Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁTTA Íslendingar hafa verið hand- teknir í þremur löndum í tengslum við eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Magnið er það langmesta sem lagt hefur verið hald á af hörðum efnum hér á landi. Fimm mannanna voru handteknir hér á landi og sitja allir í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins voru flestir úr- skurðaðir í varðhald til 18. október nk., sem þykir fremur langur tími og til merkis um gríðarmikið umfang málsins. Ekki er loku fyrir það skot- ið að fleiri verði handteknir á næstu dögum. Ráðist var til atlögu í gærmorgun við Fáskrúðsfjarðarhöfn og var að- gerð löggæsluaðila þaulskipulögð og kom tveimur grunlausum skipverj- um ómerktrar skútu greinilega á óvart, þar sem þeir athöfnuðu sig við bryggjuna. Þeir voru snarlega hand- teknir og fluttir á brott, líkt og félagi þeirra sem ók beint í flasið á lög- reglumönnum þar sem þeir stóðu á bryggjunni. Sigldu hingað frá Færeyjum Skútunni var lagt að bryggju við frystihús Loðnuvinnslunnar á Fá- skrúðsfirði á sjötta tímanum í gær- morgun og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var henni siglt hing- að til lands frá Noregi en með við- komu í Danmörku og Færeyjum. Skútan er um þrjátíu fet og talið er að hún hafi verið tekin á leigu í Nor- egi. Í skútunni voru tveir menn sem voru að sögn sjónarvotts fremur illa áttaðir. Spurðu þeir fyrst hvort þeir væru ekki örugglega á Fáskrúðsfirði og því næst hvort hægt væri að hringja í frystihúsinu. Starfsemi í frystihúsinu hefst venjulega upp úr klukkan sex á morgnana en starfsmaður er mættur hálftíma fyrr og ræddi sá við menn- ina. Leyfði hann þeim að hringja og að símtalinu loknu héldu mennirnir sína leið, niður að skútunni. Sérsveitarmenn úr öllum áttum Ekki liðu nema nokkrar mínútur þar til heyrðist í nokkrum jeppabif- reiðum þeysast um bæinn á miklum hraða og niður að höfn. Þar voru á ferð menn úr sérsveit ríkislögreglu- stjóra sem handtóku mennina tvo á staðnum – þeir veittu ekki mót- spyrnu. Skömmu síðar var litlum gráum bílaleigubíl ekið niður á bryggju og í honum var ungur mað- ur, um tvítugt, að sögn sjónarvotta. Hann var snarlega færður í járn og voru mennirnir allir fluttir á brott. Hafnarsvæðinu var lokað af á meðan lögregla athafnaði sig og fólki á leið til vinnu í frystihúsinu mein- aður aðgangur. Það fékk þó að fylgj- ast með aðgerðum úr fjarlægð. Á tíunda tímanum kom varðskip Landhelgisgæslu Íslands til hafnar og var skútan færð að borðstokk hennar. Í kjölfarið var framkvæmd í henni leit og við hana meðal annars notaðir fíkniefnaleitarhundar. Upp úr krafsinu kom að nærri 70 kg af ætluðu amfetamíni voru falin um borð. Nefndist Pólstjarnan Ríkislögreglustjóri og lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins boðuðu til fundar fyrir hádegi í gær þar sem greint var frá helstu málavöxtum. „Rannsókn þessi hefur teygt anga sína til margra Evrópulanda og hafa lögreglulið í þessum löndum komið að henni fyrir tilstuðlan og vegna tengsla okkar við Evrópulögregluna Europol,“ sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri, en þau lönd sem um ræðir eru Danmörk, Noregur, Fær- eyjar, Þýskaland og Holland. Rannsókninni er stjórnað af fíkni- efnadeild lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu og hófst samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins á síðasta ári. Hún gekkst undir nafninu Pólstjarn- an. Í gær var víða leitað á heimilum og í bátum vegna málsins, m.a. í Sand- gerði, Reykjavík, Kaupmannahöfn og