Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 46
Fyrsta sýning er í Sjallanum á Akureyri í kvöld og fer miðasala fram í Pennanum á Glerártorgi. Miðaverð er 1.900 krónur. Í október verður sýningin svo sett upp í Reykjavík, Vestmannaeyjum, á Egilsstöðum og Grundarfirði. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÞRÍR fyndnir menn, þeir Þorsteinn Guðmundsson leikari, Þórhallur Þór- hallsson, fyndnasti maður Íslands, og Úlfar Linnet, sem eitt sinn bar titilinn fyndnasti maður Íslands, hefja í kvöld ferð um landið. Tilgangurinn er að kitla hláturtaugar landsmanna með uppistandi, en fyrsti viðkomustaðurinn er Akureyri. „Ég veit ekkert hvað þeir eru að fara að tala um. Við myndum bara svona dagskrá saman,“ segir Þor- steinn um umfjöllunarefnið. „Hver okk- ar talar um það sem honum býr í brjósti í svona 15 mínútur – hálftíma.“ Yfirskrift þessara uppistandskvölda er heimsendir, sem Þorsteinn segir vera þemað í sínu gríni. „Mín kynslóð er sú kynslóð sem hefur verið hræddust í mannkynssögunni, með heimsendi og plágum og sjúkdómum. Ég er aðeins að svara fyrir mig í þessu,“ segir Þor- steinn og nefnir kalda stríðið sem dæmi. „Sumir virðast vera búnir að gleyma því, en aðrir segja að það sé að byrja aftur. En það hefur enginn fengið að heyra heimsendaspá jafnmikið og við,“ segir Þorsteinn og vísar þar til þeirra sem fæddir eru á árunum í kringum 1968. „Það má kannski segja að þetta séu þeir sem voru krakkar í kalda stríðinu, þeir fá nasaþefinn af þessu. Upp úr því fara heimsendaspár að verða mikið fjölmiðlaefni og kyn- slóðin í dag sleppur ekkert, hún er skjálfandi af hræðslu yfir því að heim- urinn sé að farast út af mengun, hækk- andi hitastigi og flóðum. Það eru allir skíthræddir. Þetta er mikið fréttaefni, en skemmtiefni um leið.“ Heimsendir í nánd Úlfar LinnetÞórhallur Þórhallsson Þorsteinn Guðmundsson Þó maður sé á ein- hvern hátt einstakur heima, þá er maður ekkert einstakur í milljóna sam- félagi… 51 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is STÓRSÖNGVARINN Garðar Thór Cortes held- ur tónleika í listamiðstöðinni Barbican Center í London næstkomandi miðvikudag. Hann segir tónleikana leggjast mjög vel í sig. „Ég hlakka bara til. Þetta er æðislegt tónlistarhús, ég hef mikið farið á tónleika þarna og viðburði en aldr- ei sungið fyrr en í næstu viku,“ segir Garðar sem var staddur á eyjunni Jersey í Bretlandi þegar blaðamaður náði í hann. „Ég og pabbi er- um hérna í Jersey þar sem ég er með tónleika á morgun [í dag] fyrir tæplega 3.000 manns.“ Garðar mun einmitt syngja undir stjórn föður síns, Garðars Cortes, í Barbican Center. „Það er voðalega þægilegt að hafa pabba með sér og við vinnum vel saman, enda þekkjum við hvor annan í gegn,“ segir Garðar sem verður fyrstur Íslend- inga til að halda einsöngstónleika í þessum tón- leikasal sem er talinn vera einn sá besti í heimi. Á tónleikunum syngur Garðar lög af nýútkom- inni plötu og annað efni við undirleik The Nat- ional Symphony Orchestra. „Ég flyt mestmegnis efni af plötunni, enda eru þetta hálfgerðir útgáfutónleikar í Bretlandi, svo verð ég líka með önnur lög og óperudúetta með Diddú, þannig að þetta ætti að vera skemmtileg og áhugaverð efn- isskrá.“ Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, verður sérstakur gestur Garðars á tónleikunum og taka þau a.m.k. þrjú lög saman. „Það er virkilega gaman að hafa íslenska söngkonu með sér. Diddú er líka svo æðisleg og gott að vinna með henni, við tvö ættum að geta haldið uppi stuðinu á tónleikunum,“ segir Garðar og hlær en hann og Diddú hafa sungið nokkrum sinnum saman áður. „Það kemur enginn í hans stað“ Garðar var nýlega nefndur í Lundúnablaðinu The Thelegraph sem einn af þeim sem gæti hugsanlega fetað í fótspor óperusöngvarans Lu- ciano Pavarotti sem lést nýlega. Spurður hvern- ig honum hafi litist á þessa samlíkingu blaðsins er Garðar ekki hrifinn. „Það er ótrúlegt að vera nefndur í sömu setn- ingu og Pavarotti en samanburðurinn er í raun- inni mjög rangur, það stígur enginn í hans spor og það kemur enginn í hans stað, þannig að ég hlusta ekki á þetta. Auðvitað er fallegt að fólki skuli finnast þetta, maður getur ekki fussað við því, en hitt er annað mál að þetta er alrangt, það verður enginn Pavarotti númer tvö og ég er eng- an veginn jafn góður söngvari og hann,“ segir Garðar af sinni alkunnu hógværð og skynsemi. Á ferð með Lesley Garrett Fyrir utan að syngja í Jersey um helgina og í Barbican Center um næstu helgi er margt og mikið framundan hjá Garðari. „Eftir tónleikana í London á miðvikudaginn fer ég í smá tónleika- ferðalag með Lesley Garrett, verð gestur hennar á tíu tónleikum fram að áramótum. Svo eftir áramót fer ég til Sviss að syngja og kem meira fram í Englandi,“ segir Garðar. Spurður hvort hann sé ekkert orðinn þreyttur á frægðinni og þeytingnum sem fylgir henni svarar hann; „Ég held að þetta sé engin frægð en þeytingurinn er samt dálítill og auðvitað er hann þreytandi en þegar maður kemst heim inn á milli og nær að hlaða batteríin er þetta í lagi.“ Enn eru til miðar á tónleikana á miðvikudag- inn en Iceland Express býður uppá sérstaka ferð til London í tengslum við þá. Einnig má nálgast miða á slóðinni www.ticketmaster.co.uk Enginn Pavarotti Cortes Garðar Thór syngur í Barbican Center næstkomandi miðvikudag og verður þar með fyrstur Íslendinga til að halda einsöngstónleika þar.  Þriðja plata Katie Melua, Pict- ures, er væntanleg. Söngkonuna langar að koma til Íslands og spila. „Ég þekki náttúrlega tónlistina hennar Bjarkar og finnst hún frá- bær, en kannast ekki við neina hefðbundna íslenska tónlist. Það væri gaman að tékka á henni,“ seg- ir hún. Rætt verður við Katie Me- hlua í Morgunblaðinu á morgun. Katie Melua vill kynn- ast íslenskri tónlist  Heyrst hefur að hin gríðarlega vinsæla rokkhljómsveit Jeff Who? ætli að senda frá sér nýja plötu fyr- ir jól. Nú hefur hins vegar fengist staðfest að lengri bið verður eftir annarri plötu sveitarinnar, því hún kemur ekki út fyrr en í mars eða apríl á næsta ári. Óþolinmóðir geta þó fengið forsmekkinn á tónleikum sveitarinnar á NASA í kvöld... Ný plata Jeff Who? væntanleg árið 2008  Hr. Örlygur og Two Little Dogs Itd. standa fyrir tónleikum í Lond- on á miðvikudaginn í næstu viku til að kynna Iceland Airwaves tónlist- arhátíðina, sem er á næsta leiti. Meðal þeirra sem fram koma eru Jan Mayen, Motion Boys og Hafdís Huld, en þau troða öll upp á hátíð- inni sem hefst 17. október næst- komandi. Tónleikarnir eru númer tvö í röðinni af tónleikaröð sem ber yfirskriftina Reykjavik Nights in London. Hitað upp fyrir Airwaves í London
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.