum í takmarkaðan tíma. Komdu núna í lúxussal Bílalands B&L og gerðu frábær kaup! Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. Land Rover Range Rover Vogue Nýskr: 06/2005, 4400cc Sjálfskiptur, silfurlitaður Ekinn 51.000 þ. Verð kr. 7.950.000 Tilboð kr. 6.750.000 BMW X5 3.0i Nýskr: 12/2006, 3000cc Sjálfskiptur, dökkgrár Ekinn 10.000 þ. Verð kr. 6.450.000 Tilboð kr. 5.700.000 BMW 550i Nýskr: 8/2006, 5000cc Sjálfskiptur, dökkblár Ekinn 17.000 þ. Verð kr. 8.600.000 Tilboð kr. 7.500.000 BMW X3 2.5i Nýskr: 05/2006, 2500cc Sjálfskiptur, ljósblár Ekinn 16.000 þ. Verð kr. 5.150.000 Tilboð kr. 4.350.000 Porsche Cayenne Nýskr: 09/2004, 3200cc Sjálfskiptur, dökkblár Ekinn 44.000 þ. Verð kr. 5.600.000 Tilboð kr. 4.600.000 BMW Z4 M Coupe Nýskr: 02/2007, 3300cc beinskiptur, blár Ekinn 9.000 þ. Verð kr. 7.900.000 Tilboð kr. 6.700.000 Porsche 911 Carrera 2 (Anniversary) Nýskr: 08/2005, 3600cc beinskiptur, silfraður Ekinn 9.000 þ. Verð kr. 9.950.000 Tilboð kr. 9.000.000 BMW 330ix - 4x4 Nýskr: 05/2006, 3000cc Sjálfskiptur, dökkgrár Ekinn 13.000 þ. Verð kr. 5.500.000 Tilboð kr. 4.750.000 Gott úrval á staðnum. Komdu í heimsókn til okkar að Grjóthálsi 1. Settu fókusinna . . . Laugavegi 62 • Glæsibæ • Garðatorgi 5 Sími 511 6699 • sjon@sjon.is X E IN N S J 07 09 003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.