Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Leikhúsin í landinu GAMANMYNDIN I Now Prono- unce You Chuck and Larry verður frumsýnd í í Laugarásbíói, Há- skólabíói, Sambíóunum Álfabakka, Sambíóunum Keflavík og Borgarbíói á Akureyri í kvöld. Með aðalhlutverk í myndinni fara þeir Adam Sandler og Kevin James úr King Of Queens sjónvarpsþátt- unum vinsælu. Þeir kumpánar leika gagnkynhneigða slökkviliðsmenn sem fá þá ótrúlegu flugu í höfuðið að þykjast vera samkynhneigðir og ganga í hjónaband til þess að öðlast öll réttindi hjóna. Eins og menn geta ímyndað sér verða ýmsar skraut- legar uppákomur í kjölfar þessarar hugmyndar. Fjöldi annarra stórleikara fer með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jessica Biel, Dan Aykroyd, Steve Buscemi og Ving Rhames. Handritshöfundarnir eru þrír, þeir Barry Fanaro, Alexander Payne og Jim Taylor, en saman eiga þeir að baki handrit að myndum á borð við Kingpin með Woody Har- relson og Bill Murray og Election með Reese Witherspoon og Matt- hew Broderick, en báðar myndir hlutu góðar viðtökur gagnrýnenda. Leikstjóri I Now Pronounce You Chuck and Larry heitir Dennis Dug- an, en þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem hann leikstýrir Adam Sandler því hann gerði bæði Big Daddy og Happy Gilmore. Glæsilegir Sandler og James í skrautlegum hlutverkum sínum. Í hlutverki samkynhneigðra Erlendir dómar: Metacritic: 37/100 The Hollywood Reporter: 60/100 Variety: 60/100 The New York Times: 50/100 Imdb.com: 63/100 SPENNUMYNDIN Shoot ’Em Up verður frumsýnd í Smárabíói, Regn- boganum og Sambíóunum á Ak- ureyri í kvöld. Um er að ræða kröft- uga hasarmynd þar sem húmorinn er þó alltaf skammt undan. Clive Owen leikur Mr. Smith sem lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að verja nýfætt barn fyrir geðsjúka leigumorðingjanum Hertz og mönn- um hans, en með hlutverk Hertz fer enginn annar en Paul Giamatti sem hefur ekki sést í hlutverki sem þessu áður. Auk þeirra tveggja fer Monica Bellucci með stórt hlutverk í mynd- inni sem hefur fengið mjög misjöfn viðbrögð gagnrýnenda. Óvenjulegt Paul Giamatti er ekki vanur að leika morðingja. Barnið og morðinginn Erlendir dómar: Metacritic: 49/100 Roger Ebert: 88/100 The Hollywood Reporter: 80/100 Variety: 40/100 The New York Times: 0/100 Imdb.com: 77/100 www.mbl.is/mm/folk/leikh/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.