Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 41
Atvinnuauglýsingar
ⓦ Blaðberar
óskast í
Hveragerði
Upplýsingar í síma
893 4694
eftir kl. 14.00
Vélstjóri óskast
1. Vélstjóra vantar á m/s Gullberg VE 292. Þarf
að geta leyst af sem yfirvélstjóri. Vélarstærð
1056 Kw. Nánari upplýsingar í síma 892-2592.
Verktakafyrirtæki
í byggingariðnaði
óskar eftir að ráða góðan smið eða húsasmíða-
meistara sem verkstjóra. Verður að hafa góða
stjórnunarhæfileika.
Upplýsingar í síma 820 7062 eða 820 7060.
Tilvalið fyrir skólafólk
Veitingahús og bar í Austurstræti óskar eftir
starfsfólki í eftirfarandi stöður:
Dyravörslu, á bar og þjóna í sal.
Bæði kemur til greina fullt starf og vaktavinna.
Uppl. í símum 578 7900, 866 2580, 697 8185.
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir:
Haukur EA-76, skipaskr. nr.0236, þingl. eig. Stakkar ehf,
gerðarbeiðendur Olíuverslun Íslands hf og Tryggingamiðstöðin hf,
miðvikudaginn 26. september 2007 kl. 09:30.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
20. september 2007.
Eyþór Þorbergsson, ftr.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrif-
stofu embættisins að Borgarbraut 2, Stykkishólmi, sem
hér segir:
Sæberg SH-475, sknr. 6565, hluti, ásamt rekstrartækjum og
veiðiheimildum, þingl. eig. Hafsteinn Guðmundsson og Hafþór
Hafsteinsson, gerðarbeiðendur Tryggingamiðstöðin hf og Þrymur hf,
vélsmiðja, þriðjudaginn 25. september 2007 kl. 10:00.
Sýslumaður Snæfellinga,
20. september 2007.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Selhóll, fnr. 211-4515, Snæfellsbæ, þingl. eig. Jens Sigurbjörnsson,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf,
þriðjudaginn 25. september 2007 kl. 11:30.
Sýslumaður Snæfellinga,
20. september 2007.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Hafnarbraut 10, 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-4884), þingl. eig. Aníta
Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Íbúðalánasjóður,
miðvikudaginn 26. september 2007 kl. 14:00.
Hjallalundur 7a, 01-0101, Akureyri (214-7439), þingl. eig. Ólöf Vala Val-
garðsdóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Íbúðalána-
sjóður, miðvikudaginn 26. september 2007 kl. 10:00.
Klettaborg 28, íb. 08-0203, Akureyri (227-5157), þingl. eig. Pála Björk
Kúld og Leó Magnússon, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf,
miðvikudaginn 26. september 2007 kl. 10:30.
Sjávargata, fiskvinnsluhús, 01-0101, Hrísey, Akureyri (215-6379) ,
þingl. eig. Frystihúsið Sandhorni ehf, gerðarbeiðendur Akureyrar-
kaupstaður, Íslensk-ameríska versl.fél. ehf, Olíuverslun Íslands hf,
Síldarvinnslan hf og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn
25. september 2007 kl. 14:00.
Skíðabraut 3, 01-0201, Dalvíkurbyggð (215-5171), þingl. eig. Orri Hil-
mar Gunnlaugsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðviku-
daginn 26. september 2007 kl. 14:30.
Ægisgarður shl. Arnarneshreppi (215-7206), þingl. eig. Heiðar Ágúst
Ólafsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 26. sep-
tember 2007 kl. 11:30.
Öldugata 18, verslun 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-6660), þingl. eig.
Konný ehf, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna,
miðvikudaginn 26. september 2007 kl. 15:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
20. september 2007.
Eyþór Þorbergsson, ftr.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Eldshöfði 17, 204-2893, Reykjavík, þingl. eig. Faktoria ehf, gerðar-
beiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 25. september
2007 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
20. september 2007.
Tilboð/Útboð
Auglýsing
um deiliskipulag
hafnarsvæðisins á Þórshöfn,
Langanesbyggð
Deiliskipulag hafnarsvæðisins á Þórshöfn.
Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðisins á
Þórshöfn auglýsist hér með skv. 25. gr. skipu-
lags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Langa-
nesbyggðar, Þórshöfn og Bakkafirði, frá kl. 8.00
til 16.00 alla virka daga frá 21. september 2007
til 19. október 2007.
Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu
hafa borist sveitarstjóra Langanesbyggðar eigi
síðar en kl. 16.00 föstudaginn 2. nóvember
2007.
Hægt verður að nálgast uppdrátt og greinar-
gerð á heimasíðu Langanesbyggðar –
http://www.langanesbyggd.is – frá og með 21.
september 2007.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskil-
ins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Þórshöfn 21. september
2007.
Sveitarstjóri
Langanesbyggðar
Félagslíf
I.O.O.F. 12 18892181/2 I.O.O.F. 1 1889218
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Raðauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Einari
Hermannssyni skipaverkfræðingi:
„Þótt undirrituðum sé þvert um
geð að standa í deilum við Gríms-
eyinga í fjölmiðlum eða á öðrum
vettvangi, þá er ég knúinn til að
gera nokkrar athugasemdir við at-
riði í grein frá sveitarstjóra Gríms-
eyjar sem birtist í Morgunblaðinu
19. september.
