Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 9 HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi þá niðurstöðu yfirskattanefndar að verktakafyrirtækinu Impregilo beri að greiða staðgreiðslu opinberra gjalda vegna launa portúgalskra starfsmanna tveggja starfsmanna- leiga. Taldi Hæstiréttur að starfsmanna- leigurnar sjálfar teldust almennt launagreiðendur portúgölsku starfs- mannanna og að Impregilo hefði því ekki borið almenn skylda til að standa skil á staðgreiðslu vegna launa við- komandi starfsmanna. Vísaði Hæsti- réttur til þess að af samningum Imp- regilo og starfsmannaleiganna mætti ráða að starfsmannaleigurnar önnuð- ust launagreiðslur til hinna útleigðu starfsmanna. Lyti milliganga Imp- regilo einungis að því að leggja til nauðsynlegar upplýsingar til að hægt væri að reikna út launin. Þótt í grein- argerð með tekjuskattslögum væri gert ráð fyrir að notandi þjónustunn- ar væri launagreiðandi en ekki starfs- mannaleigan þá hefði ekki verið sett nægilega skýr heimild í lögin hvað þetta varðaði. Impregilo þarf að standa skil á gjöldum vegna hluta launa Impregilo hafði í málinu jafnframt haldið því fram að hinir portúgölsku starfsmenn væru ekki skattskyldir hér á landi þar sem þeir hefðu dvalið hér í svo skamman tíma. Samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Portúgals væru þeir því ekki skatt- skyldir hér, heldur í Portúgal. Hæsti- réttur taldi hins vegar að þar sem Impregilo væri vinnuveitandi starfs- mannanna í skilningi ákvæða tví- sköttunarsamningsins þá ættu und- antekningarreglur samningsins, sem Impregilo vitnaði til, ekki við. Þar með væru starfsmennirnir skatt- skyldir hér á landi í samræmi við meginreglu samningsins. Hins vegar taldi Hæstiréttur að Impregilo væri launagreiðandi starfsmannanna að því er varðaði greiðslu á þeirri fjárhæð sem næmi mismun á íslenskum lágmarkslaun- um og portúgölskum launum. Því væri Impregilo skylt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna þess munar. Portúgalskir starfsmenn skattskyldir hér á landi Impregilo ekki talið launagreiðandi starfsmannanna AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Nýjar glæsilegar yfirhafnir Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Pils og peysur Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16 og í Eddufelli kl. 10-14 Str. 36-56 Kynning í Hygea Smáralind og Hygea Kringlunni föstudag og laugardag Sérfræðingar frá Shiseido kynna nýju litalínuna og veita ráðgjöf í umhirðu húðarinnar og val á kremum. Fallegur kaupauki fylgir þegar tveir hlutir eru keyptir. Hygea Kringlan : 553 4533 | Hygea Smáralind : 554 3960 • AFMÆLI • Moonstartherapy • AFMÆLI • Moonstartherapy • AFMÆLI • • Moonstartherapy •AFMÆLI • Moonstartherapy • AFMÆLI• Moonstartherapy • M o o n st ar th er ap y • A FM Æ LI • M o o n st ar th er ap y • A FM Æ LI • M o o n st ar th er ap y M oonstartherapy • A FM Æ LI • M oonstartherapy • A FM Æ LI • M oonstartherapy Sjúkranuddstofan Moonstartherapy Anton Wurzer Síðumúli 15, 108 Reykjavík Sími/Fax 588 1404 Gsm 895 9404 Afmæli Á morgun, laugardaginn 22. september, á sjúkranuddstofan mín 6 ára afmæli. Um leið og ég þakka viðskiptavinum mínum fyrir viðskiptin býð ég bæði þá og nýja viðskiptavini velkomna. Frí meðferð fyrir alla sem eiga afmæli þennan dag. Orkumeðferð - Akupoint Massage Heilnudd - Body Massage Bandvefsnudd - Connective tissue Massage Ristilnudd - Colon Massage Svæðanudd - Feetreflexzonetherapy Sogæðameðferð - Lymphdrainage Bakmeðferð - Back and Spine Therapy Nýtt Rythmanudd - Rhytmical Massage Svartar síðbuxur og gollur Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15. www.belladonna.is St. 38-58 HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær ís- lenska ríkið af bótakröfu Trésmiðju Snorra Hjaltasonar vegna kaupa trésmiðjunnar á húseign af íslenska ríkinu. Reyndist húseignin við mæl- ingu eftir kaupin minni en gefið var upp í kaupsamningi. Kaupverðið var 280 milljónir króna en ýtrasta bótakrafan hljóðaði upp á 67,4 milljónir króna. Þegar Trésmiðja Snorra Hjalta- sonar hf. keypti Borgartún 6 var húsið talið 5210,9 fermetrar að stærð og var byggt á upplýsingum í skrám Fasteignamats ríkisins. Við mælingu, sem trésmiðjan lét gera á eigninni eftir kaupin, kom í ljós að hún var 4735,2 fermetrar eða 9,13% minni en uppgefið var í kaupsamn- ingnum. Taldi Hæstiréttur m.a. að leggja þyrfti til grundvallar þá skýringu ríkisins að stærðarmuninn mætti rekja til breyttra reglna um út- reikning á stærð húseigna. Þá vís- aði rétturinn til þess, að kaupand- inn væri byggingarfyrirtæki og byggingarfróður aðili á vegum þess hefði skoðað eignina. Þar sem eignaskiptayfirlýsing hefði ekki legið fyrir og húseignin hefði lengi verið í eigu sama aðila hefði hann mátt gera sér grein fyrir að athuga þyrfti upplýsingar um stærð eign- arinnar. Keypti minna hús en selt var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.