Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TALSVERÐAR breytingar hafa
orðið í borgarstjórn Reykjavíkur að
undanförnu og má geta þess að Árni
Þór Sigurðsson,
borgarfulltrúi
Vinstrihreyfing-
arinnar – græns
framboðs, sest nú
á þing og lætur af
starfi borgarfull-
trúa.
Þorleifur Gunn-
laugsson dúklagn-
ingameistari
verður aðal-
fulltrúi í stað
Árna Þórs, að sögn Svandísar Svav-
arsdóttur, leiðtoga VG í borgar-
stjórninni. Þorleifur skipaði þriðja
sætið á lista VG fyrir síðustu borg-
arstjórnarkosningar. Hann hefur
starfað mikið innan VG og meðal
annars gegnt formennsku VG í
Reykjavík.
Árni situr hins vegar út þennan
vetur í stjórn Faxaflóahafna. Nýr
maður kemur inn í menningar- og
ferðamálaráð fyrir VG, Hermann
Valsson.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir sest
einnig þing og við stöðu hennar í
borgarstjórn fyrir Samfylkinguna
tók Sigrún Elsa Smáradóttir. Oddný
Sturludóttir situr nú í borgarstjórn
fyrir Stefán J. Hafstein sem er í
tímabundnu leyfi frá störfum sem
borgarfulltrúi. Fyrstu varamenn
Samfylkingar eru nú Stefán Bene-
diktsson og Guðrún Erla Geirsdóttir
sem var í tíunda sæti á lista flokksins
í síðustu kosningum.
Breyting-
ar í borg-
arstjórn
Þorleifur
Gunnlaugsson
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti samhljóða á fundi sínum
nú í vikunni tillögu Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur, formanns skipulags-
ráðs, að hefja strax vinnu við mótun
gæðastefnu í skipulagi og bygging-
arlist fyrir
Reykjavík. Í sam-
tali við Morg-
unblaðið segir
Hanna Birna
markmið gæða-
stefnunnar að við-
halda og auka enn
frekar gæði í
manngerðu um-
hverfi borg-
arinnar og treysta
þannig stöðu
hennar sem fallegrar, aðlaðandi og
spennandi höfuðborgar.
„Með stefnunni verði sett fram
skýr viðmið og kröfur um gæði jafnt í
hönnun sem handverki, þar sem sér-
stök áhersla verði lögð á framúrskar-
andi byggingarlist, metnað í upp-
byggingu og reykvísk sérkenni,“
segir Hanna Birna og tekur fram að
mikilvægt sé að átta sig á því hver
séu hin reykvísku og íslensku sér-
kenni, hvernig best sé að vinna með
þau og þróa til framtíðar.
Eigum að setja markið hátt
„Við erum í raun að segja að okkur
langi til að sjá meiri metnað í bygg-
ingunum okkar og opnu svæðunum.
Okkur langar til að setja skipulags-
og byggingarmál á hærra stig. Við er-
um komin á þann stað í velsæld og
velmegun að hér eiga að vera bygg-
ingar og manngert umhverfi á heims-
mælikvarða. Við trúum því að við get-
um búið til fegurstu borg í heimi, m.a.
í gegnum skipulag og byggingar, og
okkur finnst að það eigi að setja
markið það hátt,“ segir Hanna Birna
og tekur fram að þróun slíkrar gæða-
stefnu eigi sér erlenda fyrirmynd.
Bendir hún í því samhengi á borgir
á borð við Barcelona, Kaupmanna-
höfn og Helsinki, þar sem borgaryf-
irvöld hafi sett sér skýr markmið um
hvernig ná megi árangri í fegrun
borganna með sérstakri áherslu á
metnað og gæði í arkitektúr, hönnun
og handverki.
Að sögn Hönnu Birnu er ein árang-
ursríkasta leiðin til að ýta yndir sköp-
un að efna til hugmyndasamkeppna.
„Í dag nota menn of sjaldan sam-
keppnir sem tæki til að ýta undir það
að menn fari raunverulega í keppni
um hugmyndir,“ segir Hanna Birna
og telur nýafstaðna hugmyndaleit í
Kvosinni dæmi um vel heppnaða
keppni sem leitt hafi til bestu lausn-
arinnar. „Við erum sannfærð um að
sú hugmyndaleit skilaði því sem hún
skilaði vegna þess að við settum af
stað samkeppni hugmynda í stað þess
að ráða aðeins einn aðila til verksins.“
Gæðin endurspeglist í hinu
smæsta jafnt sem hinu stærsta
Segir Hanna Birna ljóst að gæða-
stefnan muni gera meiri kröfur til
fagaðila og framkvæmdaaðila í borg-
inni, en hún muni einnig gera meiri
kröfur til borgaryfirvalda um að
fylgja af festu aukinni áherslu á gæði
og metnað í allri uppbyggingu í
Reykjavík. Bendir hún á að borgin sé
þegar farin að huga að því að vanda
betur til, þegar komi að opnum rým-
um borgarinnar og gólfinu í borginni,
þ.e. gangstéttum og götum. „Við vilj-
um beita gæðastefnuhugsuninni al-
veg frá hinu smæsta að hinu stærsta.
