Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 257. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is VATN Í MUNNINN RENUKA PERERA KRYDDAR ÍSLENSKAN MAT MEÐ FRAMANDI RÉTTUM >> 24 FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÉG MAN að stundum átti ég ekki krónu og notaði þá sömu áhöldin dögum saman eins lengi og hægt var, stundum fékk ég lánuð áhöld hjá vinum mínum því það eina sem komst að hjá mér var að fá vímuna, deyfa mig nið- ur. Ég man að ég hugs- aði alveg um það að ég gæti smitast, mér var stundum alveg sama því það eina sem ég þráði ofar öllu var að deyja. Sem betur fer varð mér ekki að þeirri ósk minni.“ Þannig lýsir Benedikta, sem bloggar á slóðinni benna.blog.is, viðbrögðum sínum við frétt af því að landlæknir óttist að HIV-faraldur sé í uppsiglingu meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi. Fjórir úr þessum hópi hafa greinst með HIV það sem af er ári, jafnmargir og hafa greinst sl. fimm ár. Talið er að um 500 sprautu- fíklar séu á höfuðborgarsvæðinu. Benedikta tekur undir með sóttvarna- lækni og segir nauðsynlegt að gera áhöld- in aðgengilegri. „Ég hef oft þurft á hrein- um áhöldum að halda um nótt en þá hafa apótekin verið lokuð og ég þá endað með því að nota einhver gömul frá mér eða fengið lánað notað dót hjá vinum mínum.“ Erfitt og nær ómögulegt er að ná til fíkniefnaneytenda með fræðslu að sögn Inga Rafns Haukssonar, formanns Al- næmissamtakanna. Aðgangur allan sólar- hringinn að ókeypis sprautunálum sé því grundvallaratriði varðandi útbreiðsluna. HIV-jákvæðir geta fengið alnæmi tak- ist veirunni að brjóta ónæmiskerfi lík- amans niður fyrir ákveðin mörk. Mjög misjafnt er hvenær lyfjameðferð hefst en dæmi eru um að fólk sé sýkt í 15 ár án þess að ónæmiskerfið veikist. Veiran er smitandi eftir sem áður. Mikill kostnaður en það borgar sig Árið 1996 komu ný lyf á markað sem gjörbreyttu horfum HIV-sýktra. Með lyfjunum er hægt að bæla veiruna og þar með minnkar smithættan. Innlagnir HIV- smitaðra á sjúkrahús eru nú hverfandi og lífslíkur þeirra góðar. Lyfjameðferð, sem oft felur í sér notk- un 2-4 lyfja, getur kostað um 150 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern sjúkling sem fær þau sér að kostnaðarlausu. „Fyrir þetta verð er þjóðfélagið að forða mörg- um öðrum frá því að sýkjast,“ bendir Sig- urður B. Þorsteinsson smitsjúkdóma- læknir á, lyfin bæli veiruna og minnki þar með smithættu. 195 einstaklingar, 150 karlar og 45 kon- ur, höfðu í lok síðasta árs greinst HIV- jákvæðir á Íslandi. Þar af voru 11% fíkni- efnaneytendur. Sú tala hefur hækkað í ár. Erfitt að nálgast hópinn Aðgengi að sprautum verði auðveldað Verð Sprautunál kostar um 8-10 kr. í apótekum. LÖG um greiðslur til foreldra langveikra eða fatl- aðra barna, sem samþykkt voru í fyrra og tóku gildi 1. júlí 2006, eru meingölluð að mati Birnu Sigurð- ardóttur. Dóttir hennar, Védís Edda Pétursdóttir, fædd 17. júní 2005, greindist með banvænan hrörn- unarsjúkdóm. Lögin ná hins vegar aðeins til barna sem greindust eftir 1. janúar 2006. Þá eru greiðsl- urnar settar á í þrepum eftir því hvenær veikindi eða fötlun barnanna hefur greinst. Birna telur ríkið eiga að sjá sóma sinn í að gera öll- um foreldrum langveikra barna kleift að sinna börn- um sínum án þess að hafa áhyggjur af peningum. Litla Védís Edda lést í fyrrinótt. | Miðopna Telur lögin vera meingölluð Birna Sigurðardóttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is FIMM karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald – flestir til 18. október nk. – fyrir aðild sína að umfangsmiklum innflutningi fíkniefna til landsins. Þeir eru allir á þrítugs- og fertugsaldri. Auk þess voru tveir Íslendingar handteknir í Kaupmannahöfn og einn í Noregi. Þeir verða leiddir fyrir dómara í dag. Rannsóknin, sem lík- legt er að staðið hafi yfir frá síðasta ári, teygði anga sína til fimm Evrópulanda utan Íslands, og var að miklu leyti unnin í samvinnu við evrópsku löggæslustofnunina Europol. Þrír mannanna voru handteknir á Fáskrúðs- firði í gærmorgun í viðamiklum aðgerðum lög- reglunnar, sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands. Tveir þeirra voru teknir höndum í kjölfar þess að þeir komu til hafnar á 30 feta skútu á sjötta tímanum. Grunur lék á að fíkniefni væru falin um borð og reyndist sá grunur á rökum reistur. Fundust allt að 70 kg af amfetamíni við leit í skútunni. Félagi mann- anna var handtekinn á bryggjunni skömmu síð- ar, þegar hann hugðist sækja mennina tvo. Aðgerðir lögreglu náðu víðar en á Fáskrúðs- fjörð því í gær voru jafnframt gerðar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu, í Sandgerði, á Kaup- mannahafnarsvæðinu og í Noregi. Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók tvo menn auk þess sem einn var handtekinn í Noregi. Jafnframt teygði málið anga sína til Hollands og Þýska- lands, þar sem lögregluaðgerðir fóru fram en enginn var handtekinn. Mikill trúnaður hefur ríkt innan lögreglu Mennirnir tveir sem sigldu skútunni voru á leið frá Noregi, þar sem hún var tekin á leigu, en höfðu viðkomu í Danmörku og Færeyjum. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er um vana sjómenn að ræða, sem hafa áður komist í kast við lögin – þó ekki fyrir viðlíka brot. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var hæstánægður með hversu vel aðgerðirnar tók- ust. „Þessi aðgerð var mjög vel skipulögð og ég held að þeir aðilar sem komu af þessari skútu hafi gengið í flasið á lögreglunni, sér að óvörum. Það hefur ríkt mikill trúnaður hjá löggæslu- stofnunum í mjög langan tíma, sem sýnir fram á að íslenskar löggæslustofnanir eru fullfærar um að sinna svona stórum verkefnum, sem teygja anga sína inn í alþjóðasamfélagið, án þess að vitneskja um það berist út.“ Fjöldi þeirra löggæsluaðila sem að málinu komu hleypur á tugum og t.a.m. tóku um 25 sér- sveitarmenn þátt, auk starfsmanna Landhelg- isgæslu Íslands og lögregluembætta. Fíkniefna- deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar haldið utan um rannsóknina sem fengið hefur nafnið Pólstjarnan.  Fíkniefnamál | 6 og 8 Morgunblaðið/Júlíus Í kastljósinu Rannsóknarlögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu leiða einn hinna handteknu inn í dómhús héraðsdóms í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gerðu tugi kílóa af amfetamíni upptæk  Átta Íslendingar handteknir í þremur löndum vegna innflutnings fíkniefna  Langmesta magn af hörðum fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á í einu Ætlar þú að gera eitthvað um helgina? >> 48 Leikhúsin í landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.