Noregi. Tveir menn voru hand- teknir á höfuðborgarsvæðinu í kjöl- farið auk þess sem lögregluyfirvöld í Noregi og Danmörku tóku einnig höndum menn sem taldir eru viðrið- nir málið. Einungis er um Íslendinga að ræða. Að sögn lögreglu er rannsókn á frumstigi og erfitt enn um sinn að meta hvert umfang hennar verður. Boðað hefur verið til blaðamanna- fundar í morgunsárið þar sem frek- ari upplýsingar ættu að fást. Fíkniefnamál teygir anga sína til fimm Evrópulanda Í HNOTSKURN »Skútan lagðist að bryggjuí Fáskrúðsfjarðarhöfn á sjötta tímanum í gærmorgun, með tvo menn innanborðs. »Hún var að öllum líkindumleigð í Noregi og siglt hingað með viðkomu í Dan- mörku og Færeyjum. » Í skútunni fundust nærri70 kg af amfetamíni sem er mesta magn harðra fíkni- efna sem lagt hefur verið hald á í einu hér á landi. Umfangsmikil lögreglu- rannsókn sem staðið hef- ur yfir undanfarna mán- uði skilaði tilætluðum árangri í gærmorgun þegar lagt var hald á nærri 70 kg af amfeta- míni í ómerktri skútu. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan Hörður Jóhannesson, Jón H.B. Snorrason, Stefán Eiríksson, Haraldur Jóhannessen, Friðrik Smári Björgvinsson og Jón Bjartmarz gerðu grein fyrir aðgerðum lögreglunnar á blaðamannafundi í gær. SAMKVÆMT upplýsingum frá hafnarverði hafnarinnar í Fáskrúðs- firði er þar lítil umferð skúta, kannski tvær til þrjár yfir sumartím- ann. Hins vegar man hann eftir einni sem lá við bryggju á svipuðum árs- tíma árið 2005. Um borð voru ungir bræður, annar búsettur í Noregi en hinn á Íslandi. Sú skúta lagðist að bryggju í byrj- un september og báru skipverjar við að um vélarbilun væri að ræða – líkt og í tilviki gærdagsins. Ægir Krist- insson hafnarvörður segist hafa rætt við bræðurna og sögðust þeir hafa stefnt á að fara hringinn í kringum landið, en þurft frá að hverfa. Þeir sögðust jafnframt vera að koma frá Noregi. Bræðurnir létu sig fljótlega hverfa og lá skútan bundin við bryggju yfir veturinn, eða þar til bjóða átti hana upp vegna vangoldinna hafnar- gjalda. Þá komu eigendurnir loksins aftur og sóttu hana. Ekki er vitað til þess að lögreglan hafi haft nokkur afskipti af skútunni, eða hún tekin til tollskoðunar yfir höfuð. Skúta kom frá Noregi árið 2005 ÞRÁTT fyrir nokkur stór fíkniefna- mál á undanförnum árum kemst ekkert þeirra í hálfkvisti við það sem upp komst í gærmorgun, þegar lagt var hald á allt að 70 kg af amfeta- míni. Í síðasta ári komu upp fjöldamörg amfetamínmál og m.a. var lagt hald á næstmesta magn harðra efna í einu lagi. Það var 3. apríl þegar tollgæsl- an í Reykjavík fann 42 flöskur með fíkniefnum í bensíntanki BMW-bif- reiðar. Flöskurnar innihéldu samtals 15 kg af amfetamíni og 10 kíló af hassi. Fimm menn voru handteknir í tengslum við málið, fjórir ákærðir og dæmdir fyrir innflutninginn, þrír Ís- lendingar og einn Hollendingur. 6. júlí voru tveir Litháar hand- teknir eftir að um 12 kg af amfeta- míni fundust í bensíntanki bifreiðar þeirra sem flutt var með Norrænu og tvívegis voru Litháar teknir á Keflavíkurflugvelli með amfetamín- basa sem nægt hefðu til að framleiða 13,5 og 17 kg af amfetamíni. Fjölgun am- fetamínmála „ÞETTA mál sýnir okkur hversu mikilvægt það er að treysta hafnir landsins, Landhelg- isgæsluna og löggæsluna, því það virðist vera opin leið á milli Evrópu og Íslands yfir Atl- antshafið,“ sagði Haraldur Johannessen rík- islögreglustjóri á fundi með fjölmiðlum í gær- morgun. Undir þetta tekur aðstoðartollstjórinn í Reykjavík sem bætir því við að skútur geti í raun komið tiltölulega auð- veldlega að