Um leið og við eigum að auka gæðin í
húsunum, byggingunum og mann-
virkjunum okkar þá tel ég sér-
staklega brýnt að við hugum að opnu
rýmunum okkar. Ef við vöndum okk-
ur betur í opnu rýmunum, búum t.d.
til lítil torg og skemmtileg afdrep fyr-
ir fólk útivið, þá leitar fólk meira í þau
og þannig skapast meira líf í borg-
inni.“
Að sögn Hönnu Birnu verður
gæðastefna Reykjavíkur unnin af
fimm manna starfshópi, skipuðum af
skipulagsráði, í góðu samráði við
helstu fag- og hagsmunaðila. Segir
hún stefnt að því að ganga frá skipun
hópsins snemma í næsta mánuði, en
ráðgert er að gæðastefnan liggi fyrir
til samþykktar hjá borgaryfirvöldum
eigi síðar en vorið 2008. Að sögn
Hönnu Birnu verður gæðastefnan
fylgiplagg með aðalskipulagi borg-
arinnar sem nú er í vinnslu.
Langar að sjá meiri metnað
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Reykvísk sérkenni Horft yfir Þingholtin til austurs. Eitt af markmiðunum með mótun gæðastefnu er að menn
geri sér betur grein fyrir reykvískum og íslenskum sérkennum þegar kemur að byggingastíl.
AKUREYRI
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
MILLJÓNATJÓN varð í tveggja
hæða raðhúsíbúð við Steinahlíð í
gær eftir að heitavatnsrör á efri
hæð gaf sig. Stutt er síðan lokið var
við að setja upp ellefu nýjar hurðir
á heimilinu en þær eru ónýtar eins
og parketið á stofu og svefnher-
bergjum, sem einnig er nýlegt, og
ýmislegt fleira, t.d. virðist tréhand-
rið og hluti veggja mikið skemmt.
Þrýstibylgja
Ekki er vitað hvenær óhappið
átti sér stað því enginn var heima
frá því í gærmorgun, en þegar 12
ára dóttir hjónanna kom heim um
þrjúleytið var allt á floti og mikil
gufa í íbúðinni vegna hitans.
Í gærmorgun höfðu orðið tals-
verðar skemmdir á nokkrum íbúð-
um í sama hverfi og í Síðuhverfi,
skammt frá, þegar sjóðandi heitt
vatn flæddi um þær. Það er rakið
til þess að þrýstibylgja kom á
vatnskerfið, á meðan starfsmenn
Norðurorku unnu við tengingar,
með þeim afleiðingum að öryggis-
lokar opnuðust í um 30 húsum, en
þeirra hlutverk er að koma í veg
fyrir að kerfin í húsunum spryngi.
Í einhverjum tilfellum virðast þeir
ekki hafa virkað sem skyldi og því
fór vatn að leka.
Einnig fór inntak við Steinahlíð
sem varð til þess að töluvert flæddi
þar.
Það var ekki öryggisloki sem bil-
aði í íbúðinni þar sem skemmdirn-
ar urðu mestar heldur virðist rör
einfaldlega hafa gefið sig vegna
mikils þrýstings á vatninu.
Páll Gíslason og Jórunn Jóhann-
esdóttir búa, ásamt tveimur dætr-
um sínum, í íbúðinni þar sem lang-
mesta tjónið varð.
Páll gat þrátt fyrir allt brosað í
gærkvöldi en sagðist reyndar hafa
fengið nóg af vætu þann daginn.
„Þetta var góður endir á vondum
degi,“ sagði hann eftir að hafa
fagnað sigri í úrslitaleik 3. flokks
karla í bikarkeppni KSÍ fyrir
Norður- og Austurland. Páll þjálf-
ar nefnilega strákana í 3. flokki
Þórs og fljótlega eftir að ljóst var
hvað gerst hafði heima hjá honum
þurfti hann að drífa sig á fund
drengjanna því úrslitaleikurinn
átti að hefjast hálfri annarri
klukkustund síðar. Leikið var á
Akureyrarvelli – í grenjandi rign-
ingu! „Ég er eiginlega búinn að fá
alveg nóg af vatni í bili. Það er eins
gott að ég á ekki að kenna sund í
fyrramálið,“ sagði Páll í gærkvöldi
og reyndi að líta á björtu hliðarnar,
en hann er íþróttakennari við Síðu-
skóla.