Ég get ekki lagt dóm á það
hvort Grímseyingar voru beittir
þrýstingi við kaupin á „Oileain Ar-
ann“. Hins vegar árétta ég, að
fram til þess tíma sem kaup skips-
ins voru ákveðin, í nóvember 2005,
þá sat ég einungis einn fund hjá
Vegagerðinni með fulltrúa Gríms-
eyinga í september 2005 og því
vart við mig að sakast um meintan
þrýsting.
Það er rétt með farið hjá sveit-
arstjóranum, að ég, að beiðni
Vegagerðarinnar og samgöngu-
ráðuneytisins, gerði frumteikning-
ar að þeim breytingum sem Gríms-
eyingar óskuðu eftir. Þetta gerði
ég hins vegar í október 2005, all-
nokkru áður en kaup skipsins voru
ákveðin. Það skal áréttað að um
var að ræða einungis frumdrög og
engar kostnaðaráætlanir, enda um-
ræddar breytingar og þær sem
fram komu seinna hannaðar af
verkfræðistofunni Navis-Feng ehf.
sem einnig gerði tilheyrandi kostn-
aðaráætlanir.
Óháð því sem skrifað hefur verið
í Morgunblaðinu áður, þá hef ég
aldrei sagt að mér blöskruðu óskir
Grímseyinga um breytingar á skip-
inu, enda ekki mitt að dæma um
slíkt. Hins vegar taldi ég, þegar
umræddar óskir lágu fyrir, að
verkið væri orðið að umfangi víðs
fjarri því sem ég og fulltrúi Sam-
skipa hf. lögðum upp með í skoðun
okkar á skipinu og tilheyrandi
skoðunarskýrslu og beindi því til
Vegagerðarinnar að hún réði ann-
an aðila til að hanna umræddar
breytingar og gera útboðslýsingu
og kostnaðaráætlanir. Eins og
sveitarstjórinn veit mætavel, þótt
hann kjósi ekki að geta þess, réð
Vegagerðin verkfræðistofuna Nav-
is-Feng ehf. til verksins í nóvem-
ber 2005 og voru öll samskipti um
áðurnefndar breytingar og síðari
beint milli Grímseyinga og fulltrúa
Navis-Fengs ehf. og því ómaklegt
af sveitarstjóranum að gefa annað
í skyn.
Sveitarstjórinn vísar til fyrir-
varalausrar heimsóknar sinnar til
Gunnars Gunnarssonar aðstoðar-
vegamálastjóra í mars 2007. Álíka
fyrirvaralaust hafði Gunnar Gunn-
arsson þá samband við mig sím-
leiðis og bað mig að fara með
Grímseyingum og fulltrúum Navis-
Fengs ehf. um borð í skipið í Hafn-
arfirði vegna óska Grímseyinga um
frekari minniháttar breytingar á
skipinu. Þar sem ég starfa fyrir
Vegagerðina í mörgum öðrum mál-
um en Grímseyjarferju, þá skor-
aðist ég ekki undan þessari beiðni
Vegagerðarinnar, þótt ég hafi þá
ekki átt beina aðkomu að verkefn-
inu síðan Vegagerðin réð Navis-
Feng ehf. til verksins. Í kjölfar
þessarar heimsóknar var síðan
fundað með Grímseyingum á skrif-
stofu Navis-Fengs ehf. í Hafnar-
firði og óskir Grímseyinga af-
greiddar í sátt og samlyndi. Til að
árétta hversu fjarstæðukenndar
aðdróttanir sveitarstjórans og ann-
arra um aðkomu mína að þessu
máli eru, þá var þetta í eina skiptið
sem ég kom um borð í skipið frá
komu þess til landsins í apríl 2006
fram til dagsins í dag, eða í sam-
tals 17 mánuði.
Sveitarstjórinn fullyrðir að skip-
ið hafi við kaupin ekki fullnægt
tveimur af sex kröfum sem settar
voru fram af Grímseyjarnefnd, þ.e.
um flokkun né uppfyllt öryggis-
staðla fyrir B-siglingaleiðir. „Oilea-
in Arann“ var byggt í flokki hjá
Lloyds Register of Shipping og var
í flokkun hjá félaginu fram til 1997,
þegar eigandi mun hafa valið að
láta flokkun falla niður. Í öllum
skýrslum og umsögnum um skipið
komu þessar upplýsingar fram og
var ætíð gert ráð fyrir því í
skýrslum mínum og fulltrúa Sam-
skipa hf. að skipið yrði tekið í
flokkun á ný hjá Lloyds Register
og gert ráð fyrir kostnaði viðvíkj-
andi þeirri framkvæmd. Fullyrðing
sveitarstjórans um að skipið upp-
fyllti ekki öryggisstaðla á B-sigl-
ingaleiðum er beinlínis röng, því
það er skjalfest af bæði smíðaaðila
skipsins og hönnuðum þess að
skipið uppfyllti umrædda staðla.
Ég vona síðan að lokum, að
sveitarstjórinn leiti á önnur mið, ef
honum er kappsmál að finna söku-
dólg í þessu máli. Í því samhengi
vil ég árétta að ég vinn sem ráð-
gjafi fyrir Vegagerðina og skv.
orðsins hljóðan þá tek ég engar
ákvarðanir í málefnum Vegagerð-
arinnar.“
Grímseyjarferjan uppfyllir öryggisstaðla
Athugasemd frá Einari Hermannssyni skipaverkfræðingi