Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 26
neytendur 26 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ég var að hugsa núna umdaginn, á skoðunarferðokkar milli nokkurraþeirra staða sem fram- leiða og rækta lífræn matvæli á Ís- landi, að það væri ekki vitlaust að skipuleggja ferð hingað með hóp við- skiptafélaga okkar og sýna þeim hvað er að gerast hér,“ segir Jenni- fer Vermeulen, þar sem við sitjum í húsakynnum Yggdrasils við Skóla- vörðustíg og súpum á lífrænum ávaxtasafa. Hjá okkur situr Joop Bo- uwman sem starfar hjá hollenska fyrirtækinu Natudis, sem líkt og Rapunzel, fyrirtæki Vermeulen, sér- hæfir sig í lífrænum matvælum. Ver- meulen er raunar ein af stofnendum Rapunzel, en þetta þýska fyrirtæki ætti að vera fjölmörgum Íslend- ingum vel kunnugt – að minnsta kosti ef haft er í huga að sé tekið mið af höfðatölu, þá neyta Íslendingar matvæla frá Rapunzel í meira mæli en nokkur önnur þjóð. Byrjar allt í grasrótinni Og Vermeulen heldur áfram að ræða hugmyndina að Íslandsferð. „Við förum nú þegar í ferðir með viðskiptafélaga okkar til Tyrklands og Ítalíu og Ísland hentar ekki síður vel.“ Bouwman samsinnir. „Þeir sem standa að lífrænni framleiðslu hér þurfa vissulega á þeim stuðningi að halda sem veita má með því að beina kastljósinu að þeim. Og það er svo sannarlega ýmislegt að sjá. Hér starfar fólk sem gefur sig allt í sína lífrænu framleiðslu og þó að það sé ef til vill ólíklegt að Ísland nái að fram- leiða lífræn matvæli í einhverju magni fyrir erlendan markað þá er vissulega hægt að þróa framleiðsl- una frekar en orðið er,“ segir hann. Þau Vermeulen og Bouwman búa yfir mikilli þekkingu á lífrænni mat- vælaframleiðslu, enda hafa þau bæði starfað lengi í þessum geira. Ver- meulen frá 1974 og Bouwman frá 1981. Þau segja þau grasrótina enn áberandi í lífrænni framleiðslu á Ís- landi, en þannig þróist þessi fram- leiðsla víðast hvar í upphafi. Vermeu- len nefnir Rapunzel sem dæmi, en fyrirtækið var stofnað 1974. „Við stofnuðum fyrirtækið sjálf þar sem að í Suður-Þýskalandi fengum við ekki þau matvæli sem við vorum vön í Belgíu. Þannig byrjuðum við á því að baka brauðin sjálf og rækta græn- metið.“ Aukin eftirspurn úr austri Í dag má svo orðið finna víða í Þýskalandi, og raunar fleiri ríkjum Evrópu, stórmarkaði sem sérhæfa sig í lífrænum afurðum. „Á undanförnum árum hefur orðið sannkölluð sprenging í Evrópu,“ segir Bouwman. „Áður fyrr sátum við jafnan uppi með afgangshráefni á ári hverju, en nú framleiðum við og framleiðum og það er aldrei nóg.“ Og það er ekki bara í Vestur Evrópu sem vinsældir lífrænna matvæla fara sívaxandi. „Við merkjum verulegan mun á eftirspurn frá Austur- Evrópuríkjum á borð við Króatíu, Tékklandi, Póllandi og svo nátt- úrulega Rússlandi. Í öllum þessum löndum eru menn byrjaðir á eigin framleiðslu að einhverju marki og flestir vilja fylgja eftir evrópskum framleiðslustöðlum.“ Jafnvel í Kína vex áhugi á lífrænni ræktun hröðum skrefum, enda kom- in þar upp stétt efnafólks með kjör harla ólík þeim sem þorri kínverskr- ar alþýðu til sveita þekkir. Þar gætir hins vegar nokkurrar tortryggni gagnvart eigin lífrænni framleiðslu. „Þar gætir nefnilega stundum svolítils misskilnings gagn- vart lífrænni ræktun,“ segir Bouwm- an. „Menn halda að með einni til- skipan sé hægt að strika út fortíðina og gera heilu akrana lífræna á auga- bragði. En það gengur náttúrulega ekki, því þetta tekur allt tíma. Jarð- vegurinn þarf til að mynda tíma til hreinsa sig af þeim tilbúna áburði sem áður var notaður.“ Í Kína, líkt og víða um heim, má þó finna ræktendur sem stundað hafa lífræna ræktun árum saman. „Við höfum unnið í þó nokkurn tíma með kínverskum bændum, enda fundum við virkilega góða vöru þar,“ segir Vermeulen. „Það gildir þó það sama þar og annars staðar, það þarf að sýna fram á að ræktunin uppfylli okkar lífrænu staðla.