landinu hvar sem er, í skjóli myrk- urs. „Tollgæslan hefur eftirlit með komu farar- tækja til landsins en [ef ekki berast tilkynn- ingar], þá er erfitt að átta sig á því ef einhver læðist að landi í skjóli myrkurs,“ segir Sig- urður Skúli Bergsson aðstoðartollstjóri. Hann segir það því ekki hafa komið sér á óvart að upp hafi komist um fíkniefnasmygl í gegnum höfn í smábæ. „Það hefur verið rætt um að þetta sé viss áhættuþáttur og menn hafa reynt að vera vakandi fyrir þessum ferðum smábáta. En það er sama sagan, strandlengjan er löng og menn geta þess vegna verið að fara í land á litlum gúmmítuðrum.“ Sigurður Skúli segir eftirlit með höfnun hins vegar vera nokkuð gott og lítið hafi fundist af fíkniefnum í minni bátum. „En það eru margar hafnir og víða hægt að koma að landi þar sem lögregla eða tollgæsla er ekki til staðar. Þann- ig að ef menn eru að standa í þessu á annað borð, þá eru margir möguleikar í stöðunni.“ Erlendar skútur verður að tilkynna til Vakt- stöðvar siglinga með sólarhringsfyrirvara og reynir Landhelgisgæslan að fylgjast með skipaferðum eftir bestu getu. Ríkislögreglu- stjóri þakkaði m.a. Gæslunni fyrir vel unnin störf í aðgerðinni og sagði hana væntanlega ekki hafa heppnast með þeim hætti sem raun ber vitni, hefði hennar ekki notið við. Alþjóðleg samvinna ber árangur Í byrjun árs sendu íslensk lögregluyfirvöld fulltrúa sinn til evrópsku löggæslustofnunar- innar Europol og segir ríkislögreglustjóri að hann hafi gegnt veigamiklu hlutverki í aðgerð- inni. „Ljóst er að alþjóðleg lögreglusamvinna er orðin með því móti að íslensk lögregluyfir- völd geta ekki unnið sína vinnu sómasamlega nema með þátttöku erlendra löggæslustofn- ana,“ sagði Haraldur í gær og vísaði þar m.a. í störf Arnars Jenssonar lögreglufulltrúa, en starf hans hjá Europol felst m.a. í að tengja saman löggæslustofnanir. Arnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um fjörutíu tengslaskrifstofur séu inn- an Europol. „Það er einn af þessu stóru kost- um, að við erum í sama húsinu og því í beinu sambandi við fulltrúa hjá öllum hinum lönd- unum sem aftur hafa aðgang að upplýsingum og gagnagrunnum heima fyrir. Þannig er hægt að koma á tengslum og fylgja eftir að- gerðum.“ Starf sem ber mikinn árangur Á umliðnum árum hefur betur og betur komið í ljós að Íslendingar eru orðnir aðilar að erlendum glæpasamtökum og því er starf Arn- ars nær ómetanlegt fyrir lögregluna hér á landi, þó svo árangurinn af því starfi sé fyrst að koma í ljós núna. „Europol sinnir eingöngu verkefnum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Það eru verkefni sem íslensk yfirvöld sáu að þau þyrftu að tengjast og það hefur borið ár- angur. Það eru mörg svona verkefni í gangi og hafa verið í gangi,“ segir Arnar og bætir við. „Það er alveg klárt mál að það er erfitt fyrir ís- lensku lögregluna og rannsóknir innan henn- ar, að ná svona sveigjanlegu og fljótvirku sam- bandi við marga erlenda aðila á meðan þeir eru heima á Íslandi. Hér eru reglulega fundir á meðal fulltrúa þar sem við berum saman bæk- ur okkar og fylgjum málum eftir, og tengjum saman rétta aðila,“ sagði Arnar Jensson. Auðvelt aðgengi í skjóli myrkurs  Ríkislögreglustjóri segir mikilvægt að treysta hafnir landsins, Landhelgisgæsluna og löggæsluna  Fulltrúi íslensku lögreglunnar hjá evrópsku löggæslustofnuninni sinnti lykilhlutverki í málinu Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Leit Lögreglumenn leita um borð í skútunni sem liggur í Fáskrúðsfjarðarhöfn. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.