Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Leikhúsin í landinu
GAMANMYNDIN I Now Prono-
unce You Chuck and Larry verður
frumsýnd í í Laugarásbíói, Há-
skólabíói, Sambíóunum Álfabakka,
Sambíóunum Keflavík og Borgarbíói
á Akureyri í kvöld.
Með aðalhlutverk í myndinni fara
þeir Adam Sandler og Kevin James
úr King Of Queens sjónvarpsþátt-
unum vinsælu. Þeir kumpánar leika
gagnkynhneigða slökkviliðsmenn
sem fá þá ótrúlegu flugu í höfuðið að
þykjast vera samkynhneigðir og
ganga í hjónaband til þess að öðlast
öll réttindi hjóna. Eins og menn geta
ímyndað sér verða ýmsar skraut-
legar uppákomur í kjölfar þessarar
hugmyndar.
Fjöldi annarra stórleikara fer með
hlutverk í myndinni, þar á meðal
Jessica Biel, Dan Aykroyd, Steve
Buscemi og Ving Rhames.
Handritshöfundarnir eru þrír,
þeir Barry Fanaro, Alexander
Payne og Jim Taylor, en saman eiga
þeir að baki handrit að myndum á
borð við Kingpin með Woody Har-
relson og Bill Murray og Election
með Reese Witherspoon og Matt-
hew Broderick, en báðar myndir
hlutu góðar viðtökur gagnrýnenda.
Leikstjóri I Now Pronounce You
Chuck and Larry heitir Dennis Dug-
an, en þetta mun ekki vera í fyrsta
skipti sem hann leikstýrir Adam
Sandler því hann gerði bæði Big
Daddy og Happy Gilmore.
Glæsilegir Sandler og James í skrautlegum hlutverkum sínum.
Í hlutverki
samkynhneigðra
Erlendir dómar:
Metacritic: 37/100
The Hollywood Reporter: 60/100
Variety: 60/100
The New York Times: 50/100
Imdb.com: 63/100
SPENNUMYNDIN Shoot ’Em Up
verður frumsýnd í Smárabíói, Regn-
boganum og Sambíóunum á Ak-
ureyri í kvöld. Um er að ræða kröft-
uga hasarmynd þar sem húmorinn
er þó alltaf skammt undan.
Clive Owen leikur Mr. Smith sem
lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að
verja nýfætt barn fyrir geðsjúka
leigumorðingjanum Hertz og mönn-
um hans, en með hlutverk Hertz fer
enginn annar en Paul Giamatti sem
hefur ekki sést í hlutverki sem þessu
áður. Auk þeirra tveggja fer Monica
Bellucci með stórt hlutverk í mynd-
inni sem hefur fengið mjög misjöfn
viðbrögð gagnrýnenda.
Óvenjulegt Paul Giamatti er ekki vanur að leika morðingja.
Barnið og morðinginn
Erlendir dómar:
Metacritic: 49/100
Roger Ebert: 88/100
The Hollywood Reporter: 80/100
Variety: 40/100
The New York Times: 0/100
Imdb.com: 77/100
www.mbl.is/mm/folk/leikh/