“ Staðlar sem neytendur eiga að geta treyst Til að fá Evrópumerkið fyrir líf- ræna ræktun verður að fylgja eftir nokkuð ströngum stöðlum, þó að vissulega séu til aðrir strangari og má þar nefna þýsku staðlana Bioland og Demeter. „Evrópustaðallinn er einfaldari en þessir tveir,“ segir Vermeulen. „Þannig getur bóndi til að mynda bæði verið með lífrænt kjúklingabú og hefðbundið kúabú og samt fengið Evrópumerkið. Samkvæmt Demeter og Bioland stöðlunum væri slíkt aldr- ei samþykkt.“ Tilkoma Evrópumerkisins er þó af hinu góða að hennar mati, „því þar erum við komin með eitthvað sem evrópskir neytendur eiga að geta treyst. Að hafa of margar merkingar í gangi verður bara ruglingslegt og þá er erfitt að vita hvaða merking stendur fyrir hvað.“ Þó að merkingaflokkum hafi fækk- að umtalsvert með samræmdum stöðlum á undanförnum árum getur engu að síður samt gætt nokkurs ruglings. Þannig slá sumir til að mynda saman lífrænni merkingu matvæla og svo „Fair Trade“ sem segja má að standi fyrir sanngirnis- viðskipti. „Þessi merki eiga vel sam- an og fara stundum saman, en vara sem er „Fair Trade“ er ekki endilega lífræn eða öfugt,“ segir Vermeulen, en Rapunzel hefur komið sér upp sinni eigin merkingu Hand in hand sem merki yfir þær vörur fyrirtæk- isins sem sameina þessa tvo þætti. „„Fair Trade“ er falleg hugsjón, það er þó að mínu mati ekki nóg að vara fari vel af stað, að framleiðslu- grunnurinn sé að aðstoða fólk við að Lífræn ræktun mun bara aukast Morgunblaðið/Frikki Lífræn framtíð Joop Bouwman og Jennifer Vermeulen telja að sífellt fleiri evrópskir bændur eigi eftir að færa sig yfir í lífræna ræktun á næstu árum. Sannkölluð sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir lífrænum matvælum á sl. árum og ásóknin á bara eftir að aukast, heyrði Anna Sigríður Einarsdóttir hjá þeim Jennifer Vermeulen og Joop Bouwman. bil tíu sekúndur, sem Vík- verja finnst ansi stutt. Það er fremur óþægilegt að þurfa að fálma eftir nemanum sem kveikir á vatninu með sápu í hárinu. Svo er vatnið líka of kalt að mati Víkverja. x x x Annað er það sem Vík-verji á erfitt með að sætta sig við. Sonurinn sundelski hóf í haust nám í sex ára bekk í Vestur- bæjarskólanum. Eftir skóla fer hann á frístunda- heimili og líst Víkverja að mestu vel á starfið þar. Víkverji er hins vegar ósáttur, ef ekki reiður, yfir því að einu sinni í viku er liður í starfsemi heimilis- ins sem heitir kirkjustarf. x x x Víkverji og sonur hans eru ekkiskráðir í trúfélög. Víkverja finnst fáránlegt að blanda kristni í skólastarf með þessum hætti. Það er ekki eins og hann eigi annarra kosta völ en að senda barnið á frístunda- heimilið. Víkverji og sonurhans eru miklir aðdáendur sundstað- anna á höfuðborgar- svæðinu. Á frídögum þykir þeim gaman að kíkja í laugarnar og prófa heita potta, inni- laugar og rennibrautir. x x x Víkverji hefur gamanaf því að bera sam- an gæði potta í laugun- um en uppáhaldslaugar sonarins eru þær sem bjóða bestu brautirnar. Um þessar mundir er Lágafells- laug í Mosfellsbæ vinsæll áfanga- staður Víkverja. Laugin er nýleg og í flesta staði vel heppnuð. x x x Raunar er það bara eitt sem Vík-verji á erfitt með að fella sig við í lauginni. Það eru sturturnar, en þær eru þannig úr garði gerðar að vatnið rennur aðeins í takmarkaðan tíma. Þetta er sennilega gert til að spara vatn. Í Lágafellslaug dugir rennslið úr sturtunum þó ekki nema í um það      víkverji skrifar | vikverji@mbl.isSölusýning á morgun, laugardag, frá kl.14-16 Reykjavíkurvegur 52A og 52B - Hafnarfirði Fullbúnar íbúðir fyrir 50 ára og eldri Vel innréttaðar 3ja og 4ra herb. íbúð- ir í nýju glæsilegu fimm hæða lyftu- húsi í Hafnarfirði. Íbúðirnar skilast fullbúnar með gólfefnum, parketi og flísum og í eldhúsi fylgja uppþvottavél og ísskápur. Sérstæði með hverri íbúð í lokaðri bílageymslu. Afhending fljótlega. Fullbúin sýningaríbúð: ÍBÚÐ MERKT 303 Í HÚSI 52B innréttuð frá versluninni EGG. Lýsing íbúðar hönnuð af LÚMEX. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Sölumenn verða á staðnum. Nánari upplýsingar ásamt myndum á www. fastmark.is M bl 9 12 52 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.