Las bók um fisk
Jórunn eiginkona Páls er leik-
skólakennari. Hún hafði ótrúlega
sögu að segja: „Ég las í gærkvöldi,
af algjörri tilviljun, bók sem heitir
Fiskur, en hún fjallar um það
hvernig maður getur lifað lífinu
betur; hvernig maður getur valið
sér viðhorf; hvort maður vill
svekkja sig á öllu eða reyna að lifa
lífinu jákvæður. Ég held svei mér
þá að þessi bók hafi bjargað mér
þegar ég kom heim [í dag]. Í stað
þess að fara að gráta ákvað ég að
vera jákvæð, áttaði mig á því að
það þýddi ekkert annað.“
Skemmdir víða
Á nokkrum öðrum stöðum í
Glerárherfi urðu skemmdir í gær-
morgun, sem fyrr segir. Til dæmis
flæddi heitt vatn í geymslukjallara
í Steinahlíð, steinsnar frá húsi Páls
og Jórunnar. Talið er að þar hafi
verið 10 cm djúpt vatn og nokkurt
tjón varð í geymslum íbúa hússins
vegna vatns og gufu.
Við Fögrusíðu urðu skemmdir í
nokkrum íbúðum en þó ekki veru-
legar. Íbúi þar var kominn í jakk-
ann og á leið í vinnu um hálf níu
leytið þegar hann skaust fram í
þvottahús og þá var herbergið orð-
ið fullt af gufu og heitt vatn flaut
um allt en hann náði að skrúfa fyr-
ir. „Ég spyr ekki að leikslokum
hefði ég ekki farið fram í þvotta-
hús,“ sagði hann við blaðamann.
Skemmdir víðar, því þrýstingur kom á vatnskerfið og inntak gaf sig
Tjón nemur milljónum eftir
að heitavatnsrör gaf sig í íbúð
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ljót aðkoma Slökkviliðsmenn komu á svipstundu í íbúðina við Steina-
hlíð og hófu að bjarga hlutum undan vatni og hreinsa til.
Í HNOTSKURN
»Páll Gíslason og Jórunn Jó-hannesdóttir eiga íbúðina
við Steinahlíð þar sem mestar
skemmdirnar urðu vegna
vatnstjónsins. „Maður verður
að horfa á björtu hliðarnar þó
íbúðin manns sé full af vatni.
En ég get þó ekki annað en
hugsað um það hve gríðar-
legum tíma við pabbi eyddum í
að setja parketið á íbúðina og
við að koma upp öllum hurð-
unum; nú finnst mér íbúðin
nánast vera fokheld; svipuð og
þegar við fórum að breyta hér
eftir að við fluttum inn fyrir
tveimur árum,“ sagði Páll við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
KAUPTILBOÐ barst í síðustu viku, skv.
heimildum Morgunblaðsins, í húsið Hafn-
arstæti 98, Hótel Akureyri; umtalaðasta
hús höfuðstaðar Norðurlands um þessar
mundir. Sem kunnugt er stóð til að rífa
húsið og reisa nýja byggingu á lóðinni en
eftir að húsafriðunarnefnd ákvað í vikunni
að leggja til við menntamálaráðherra að
friða húsið er óljóst hvert framhaldið verð-
ur. Kauptilboðið frá því í síðustu viku kom
frá félagi í Reykjavík, sem mun hafa áhuga
á því að endurgera húsið. Tilboðið barst
Akureyrarbæ, Brauðgerð Kristjáns og
Vinstri hreyfingunni – grænu framboði,
sem enn eru þinglýstir eigendur hússins.
Eitt tilboð borist í
Hótel Akureyri
KOMIÐ hefur í ljós að
ríflega 420 settu nafn
sitt undir áskorun til
meirihluta bæjar-
stjórnar Akureyrar um
að hann segði af sér, en
ekki 600 eins og greint
var frá þegar listarnir
voru afhentir bæjar-
stjóra nýverið. Áskor-
unin var gerð í tilefni
þess að fólki á aldrinum
18-23 ára var meinað að gista á tjald-
stæðum bæjarins á hátíðinni Einni með
öllu um verslunarmannahelgina.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri
lagði listana fyrir fund meirihlutaflokk-
anna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
„Í heildina voru þetta ríflega 420 nöfn og
þar af um 200 Akureyringar – hinir 200
voru einstaklingar sem búa ekki hér í bæ
og eru reyndar víðsvegar að á landinu,“
sagði Sigrún Björk við Morgunblaðið.
„Niðurstaða meirihlutafundarins var að
þetta gæfi ekki tilefni til afsagnar.“
Telja ekki
ástæðu til
afsagnar
Sigrún Björk
Jakobsdóttir
♦♦♦