Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sími 590 5000 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 1 0 2 Eigum frábært úrval nýlegra lúxusfólksbíla og jeppa frá Volkswagen, Audi og Mercedes Benz með allt að 90% lánum á afar hagstæðum kjörum. Bílarnir eru til sýnis á Bílaþingi, Laugavegi 174. Opið kl. 10–18 á Laugavegi 174 VW Touareg Dísil R5 skr.d. 29.12.2005 Dráttarbeisli, loftpúðafjöðrun lykillaust aðgengi, vindskeið rafmangnsopnun á hlera leðurinnrétting, krómpakki Xenon-ljós Verð 5.690.000 kr. Eftir Andra Karl andri@mbl.is RANNSÓKN á fíkniefnamálinu sem upp kom á Fáskrúðsfirði í gærmorgun hefur staðið allt frá því á síðasta ári. Óljóst er hvernig lögregla komst á snoðir um áform fimmmenninganna en ljóst er að mennirnir hafa skipulagt inn- flutninginn vel, og augljóslega talið að með því að fara inn um höfn í smábæ væru þeir hólpnir. Ekki liggur fyrir hvaðan þeir keyptu efnin en ef miðað er við götuverð á einu grammi af am- fetamíni á Íslandi, sem er um fimm þúsund krónur, þá er um að ræða gríðarlega fjármuni, hefði efnið farið á götuna. Ekki er óvar- legt að áætla að hægt sé að fá um og yfir hálfan milljarð króna fyrir efnin, en það veltur allt á styrk- leika þess og hversu mikið það er drýgt með íblöndunarefnum. Það er því ljóst að margir varpa öndinni léttar yfir því að menn- irnir hafi náðst, enda um gríðar- lega mikið magn að ræða sem aldrei kemst til íslenskra fíkni- efnaneytenda. Enn er rannsókn málsins á frumstigi og því óvíst hver þáttur hvers og eins er, og eins hvort að um sé að ræða burðardýr eða fjármögnunaraðila og skipu- leggjendur. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er alla vega um að ræða tvo vana sjómenn, og margt sem bendir til þess að þeir hafi verið fengnir til þess að flytja efnin hingað til lands. E-töfludómar þyngstir Þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi er 10 ára fangelsi. Sá dómur féll í Hæstarétti í maí árið 2002. Refsi- ramminn vegna innflutnings á fíkniefnum var hækkaður úr tíu árum í tólf vorið 2001 en Hæsti- réttur sá ekki ástæðu til að full- nýta hann, og hefur það enn ekki verið gert í einstöku máli. Tryggvi Rúnar Guðjónsson var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir innflutning á 17.000 e-töflum, um 200 grömmum af kókaíni og rúm- lega 8 kg af hassi. Fyrr sama ár hafði Héraðs- dómur Reykjavíkur dæmt Aust- urríkismanninn Kurt Fellner til 12 ára fangelsisvistar en hann var handtekinn með 67.485 e-töflur við komuna til landsins í septem- ber árið 2001. Hæstiréttur mild- aði hins vegar dóminn niður í níu ára fangelsi. Gríðarlegir fjármunir  Mennirnir hefðu getað fengið um hálfan milljarð króna fyrir efnin  Þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli er tíu ára fangelsi Morgunblaðið/Kristinn Huldir Fimm karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í gærmorgun. Þeir voru allir leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur undir kvöld og úrskurðaðir í gæsluvarðhald.                                       !"    „ÁRANGUR lögreglunnar í dag sýnir, að hún hefur lagað sig vel að gjör- breyttum aðstæðum, þegar leitað er allra ólögmætra leiða til að koma fíkniefn- um til landsins.“ Þetta segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um að- gerðir lögreglunnar sem leiddu til handtöku manna sem grunaðir eru um stórfellt fíkniefna- smygl. „Markvisst hefur verið unnið að því und- anfarin misseri að styrkja innviði lögregl- unnar með sérsveit og greiningardeild hjá ríkislögreglustjóra og verkaskiptingu innan hins nýja lögreglustjóraembættis á höf- uðborgarsvæðinu. Á allt þetta hefur reynt í þeirri aðgerð sem lauk í dag og auk þess samstarf við Europol og lögreglulið ann- arra landa. Þá lét landhelgisgæslan veru- lega að sér kveða. Loks reyndi verulega á hið nýja og öfluga tetra-fjarskiptakerfi. Frá mínum bæjardyrum séð hefur nú komið í ljós, hve mikilvægt hefur verið að búa þannig um hnútana, að þeir, sem gæta ör- yggis í landinu, geti stillt saman strengina innbyrðis og gagnvart öðrum þjóðum. Ég fagna þessum árangri og færi þeim þakkir og heillaóskir, sem að því hafa komið að honum var náð,“ sagði Björn. Höfum lagað okkur að breytt- um aðstæðum Björn Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.