Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 56
Morgunblaðið/Golli Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is „ÞAÐ er bara kraftaverk að barnið skuli lifa. Það er eiginlega bara með ólíkindum,“ segir Hilmar Andrésson, afi 8 ára drengs sem féll niður um þak gamla Blómavalshússins á þriðjudaginn. Hilmar segir ótrúlegt að borgaryfirvöld skuli ekki hafa áminnt eiganda hússins um að loka því af. Eftir að Blómaval hætti starfsemi í húsinu við Sigtún var þar um tíma sala á eignum Varnarliðsins en Hilm- ar segir að síðan í apríl á þessu ári hafi engin starfsemi verið í húsinu. „Þetta er aðdráttarafl fyrir krakk- ana og fleiri. Það er rafmagn og hiti á húsinu og fullt af skúmaskotum til að fela sig í. Þarna lafa rafmagnssnúrur niður úr loftinu og þarna er búið að kveikja í. Þarna hafa fíkniefnaneyt- endur verið að athafna sig og það er greinilegt að fólk hefur sofið þarna.“ Júlíus Þór Árnason, sonarsonur Hilmars, var að leika sér ásamt fé- lögum sínum í húsinu síðastliðinn þriðjudag. Klifraði hann, ásamt tveimur öðrum, upp á þak hússins sem er úr gleri. „Þeir voru að labba eftir mæninum, sem er 6-7 cm breið- ur, þegar honum varð fótaskortur og rann niður. Glerið hélt honum ekki og hann hrundi niður fimm metra á steinflísar fyrir neðan,“ segir Hilm- ar. Félagar Júlíusar komu honum heim til eins þeirra en þangað kom Hilmar og segir hann að við sér hafi blasað ófögur sjón, enda drengurinn hálfrotaður og stórslasaður. „Við fórum með hann á slysavarðstofuna og þar var honum strax gefið morfín til að lina verkina. Annar framhand- leggurinn var þverbrotinn og mjaðmagrindin sprungin.“ Júlíus gekkst undir aðgerð aðfaranótt mið- vikudags en enn er ekki búið að meta að fullu meiðsl hans. Er ástæðan m.a. sú að verkir drengsins eru það miklir að erfitt er að rannsaka hann. Eykt bregst við slysinu Hilmar gagnrýnir harðlega að eft- irlitsaðilar á vegum Reykjavíkur- borgar skuli ekki hafa gert athuga- semdir við að engar varúðar- ráðstafanir eða girðingar hafi verið settar upp af Eykt, eiganda hússins. „Ég hef haft samband við Reykjavík- urborg og þar var bara sagt við mig að við yrðum að passa börnin okkar betur!“ segir Hilmar og bætir við að íbúar á svæðinu hafi um nokkra hríð haft töluverðar áhyggjur af leik barna í húsinu. Gunnar Valur Gíslason, forstjóri Eyktar, segist harma slysið og vonar að Júlíus nái sér að fullu. Hann bend- ir hins vegar á að erfitt sé að koma í veg fyrir að börn leiki sér þar sem þau megi það ekki. „Við vorum búnir að fá tilboð í niðurrif á húsinu og þá stóð náttúrlega til að girða í kringum húsið. Auðvitað veldur þetta slys því að við göngum fyrr í að girða þetta af. Við viljum ekki að börn slasist í okkar húsum eða annars staðar.“ Átta ára drengur slas- aðist illa í yfirgefnu húsi Borgaryfirvöld segja að foreldrar verði að passa bet- ur upp á börn sín Fall Hilmar Andrésson bendir á þann stað þar sem sonarsonur hans féll niður um þakið á gamla Blómavalshúsinu í Sigtúni nú á þriðjudaginn. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 264. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Stórt fíkniefnamál  Átta Íslendingar hafa verið hand- teknir í þremur löndum í tengslum við eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem upp hefur komið á landinu. Magnið er það langmesta sem lagt hefur verið hald á af hörðum efnum hér á landi. Fimm mannanna voru handteknir hér á landi. » Forsíða Anna Sigríður valin  Séra Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju, verður fyrst kvenna til að gegna embætti Dómkirkjuprests, en valnefnd í prestakallinu ákvað í fyrrakvöld að mæla með henni. » 4 Hætt við risarækjuna  Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að hætta risa- rækjueldi. Það hefur ekki skilað tekjum og þarf OR að afskrifa um 114 milljónir kr. vegna þess. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Hvað gerðist í Skotlandi? Forystugreinar: Börnin okkar elskum við … | Ábyrgð á farangri Ljósvaki: Hvar voru konurnar? UMRÆÐAN» Niðurbrotnir ferðamenn Mundu að njóta Af geði og grænum svæðum Friðarviðleitni í nafni trúar ESB neyðir bílafyrirtæki til að … Mikið, meira og mest Hvað er Bluemotion? Um kosti stöðugleikabúnaðar BÍLAR » 31 31 3 1 1 21  01 2 1 4  "5 #  +  ' " 6     0!  . +  00 310 31 3 13 1 2130  01 2 1 13 ) 7 . #  3 31 3 120 10 213 1 01 21 1 89::;<= #>?<:=@6#AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@#7 7<D@; @9<#7 7<D@; #E@#7 7<D@; #/=##@! F<;@7= G;A;@#7> G?@ #8< ?/<; 6?@6=#/'#=>;:; Heitast 10°C | Kaldast 2 °C  Norðan 5-10 m/s og skúrir eða slydduél norðanlands, en bjart- viðri sunnanlands. Hlýjast suðaustanlands. » 10 Styrkjum var út- hlutað í gær úr Menningarsjóði Glitnis til átta ungra og efnilegra tónlist- armanna. »51 TÓNLIST» Ung og efnileg ÍSLENSKUR AÐALL» Elís Pétursson bakar góða kanilsnúða. »50 Helgi Snær Sigurðs- son upplifði martröð þegar hann mætti á æfingu hjá kór með enga reynslu af kór- söng. »49 AF LISTUM» Að synda eða sökkva TÓNLIST» Unglingar skemmtu sér vel í Hafnarhúsinu. »52 UPPISTAND» Kitla hláturtaugarnar með uppistandi. »46 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu … 2. Lögregluaðgerðum að mestu … 3. Skúta skilin eftir á … 4. Fótboltamenn gengu um eins og … GARÐAR Thór Cortes heldur tónleika í Barbican Center í London næstkomandi mið- vikudag. Garðar verður fyrst- ur Íslendinga til að halda ein- söngstónleika í þessum tónleikasal sem er talinn vera einn sá besti í heimi. Garðar var nýlega nefndur sem einn af þeim sem gætu hugsanlega fetað í fótspor óp- erusöngvarans Lucianos Pav- arottis sem lést nýlega. „Það er ótrúlegt að vera nefndur í sömu setningu og Pavarotti en sam- anburðurinn er í rauninni mjög rangur, það stíg- ur enginn í hans spor og það kemur enginn í hans stað,“ segir Garðar í Morgunblaðinu í dag. | 46 „Það kemur eng- inn í hans stað“ Garðar Thór Cortes PÁLL Gíslason, íþróttakennari og knatt- spyrnuþjálfari, brosti í gærkvöldi eftir að strák- arnir hans í 3. flokki Þórs sigruðu Tindastól frá Sauðárkróki, 3:1, í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ á Norður- og Austurlandi. Leikurinn fór fram á Ak- ureyri í töluverðum vindi, og lengstum rigndi eins og hellt væri úr fötu. Páli var sama um rigninguna en dagurinn var þó ögn vætusamari en hann kærði sig um. Fyrr um daginn sprakk heitavatns- rör á heimili hans og ljóst er að allt parket, hurðir og fleira í íbúðinni er ónýtt og að tjónið hleypur á milljónum. Í gærmorgun urðu vatnsskemmdir á fleiri íbúðum í Glerárhverfi af sömu ástæðu. „Ég er eiginlega búinn að fá alveg nóg af vatni í bili. Það er eins gott að ég á ekki að kenna sund í fyrramálið …“ sagði Páll í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. | 20 „Búinn að fá nóg af vatni“ Milljónatjón vegna vatnsskemmda í íbúð á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Allt af Tryggvi Jóhannsson vann í gærkvöldi við að taka allt parket af gólfum hjá Páli og Jórunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.