Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 9 HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi þá niðurstöðu yfirskattanefndar að verktakafyrirtækinu Impregilo beri að greiða staðgreiðslu opinberra gjalda vegna launa portúgalskra starfsmanna tveggja starfsmanna- leiga. Taldi Hæstiréttur að starfsmanna- leigurnar sjálfar teldust almennt launagreiðendur portúgölsku starfs- mannanna og að Impregilo hefði því ekki borið almenn skylda til að standa skil á staðgreiðslu vegna launa við- komandi starfsmanna. Vísaði Hæsti- réttur til þess að af samningum Imp- regilo og starfsmannaleiganna mætti ráða að starfsmannaleigurnar önnuð- ust launagreiðslur til hinna útleigðu starfsmanna. Lyti milliganga Imp- regilo einungis að því að leggja til nauðsynlegar upplýsingar til að hægt væri að reikna út launin. Þótt í grein- argerð með tekjuskattslögum væri gert ráð fyrir að notandi þjónustunn- ar væri launagreiðandi en ekki starfs- mannaleigan þá hefði ekki verið sett nægilega skýr heimild í lögin hvað þetta varðaði. Impregilo þarf að standa skil á gjöldum vegna hluta launa Impregilo hafði í málinu jafnframt haldið því fram að hinir portúgölsku starfsmenn væru ekki skattskyldir hér á landi þar sem þeir hefðu dvalið hér í svo skamman tíma. Samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Portúgals væru þeir því ekki skatt- skyldir hér, heldur í Portúgal. Hæsti- réttur taldi hins vegar að þar sem Impregilo væri vinnuveitandi starfs- mannanna í skilningi ákvæða tví- sköttunarsamningsins þá ættu und- antekningarreglur samningsins, sem Impregilo vitnaði til, ekki við. Þar með væru starfsmennirnir skatt- skyldir hér á landi í samræmi við meginreglu samningsins. Hins vegar taldi Hæstiréttur að Impregilo væri launagreiðandi starfsmannanna að því er varðaði greiðslu á þeirri fjárhæð sem næmi mismun á íslenskum lágmarkslaun- um og portúgölskum launum. Því væri Impregilo skylt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna þess munar. Portúgalskir starfsmenn skattskyldir hér á landi Impregilo ekki talið launagreiðandi starfsmannanna AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Nýjar glæsilegar yfirhafnir Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Pils og peysur Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16 og í Eddufelli kl. 10-14 Str. 36-56 Kynning í Hygea Smáralind og Hygea Kringlunni föstudag og laugardag Sérfræðingar frá Shiseido kynna nýju litalínuna og veita ráðgjöf í umhirðu húðarinnar og val á kremum. Fallegur kaupauki fylgir þegar tveir hlutir eru keyptir. Hygea Kringlan : 553 4533 | Hygea Smáralind : 554 3960 • AFMÆLI • Moonstartherapy • AFMÆLI • Moonstartherapy • AFMÆLI • • Moonstartherapy •AFMÆLI • Moonstartherapy • AFMÆLI• Moonstartherapy • M o o n st ar th er ap y • A FM Æ LI • M o o n st ar th er ap y • A FM Æ LI • M o o n st ar th er ap y M oonstartherapy • A FM Æ LI • M oonstartherapy • A FM Æ LI • M oonstartherapy Sjúkranuddstofan Moonstartherapy Anton Wurzer Síðumúli 15, 108 Reykjavík Sími/Fax 588 1404 Gsm 895 9404 Afmæli Á morgun, laugardaginn 22. september, á sjúkranuddstofan mín 6 ára afmæli. Um leið og ég þakka viðskiptavinum mínum fyrir viðskiptin býð ég bæði þá og nýja viðskiptavini velkomna. Frí meðferð fyrir alla sem eiga afmæli þennan dag. Orkumeðferð - Akupoint Massage Heilnudd - Body Massage Bandvefsnudd - Connective tissue Massage Ristilnudd - Colon Massage Svæðanudd - Feetreflexzonetherapy Sogæðameðferð - Lymphdrainage Bakmeðferð - Back and Spine Therapy Nýtt Rythmanudd - Rhytmical Massage Svartar síðbuxur og gollur Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15. www.belladonna.is St. 38-58 HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær ís- lenska ríkið af bótakröfu Trésmiðju Snorra Hjaltasonar vegna kaupa trésmiðjunnar á húseign af íslenska ríkinu. Reyndist húseignin við mæl- ingu eftir kaupin minni en gefið var upp í kaupsamningi. Kaupverðið var 280 milljónir króna en ýtrasta bótakrafan hljóðaði upp á 67,4 milljónir króna. Þegar Trésmiðja Snorra Hjalta- sonar hf. keypti Borgartún 6 var húsið talið 5210,9 fermetrar að stærð og var byggt á upplýsingum í skrám Fasteignamats ríkisins. Við mælingu, sem trésmiðjan lét gera á eigninni eftir kaupin, kom í ljós að hún var 4735,2 fermetrar eða 9,13% minni en uppgefið var í kaupsamn- ingnum. Taldi Hæstiréttur m.a. að leggja þyrfti til grundvallar þá skýringu ríkisins að stærðarmuninn mætti rekja til breyttra reglna um út- reikning á stærð húseigna. Þá vís- aði rétturinn til þess, að kaupand- inn væri byggingarfyrirtæki og byggingarfróður aðili á vegum þess hefði skoðað eignina. Þar sem eignaskiptayfirlýsing hefði ekki legið fyrir og húseignin hefði lengi verið í eigu sama aðila hefði hann mátt gera sér grein fyrir að athuga þyrfti upplýsingar um stærð eign- arinnar. Keypti minna hús en selt var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.